Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 5

Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 5
Mánudagur 9. október 1950 Nefmæli e. fl. í úlvarpinu Það er nú kannske að bera í bakkafullan lækinn, að ég sé að minnast á útvarpið okkar blessað og hinar ýmsu mis- jöfnu raddir, sem okkur ber- ast í gegn um það. En mér blöskraði svo um daginn, (einusinni enn!) að ég get ekki stillt mig um að senda út- varpinu örlítið tóninn hér á þessum vettvangi. Maður nokkur var að lesa sögu í útvarpinu. Enginn skil- ur hvað ræður vali upplesara útvarpsins, því að víst er um það, að fæstir þeirra eru van- ir upplesarar. Nú, en þessi umræddi maður var sem sagt, að lesa upp sögu, sem hann hafði eflaust sjálfur valið Sagan var frá Mið-Evrópu, og að mímun dómi var hún nauða ómerkileg. Ef höfundur vildi lýsa einhverju, notaði hann aldrei færri til þess en sex til átta lýsingarorð, og var sag- an því eiginlega ekki annað en lýsingarorðagrautur. Þrautleiðinlegt að hlusta á slíkt, — og þá ekki sízt, þegar svo óáheyrilega er lesið sem raun var á. Maðurinn, sem las, var sannarlega enginn snillingur í upplestrarlistinni, en auk þess var hann svo kvefaður, að, að réttu lagi, hefði hann átt að liggja heima í bóli sínu. Með vissu millibili saug hann hraustl. upp í nefið og renndi góðgætinu niður með vænu „glúpppp“-i, en þess á milli var hann svo nefmæltur, að erfitt var að skilja, hvað hann var að fara. Eg skrifaði þá þegar upp eftir honum eina setningu, en hún var svona: ,,Að söggdubb lokdubb döddsuðu koduddar hriggdadds." Já, það er ekki heiglum hent að skilja þetta, en þó mun það hafa átt að vera: ,,Að söngnum loknum dönsuðu konurnar hring- dans.“ Mér er spurn: Á að láta bjóða sér annað eins og þetta ? Öll erum við meira og minna óánægð með útvarps- dagskrána, enda er hún oftast mjög leiðinleg. En þeir, sem sitja við handavinnu og því- umlíkt heima hjá sér á kvöld- in, hafa ánægju af að hlusta á góð erindi og góðar sögur. En á þessu er oft mikill hörgull Jijá útvarpinu. T. d. skil ég ekki, vegna hvers höfundar erinda alltaf þurfa að lesa erindi sín sjálf- ir. Það fer ekki alltaf saman, að menn hafi gáfur til að semja skemmtileg erindi, og að þeir hafi góðar útvarps- raddir til að lesa þau upp. Þeir ættu að skilja það, að góð erindi missa marks, ef þau eru ekki sómasamlega flutt, og ættu þá að hafa MANÚDAGSBLAÐH) nóga sjálfsgagnrýni til þess að fá heldur sér færari menn til að flytja þau. Raunar vit- um við, að það kitlar kjána- lega hégómagirnd þeirra að lesa þau sjálfir, — en hvers eigum við að gjalda, óbreytt- ir hlustendur, að þurfa að hlusta á þá svala hégóma- girnd sinni yfir Ijósvakann, með tilheyrandi nef-sogum, ræskingum, stami og öðrum búkhljóðum? Og annað: Er hvaða iúsa- blesa, sem er, gert kleift, að lesa upp í útvarpinu hvaða fc.JÉ*.-■ ííö Nýjasta skótízka. leiðinda-sögu, sem honum þóknast að velja? Er ekk- ert eftirlit haft með því, hvaða sögur eru lesnar? 1 heimsbók- menntunum er slíkur aragrúi af góðum sögum, að ástæðu- laust þykir mér fyrir útvarpið að bjóða okkur æ ofan í æ upp á þriðja flokks sögur. Og enn eitt: Hvað eða hver ræður því, að til upplesturs veljast þessir menn, sem raun ber vitni um? Mér segir svo hugur, að þar ráði miklu alls konar klíkuskapur, hreppa- og flokkspólitík, og er það f jandi hart. Eða heyrið þið ekki í anda einn útvarps- manninn segja við annan: „Hann er svo indæll maður og góður vinur minn, hann Jón, að við verðum að leyfa hon- um að lesa í útvarpinu í næstu viku!