Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 27.11.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 27.11.1950, Blaðsíða 4
MÁNUÐAGSBLAÐEÐ Mánudagur 27. nóvember 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ ‘ BLAÐ FYRIR ALLA Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Agnar Bogason Blaðið kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- sölu, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjamargötu 39. Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Prentsi ðja Þjóðviljans h.f. Útvarpshneykslið I Árás Helga Hjörvars á Jón- Bs Þorbergsson, útvarps- stjóra, hefur að vonum vakið geysimikla athygli um land allt. Hér skal ekkert fjölyrt um það, að hve miklu leyti þessar ákærur hafa við rök að styðjast, þó að sennilegt sé, ao Helgi hafi reist sér þarna hurðarás um öxl. En þetta á rannsóknin vonandi eftir að leiða í Ijós. Það var heldur ekki þetta, sem ég ætlaði að ræða hér. Það eru svo sem engar stórfréttir, þó að fjár- dráttur eigi sér stað í ís- lenzkum stofnunum, jafnt rík- isstofnunum sem öðram. Slíkt hefur átt sér stað svo o.ft áður, að menn eru hættir aó rumska. Miklu óhugnan- lcgri er sá mynd, sem þetta mál dregur upp af vinnu- bi ögðum og samvinnu starfs- mannanna við þessa ríkisstofn un, og því miður fer því f jarri, að útvarpið sé hér neitt eins- dæmi. , Það liggur í augum uppi, að fnimskilyrði þess, að stofn- un sé sæmilega rekin, er það, að sátt og samlyndi ríki milli starfsmannanna, jafnt æðri sem lægri. En það hefur nú 'verið eitthvað annað upp á teningnum í útvarpinu. Út- varpsstjóri fullyrðir, að skrif- ■stofustjóri útvarpsins, annar æðsti maður stofnunarinnar, hafi ofsótt sig á allan hátt og með öllum meðölum í 18 ár, eða mestallan þann tíma, sem .útvarpið hefur starfað. Hvað sem hæft er í þessu, hefur það lengi verið á allra vitorði, að lítið ástríki hefur verið inilli Jónasar Þorbergssonar og Helga 'hjörvars og munu þeir hafa haft litla eða enga sam- vinnu. Allir geta séð, hverjar afleiðingar slíkt ástand hefur haft og hlýtur að hafa fyrir alla starfsemi útvarpsins. Út- varpið hefur þá líka loksins rumskað og er það ekki von- um fyrr. Það lýsti því yfir að þetta ástand væri óþolandi ei ís og það líka auðvitað er. En Útvarpsráði hefur verið fullkunnugt um þetta ástand í fjölda mörg ár, án þess að þ; ð hafi gert hina minnstu til- laun til að bæta úr því, og koma á starfsfriði í stofnun- unni og því fer svo víðsf jarri, að hatrið og illindin milli Jón- asar og Helga hafi verið neitt einsdæmi í útvarpinu. Við þá stofnun mun mega heita, að hver hafi ímugust á öðrum, þar hefur ríkt bellum omnium contra omnes“, að sagt er. Útvarpsstjóri hefur átt í hatrömmum illdeilum við flesta eða alla þuli útvarpsins, sumir þeirra hafa borið hann þungum sökum í riti og einum þeirra vék hann eitt sinn úr starfi fyrirvaralaust og upp á sitt eindæmi, en varð að vísu að éta það í sig aftur. Annars er ég ekki viss um, að út- varpsstjóri sé neitt sekari í þessum efnum en margir aðrir starfsmenn útvarpsins. Helgi Hjörvar hefur til dæmis átt í illdeilum við marga aðra starfsmenn útvarpsins en Jónas Þorbergsson. Meðal hinna óæðri starfsmanna hef- ur líka allt logað í klíkuskap og illdeilum, En eins og ég sagði áðan, er útvarpið síður en svo eina stofnunin hér á landi, þar sem ástandið er svona. Það er leit- un á þeirri stofnun eða þeim félagsskap á íslandi, þar sem allt logar ekki í illdeilum og klíkuskap. Alkunna er það líka, hvernig ástandið hefur oft verið í æðstu menntastofn- un landsins, háskólanum. Þar hafa prófessorar í sömu deild jafnvel ekki talazt við árum saman, og guðfræðideildin hefur í þessu efni sízt orðið betri en hinar deildirnar, þótt svo mætti virðast sem hún ætti að ganga á undan með góðu eftirdæmi. Ekki eru mörg ár liöin síð- an tveir guð guðfræðiprófess- arar hröktu einn starfsbróður sinn úr embætti og ákærðu hann um kvensemi og drykkju skap. Bar þetta lítinn vott um bróðurþel, en ef ákærurnar hafa verið sannar, er öðru máli að gegna. En ef þær hafa verið ósannar eða á litlum rökum reistar, hvað sýna þær þá? Varla mun á þessu landi vera svo lítilsháttar félags- skapur að allt logi þar ekki í öfund og afbrýðisemi, hatri og klíkuskap. Auðvitað er það fegursti draumur allra smá- borgara að komast í stjóm eða varastjórn einhvers fé- lags, hversu lítilf jörlegt og ó- merkilegt, sem það kann að vera, og telja sér síðan trú um, að þeir séu orðnir miklir menn, sem hafi talsverð áhrif á gang heimsviðburðanna. Út af rifrildi um þessar vegtill- ur(!) verður oft magnað hat- ur, er stundum lifir æfilangt. Menn hata þann mann ákaf- lega, er