Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 02.10.1950, Blaðsíða 8
Endurbæiur á Héfel Borg — Aage Lorange og ný lög — Péfar rakari og Daddi brasi skysaja á Bjarna Ben. „Ef Hótcl Borg ber sig ekki, þá ætti að yera sannað, að hótelrekstur ber sig ekki á Islandi. En ef Hótel Borg ber sig, væri þá ekki rétt að leggja einhvern hluta af gróðanum til þess að gera staðirin dálítið meira „cosmopolitan" en hann er," skrifar Gosmopoli- tan, sem nýlega er kominn úr löngu ferðalagi. „Ef fqrráðamenn staðarins vilja, að dæmi beztu hótel- haldara erlendis, gera allt fyrir gestina, því þáekki að byrja á eftirfarandi: Setja bar í hinn rúmgóða Suðurgang. Mér skilst að þetta hótel sé það eina, þár sem verzlunarmenn og aðrir viðskiptajöfrár hittást til hádegis- eða kvöldverðar til þess að ræða við- skiptamöguleika sína. Hvílík bót yrði, ef sá e&a þeir; sem fyrr kæmu, gætu fengið sér hressingu á bárnum, meðan þeir eða hanri bíður eftir borðfélögum sínum. Þetta myndi eflaust auka viðskiptin við hótelið óg mælast vel fyrir. Því svo ekki leggja í þann „óhemju* kostnað" að ráða inspector, sem sæi um, að öllurii yrði gerð úrlausn í hinum tíðu borðavandræðum; sem skapast á síðkvöldum? Þá losnuðu gestir við þessa anddyrahópa, sem mæna vonaraugum til þeirray sem sæti hafa. Auk þess gæti inspektor losað hótelið yið þann ungbarnaófögnuð, sem að jafnaði slæpist þarna hálffull. Þetta eru bara uppástungur, sem kannski hafa heyrzt hér áður, en „aldrei er góð vísa.of'oft kveðin". Aage Lorange og hljómsveit hans í Sjálfstæðisr húsinu ætla nú að skjóta samstarfsmönnum sínum i höfuðborginni ref fyrir rass. Nú æfa þeirdag og nótt spánnýja slagara frá Ameríká, og þeir eru sagðir ekki af verra taginu. Aage nældi sér í þessi fáheyrðu verð- mæti alveg nýlega, svo að búast má við óvenju aðsókn unga fólksins á dansleiki þá, sem hann leikur fyrir. .• Jazzblaðið upplýsti nýlega að þó að Bjarni Ben. og Bjarni Bö væru þekktir hér í höfuðstaðnum, þá væru þó aðrir öllu þekktari í Reykjavík. Við leyfum okkur að prenta eftirfarandí úr Jazzblaðinu. Þetta er bréf til ritstjórnarinnar: „Eg er 17 ára Reykvíking- ur — dama — og hefi mikinn áhuga á jazz .... Nú langar mig til að biðja blaðið fyrir hönd saumaklúbbs- ins okkar að birta viðtöl og myndir af þremur beztu „swing"-dönsurunum okkar, en þeir eru að mínu áliti í þessari röð: Pétur rakari, Daddi brasi og Danni black. Þín einlæg „Swing-girl". Svar: (Jazzblaðsins) Sennilega verður hægt að uppfylla ósk þína í einhverju af næstu blöðum. T. d. er Pétur rakari öllu þekktari hér í bæ en nafnarnir Bjarni Ben og Bö." Skrítlur Ungfrúin: Og hugsaðu þér Karl. Það var ósvífinn maður, sem sat og horfði í augu mér allan tímann á meðan á sýn- ingunni stóð. Karl: Og hvar sat dóninn? Frúin: Bak við mig. A: Það hefur fundizt 6000 ára gömul gröf með dönskum manni í, á Jótlandi. B: Nú, og hvernig vita þeir að maðurinn var danskur? A.: Hann hafði mat með sér í gröfinni. Skrifstofumaðurinn: Eg var alls ekki ráðinn hér á skrifstofuna til • að gera hreint, þér sögðust hafa mann til að gera verstu verkin. Skrifstofustjórinn: Eg hef það líka, hann rukkar inn peningana. Eg heiti Óiafur og er stúd- ént. ;E3g bý á hæðinnt fýrir neðan yður, viljið þér ekki biðja börnin að hafa svolítið lægra, eg get ékki lesið/ Vesalings maðurinn! Eg var læs, þegar ég var 6 ára. Árni: Ekki hafði mér dottið í hug að•til væri svöna margt fólk, sem ekki getur sungið. Bjarni: Értu nýbúinn að uppgötva það? Árni: Síðan ég fékk út- vai-pstækið. Mánudagsblaðið ívikitiyíidirfí Gabie og jarðskjáiíii í Gamia Bíé San Francisco hefur verið ef ni í margar myndir,v sem ýmist byrja eða