Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 20.11.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mániídagur 20. nóvember -1950 ■D MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaSur: Agnar Bogason BlaSið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjamargötu 39. Síraar ritstjómar: 3496 og 3975. Prentsr ðja Þjóðviljans h.f. Kleppsvinnubrögðin í vegamálunum Mörg eru þau xnál, sem eleifarlag er á í okkar landi, t>;i á fáum sviðum hafa þó vínnubrögðin verið jafn , h: jálæðisleg og í vegalagn- ir.gu síðari ára. Þetta er alls ekki sök vegamálaskrifstof- unnar, því að þessir aðilar .ráða litlu eða engu um það, fcvar vegir skuli lagðir, íieldur framkvæma aðeins sgmþykktir Alþingis í þess- rnn efnum. Sökin liggur hjá .Alþingi og stjómmálaflokk- u.ium. Það er fyrir löngu orðin venja hér á landi, að wrkiegar framkvæmdir séu ekki gerðar eftir neinni skyn- s&mlegri áætlun með hag f.jóðariieildarinnar fyrir augum, heldur eru þær orðnar b:tbein stjórnmálaflokkanna og einstakra þingmanna, sem ei u að fiska eftir vinsældum hjá kjósendum sínum. Þetta hefur orðið enn verra síðan uppbótarþingsæt- in komu til sögunnar, svo og hiutfallskosningamar í tví- menningskjördæmunum. Ef k^ördæmi á tvo fuiltrúa á þingi, sinn úr hvorum flokki, n-yna þeir í sífellu að yfir- b óða hvor annan um verkleg- ai- framkvæmdir í kjördæm- imi til að glata ekki fylgi k jósendanna. Flokkarnir þora svo ekki annað en styðja sína þingmenn í þessu, því að ella gæti hlotizt af fylgistjón og þ: ngmannsmissir. Þessi ó- ffcgnuður leiðir af sér sífeild h:ossakaup miiii þingmanna og þingflokka. Mörgum þing- rrönnum er það fullljóst, að Íér er komið í hreint óefni og vítleysu, en af stjómmálaá- stæðum þora þeir ekki annað . e.: láta berast með straumn- ttm. . I vegamálum hefur þetta leitt til þess, að á hverju ári er varið of fjár til vegalagn- ir.ga á útkjálkum, sem eru á góðum vegi með að fara al- •gerlega í eyði, en hins vegar tr fé til viðhalds á fjölförn- ustu þjóðvegunum oft skorið við nögl. Veginum milli Reykjavíkur og Hafnarfjarð- ar, sem að líkindum er fjöl- farnasti vegur á íslandi, er t svo illa við haldið og hann svo holóttur, að hann má heita lítt fær bifreiðum og er ólíkt verri yfirferðar en illa ruddir vegir uppi á Kili eða Uxahryggjum. Reyndar er sömu söguna að segja um margar fjölfarnar götur í Reykjavík sjálfri. Allstórir kaflar af þjóðveginum milli Reykjavíkur og Akureyrar hafa fram á síðustu ár ekki verið boðlegir akvegir, svo sem Silfrastaðahlíðin í Skaga- firði, þó að nokkur bót sé nú orðin þar á í bili. Þjóðvegur- inn frá Akureyri til Austmr- lands er viða mesti tröllaveg- ur, og er víða illa ruddur og illa við haldið á alla lund, og sömu sögu er að segja um þjóðvegi í Vestur-Skaftafells- sýslu frá Vík austur að Kálfa- felli. Stórir kaflar af f jölföm- ustu þjóðvegum landsins em svo lélegir og illir yfirferðar, að þeir eru til háborinnar skammar, enda ljúka allir út- Iendingar, sem um þá fara, upp einum munni um það, að hvergi í heiminum muni vera til aðrir eins þjóðvegir og á íslandi. Að minnsta kosti segja þeir þetta við alla aðra en íslenzka blaðamenn, þvi að á blaðaviðtölum við útlend- inga er oftast að skilja, að þeim finnist allt hér vera í himnalagi. Þegar fundið er að hörm- ungarástandi íslenzkra þjóð- vega er svarið venjulega það, að þetta orsakist allt af fjár- skorti, við höfum ekki efni á að hafa sæmilega þjóðvegi, ekki einu sinni að halda spott- anum suður í Hafnarfjörð í sæmilegu lagi. En við höfum efni á öðm. Við höfum efni á því að eyða árlega mörgum milljónum í vegalagningar og brúasmíðar á útkjálkum, sem em því sem næst komnir í eyði og engar líkur em á, að byggist aftur á næstunni. Við skulum bregða okkur snöggv- ast á einhvern útkjálkann, t. d. í kjördæmi Ásgeirs Ásgeirs- sonar Vestur-ísaf jarðarsýslu. Ásgeir er sniðugur hrossá- kaupmaður og hefur komið ár sinni svo vel fyrir borð, að ár- lega em veittar geysifúlgur