Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 16.10.1950, Blaðsíða 8
Mánudaashlaðið L. R. í kWm gangi — Leiksfjóri í aðalhiui- verkil — laxi-Iaxi — Blaðið hefur frétt, að Leikfélag Reykjavíkur ætli að sýna tvö leikrit að minnsta kosti í vetur. Bráðlega verður bandaríska leikritið „Dear Ruth“ (Elsku Rut) sýnd í Iðnó, og eru leikæfingar í 'fullum gangi. Aðalhlutverkin leika Gunnar Eyjólfsson og •Sigrún iMagnúsdóttir. Leikrit þetta hefur notið mik- illa vinsælda víðsvegar og gekk mjög lengi á Broad vay í New York. Leikfélag Reykjavíkur hefur nú ráðið til sín danska leikstjórann Gunnar -Hansen til þess að stjórna tveimur leikritum fyrir sig, og er ,Dear Ruth‘ annað þeirra. Hitt er jólaleikrit, en ekki hefur full- komlega verið ákveðið, hvað það verður. ★ Einar Pálsson, -hinn nýji formaður Leikfélags, Reykjavíkur, kvað hafa lýst því yfir á fundi félags- ins, að hann stæði og félli með þeirri ákvörðun sinni að leikstjórar léku ekki með í leikritum, sem þeir stjórnuðu. Þessari tillögu fagna allir leikhússgestir, því ofmikið hefur borið á, að leikstjórar léku sjálfir í leikritum, sem þeir stjórna, og af Iþeim ástæðum hafa þeir ekki getað stjórnað nógu vel. Þungir á brún yfir þessari ákvörðun hafa þó að sögn verið þeir Þorsteinn Ö. Stephensen og Haraldur Björnsson. ★ Eftir jólin á að „færa upp‘“ Lénhard fógeta í Þjóðleikhúsinu og verður Ævar Kvaran leikstjóri. Þetta er hið stóra tækifæri Ævars í leikstjóraferil hans. En við skulum vona að Ævar hætti við áform sitt að leika Lénhard sjálfur. Bæði er það að leik- stjóri, sem leikur aðalhlutverk sitt í því stykki, sem hann stjórnar á sviði, er venjulega „flop“ í hvor- tveggja og svo hitt að við hyggjum að Ævar yrði . ekki vel „type-cast“ í þetta hlutverk. Það er mikilsvirði fyrir ungan leikstjóra að gera vel í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu, og Ævar ætti ekki • eftir ágætt undanfarandi starf að hætta sér í slíka tvísýnu. 'k Nokkrir bílstjórar hjá ,,Hreýfli“ eru nú teknir upp á því að merkja bifreiðar sínar TAXI. Þetta nafn er nú orðið einskonar alþjóðanafn yfir leigubifreiðar, og þar sem það er nú orðin al- gengur siður að veifa bifreiðum á götum úti, þá er ólíkt liprara að kalla „Taxi—taxi“ heldur en „leigu- bíll — leigubíll“. Þetta nafn er ekkert óíslenzkara en t. d. doktor eða prófessor, svo því ekki að nota það? ívikmyiidir1 Fráfoær og sérkennileg kennileg. I gegnum myndina er leikið aðeins eitt lag mynd í Gamla Bíó Mjög frábær mynd „Þriðji maðurinn“ (The Third Man) er nú sýnd í Gamla Bíó. Mynd þessi er allt í senn: Ágætt kvikmyndaleikrit, jöfn og spennandi, prýðilega leikin og lcvikmyndun einstaklega vel hepnuð. Að efni til fjallar myndin um Harry Lime, svartamarkaðsbraskara, sem vel hefur komizt áfram í Vín- arborg og kunningja hans, sem kemur til þess að heim- sækja hann og vinna með hon- um, án þess þó að vita, hvað Harry hefst að. Daginn, sem vinur hans kemur til Vínar, er verið að jarða Harry Lime — eða svo heldur hann. En við nánari rannsókn þykir vini hans ekki allt með felldu um dauða 'hans, og nú hefst spenn andi rannsókn, og þá kynnist