Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 4. desember 1950 Templarar — „S!arfið“ — Æskan Templarar hafa nú lagt í enn eina herferð gegn Bakk- usi, og í þetta sinn er aðallega stefnt að því að bjarga æsk- unni. I vikunni kölluðu þeir í blaðamenn og skýrðu frá þess ari nýju hugmynd sinni og var vel undir það tekið eins og fyrri daginn, enda er verkefn- ið göfugt. En þegar betur er að gætt, sést, að hér er um sama stagl- ið að ræða og fyrri daginn. Talsmenn áfengisvamarnefnd ar ætla að bægja æskunni frá drykkjuskap með áróðri í blöðum og útvarpi. Það hefur oft verið bent á það hér í blaðinu, að starfi templará sé mjög ábótavant, annað en manngæzkan ein stjórni baráttu þeirra gegn drykkjuskap. Þeir heimta, hæli, fé og aðra aðstoð bæði frá því opinbera og almenn- ingi, en þegar betur er að gáð, þá reka þeir sjálfir gistihús einmitt í þeirri byggingu, sem ófróður almenningur bjóst við að sjá nýtízku drykkjumanna hæli. í þessa paradís flýja þeir svo, þegar svallið í Reykjavík gengur fram af þeim. Þetta yrði nákvæmlega eins og ef læknir flytti úr Reykjavík, vegna þess að svo miklir sjúkdómar gengju hér. Það hefur margsinnis verið skorað á templara í þessu blaði að sýna nú vilja sinn og hug ganga inn á skemmti- staði höfuðstaðarins og gera gangskör að því, að fólki und- ir lögaldri verði ekki selt á- fengi. Það er staðreynd, að í hverju veitingahúsi í Reykja vík, sem hefur vínsölu á ann- að borð, drekka unglingar eft- ir vild án þess að eiga það á hættu að meðlimir stúknanna hér í bæ eða fulltrúar áfeng- isvamarnefndar láti sjá sig. Aldrei hafa menn á borð við Harald Norðdahl sýnt sig í því að vilja skera fyrir ræt- umar á illgresinu í þjóðfélag- inu. En að tala virðist honrnn og hans líkum meira að skapi en að sýna nokkurn raun- verulegan áhuga í starfi. Ef templarar hyggjast að stöðva drykkjuskap æskunn- ar með því að birta áskoranir og myndir af brennivíni og hangikjöti (einhver bezta ,,combination“, sem til er, segja kunnugir), þá reka þeir sig óþyrmilega á. Hér hefur aldrei verið efazt um að sú hugsjón templara að vinna gegn drykkjuskap æsk- unnar, sé göfug og nauðsyn- leg. Hinsvegar teljum við, að aðferð þeirra til þess að fram- kvæma þetta starf sé fákæn- leg og yfirborðskennd. SKRÍTLUR Einu sinni í samkvæmi kom ungur oflátungur til Chesterfields lávarðar og spurði hann, hvort sér leyfð- ist að drekka minni djöfulsins. „Því ekki það?“ svaraði Chesterfield, „mér* ber ekki að amast við vinum yðar.“ — O — Ámi, eftir 15. staupið: Ekki get ég sagt að ég finni á mér, en þó get ég ómögulega mun- að hvort ég á 14 konur og 3 börn, eða 3 börn með 14 kon- um — en annað hvort á ég. VVWW'AWVVVVVVVUVJViJVWUWJWW.VbrJW'ArAW/! FLUGFERÐIR TIL SANDS Flugiélag íslands h. f. Hafnar eru vikulegar flugferðir til Sands á Snæfellsnesi. Flogið verður hvern miðvikudag. — Afgreiðslu á Sandi annast Sigmundur Símonar- son, kaupfélagsstjóri. frá ísafoldarprenfsmiðiu 1. Snorrahátíðin 1941—1948. Þetta er merk bók og fróðleg, og k erindi til allrar þjóðarinnar. Jónas Jónsson ritar uppistöðu bókarinnar, en auk þess eru þar birt öll þau erindi, • bandi við þau. 1 bókinni er xnikill fjöldi mynda af einstökum mönnum og hátíðahöldiuium. Kostar í góðu bandi 50 kr. 2. Lífíð og ég, eftir Eggert Stefánsson. ' i Hér er á ferðinni bók, sem vekja mun atkygii. Friðrik Ásmundsson Bröickan segir: „Þessi bók, þetta fyrsta bindi æviminninganna, hefst á fegurðaráJirifum á bamssálina frá Reykjavíkur tjörn, „miðdepiD alhgteu^gv frá útsýninu yfir flóann til Snæfellsjökuls á kyrrlátum vorkveldum vestur í fjöru og endar með fasistaupphlauplnu, mitt í fegurðinni suður j Mílanó“. — Ritstjóri Tímans segir: ... „Eggert hefir víða farið og' margt kannað, en það hefur ekki veikt Islendingseðli hans, heldur ef]f það 0g styrkt. Á því hafa hvorki erlend áhrif né tómlæti landa hans unnið. Það eitt væri ástæða til þess, að endunninningar Eggerts hlytu miklar vinsældir. En þvi til viðbótar kemur svo, að þessi víðförli og fjölfróði íslendingur er sérstæður og liugmyndaríkur rithöfundur, er iætur það eitt frá <sér fara, sem er fágað og göfugt.“ Lífíð og ég kostar 50 krónur. S. íslenzb fyndnl, 14. hefti. Fyndni ‘Gúnnars Sigurðssonar frá Selalæk er orðin fastur liður í jó la_skemmtunum landsmanna. Þegar jólin nálgast þá kemur nýtt hefti, og hihgað til hafa menn ekki orðið fyrir vonbrigðum. Tryggið ykkur þetta nýja hefti, hin eru farin. Heftir kostar 12.50. 4. Tvöföld bókfærsla, eftir Þorleif Þórðarson. Þessi bók er ætluð til kennslu í skólum, en hún er ekiki síður ætluð ]>eim. sem vilja gera srr ^rein fvrir undirstöðnatriðum bókfærslunnar, o? ætíast höfundur til þess, að bókin ein géti verið nægileg hjálp hverj nm manni, sem vill hafa bókfærslu sína í lagi. Tvöföld bókfærsla kostar 25 krónur. Bókaverzlun Isafoldar

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.