til vegalagninga um eyðisveit- ir í kjördæmi hans. Nú í krihg um áratug hefur staðið yfir vegalagning mn Rafnseyrar- heiði frá Þingeyri til Auðkúlu- hrepps í Arnarfirði. Þessi vegalagning er áreiðanlega búin að gleypa margar millj- ónir, en tölur um það hef ég ei við höndina. Eina sveitin, sem gagn kynni að hafa af þessari vegalagningu, er. Auðkúlu- hreppur og þó líklega meira gaman en gagn, því að Auð- kýlingar hafa ekkert að gera með veg til Þingeyrar. öll verzlun þeirra er við Bíldudal, og vömrnar em fluttar sjó- leiðis, því að þeir örfáu bænd- ur, sem eftir em í hreppnum, eiga flestir trillubáta. Auð- kúluhreppur er annars nær al- gerlega að fara í eyði. Nú er aðeins búið þar á örfáum bæj- um og líkur em til, að flestir þeirra bæja, sem enn er búið á þar, fari í eyði á næstunni. Hi’eppurinn er að verða mann- laust eyðihérað eins og Hom- strandir, en milljónavegurinn í hreppinn stendur eftir sem fagur minnisvarði um ráðs- mennsku íslenzkra stjórnmála manna um miðbik 20. aldar. Ekki hefur Ásgeiri þó þótt þessi vegur einhlítur til að viðhalda vinsældum sínum í Vestur-ísaf jarðarsýslu. Nú er hann að láta leggja annan rándýran veg inn fyrir Dýra- fjörð, óraveg xim alls konar torfærur frá Þingeyri að Gemlufjalli. Á öllu þessu svæði em varla meira en 7 eða 8 bæir, og bændurnir munu að öllum líkindum ekki nota veginn að neinu ráði, heldur flytja vömr sínar sjóleiðis frá Þingeyri héreftir sem hingað til. Milljónunum í veginn inn fyrir Dýrafjörð og brýrnar á þeirri leið er sem sé algerlega kastað á glæ og vegurinn einskis virði, en að vísu hafa einhverjir sveitamenn í Dýra- firði fengið vænan skilding fyrir að vinna í honurn og Ás- geir kannske nokkur atkvæði. En til þessara viturlegu fram- kvæmda hefur Ásgeir hlotið stuðning meiri hluta Alþingis. Að vísu vilja hinir þingmenn- imir fá eitthvað fyrir snúð sinn. Ásgeir verður að greiða atkvæði með álíka vegalagn- ingum í þeirra kjördæmum, því æ sér gjöf til gjalds. Hann mundi t. d. greiða atkvæði með tillögu frá Sigui-ði Bjama syni um að leggja fínan ak- veg frá Horni í Furuf jörð, en á því svæði er nú engin lifandi sála eftir. Það er fáránlegt ástand, að f jölförnustu þjóðvegir íslands skuli vera jafnlélegir og raun ber vitni um, en á hinn bóginn skuli á ári hverju vera kastað á glæ mörgum milljónum af fé skattgreiðendanna til vega- lagninga og brúarsmíða í sveitum, sem em nær því eða alveg komnar í eyði. En þing- mönnunum finnst meiri þörf á því að eyða milljónum í veg yfir Rafnseyrarheiði, sem enginn fer um, en að halda í sæmilegu lagi veginum milli Reykjavíkur. og Hafnarfjarð- ar, sem tugþúsundir manna fara um á ári hverju. Ef hætt væri þessum brjálæðislegu vegalagningum um auða út- kjálka væri ætíð fyrir hendi meira en nóg fé til að halda hinum f jölfarnari vegum í á- gætu lagi. En þessu verður aldrei kippt í lag meðan sá háttur er hafður á þessum málum, sem nú er. Meðan Al- þingi ræður yfir þessum mál- um, verða verklegar fram- kvæmdir alltaf tengdar at- kvæðaveiðum og pólitískum hrossakaupum, en ekki al- þjóðai’hag. Leiðin út úr ógöng unum er auðvitað sú, að; Al- þingi veiti ákveðna fjárúpp- hæð á hverju ári til vegalagn- inga, en að vegamálastjóri og vegamálaskifstofa ráði því al- gerlega, hvernig fénu skuli varið. Þessir aðilar mundu láta stjórnast af algerlega faglegum sjónarmiðum, en ekki atkvæðaveiðum og þóli- tísku brölti. Þá fyrst yrði einnig hægt að skapa í land- inu skynsamlegt vegakerfi með hag alþjóðar fyrir áug- um og miðað við atvinnulíf þjóðarinnar sem heildar. Það eru slík sjónarmið, sem eiga að ráða í vegamálum Islánds. Hinu hefur þjóðin aldrei efni á til lengdar að sóa hundruð- um þúsunda eða milljónum, til þess að einhver þingmaður geti veitt þrjú eða fjögur at- kvæði á einhverjum útkjálka. . . . Ajax. HðFUM OPNAÐ Blóma- og listmunaverzlun i Bankastrœti 7 áðtu veizlnnin Málarinn Blómaverzlunin EDEN h.í Sími 5589 I

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.