Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 7

Mánudagsblaðið - 09.10.1950, Blaðsíða 7
Mánudagur 9. október 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ 7i ; SKRÍTLUR Strákasaga Mánudagsblaðið fæst á eftirtöldum stöðum Bókaverzlunum: Bókabúð Austurbæjar Sigfús Eymundsson ísafoldar Lárusar Blöndal Bókabúð Laugarness Bókastöð Eimreiðarinnar Bókabúð Laugav. 15 Braga Brynjólfssonar Bækur og ritföng Greiðasölustöðum: Fjólu Florida West End Tóbaksbúðinni Kolasundi Gosa óðinsgötu 5 Vöggnr Hressingarskálinn Stjarnan (Laugaveg 86J Skeifan ísbúðin, Bankastræti Bjargi Veitingast. Vesturgötu 53. Verzlunum: Verzl. Helgafell, Bergstaðastr. Skálholt Axelsbúð, Barmahlíð 8 Söluturni Austurbæjar Sigfús Guðfinnsson, Nönnug. 5 Árni Kristjánsson, Langh.v. Rangá, Skipasundi Drífandi, (Samtúni 12) Leikfangag., Laugaveg 45 Drífandi, Kaplaskjólsv. Nesbúð Þorsteinsbúð Verzlunin Ás Júlíusar Evert, Lækjargötu Hverfisgötu 71 Árna Pálssonar, Miklubr. Krónan, Mávahlíð Fossvogsbúðin Kópavogsbúðin Langholt h.f. Konan æst: Þú sleppir engu tækifæri til að horfa á fót- bolta, en brúðkaupsdegi okk- ar manstu ekki eftir. Maðurinn: Jú, það var þeg- ar Fram vann Val með 3 gegn 0. — O — Þér vilduð víst ekki gefa drykkjumannahælinu eitt- hvað frú, það þarf ekki að vera mikið. Frúin: Þið getið fengið manninn minn. — O — Gunna: Þegar ég sé þig Sigga, þá verður mér flökurt. Sigga: Þegar ég sé þig fæ ég samvizkubit. Gunna: Hvað meinarðu með því? Sigga: Mér finnst þá, að ég skuldi skemmtanaskattinn. — O — Kennarinn: Jæja Pétur. Get- urðu sagt mér nokkuð um Abraham? Pétur: Hann hafði enga pólitíska skoðun. Kennarinn: Hvemig dettur þér þetta í hug ? Pétur: Jú, því hann sagði við Lot: „Ferð þú til hægri, þá fer ég til vinstri, farir þú til vinstri, fer ég til hægri.“ — O — Kennarinn: Hlýðni er ein af nauðsynlegustu dyggðum sem hvert barn ætti að tileinka sér. Eg þekkti dreng sem óhlýðn- aðist móður sinni, og fór á skauta og við það ofkældi hann sig, fékk lungnabólgu og dó .... Já, Pétur, um hvað viltu spyja ? Pétur: Kennari, hver fékk skautana hans? — O — Drykkjuræfillinn: Eg vildi óska að ég ætti alla þá pen- inga sem ég hef eytt í brenni- vín. 2. drykkjuræfill: Og hvað mundir þú þá gjöra við alla þá peninga? 1. drykkjuræfill: Eg mundi kaupa meira brennivín. — O — Lítill drengur: Afi. Hvað eru forfeður? Afinn: Eg og pabbi þinn erum forfeður þínir. | Litli drengurinn: Hvers ávegna er fólk svona stolt af ► forfeðrum sínum? VILLY P ,,ÞAÐ, sem mér finnst svo hræðilegt", sagði Villý þar sem hann sat á uppáhalds tréhestinum sínum, „er, að ég hefi lifað öll þessi ár og ekki gert neitt ennþá“. „Þú ert búinn að gera alveg nóg“, sagði mamma hans, þú hefur nú á nokkrum árum brotið allar rúður í húsinu, 'þú hefur tvisvar eyðilagt gosbrunninn, eyðilagt handriðið með því að renna þér á því og útatað allan gólfdúkinn í tjöru.