enda á hin- um gífurlega jarðskjáifta þar 1906. Gamla bíó sýnir nú eina slíka mynd, sem þó reyndar er fullra 16 ára gömul, og má segja að myndin takizt vel, enda eru öll brögð notuð í henni til þess að gera hana spennandi. Þettá er éinnig ein af þeim myndum, sém gerðú Clark Umrenninguririn glað- klakkaralega: Nú ér ég búinn að snúa við úlþunni minni, svo flærnar vita ekkert hvað orðið er af mér. Hann: Ef nokkur maður er óhamingjusamur í asitamál- um, þá er það ég. Fyrri kon- an mín hljóp frá mér. Hún: En sú seinni? Hann: Hana losna ég ekki við. Lögreglan í Reykjavík... Framhald af 1. síðui' til; léiðar, að, láeknir sé viðstaddur á stöðinni allar nætur. KQstnaðurinn yrði eflaust ekki. meiri en þegar menn hans brúka lögreglubíl- ana yið kartöfluflutninga eða til þess að aka kunningjakonum sínum eða eiginkonum um bæinn. Og þó að kostnaðurinn yrði eitthvað meiri, þá yrði bæjarbúum eflaust ljúft að greiða það sem tryggingu á öryggi sínu fyrir lögreglunni sjálfri. En hvert er hlutverk dómsmálaráðuneyt- ísins? Er ekki að koma að því, að dómsmála- ráðherra láti til sín taka um þessi mál. Hann hefur of lengi haldið hlífiskildi yfir lögreglu- stjóra, og það skal hann jafnframt vita, að hver blóðdropii sem fellur í varðstofu lögregl- unnar hlýtur að lokum að lita hendur hans sjálfs sem æðsta valds og yfirboðara í lög- reglumálum íslands. Vili dómsmálaráðherra standa ábyrgur gegn öllu því, sem menn hans fremja í hans nafni? Vill dómsmálaráðherra rólegur bíða þess dóms, sem hann sjálfur fær, ef hann gerir ekki gangskör að því að kippa þessum málum í lag? Honum ber skylda til þess að víkja lögreglustjóra úr embætti, því að lögreglustjóri segir þyí aldrei lausu af sjálfsdáðum. Blóð samborgara ráðherrans hrópar upp til hans. Gable að næstum óviðjafnan- legum „charmör" á hvíta lér- eftinu. Hinir „óviðjafnan- legu" hæfileikar Gables fel- ast í því, eins og í síðari mynd- um, að vera kaldhæðinn, kjaftfor, sjálfselskufullur, en lygilega hrífandi, einkum þegar hann er bæði rifinn og skítugur. I þessari mynd er Gable ekki almennilega í ess- inu sínu fyrr en jarðskjálft- inn byrjar. Þá stendur „our boy" upp og ryður af baki. sér sirka tonni af múrstein- um og byrjar að leit'a að Mary. Jarðskjálftinn hafði ekki léikið hann illa.-r- skráin- að hann á gagnauga, rifið buxurnar hans. En hvað tun það, Gable sigrar. Spéricer Trácy :(Í3m)" ef'" mjög sannfærandi og leikur ágætlega. . ^ Jeanette Mac Donald, Mary þeysir jöfnum höndum gegn- um óperur og aldamótasiag- ara og gerir engum sérstakfc mein, neína Gable. '- Kvikmyndara er gefið nér hvert tækifærið af ÖðrU tá.1 þess að sýna glys ógglaúm, örvæntingu og skarkalá, óg tekst það yfirleitt vél.;' Svona nrynd hlýtur áð verða sótt, enda ekkert því til fyrirstöðu. A. B. Flugoruslur í Ausfurbæjarbíó Éf menn vilja sjá spennandi mynd að efni til, þá er ékkert á-móti því að sjá j.Tigris-f lug- sveitina," sem nú er sýnd ;í Austurbæjarbíó. Mynd þessi fjallar um bandaríska flugdeild, sem barðist með Kína, þegar Kín- verjar börðust gegn Japönum, áður en Bandaríkin.tóku þátt í stríðinu. Þótt mynd þessi sé að mörgu leyti yf irborðkennd og ofleikin, þá fér ekki hjá því, að áhorfandi ,fylgist vel með henni frá byrjun. Flugsenur margar eru spennandi og vel gerðar, ástarsenur takmark- aðar, enda er það heppilegt, því hvern langar til þess að sjá John Wayne í slíku? Leikurinn er skemmtilega ýktur, og „five-cent-brandar- ar" eru á hverju strái. „Synda selur" myndarinnar, John Carroll, er kunn týpa, sem allt gerir rangt þar til hann í endinn sér að sér og „bætir fyrir allt." A.B.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.