Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐH) Mánudaguc 4. .desetnber 1950 MÁNUDAGSBLAÐIÐ BLAD FYRIR AILA Ritstjóri og ábyrgðarmaóur: Agnar Bogason BlaðiS kemur út á mánudögum. — Verð kr. 1,50 í lausa- atflw, en árgangurinn, 52 blöð, 48 krónur Afgreiðsla: Tjarnargötu 39. Símar ritstjórnar: 3496 og 3975. Prentar öja Þjóóviljans hf. L jsi : Bókaheimur á heljarþröm Nú í fjöguc eða fimm ár hafa Islendingar verið eins andlega einangraðir frá um- heiminum og ef land þeirra væri á annarri stjörnu. Er- Iendar bækur hafa varla sézt hér á landi fremur en glóandi gull. Allir andlegir stórvið- burðir síðustu fimm ára, nýj- ungar í bókmenntum, listum, vísindum og tækni liafa farið þegjandi og hljóðalaust fram- hjá Islendingum. Stórmerk rit, sem vakið hafa alheims- athygli, hafa í mesta lagi bor- izt hingað til lands i örfáum eintökum. Islenzkir sérfræð- ingar á mörgum sviðum eru í mestu vandræðum, af því að þeir fá ekki erlend rit til að kynna sér nýjungar í sérgrein um sínum. Þeim örlitla gjald- eyri, sem veittur hefur verið til kaupa á erlendum bókum, hefur að verulegu leyti verið varið til kaupa á ensku reyf- ararusli, því að slíkar bók- menntir eiga alltaf vísa kaup- endur. Því hefur verið borið við af innflutningsyfirvöldunum, að ekki sé hægt að veita leyfi t. d. til kaupa á erlendum bók- um vegna skorts á gjaldeyri. En skrítið er það, að á sama tíma sem erlendar bækur hafa verið næstum eða alveg ófá- anlegar hér, hefur fengizt flutt inn heilmikið af alls kon- ar vitaóþörfu skrani, glysi og glingri. Á sama tíma og er- Igndar bækur hafa ekki sézt, eru í búðum allar hillur full- ar af hringum, armböndum, keramik af lélegustu tegund og öðru álíka dóti, sem inn- flutningsleyfi hefur fengizt fyrir. (Eða 'hefur því öllu verið smyglað?) Þegar innfl.yfirvöldin hafa verið gagnrýnd fyrir innflutn- ingsbannið á erlendum bók- •\ •vr ui' rui /yi ihi *m mm um, hefur svarið oftast verið það, að þessi andlega einangr- un mundi reynast hin mesta lyftistöng fyrir íslenzkar bók- menntir og allt menningarlíf hér á landi. I þessari skoðun felst auðvitað það, að íslenzk- ar bækur séu svo aumar, að enginn mundi kaupa þær, ef völ væri á erlendum bókum. En þótt margt sé lélegt í ís- lenzkum bókmenntum, hefur reynslan þó sýnt, að þetta er hrein firra. Aldrei hafa ís- lenzkar bækur selzt eins vel og á síðari hluta stríðsáranna, þegar allt flóði í útlendum bókum. Þá hefur og verið reynt að halda því fram til afsökunar bókabanninu, að það þurfi ekki að saka svo mjög, því að beztu rit erlendra bókmennta muni að jafnaði verða þýdd á íslenzku. En raunin hefur orð- ið önnur. Rit þau, sem vakið hafa mesta athygli í hinum alþjóðlega bókmenntaheimi á síðustu árum, hafa alls ekki fengist þýdd á íslenzku, svo sem rit Sartres eða Nóbels- verðlaunaskáldsins Faulkn- ers. Hins vegar hefur allt flóð hér í þýðingum á reyfara- rusli af allra lélegasta tagi. Það væri sök sér, þó að þýdd- ar væru á íslenzku leynilög- reglusögur eftir höfunda, sem framarlega standa á því sviði, svo sem Ellery Queen, Agötu Christie og Dorothy Sayers, en ekki er einu sinni því að heilsa. Það, sem þýtt hefur verið, eru viðbjóðslegir glæpa- reyfarar af svo aumu tagi, að dýpra verður alls ekki sokkið. Bókmenntir ejns og Basil fursti og Percy hinn ó- sigrandi eru ekki boðlegar neinni skynsemi gæddri veru, ekki einu sinni hálfvitum. En Iþetta rusl fær að koma út í geysistórum upplögum og kvað vera mikið lesið af börn- um, enda vel til þess fallið að gera þau að aumingjum eða glæpamönnum. Kannske ekki eins siðspillandi, en svipaðar að bókmenntagildi, eru hinar óteljandi ungpíusögur, skáta- sögur og kostskólasögur, sem eru orðnar andsityggileg plága. Það er ekki til svo ves- all ungpíuhöfundur á Norður- löndum, að ekki sé búið að þýða sögur hans á íslenzku samstundis og þær koma út erlendis. Flestallar þessar sögur eiga það sammerkt, að þær eru viðbjóðslega væmn- ar og grátklökkar, svo að menn flökrar við. Sumir kalla þessar bókmenntir rómantísk- ar, en það er ekki góð gamal- dags rómantík, heldur við- bjóðsleg og úrkynjuð vella, ætluð fyrir hinn allra aum- asta smáborgara- og elda- buskusmekk. Hvað líður landvarnar- málunum. ráðherra? Herra ritstjóri,- styrjaldár kemur, en ræðir Það er til í landinu meira en nógur pappír fyrir bækur eins og Basil fursta og Stellu í ■kostskólanum, eða hvað þær nú heita þessar bókmenntir. En á sama tíma og þessar bókmenntir flæða yfir íslenzk heimili og spilla smekk ungra