Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.11.1950, Qupperneq 1

Mánudagsblaðið - 27.11.1950, Qupperneq 1
42. tölublað. 3. árgangur. Mánudagur 27. nóvember 1950 ALmcnningur í höíuðborginni hefur nú í nokkra daga getað hvílt sig á bví að tala um veðrið, dj'rtíðina, vöru- skörtinn og síldarleysið, því að einn af starfsmönnum ríkis- ins var svo hugulsamur að kasía andlegri kjamorku- spréngju á eina af helztu menningarstofiiunmn landsins. Slúðursögurnar ganga f jöllimum Iiærra meðal lýðsins, sem bíður fagnandi eftir viðburðaríku framhaldi. Spádómar fljíjga vængjalaust manna á miíli og meir.fýsi festir víða rætur. í>að hlakkar I möigum, því málið er þaimig vaxið, að annarlivor þeirra frægu manna, Jónas eða Helgi, munu fá skell áður en lýkur. Það er ekki að efa, að ýmsum þykir fengur í slöai hneyksljjmáli sem þessu og ræður ýmist persónuleg óvild í garð hinna tveggja maima, eða meðfædd illgimi. Smá- borgarabragurinn er svo oft nálægur okkur Islendingum.. Það sem má telja kjamann í þessari óvæntu og hörðu árás Helga Hjönars er, AÐ RÁÐIZT HEFUR VERIÐ Á OPINBERAN REKSTUR I HEILD. I>að er kunnara en frá þurfi að segja, að í fjöldamörgum opinberum stofnimum er svo sukksamt og óhreint, að furðulegt má teljast. Og þrátt fyrir það, þótt oft hafi verið að fundið, þá er svo að sjá sem stjómmálamennimir og ráðamenn þjóðarinnar hafi haldið hlífisskildi yfir csómanum, og verji hann mcð oddi og egg. Uað er því ekki að fuxða, þótt þessir menn æpi af sársaulca, þcgar einn trúnaðarmaður útvarpsins svíkst nm að jægja og segir i óleyfi meiningu sína. Hann reiðir svo hátt til höggs, að ríkisstjómin VERÐUR strax að beygja sig. Hún neyðist til þesa að fyrirskipa rannsókn. A maðúr að trúa því, að ríkisstjóminni hafi verið allscndis ókunnugt um fjárstjórn útvarpsins? Eða af hverju hefir verið sofið á þessu, þar til H. H. kveður sér hljóðs? Ef hann liefði þagað, þá var þetta víst ágætt svona áfram? Það kemur kannski í ljós, hvort margir embættismenn ríkisins fá ENNÞÁ greidda stríðs\ innu — vegna gteymsku stjómarvaldanna. Alltaf kemur eitth\ að nýtt!! Það ei* ástæðulaust að beina athyglinni svo mjög að útvarpsstjóramim, þótt liann hafi orðið fyrir því, að sam- starfsmaður hans kvaddi sér lilióðs. Það vita allir lands- rnenn ofur vel, að meðferð á opinberu fé yfirleitt, heflr árum saman verið til stórslvammar og skaða. Fjölda, f jölda margir opinbcrir starfsmenn, sem við kjötkatlana lxafa setið, hafa gjörsamlega ruglað saman orðunum MITT og ÞITT. Þeir virðast síanda í þeirri meiningu, að skaparinn liafi gefið þeim féþúfu upp í fangið, sem þeir megi svo sitja \ ið að reyta eins og gæs á meðan þeim þóknaut. Þessir ólansmenn hafa „dregið sér,“ „nappað,“ „notfært sér að- stöðn sína,“ en vci þeim manni, sem er svo orðljótur að segja, að þeir hafi síolið. Hveiuu margir trúnaðarmenn hjóðafinnar eru það ekki, sem hafa hagnazt mjög óeðlilega á undanförnmn árurn, miðað við áætluð föot íaun heirra, sem búast niá við að þeir hafi eftlr launalögunum. Þessir menn áttu sumir hverjir ekki bót fyrir rassinn á sér í stríðslokin. En á 2—5 áriim hagnast þeir svo mjög, að þeir geta byggt sér dýr og fulíkomin hús til íbúðar. Þeir geta fyllt hinar stóm, mörgu og glæsilégu stofur af nýtízlíu húsgögum. Þeir káupa sér aliar fáanlegar og ÓFÁANLEGAR heimiísvélar í eldhús og þvotíahúa. Þeíi’ eignast iúxusbifreið-og þeir þurfa ekkert að spara. GETUR ÞÚ VEI'TT ÞÉR ÞETTA LESANDI GÓÐUR, AF AÐEINS FÖSTUM MEö- ALLAUNUM ANNAÐHVORT FRÁ EINKA- EÐA OPIN- BERU FYRIRTÆKI? Það er mesta furða, hve almenningur jafnt sem em- bættismenn láta sér vel lynda, þótt tölustafirnir liafi verið afmáðir á þeim mælikvaröa, sem nú á tímnm er notaður til þess að meta heiðarleika og verk þeirra manna, sem lifa lífi sínu og sltammdegisverkum í skjóli og skugga pólitískra pitsfalda. Helgi getur þess í pistli sínum, að lögreglan í Reykja- \ík og dagblöðin spili nokkurskonar hund saman. Aldrei hefur þingfréttamaðurinn getið þess, að alþingismennirnir sætu við spilamennsku. Það er þó haldið að árum saman hafi Jieir spilað Svarta-Pétur. Samstæðurnar, sem þeir kasta til hliðar, eru ýins glappaskot og bellibrögð stjórnmála- mannanna, svo