varð þeim hlutskapari í baráttunni um vara-endur- skoðarastarf í einhverju smá- félagi. Stundum hefur þetta hatur verið svo magnað, að þeð hefur sprengt félög, eins og t. d. rithöfundafélagið. í öðrum félögum fer mikið af starfsorkunni í rifrildi og ill- deilur, svo sem meðal listmál- ara og leikara. Sagt er að fundir í félagsskap listmálara hafi stundum endað á allsherj- ar áflogum. Þetta sundurlyndi, afbrýði- semi og illkvittni í garð ná- ungans eru íslenzkir þjóðar lestir og böl. Að nokkru leyti orsakast þetta af smæð þjóð- félags okkar, þar sem hver þekkir annan. En þetta er ekki eina orsökin. Flestir ís- lendingar eru í eðli sínu eigin- gjarnir, metorðagjarnir, hör- undsárir og spéhræddir, og þeir sjá sífellt ofsjónum yfir velgengni þeirra, sem hlotið hafa á einhvern hátt meiri frama en þeir sjálfir. Þetta skapar svo vanmáttarkennd, öfundsýki og illkvittni í garð annarra, sífelldan rógburð, slefsögur og persónulegt nart. Ef til villu hefur þetta hugar- ástand skapast á kúgunar- og niðurlægingaröldunum, sem gengu yfir þjóðina, þegar Danir réðu hér öllu. En hver, sem orsökin kann að vera, er þetta hugarfar óhugnanlegt og skaðvænlegt. I jafn smáu og fátæku þjóðfélagi sem okk- ar, er það lífsnauðsyn, að menn vinni saman, ef vel á að fara. I þeim stofnunum, og félögum erlendis, þar sem ég þekki til, er andinn allur ann- ar en hér. Þar vinna menn yfirleitt saman í sátt og sam- lyndi eins og bræður og þykir vænt um samstarfsmenn- sína. Starfsmenn við stofnanir ytra líta oft á sig sem eins konar fóstbræðrafélag. Menn með hugarfar Helga Hjörvars og Jónasar Þorbergssonar mundu vart kemba hærurnar þar. Fyrir þrem árum átti ég tal við hótelstjóra úti á landi, sem ég þekki dálítið. Hann hafði f jórar framreiðslustúlk- ur, og skiptust þær í þrjár klíkur, voru tvær vinkonur í einni, en ein í hvorri hinna. Framh. á 7. síðu NÝI a H BÆKUR: Úr fylgsnum fyrri aldar Bók þessi er fyrri hluti mikils ævisagnarits, er sr. Friðrik Eggerz, prestur í Skarðsþingum í Dalasýslu lét eftir sig og legið hefur óprentað í Landsbókasafni til þessa. Þetta fyrra bindi hefst á frásögn um Bjarna ríka Pétursson á Skarði og síðan er getið niðja hans í næstu ættliði. En meginefni þessa bindis er ævisaga sr. Eggerts Jónssonar á Ballará, föður höf- undarins, en Eggert var þriðji maður í karllegg frá Bjarna. 1 ritverki þessu er mikinn og margvíslegan fróðleik að finna, ekki aðeins um persónusögu, heldur einnig um aldarr far, þjóðlif og þjóðhætti fyrri aldar. Frásögn höfundar er með miklum ágætum, skýr og skilmerkileg, málfar þrótt- mikið og fagurt og stíllinn með ótvíræðu aðalsmarki mikils rithöfundar. — Og frásagnarefni hefur höfundur nóg, því að á þessum áratugum var sannkölluð „söguöld“ í héruðunum við Breiðafjörð, þar sem stórbrotnir og umsvifamiklir ein- staklingar komu mjög viö sögu. — Jón Guðnason skjalavörð- ur hefur búið rit þetta til prentunar. Oraumspakir ísiendíngar í riti þessu, sem Oscar Clausen rithöfundur hefur tekið saman, segir frá ha.rtnær þrjátíu draumspökum íslendingum, körlum og konum, lífs og liðnum. Þetta er fróðleg bók og skemmtileg og sérstakur happafengur öllum þeim, er áhuga kafa á dulrænum fræðum. — Bók þessi á samstöðu í bóka- hillunni með Skyggnum íslendingum eftir sama höfund, sem kom út fyrir tveimur árum. Brim og boðar Frásagnir af sjóhrakningum og svaðilförum rið strendur íslands. Ný útgáfa af þessari vinsælu bók er komin út. Bóksalar utan Reykjavíkur eru beðnir að símsenda pantanir sínar hið allra fyrsta, því að hér er aðeins um mjög lítið i'-pplag að ræða. Lars í Marzfílíð Saga þessi, sem er átjánda Draupnissagan, er eftir Bern- l.ard Nordh. Hún gerist í afskekktum fjallahéruðum og segir frá baráttu frumbýlinganna, sem þar hafa tekið sér bólfestu. Þad er harðgert og þrautseigt fólk og líf þess margþætt og viðburðarikt, þrátt fyrir einangrunina. — Draupnissögurnar hafa öðlazzt miklar og almennar vinsældir, og mun þessi skemmtilega og vel gerða saga áreiðanlega ekki rýra þær. liáramilillinn Frásögn af mioilsferli hins heimsfræga ameríska miðils DANIEI ■ D. HOME, -eins frægasta miðils, sem uppi hefur verið Iíome var hvað eftir annað „prófaður“ af efagjörnum vísindámönnum, en „undrin“, sem gerðust í sambandi við llann, voru hafin yfir allan efa. Hinir furðulegustu hlutir áttu sér jafnt stað, þótt miðillinn væri í strangri gæzlu í uppljómuðu herbergi, bundinn á liöndum og fótum. Framantaldar bækur fást hjá bóksölum um land allt ogg beint frá útgefendum. Ðr aupn i suigáí an — Iðunnarutgáfan Pósthélí 561 — P.ev/kiavík — Sími 2923.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.