hann m. a. Öimu, frillu Harrýs, og mörgum öðrum kyndugum markaðsbröskur- um. Á köflum fær myndin dá- lítinn glæpamyndarblæ, sem minnir á Ameríku, en nauð- syn krefst þess, og glæpasvip- urinn verður aldrei hrottaleg- ur eða ósennilegur eins og í venjulegum amerískum mynd um. Aðalhlutverkið er í hönd- um Josepli Cotten (Martin a ð mig minnir), og er hér um einn bezta leik Cottens að ræða. Stilling hans, svipbrigði og hreyfingar eni eðlilegar og leikur hans tilfinningaríkur mjög. Stórt og vandasamt hlutverk leikur ítalska leik- konan Valli (Anna), sem nú er reyndar í Hollywood. Leik- ur hennar er mjög hrífandi yfirleitt, og hvergi tekst að gera hana ,,glamor-girl“, þó að ekki skorti hana fegurð. Leikur hennar í einstökum at- riðum er mjög hrífandi. Einn skemmtilegasti leikarinn er Trever Howard (brezki höf- uðsmaðurinn). Leikur hans er í senn hrífandi og hárfínn. Grson Welles (llarry Lime) er hér í óvenjulegu hlutverki — ber ekki af, en sýnir jafn- an og skemmtilegan leik. Hann er beztur í lokaþættin- um, enda nýtur hann þar ó- trúlegrar lijálpar kvikmynd- ara. Aðrir leikarar Bernard Lee, Ernst Deutsch og Erich Ponto slcila hlutverkum sín- um mjög vel. Kvikmyndin er prýðileg og mjög óvenjuleg og senur góð- ar. Sérstaka atliygli mum sum kvikmyndunaratrið. vekja meðal áhorfenda. Hljómlistin er mjög sér- „Harry Lime Theme“ á zítar. og er lagið leikið á mismun- andi hátt eftir einstökum at- riðum í kvikmyndinni. Á zit- arinn leikur höfundur lagsin: Anton Karas, en við lagic sjálft er eitthvað seiðandi og grípaiidi, sem gert hefur lag þetta eitt af vinsælustu dæg urlögum heimsins. Joseph Cotten (Martin) Valli (Anna). Við viljum hvetja alla þá, er unna sannri kvikmyndalist, að nota tækifærið og sjá þessa frábæru mynd. Sprenghlægileg mynd í Tjarnarhío Tjarnabíó sýnir myndina „Fyrirheitna landið“ (Road to Utopia) sem er ein með beztu „road“-myndum þeirra Bob Hope og Bing Crosby. Myndir þessar eru allar gamanmyndir enda er í aðal- ilutverkinu einn kunnasti og vinsælasti gamanleikari Bandaríkjanna Bob Hope. Þeir ’felagar leggja í þetta ikipti land undir fót og er takmark þeirra Alaska og gullnáma og svo kemst auð- /itað fögur stúlka í spilið og verður Dorotliy Lamour deilu- eplið. „Fyrirheitna landið“ er einkar skemmtileg gaman- mynd prýðilega leikin og full af bröndurum þó nokkrir þeirra séu of staðbundnir fyr- ir okkur íslendinga. Hvert at- riðið er öðru skemmtilegra og ættu allir, sem vilja hlæja eina kvöldstund að sjá þessa mynd. A.B. Hvað um leiknimyndir! ★ Margir eru nú farnir að sakna teiknimyndanna, sem æ sjaldnar sjást í kvikmynda- húsum í Reykjavík. Áður fyrr voru teiknimyndir með svo til hverri kvikmynd, én nú er öld- in önnur. Má vera, að ekki fá- ist gjaldeyrir fyrir slíkum myndum, en ekki væri þá úr vegi að sýna eitthvað af þeim beztu gömlu, ef þær eru ennþá til. A. B. Þessi náungi ætlar að ferðast á þessu einkennilega lijóli frá Ráðhústorgimi í Kaupmannahöfn og víða um Ban- mörku. Hann ætlar að vinna kr. 800 veðmál með því að hjóla vegalengdina á vissum tíma.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.