“ — Og svo skiptir engu máli, þótt Jón sé nefmæltur, kverkmæltur, smámæltúr og stami að auki! Eg skil alls ekki, vegna hvers leikarar landsins og aðr ir þeir, sern viðurkenndir eru fyrir góða rödd og áheyrileg- an lestur, eru ekki látnir um það einir að lesa upp sögur í útvarpinu. T. d. eru framhalds sögur oft svo þrautleiðinlega lesnar, að enginn nennir að fylgjast með þeim, (— hm, heyrðist mér einhver minnast á ketil, pöxmu eða pott?). Og þá eru það sumir þulirn- ir. Sumir eru ágætir, en aðrir afleitir eins og gengur, enda erfitt að gera öllum til hæfis í þeim málum. En hitt er svo leyndarmálið mikla, eftir hverju þulirnir eru valdir. Ekki er það eftir raddfegurð, og verður manni því á að hugsa, að þar ríki einnig klíku skapurinn og hreppapólitíkin. Það fylgist ekki að, að menn séu góðir fréttamenn, og að þeir hafi áheyrilegar útvarpsraddir. Erlendis er það alsiða, að háð sé hörð samkeppni um þulstöðurnar, og fá þá hlust- endur oft að fylgjast með sam keppninni. Aldrei hefi ég orð- ið þess vör, að hérlendis væri háð slík samkeppni, — eða hafið þið nokkurn tíma séð því um líkt auglýst hér? Nei, kunningsskapurinn og klíku- skapurinn ræður, — auk kæruleysisins. Því að útvarps- stjórn telur auðvitað sjálf- sagt, að við látum bjóða okk- ur allt og látum okkur lynda það, sem okkur er skammtað — rétt eins og á öllum öðrum sviðum í okkar hafta- og ó- frelsis-þjóðfélagi. Báðar stúlkumar voru ráðn ar upp á sama kaup, sem þá var algengast að þýzkar stúlk- ur hefðu hér í bænum. En A. var alveg sama um það, — hún þurfti endilega að losna við eitthvað af peningunurn sínum! Hún byrjaði því á því fyrsta kvöldið, sem stúlkan /ar hjá henni, að gefa henni fjögur pör af nylon-sokkum, efni í kjól o. fl. Og að þrem dögum liðnum hækkaði hún kaup stúlkunnar um þrjú hundruð krónur á mánuði! Af þessu leiddi auðvitað, að stúlkan hjá B. —, og raunar fleiri þýzkar stúlkur, — urðu óánægðar með það kaup, sem þær höfðu ráðið sig upp á. B-hjónin sáu sér engan veginn fært, að hækka kaup stúlkunn ar um 300 kr. á mánuði, en reyndu þó að berjast við að hækka það eftir mætti, til þess að halda stúlkunni, sern En við eigum alls ekki að láta útvarpið bjóða okkur hvað sem er! Það er svo dýrt að hafa útvarp, að ráð þess og nefndir ættu að geta séð sóma sinn í því að sjá okkur fyrir sæmilegu efni til flutnings í því, og að til þess séu aðeins valdir menn og konur, sem hafa viðkunnanlegar raddir og kunna að lesa upp! Við eigum heimtingu á því! Burt með skræku kvenradd írnar, málhöltu karlana og þessa ,,debbæltu“ „vini vina sinna.