“ „Það er nú ekki mér að kenna, þó að þeir setji tjöru á göturnar," sagði Villý og þótti sér heldur misboðið. „Ein- hvers staðar verð ég að ganga. Ekki get ég flogið eða finnst þér það ? Það er alls ekki rétt að kenna mér um annað eins. Auk þess meinti ég allt annað en það, sem þú talar um. Eg var að tala um þá hluti, sem gera menn fræga, svo að myndastyttur séu gerðar af þeim. Það, sem ég rneinti, er að hafa ekki gert neitt til þess, að nafn mitt væri á hvers manns vörum.“ „Nafn þitt verður áreiðanlega á hvers manns vöriun,“ sagði eldri bröðir Villýs, sem hafði komið inn meðan Villý lét dæluna ganga. „Eg þori að veðja, að við lifum það öll að þú verður hengdur.“ Villý skeytti þessu engu, én leit aðeins á bróður sinn með fyrirlitningu og þóttist montinn í laumi. „Það, sem ég meina,“ hélt hann áfram við mömmu sína,“ er, að með því að eyða öllum tímanum í skólanum eins og ég geri, þá hefi ég engan tíma til þess að gerast frægur. Eg er viss um, að ég væri þegar orðinn frægur, ef ég hefði ekki þurft að eyða öllum þessum tíma í skólanum." „Maður gæti næstum sagt, að þú værir þegar of frægur,“ sagði bróðir hans, sem ekki hafði látið fyrir- litningarsvip Villýs á sig fá, ,,að minnsta kosti vita allir í nágrenninu, að þegar til þín sést, þá eru einhver vand- ræði í nánd. Eg býst við,í að það sé frægð út ,af fyrir sig.“ „Hvað hefðirðu getað gert, ljúfurinn?" sagði móðir hans, þegar hún sá, að hann ætlaði að fara að svara bróð- ur sínum. „Eg hefði getað fundið eitthvað upp,“ sagði Villý, „sjáðu, hvað margt hefur verið fundið upp, meðan ég hefi verið að eyða tímanum í skóla. Eg fann eitthvað upp til þess að gera við strompinn hjá henni frú Botts, en það hlýtur eitthvað annað að hafa verið að strompinum. Upp- findingin vr í lagi. Eða ég hefði getað handsamað glæpa- menn. Eg er viss um, að ég væri flinkur í að ná glæpa- mönnum, en ég fæ aldrei tækifæri. Það væri eflaust búið að gera myndastyttu af mér fyrir að ná glæpamönnum, ef ég þyrfti ekki alltaf að vera í skóla." Einmitt í þessu var tilkynnt, að frú Botts væri komin. og bróðir Villýs þaut út. Villý varð kyrr, ekki vegna þess að hann hefði ánægju af að hlusta á frú Botts, heldur vegna þess, að hann vildi tala áfram við mömmu sína, þegar frú Botts var farin. Hann hafði hugsað um margt, sem hefði getað gert hann frægan, ef hann hefði ekki orðið að vera í skóla. Hann hefði getað fundið nýja heimsálfu eða tamið Ijónahóp — eða jafnvel náð sainbandi við Marz. „Eg þori að veðja, að það væri búið að reisa hundruð líkneskja af mér um allan heim“ muldraði hann fýlulega. „Hvað sagðirðu ljúfurinn?“ sagði frú Botts, sem heyrði hálfilla. „Ekkert“, sagði Villý. Móðir hans leit á hann og spurði: „ViIIt þú ekki fara út að leika þér Vilhjálmur?“ „Nei,“ svaraði Villy. „Væri ekki rétt af þér að lesa lexíumar þínar ?‘* spurði hún af því hana langaði ekki að byrja aftur að ræða við hann um gagnsleysi skólanna. Þau höfðu oft rifizt um það mál og hvort þekkti skoðun annars. „Lexíuraar,“ endurtók Villý og hló hátt.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.