ekki séu sterkari orð notuð, — svo sem SkáUioIts- og Kaldaðarnesmál á móti Trésmiðjunni í Silfur- túni o. fL o. fl. En í þescari spUamennsku verður aldrei reinn spilamanna Svarti-Pétur, því spilið gengur alltaf upp, til þess að „kjósendabjálfarnir“ fari ekki neitt að ybba sig. Það er annars furðulegt, Iive mörg myrkraverk er hægt að fremja í opinberri starfsemi eða skjóli liennar, sem falin err; fyrir almenningi vegna gagnkvæmrar sektar stjórn- málaflokkanna ALLRA. Þingmennimir oklcar liafa verið með frumvarp í þing- inu um það að taka upp á stálþráð eða plötur ræður þeirra í framtíðhuii, í stað þess að láta þingskrifara rita þær upp, eins og nú er gert. Þetta getur verið ágætt, en öUu fróðlegra held ég að væri þó að taka upp á stálþráð, ef hinir óþiiiglegu menn setjast við svartamarkaðstorgið í bakherbergjum þingsalanna og liaida þar uppboð á sann- færingu sinni og þingatkvæðum. Alhiða er víst iiottur brotinn. Það hefir oft áður verið rætt um það í þessu blaði, hvernig störfum fjárhagsráðs og gjaldejTÍsnefndar hefir verið hagað á undanförnum ámm. Einu sinni lét ríkisstjómin raimsaka störf gjaldeyr- isne/ndar fyrir eitt ár — árið 1947. OG NEFNDIN FÉKK SIÐFEEÐISVOTTORÐ UPP Á ÞAö Aö ALLT VÆRI í HIMNALAGI, OG AÐ HÚN HEFÐI AÐEINS UNNIÐ EFTIR SETTUM REGLUM. Það var í himnalagi þótt nefndin gæfi út gjaldeyris- og innflutningsleyfi í belg og biðu, og hefði ekki hugmynd um fyrr en leyfi voru komin í umferð fyrir tugi eða hundnið milljónir króna, fram yfir það sem til var af erlendum gjaldeyri. Dagblöðm sögðu frá þessu. ÞETTA VAR EKKERT ÓHEIÐARLEGT ? En skyldi það vera •saknæmt að spyrja? Hvað rak þessa menn til bess að vera svo örlátir á undii’skriftir sínar? Var það mamikærleiki? — Greiðasemi? — Kæruleysi? — Heimska? — Mútur? Er engiim ábyrgur fyrir því óbæt- anlega tjóni, sem síórútgáfa gjaldej’risleyfanna hefir valdið í viftskiptum þjóðarinnar? HVAÐ LÍDUR ÞEIM SPURN- INGUM, SEM MÁNUDAGSBLAÐIÐ LAGÐI I SUMAR FVRIR FJARHAGSRAÐ VIÐVlKJANDI KOSTNAÐI, MANNAIJALDI OG LEYFAÍJTGÁFU STOFNUNAR- INNAR ? Er eklti svarið bráðum tilbáið ? Það er ekki blaðið eitt, sem langar til þess að vita um þessi mál, það er allur þorri almeimings. AlmenningOr veit að gjaldeyris- nefndin er sú lind, sem ÁLLIR stjómmálaflokkarnir hafa misnotað herfilegast, hver sem betur gat. ÞESSVEGNA er sá verknaður strikaður út — reiknmgsjöfnuður!! Spilið • Framliald á 3. síðu. Lögregíusijóri og imferðarljósÍH Það tók lögreglustjóra. nokkra mánuði að skilja. hvernig haga ber umferð á hinum mörgu torgum hér í bæ. En hefur honum þó ekkí skilizt, hvað umferðaljósin þýða, því að lögregluþjónar líða það átölulaust, að vegfar- endur fari yfir göturnar, þó að rautt ljós sé, og margir bifreiðastjórar hafa orðið að snarbremsa til þess að koma í veg fyrir slys. Væri ekki ráð fyrir lögreglu stjórann að biðja Bjarna Ben. að lofa sér að gefa út reglu- gerð um vegfarendur og „ljósin"? Hver veit nema Bjami yrði honum góður og leyfði honum að gera eitthvað sjálfstætt? Douglas flagferí- ir fiS Sands Flugfélag fslands hefur á- kveðið að hefja regíubundnar flugferðir til Sands á Snæfells- nesi n. k. miðvikudag. Verður flcgið þangað til að byrja með einu sínni í viku. Félagið hyggst að nota Dou- glas flugvélar á þessari flug- leið, en ferðin frá Reykjavík til Sands tekur 35 mínútur. -— Skammt frá kauptúninu er sæmilega góður flugvöllur, og liefur verið unnið að endurbót- um á honum að undanförnu. Flugfélag íslands hefur ekki rekið reglubundið farþegaflug til Sands fyrr en nú, en haust- ið 1949 voru hinsvegar farnar nokkrar ferðir með vörur á milli Reykjavíkur og kauptúns- ins. Ferðir til Sands hafa verið nokkuð stfjálar og þá sérstak- lega á vetrum. Ymsir menn á staðnum hafa því farið þess á leit við félagið, að hafnar yrðu reglubundnar flugferðir til Sands. Hefur nú orðið úr að hefja þessar ferðir, og mun í framtíðinni verða flogið jafnt með vörur sem farþega. Er þess vænzt, að mikil samgön£pibót verði af þessum flugfei-ðum fyr- ir íbúa kauptúnsins og nær- liggjandi sveita. Umboðsmaður Flugfélags ís^ lands á Sandi verður Sigmund- ur Símonarson, kaupfélagsstj.

x

Mánudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.