og gamalla, geta blöðin varla komið út fyrir pappírsleysi, og merk íslenzk rit og hinar örfáu þýðmgar góðra erlendra bóka verða að koma út í smá- upplögum. Pappírsskorturinn er nú á góðum vegi með að reka smiðshöggið á það, sem banninu á erlendum bókum tókst ekki alveg að gera, sem sé að leggja þann bókmennta- heim, sem íslenzkir lesendur hafa aðgang að, algerlega í rústir. Erlendar bækur fást ekki fluttar inn, pappír fæst ekki fluttur inn, og verulegum hluta af þeim litla pappír, sem fæst, er varið til að gefa út Basil fursta og álíka bók- menntir. Hins vegar fá gróða- brallsmenn, sem eiga upp á pallborðið hjá stjórnarvöld- unum, að flytja inn glerkýr og postulínshunda, sem eru talin stórum meiri þarfaþing en bækur eftir Sartre, Faulkner og O’Neill, eða pappír til að prenta á beztu rit Islendinga sjálfra. Þetta talar sínu máli um menningaráhuga og and- legt ástand íslenzkra valda- manna anno domini 1950. Basil fursti er verðugt tákn fyrir andlegt líf þeirra. Ajax. Margir spyrja þessa dag- ana, hversu líði landvarnar- málum íslenzku þjóðarinnar og hverjar fyrirætlanir ríkis- stjórnin hafi í hyggju um þau nauðsynjamál. Eitt dagblaðið, Vísir, ræddi þetta mál af skynsemi fyrir nokkrum vikum en nú hefur verið iítið ymprað á þessum málum síðustu vikurn ar. Hið vofeiflega ástand í al- þjóðamálum hlýtur að vekja þá spurningu meðal almenn- ings, hversu sé um landvarn- armál Islands búið á þeim tím- um, þegar svo getur vel farið, að styrjöld brjótist út fyrir- varalaust milli heimsveld- anna.. Island gæti vel orðið skotspónn stórveldanna, ef ekki yrði svo um húntana búið strax, að þjóðin gæti með nokkru öryggi horft í fram- tíðiiia. Þetta blað hefur Ieitt ;gild rök að því, hve mikil nanð syn sé fyrir okkur að efla landvarnir hér heima. og tryggja beina aðstoð frá sam- her jum okkar, sem vilja frelsi og frið. Þjóðin hefur gengið í banda lag með lýðfrjálsum þjóðum gegn ofbeldi og kúgun komm- únista, og fulltrúar okkar hafa setið fundi þessara þjóða. Utanríkisráðherra hef- ur enn ekki séð tilefni til þess að skýra þjóðinni frá niður- stöðum slíkra funda né á- kvörðunum um þátttöku okk- ar. Er svo helzt að sjá að hann óttist tvennt aðalllega, fylgistap og reiðilestur komm únista í málgagni þeirra. Ef svo er komið, og um það bland ast mönnum ekki lengur hug- ur, að nauðsyn krefst raun- hæfra ráðstafana gegn yfir- vofandi hættu, þá er ástæðu- laust að óttast fylgistap. Skynsamleg skýring á öllum aðstæðum mun falla í góðan jarðveg hjá öllum hugsandi mönnum. Ræða utanríkisráðherra 1. desember fjallar að nokkru um þetta mál og getur þess jafnframt, að landslýður viti, hvaða stefnu skuli fylgt. Ráð- herrann gleymþ* því, að hann hefir ekki gefið laníjslýð nokkra hugmynd um, hvert hlutskipti okkar verður, ef til hins vegar um, að augl jóst sé, hvað við gerum. Bjarna Bene- diktssyni þarf ekki að bland- ast nokkur hugur um, hvers. er þörf — en því þessi leynd ?• Island er enn í þeirri að-. stöðu að geta ekki tekið virk- an þátt í baráttu lýðfrjálsu- þjóðanna gegn ofbeldi einræð- isins. Okkur hafa boðizt tæki-- færi til þess að koma á stofn hér landvarnaliði bæði til þess, að tryggja íslenzka þegna og, svo til þess að hjálpa til í þeirri baráttu, sem allur hinn frelsisunnandi.heimur vill. Við getum ekki stært okkur af frelsi án þess að leggja eitt-. hvað í sölumar fyrir það frelsi, sem við erum svo hreyknir af.. Við verðum að kref jast þess af ríkisstjórniimi,. að hún látí landsmenn vita, hvað er á döf- inni í þessum málum. Við get- um ekki skapað landvarnarlið fyrirvaraiaust. Stórþjóðirnar bíða þess ekki, að við förum samningsleiðina, ef til skyndi- legrar styrjaldar kemur. ís- land yrði hertekið af öðrum hvorum aðilanum, og réttur þess yrði énginn ef herdáms- þjóðin virðir okkur að vettugi. p Og fári svo, að leiðtogar þjóðarinnár heýkjast á því að sýna okkur, hve mikii náuð- syn er á áð vera tilbúnir, þá verður um okkur skráð aum- asta síðan í bókinni um bar- áttu hinna r frelsis-unnafidi þjóða. (Aðsent). SKRÍTLIIR Konan þreytt: Eg vildi óska, að ég þyrfti ekki annað en styðja á hnapp, og þá gerðu verkin sig sjálf. Maðurinn óánægður: Eg vildi óska, að ég hefði þó ekki væri nema einn hnapp í skyrt- unni. — O — Um ríkismann einn naut-< heimskan, sem hafði þó gött vit á nautgripum, var sagt: „Þegar hann talar um naut, talar hann eins og maður, þeg- ar hanu talar um menn, talar hann eins og naut.“ ; .' /

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.