“ Útvarpsráðið á að minnast þess, að það þarf meira til þess að lesa í útvarp en að vera sæmilega læs og stautfær. að ekkert nema gott um það að segja. Eitt af því, sem margar hafa soðið niður, eru grænir tómatar. Þeir eru mjög ljúf- fengir, og hafa því margir sótzt eftir að ná í þá. Kunn- ingjakona mín sagði mér smá- sögu um græna tómata, en hún er svona: „Systur mínar voru allar búnar að sulta niður græna tómata, og höfðu þær keypt þá hjá Sölufélagi garðyrkju- manna. Sögou þær mér, að kassinn kostaði 15 krónur. Eg sendi með 30 kr. inn í Sölu- félag og ætlaði að kaupa tvo kassa (fyrir 15 kr. hvorn), en þeim líkaði afar vel við þá kom upp úr kafinu, að kass inn var allt í einu kominn upp í 25 kr.!! þegar beðið var um skýringu á þessari skyndilegu og miklu hækkun, kom það í ljós, að fólk hafði farið beint til garðyrkjumannanna og yfirboðið samsöluna, þar til að því kom, að garðyrkju- menn neituðu að selja henni fyrir sama verð og áður, þar eð þeir gátu selt þá miklu hærra verði heima hjá sér.“ Er það furða þótt dýrtíðin fari sífellt vaxandi! Þesteir gírugu ,,gúllassar“ halda allt- Gúllðssarr-háifur rr Það er annars merkilegt, hvað fólk hér getur verið k jánalega heimskulegt og get- ur unnið sjálfu sér margt í ó hag með ráðleysi sínu og monti. Ganga þar auðvitað „gúllassar“ — eða „gullrass- ar“ — bæjarins í broddi fylk' ingar, — en nú skal ég segja ykkur, hvað ég er að fara. I haust hafa flestar hús- mæður bæjarins verið með hálfgert niðursuðu æði. Þær hafa t. d. sultað ber og rabbar bara í tonnatali, og er auðvit- Haustdragtin. af, að þeir séu á uppboði með alla hluti, og þar eð þeim cr skítsama um peninga, yfir- bjóða þeir bara náungann, en láta sig það engu skipta, þótt þeir séu þar með að hækka verð vörunnar fyrir almenn- ingi. Slíkir idjótar eiga rass- skellingu skilið. En svona hefir það verið á mörgum öðrum sviðum. T. d. var það á síðastliðnu ári, að tvær kunningjakonur mínar fengu stúlkur frá Þýzkalandi. Önnur konan er vellrík, og hana skulum við kalla A., en hin bara svona eins og fólk Nú má segja sem svo, að frú A. hafi sýnt mjög mikið göf- uglyndi og gjafmildi með gjöf- um sínum, — en hún hefir víst ekki athugað það, að um leið var hún að sprengja upp stúlkukaup fyrir ótal mörg- um öðrum heimilum, ::em miklu minni efnum eru búin. Þetta er alveg það sama og með grænu tómatana. Hreinn ,,gúllassa“-háttur, hugsunar- ' leysi og rembingur. (En þó að það komi ekki þessu máli við, má ég til með að geta þess, að ekki er allt undir því komið, hve hátt kaup stúlkum er borgað. Þýzka stúlkan sem var hjá A. rauk úr vistinni eftir tæpa tvo mánuði, en B. hefir sína enn!) Eg endurtek, að fólk, sem liagar sér svona, og hækkar vöruverðið fyrir öðrum aðeins vegna þess, að það sjálft hefir peningána eins og sand, ætti að skammast sín. Það heldur, að allt fáist fyrir peninga og að það sé eitthvað „fínt“, að gefa nógu mikið fyrir hlutina, — sem sagt yfirbjóða og yfir- borga. Slíkt ber auðvitað að- eins órækt vitni um heimsku og mont. Það er orðið nógu dýrt að lifa fyrir venjulegt fálk, þótt þriðja flokks „gúll- a:sa“-peninga-pokum sé ekki !eyft áð sprengja upp verðið 11 }:ess að svala hégómagirnd ::inni. Væri ekki rétt að semja bækling og setja þeim lífsregl- ur og gæti hann heitið: „Hvernig gúllassar eiga að haga sér,“ og sé þeim þar kennt, 1) að til er annað fólk og ekki eins ríkt og það sjálft, 2) að til eru aðrir guðir en' gull, og 3) að til eru aðrar dyggðir en ríkidæmi ? Kannske það lærði þá að taka er flest, og hana skulum við j tillit til annarra. kalla B. * CLIO

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.