Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 1
VILHJALMUR STEFANS LANDKÓNN- m AKÆRÐUR UM vivirðileg skrif þekkts bandarísks blaðamanns Frægasti sonur Is lands ausinn auri o Bandaríska blaðið „New York Joumal American“ birtir þann 20. september s.I. óvenju rætna grein mn hinn lieimskunna vísindamann, Vilhjálm Stefánsson, þar sem hann er ákærður fyrir að vera kommúnisti og þaraf leiðandi hættulegur þjóðskipulagi Banda- ríkjanna. Grein þessi er birt af dálkahöfxmdi blaðsins Westbrook Pegler, sem þó að vísu er kunnur sem einn ósvífnasti dálkahöfimdur Bandarikjanna, en hefur geysileg áhrif meðal lesenda. Pegler byggir ákæru sínar á hendur Vilhjálmi á þ\i aðallega, að hann hafi átt hús með Owen Latti- more, prófessor í stjómmálafræðum, aðallega mál- efnum Asíu, sem Joe McCarthy, öldungadeildarþing- maður bandaríska þingsins, ákærði nýlega fyrir að vera samferðamaður kommúnista. McCarthy hefur síðustu mánuði ákært alls konar þekkta bandaríska borgara fyrir kommúnisma, en hlotið fyrirlitningu allra hugsandi manna fyrir vikið, enda hafa fæstar ákærur lians verið á rökum reistar. Síðan segir Pegler, að Stefánsson hafi selt hús sitt Southard-hjónum nolíkmm, sem vora frambjóðendur kommúnista í Ala- bama 1942. Á þessum rökum ásamt dylgjum um, að hann hafi verið nefndur í sambandi við ýmsar nefnd- ir, sem hættulegar era þjóðskipulagi Bandarikjanna, Iýsir þessi vesali blaðamaður yfir því, að Vilhjálmur Stefánsson hinn heimsfrægi landkönnuður af íslenzk- um ættum, sé því sem næst bandarískur landráða- maður. Grein sú, sem blaðinu barst, er víst eltki sú eina, sem Pegler hefur ritað um Vilhjálm, því að yfirskrift hennar liljóðar svo „More about Stefans- son and leftist connections“ (Meira um Stefánsson og vinstri sambönd hans), en í þessari grein atar Pegler þennan ágæta vísindamann óheyrilegum auri og svívirðingum. Pegler gerir gys að yfirlýsingu Stefánssonar, þar sem hann scgir, að „alls konar fólk og félög þar á meðal mormónar hafi reynt að fá sig með sé? nema kommúnistar, sem aldrei hafi sýnt sér þann heiður.“ Pað er nú því miður svo, að aðeins þeir, sem verið hafa í Bandaríkjunum, vita, hversu öflugt vopn blöðin era þar í að skapa almenningsálit, en við getum fiillvissað lesendur okkar um, að Pegler hefur með þessari rætnu grein gert Vilhjálmi Stefánssyni nær óbætandi óíeik og spillt fyrir rannsóknum hans og lífsstarfi. Svo langt gengur Pegler I aurburði sín- og lífsstarfi. Svo langt gengur Pegler í skrifum sínum, að hann gerir að sérstöku umtalsefni að upp- lýsa, að Vilhjálmur Stefánsson sé íslenzkur og hafi borið þetta nafn frá blautu bamsbeini. Grein Peglers er því miður of löng til þess að birta hana hér, en við munum reyna bráðlega að fá hina grein Peglers um Vilhjálm og ef til vill þá birta það lielzta úr báðum. íslendingar eru yfirleitt ekki hörundsárir, en í þessu tilfelli er full ástæða til þess að beina því til hlutaðeigandi yfirvalda, hvort Pegler fari með satt mál. Vilhjáhnur Stefánsson er með frægustu sonum íslands, og vegur hans hefur orðið landi og þjóð til ómetanlegs sóma. Þó að Vilhjálmur sé nú banda- rískur borgari, þá hefur nafn hans og athafnir hvar- vetna liafið nafn okkar á loft og veitt því virðingu. Þegar nafnkunnir menn á borð \ið Pegler og Joe McCarthy að tilefnislausu draga slíkan mann í aur- inn til þess að friðþægja brjálkenndum ákærufýsnum sínum, þá er kominn tími til þess, að íslenzka þjóðin viti allan sannleika í þessum máium. Frú Roosevelt í London í tilefni bess að Iíkneski af manni hennar var afhjúpað þar. Dr. Vilhjálmur Stefánsson. Tr mm íorseti skipar framkvæmdasfjéra Efnahagssamvinnustofn> unarinnar í sfað Hoffmans Það var tilkynnt frá Hvíta húsinu í Washington, hinn 25. sept., að Truman forseti hafi skipað William C. Foster eft- irmann Paul G. Hoffmans, sem framkvæmdastjóra efna- hagssamvinnustofnunarinnar í Washington. William Foster hefur verið aðstoðarframkvæmdastjóri og hægri hönd Hoffmans síð- an í júní 1949, en hann gerðist starfsmaður.stofnunarinnar 1 maímánuði 1948 eða skömmu. eftir að hún tók til starfa, en þá var hann ráðinn aðstoðar- maður W. Averell Harrimans, sem eins og kunnugt er var yfirmaður bandarísku efna- hagssamvinnunnar í Evrópu með aðsetur í Paris. Áður hafði Foster verið aðstoðar verzlunarmálaráðh. Banda- ríkjastjórnar síðan árið 194G. Einnig hafði hann gegnt ýms- um öðrum mikilsverðum em- bættum í þágu Bandaríkj- anna á stríðsárunum og verið sæmdur sérstökum viðurkenn. ingum fyrir opinber störf sín. Foster er hár maður vexti og herðabreiður og svipur Framhald á 3. síðu.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.