Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 1
Slaé fyrir alla 3. árgangur. Mánudagur 16. október 1950. 40. tölublað. Kvlllar íslenzka þjóðfélagslns dæmi um rá Blöð stjðramálaflökkaima telja sig saklaus af Skriffinnska hins opinbera óþolandi Nú þarf að fara spar- lega með pappír á heim- ilunum, því húsmóðirin þarf á honum að halda, þegar hún fer í mjólltur- og brauöabúðir, því þar er lítið um umbúðir. Komi menn pappírslaus- ir að kaupa brauðvörur og skyr, er ekki um ann- að að gera en stinga nöktum rúgbrauðunum í handarkrikann, setja rjómakökurnar í vasann og taka af sér annan skó inn undir skyrið. Skólabörnin rölta um á milli verzlananna í leit að stílabókum, glósubók- um og ýmsum öðrum nauðsynjum, sem þau eru skyldug til þess að kaupa. En slíkur óþarfi sem stíla- og glósubækur eru illfáanlegar hjá ís- lenzku menntaþjóðinni, sem aldrei gleymir því, að hún skrifaði íslend- ingasögurnar forðum og á nú á tímum svo margar bókaverzlanir til þess að stæra sig af, ef gerður eir samanburður við millj ónaþjóðirnar“, en það er sterkasta trompið nú til dags að gera samanburð, — ef hann er okkur hag- stæður. Það er sennilega dóna- skapur að minnast á það, að klósettpappír er alveg ófáanlegur, jafnt í hreinlætisvöruverzlunum sem annars staðar. Koma því blessuð dagblöðin cins og sending að ofan inn á heimilin, því að einhvcr nefndin hefir víst forboðið hann. Þannig er nú ástandiö í höfuðborg íslands á miðri tuttugustu öldinni. Ekki veit ég, hvort það er menningar- og mennta málaráðuneyíið, sem stendur íyrir þessari framþróun, en mér er nær að halda, að þetta heyri frekar undir við- skipta. og verzlunarmála ráðuneytið, nema um samvinnu eða hrossa- kaup sé að ræða þar á milli. En ekki er nú pappírs- leysiö alls staðar tilfinn- anlegt, það myndir þú fljótt verða var við, ef þú værir kaupmaður og hefðir í hyggju að kaupa frá útlöndum nauðsyn- legar birgðir af stílabók- um og umbúðapappír hentugum utan um skyr og kökur. Við skulum gera ráð fyrir, að þú verð ir að opna ábyrgð (rem- bourse) í banka, eftir að kaupin cru ákveðin, því við íslendingar erum orðnir svo illa þekktir í viðskiptam. erlendis, að við fáum ekki vörur með öðru greiðslufyrirkomu- lagi, nema þá að greiða vöruna beint fyrirfram en það leyfir bankinn ekki. En guði sé lof fyrir, að ekki er pappírsskortur kaupin ekki farið fram,. í bönkunum, því þá gætu Það þarf nefnilega að fylla út 15 EYÐUBLÖÐ — fimmtán eyðublöð — til þess aðeins að koma greiðslumálunum í Iag í bankanum. Eyðublöðin eru þessi: 1. Beiðni um opnun á ábyrgð, í tvíriti. 2. Gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi (um það hefir áður verið sótt SKRIFLEGA þrisvar til fjórum sinnum, áður en svar fékkst, en sú pappírseyðsla er ekki talin hér með). 3. Innkaupaheimild, í tvíriti. 4. Staðfesting vátrygg- ingafélags á vátrygg- ingu, í tvíriti. 5. Beiðni til bankans um kaup á gjaldeyri, í fjórriti. 6. Eiginn víxill tll tryggingar greiðs- imn\ 7. Innleggsnóta á hlaupareikning. 