Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 1
desember 1950 43. tölublað. Ræða Bjarna Benediktssonar 1. desember íjallaoi um þau mál, sem allir íslendingar ættu að líta á, sem eitt alvarlegasta atriði í utanríkis- steínu okkar íslendinga — landvarnir okkar. Að vísu var ræða ráðherrans svo almenn um þetta mál, að ekki kom fram neitt nýtt né heldur hverjar ráðstafanir verða gerðar (eða hafa verið gerðar), til þess að tryggja öryggi landsins, ef til skyndilegs ófriðar kynni að koma. Það er leitt til þess að vita að stjórnarblöðin skuli ekki láta þvílíkt mál meira til sín taka en raun er á, og má ætla, ef ekki verður þegar gripið til raunhæfra ráðstafana, þá verði allt um seinan og landið her- numið, áður en okkur varir, nema stjórnin hafi eitt- hvað í pokahorninu, sem alþýða manna er leynd — og þá af beim styrjaldaraðila, sem allur þorri manna vill síður að hér setjist að. Því betur sem menn huga að ástandinu í al- þjóðmálum jafnframt ástandinu hér, því Ijósara hlýtur mönnum að verða það, að ísland er algjör- lega óundirbúið og varnarlaust. Ef siglingatepppa verður af styrjaldarástæðum, má búast við mjög almennum skorti á nauðsynj- um, því að þegar er um mikinn skort að ræða, auk þess sem stríðandi þjóðirnar í Evrópu yrðu vart aflögufærar á matvæli og hráefni. Ef til árásar kæmi, sem vel getur orðið, bá eru hér engin hæli gegn sprengjum né heldur æft hjúkrunar- eða lögregluliðið til þess að hafa umsjón með hegðun almennings. Þess hefur ver-ið lítillega minnzt í blöðunum að æskilegt væri, að hér yrði stoínað landvarnarlið, og fullyrða má að stofnun slíks liðs er bæði sjálf- sögð og nauðsynleg. Allar þær þjóðir, sem ekki eru í þjónustu einræðisherrans í Moskva, hafa séð þann kost væn'stan að reyna efíir megni að búa bannig að 'öryggismálum sínum, að herhlaup rúss- nesku herjanna komi þeim ekki að óvörum. En auk landvarnarliðs haía þau reglulegan her, sem án nokkurs fyrirvara er tilbúinn að berjast við hlið stórveldanna. og verja sameiginlegar hugsjónir um frelsi gegn áþján. Það má telja mjög varhugaverða og óæskilega afstöðu stjórnarinnar, að ekki skuli vera gefin nokkur skýring á því, hversu ætlazt er til að landið verði varið í styrjöld. Blöð hinna vestrænu þjóða hafa hvað eftir annað minnzt á hlutverk íslands, ef til átaka kemur og fara ekki dult með það, að eyjan er bæði nauðsynleg og skylda hennar sé ekki síður en annarra þjóða í bandalagi lýðfrjálsra þjóða að vera á verði gegn austrænu ofbeldi. Fulltrúar okkar hafa setið fundi um þessi mál en þeir hafa ekki enn talið tímabært að gefa yfir- lýsingar varðandi þátttöku okkar. Allir fulltrúar annarra landa telja það heilaga skyldu sína að skýra löndum sínum hlutverk sinnar þjóðar. Hér er um að ræða mjög almennt atriði í þjóðfélagi þar sem stjórnmálamennirnir eru svo rígbundnir við hreppapólitíkina og háðir pólitískum hrossakaup- um, að þeir virðast láta sig það engu skipta, þótt beii verzli með líf og limi landsmanna, ef þeir halda að kjósendur leyfi beim að sitja á valda- stóli hóti lengur. Hreinlég yfirlýsing um. afstöðu ríkisstjórnar- innar eða meirihluta hennar í landvarnarmálum okkar er það minnsta, sem við getum vænzt af leiðtogum þjóðarinnar á alvarlegum tímum. Hvar er nú einurð og karlmennska þeirra, sem skrifa um sig lofgreinar í stóru blöðin. TORTRYGGILEG LÆKNiSHJÁLP Þau hörmulegu tíðindi gerðu'st fyrir skömmu, að ungur maður varð öðrum manni að bana með hnefa- höggi. ÖII blöðin hafa skrifað um þennan atburð, lýst að- dragandanum og endalok- unum, og mun blaðið ekki ræða það nánar. Blaðinu og öllum þorra manna mun hins vegar vera mikil forvitni á, hvernig sé hagað vinnu- brögðum á Iæknavarðstof- unni eftir fréttum um at- burðinn. Maður er fluttur á varðstofuna, stórlega meiddur og blæðandi, fær að því er virðist ónákvæma hjúkrun og er síðan vísað brott. Ekki skal það rætt, hvort bjarga hefði mátt lífi mannsins, en hins vegar verður að kref jast þess, að heilbrigðisyfirvöldin hefji þégar rannsókn um starf læknis þess, sem gæzlu Iiafði þetta kvöld. Lögreglan hefur sætt Aiþjóða Bridge- keppni lokið Síðastliðinn föstudag komu frá Bermuda þeir Gunnar Guðmundsson og Einar Þör- finnsson, sem þangað fóru til þátttöku í alþjóða brigde- keppni. Fyrir hönd Evrópu mættu sex keppendur og voru f jórir frá Svíþjóð en tveir héðan. Brezka heimsveldið sendi sér- staka keppendur. Úrslit keppninnar urðu þessi: USA — Bretland 3660. USA — Evrópa 4720 Evrópa — Bretland 1940. Það er ekki lítil viðurkenn- ing fyrir Bridge-menn ísl. þjóðarinnar að þeim býðst þátttaka í slíkri keppni, enda stóðu þeir sig sem fyrr með ágætum. Allir landar þeirra kunna þeim þakkir fyrir frammistöðuna. Barnasaga effir Loff Guðmundsson Blaðinu hefur borizt „Teikni- bókin hans Nóa“, barnasaga eftir Loft Guðmundsson, blaðamann. Bókin er 32 blað- síður í stóru broti, prýdd fjölda mynda, sem teiknistof- an Pictograph hefur gert. Bók þessi er hin skemmti- legasta aflestrar fyrir börn og á efalaust gott erindi á jóla markaðinn. þungum ásökunum vegna dauða manns nýlega — en fregnir af dauða bifreiða- stjórans eru þó enn vofveif- legrí.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.