Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 1
41. tölublað- Mánudagur 20. uóvember 1950 S. árgangur. ar tém hlekking Hvað gerir dómsmálaráðherra? Einn elzti og umdeildasti starísmaður Ríkisút- varpsins bar útvarpsstjóra Jónas Þorbergsson þung- um sökum fimmíudaginn 16. nóvember. í þriggja dálka grein í Mbl. réðst Helgi Hjörvar á fjárstjórn útvarpsstjóra og sakaði hann um alvar- leg embættisbrot og hörmulega misnotkun opinbers fjár. Gefur hann í skyn, að Jónas Þorbergsson hafi greitt vildarvinum sínum ellefu þúsund krónur fyr- ir sem svarar klukkustundar vinnu við fyrirtæki það, sem hann enn stjórnar. Þessi ríflega greiðsla var eftir áreiðanlegum heimildum til tengdasona útvarpsstjóra, sem báðir hafa látið til sín heyra á öldum ljósvakans. Telur greinarhöfundur, að slík fjármálastjóm sem þessi sé einna líkust atburðun- um.á Raufarhöfn, en hér hafi þjófurinn bara liaft lykilinn að peningaskápnum og þurfi ekki að saga hjarirar af. . En Helgi vill ekki láta þar við sitja, og á morgun mun koma út pési eftir hann, þar sem skiptum útvarpsstjóra við stjórnarráðið er lýst og mun þar lítillega minnzt á mútur og spurningar til dómsmálaráðherra, sem vekja munu athygli allra. Þá má ætla, að Helgi sjái sér ekki íært að sleppa bréfi sínu til útvarpsráðs, sem skrifað var í marz s.l. og íjallar um innbroí útvarpsstjóra í hirzlur út- varpsráðs. Ekki væri heldur úr vegi, að Helgi skýrði nánar frá samtali sínu við útvarpsstjóra, þar sem útvarpsstjóri svarar ákærum Helga á þann hátt, að Helgi væri líka sekur — cg ,,Kveldúlfur” væri svo sierkur, að kærum Iielga væri ekki sinnt — og í þriðja lagi þegar útvarpsstjóri sló bessu upp í gaman og bauo Ilelga á anda trúarfund. Gamlar ákærur um 14—15 þúsund króna mútur íyrir lán úr ýmsum sjóðum útvarpsins ætíu ekki að gleym ast í pésa Helga, má ætla, að allur pésinn verði hið mesta feitmeti í munni alls þorra landmanna. Menn skyldu nú ætla, að þegar starfsmaður útvarpsins, jafn þaulkunnugur allri spillingunni þar og Helgi Hjörvar er, ákærði útvarpsstjóra um þjóín- að í opinberu blaoi, rnyndi dómsmálaráðherra þeg- ar krefjast opinberrar rannsóknar. En klukkan 10:30 í dag ((sunnudag) skýrði sakadómari blað- inu svo frá, að svo væri ekki. Ennfremur mætti ætlast til þess, að Jónasi Þorbergssyni yrði vísað úr embætti að minnsta kosti um stundarsakir með- an málið væri í rannsókn. En svo er heldur ekki. Við getum gortað af því íslendingar, að útvarps- stjórinn okkar sé ákærður um þjófnað á opinberu fé og ríkisstjórnin sé svo gjörspillt, að hún sé hrædd við a ðláta fara fram opinbera rannsókn. Almannarómur segir, að einstaklingar í ýms- um opinberum nefndum hafi hagnazt ósennilega mikið á störfum sínum, en aldrei hefur dómsmála- ráðherra þótt nægt tilefni til þess að láta fara fram rannsókn á störfum þeirra sem svo hafa skreytt hús sín og innbú, að ómögulegt hefur verið að greiða þann munað af þeim launum, sem þessir sömu hafa. Ef Bjarni Benediktsson ætlar nú enn einu sinni að láta svona hneyksli sleppa við opin- bera rannsókn, þá hlýtur almenningur að spyrja, hvort hlutverk rannsóknarlögreglunnar sé það eitt að eltast við smáþjófa og ráða krossgátur dagblað- anna. Grein Helga Hjörvars og pésinn, sem nú kem- ur út ætti að liðka eitthvað rannsóknarhæfni saka- dómara og manna hans. En almenningur krefst þess að ef dómsmálaráðherra lætur fara fram rannsókn á fjárstjórn útvarpsins, þá verði útkoman dálítið glæsilegri en Raufarhafnar- og 0. Johnson og Kaab- er skrípaleikurinn. Til lesenda Vegna þess að Fjárhags-} ; ráð hliðraði sér hjá þvíj fram í Iengstu lög að veitaj blaðinu. pappír hefur út-5 koma þess stöðvast umi f jögra vikna skeið. 5 Strax og Ieyfið fékksti \ oru gerðar ráðstafanir til; þess að fá pappírinn, en þá; kom í ljós að afgreiðslu-; frestur á pappír frá Finn-; landí er mjög langur ogj reyndist ókleift að hakla! blaðinu úti á lánum frái öðrum blöðum, sem líkaí höfðu pappír af skornum! skammti. Um leið og beðizt; er afsökunar á þessari; [stöðvun vonum við að geta; ihaJdið blaðinu úti í ein-J ihverju formi, þar til papp-J j írssending okkar kemur. 5 Ritstj. í í mál Lögreglustjórinn, sem enskunámfúsir lögreglu- þjónar kalla sín á milli „The upstairs maid“ (Skrif stofa lians er yfir lögreglu- varðstofunni) móðgaðist syo lierfilega, þegar deilt var á Iiann hér í blaðinu fyrir ömurlega stjórn lög- reglunnar, að hann fór í mál við blaðið. Málaferli þessi eru eins og flest önnur meiðyrðamál hártógun á orðum og setn- ingum, sem í greinum finnast. En þcssi embætt- ismaður lætur sér ekki usegja að ícita að þeim setn- ingum, sem hægt er að dæma oldíur á frá lagalegu sjónarmiði (Blaðið verðnr t. d. dæmt fyrir að segja „Lögreglan, varhugaverð- asta almenningshættan, en myndi ekki dæmt ef stað- ið hefði Lögreglan var- hugaverð almennings- hætta), heldur reynir hairn að fá sakadómara til þess að dæma okkur fyrir að hafa sagt að „síðasta hneykslið h já götulögregl- ræki eins og enda- hnútinn á fyrri Imeyksli. Lögreglustjóra er eflaust úr minni fallið að á síðustu árum hafa að minnsta kosti fallið þrír dómar í hæstarétti gegu lögreglunni og nokkrir meðiimir hennar verið reknir úr embættum, en •sjálft hið opinbera sætt stórsektum. Það virðist nú vera orðið svo að ekki megi minnast á embættisafglöp lögreglu- stjóra án þess að eiga á hættu að sæta sektum eða fangélsi. Störf lögreglunn- ar hafa vakið þvílíkt regin- hneyksli um land allt, að uudarlegt má virðast að lögreglustjóri hefur ekki fyrir löngu sagt starfimi af sér. Blaðið mun í frarn- tíðinui fylgjast með störf- um lögreglunnar og geía þess, sem gott er og ekki hika við að gagnrýna það, sem miður fer eins og áðuc.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.