8. Kvittun fyrir inn- borgun á hlaupa- reikning, í tvíriti. Það er varla við því að búast, að almenningur geri sér ljóst, hve mikil skriffinnska er samfara l>essu, en verzlunarmeim kannast vel við þessi plögg. Og þeir, ásamt skó viðgerðarmönnum þeirra, kannast vel við öll þau hlaup, sem þessum út- réttingum tillxeyra. Mér er ókunnugt um, hve mikla vinnu banka- starfsmenn leggja í flokk- un og innfæislu á þess- um skjölum, mér þykir ó- líklegt, að þau fái svip- aða meðferð og skömmt- xmarmiðarnir hér á landi, að lítið eða ekkert sé á þau litið, því það er víst helzt núna upp á síðkast ið, eftir að skönxmtunhi er orðin næstum ekki neitt, að forfeður skömmt unarseðlanxxa hafa eitt- hvað skynsamlegt eftir- lit með þeim. Nei, ég hefi aldrei rek- ið mig á verulcg mistök í bankaviðskiptum xnínum. Að því leyti tel ég, að bankastarfsemin sé hér eins og henni ber að vera. En er ekki skrif- finnskan hlægilega mikil utan um þau viðskipti, sem ég gat um áðan? Hafa bankafulltrúamir fyrirnxyndir sínar erlend- is frá, eða hafa þeir smit azt frá öðrum opinberum skrifstofum hérlendis? Eg hefi þá trú, að við íslendingar séum methaf- spillmpnni ar í óþarfa skriffinnsku utan um tillögulega ein- falda hluti. Það sýna bezt ýmsar risavaxnar ski-if- stofur og hið fjölmenna starfslið þeirra. Eg vil til dæmis benda á skrif- stofubákn „nefndasam- steypunnar“ frægu með öllu tilheyi-andi, og ýmsar ðleiri eru líka um- talsverðar. En furðulegt er, hve lengi er rúm á þessum skrifstofunx fyr- ir skólagengin böm venzlanxanna þeirra, er skrifstofununx stjórna. Eixda er ekki að sjá, að alltaf hafi allir mikið að gera. Mýgrútur af skýrslu gerðum er víst eflaust heppilegt tóixxstundadútl. Það vill oftast í'cynast svo, að eftir því sem fleiri eru til afgreiðslu, því minni áhuga hefir þetta fólk fyrir því að afgreiða viðskiptamenn fljótt og vel. Slík aðskotadýr virð- ast frekast vera hvimleið- ar persónur, sem aðeins konxa ixm til þess að trufla skemnxtilegt félags líf starfsfólksins. Hér í höfuðborginni er tími fólks talinn lítils eða einskis virði, það virðist engan varða um það, þótt menn þurfi að hanga tímunum saman á skrifstofunum án þess að fá afgreiðslu. Það sjá allir hugsandi menn, að ýmsir þessir hvimleiðu gallar viðskipta lífsins eru stór þáttur í dýrtíðinni. Því nxiður er það orðin alnxenn trú manna liér á landi, að all ur opinber rekstur, í hvaða mynd sem er, sé og eigi að vera einhver allsherjar bitlingahít, sem allir, er þar eiga aðgang að, geta tínt úr gullkom sér til lífsviöurværis, án þess að leggja þar á móti nema sem allra minnsta vinnu. Það er ekki til sú tilfinning, að þjóðarbxiinu skipti það nokkru máli, að unnið sé rösklega og samvizkusamlega fyrir kaupi sínu. Ríkið borgar — bæriixn borgar, þess- vegna er hægt að taka lífinu með ró. En til hvers er að ræða unx þessa hluti? Það hef- ir svo oft í blöðum höf- uðstaðarins verið fxrndið að því, sem aflaga fer. En það ber sjaldnast árang- ur, því það er ekki hægt að sýna íslenzkum emb- ættismanni meiri móðg- uix en að setja út á störf hans. Annaðhvort og oft- ast er slíkum aðfinnslum Framh. á 2. síðu. Þessir „snjóheflar“ eru mikið x notkun erlendis og reynast mjög vel. Blásturvél er framan á lieflinum og þeyétir lxún snjónum langt út af veginum

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.