Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 8

Mánudagsblaðið - 04.12.1950, Blaðsíða 8
'r' r Sér enginn af smekkmönnum útvarpsins nein missmíði á þvi að láta sr. Jakob Jónsson lesa upp í hljóðnemann? Verk prestsins er ef til vill þolanlegt, en röddin, herrar mínir, hún er alls ekki fyrir útvarp, heldur sannast sagt gæti hún einna helzt gengið við Útför. ★ Þáttur Péturs Péturssonar hefur að verðleikum hlotið mikið umtal, enda er margt gott um hann að segja bæ<M getraunir og annað. En stjórnandi má gæta sín að verða ekki of einhliða í efnisvali, og við treystum því, að Pétur sjái sig um hönd áður en áhugi áheyrenda minnkar. ★ Svavar Gests hefur nú tekið við Jazzþættinum, en hinir varfærnu fjármálastjórar útvarpsins lögðu þáttinn niður»í fyrra vegna kostnáðar. Jón Múli sá um þáttinn í fyrra og þótti takast vel, enda er hann manna fróðastur um þau efni. Um efnisval Svavars skal ekki rætt að sinni, en það háir honum þó, að hann er bæði hraðmæltur og þvöglulegur í málrómi, svo að fáir skilja, hvað hann er að segja. Baldur Pálmason hefur gert þá tvo hluti, sem ekki auka stórum vinsældir hans. Fyrst skrifaði hann undir Stokkhólmsávarpið, en síðar tók hann að sér hrósþátt um útvarpið. Þáttur þessi, er nefnist Raddir hlustenda, er að nafninu til einskonar gagnrýni og tillögur um dagskrár rekstur stofnunarinnar, en verð- ur í höndum stiórnanda óþolandi hrós um þá stofnun, sem réttilega er sögð „leiðinlegasta útvarp í heimi“. Hánudagsblaðið 1,6 miSEJón doilara MarshaSI-framlag fii Es í fyrsta skipti í mörg ár eru margar af aðalstjörnum Holly wood ógiftar eða í millibils- ástandinu. Meðal þeirra eru Joan Crawford, Jane Wyman, Patricia Neal, Doris Day og Ruth Roman .... Lana Turn- er er nú að láta hárið á sér vaxa, svo að það nái niður á axlir til þess að þóknast bónda sínum, milljónamæringnum Bob Topping........ Johnny Mack Brown, cowboyhetjan, ieikur nú aðalhlutverklð í 160. myndinni........Bandaríska stjórnin hefur farið þess á leit við kvikmyndaframleiðendur í Holljrvvood, að þeir hætti að sýna myndir úr stríðinu, sem eýna hryðjuverk Japana — vegna styrjaldarinnar á Kór- eru . . . . Þó að myndin Sunset Boulevard sé gerð í Hollywood og sé um Hollywood, þá hefur hún verið sýnd í öllum stór- borgum Bandaríkjanna nema! Holljwood .... Illindin milli Söru Churchill (dóttur stjórn- málamannsins) og Deborali Iíerr byrjuðu, þegar eiginmað ur Söru neitaði að birta mynd af Deborah framan á tíma- riti einu, af því að hún fylgir brezka Verkamannaflokknum að málum .... Arch Oboler stjórnar nú mynd um þessar mundir, sem fjallar um síð- asta manninn og konuna á jörðinni — eftir að atom- sprengjan hefur gjöreytt ölu saman .... Bach-hljómleikar dr. Páis ísólfssonar í Dómkirkjunni Páll Isólfsson lætur allt of sjaldan til.sín heyra. Páll er nú einu sinni einn af mestu orgelleikurum Norðurlanda, sem gefur honum valdið og kraftinn að leysa, úr læðingi hugi fólksins, og gefa því inn- sýn til sannleika og fegurðar músíkkurinnar. Á Bach’s hljómleikunurn í Dómkirkjunni, spilaði Páll verk eftir Bach, sem vitan- lega voru þrungin fegurð', þrótti og viti. Þessum verkum skilaði Páll eins og sá sem fengið hefur anda sinn for- kláraðan í gegnum langt og heillarxkt starf. Það væiú óþarfi að spyrja, hvað af þessum stóru verkum Bach’s Páll hafi túlkað bezt, því svarið getur aðeins orðið á einn veg: Þjálfað og fágað spil og fullkominn skilningur organistans á verkum hins mikla tónskálds. Eg vil endur taka það, að Páll á að láta fólk fá oftar tækifæri til þess að heyra hin stóru orgel-verk, bæði eftir Bach og aðra meist- ara kii’kjumúsikkurinnar. Og síðast en ekki sízt, að gefa út- varpshlustendum kost á að heyra þennan afbragðs Bach hljómleilt, og áframhaldandi orgelhljómleika. Og mikill fengur, og lærdómsríkt væiú það fyrir músíkfólk úti á landi — og þá sérstaklega fyrir organista í bæja- og sveita- kirkjum, að heyra hina full- komnu túlkun Páls á orgel- verkum meistaranna. Sigurður Skagfield. I Hans Hedtofft og blaðatnenn. Heildarupphæð sú er Island hefur fengið í framlögum til efnahagsaðstoðar síðan Mar- shalláætlunin tók til starfa 1948, nemur þá samtals lf.800.000 dollurum, sem sam anstendur af 4.300.000 doll. í lánum, 3.500.000 doll. í skii- orðsbundnum framlögum (gegn útflutningi á ísuðum fiski til Þýzkalands) og 10.- 000.000 doll. í lpeinum óendur- kræfum framlögum. Auk þess hefur Island fengið 4.000.000 doll. í beinni aðstoð í gegn um greiðslubandalag Evrópu, svo sem áður hefur verið tilkynnt. Þessi aðstoð er veitt til að að- stoða ísland við að jafna vænt anlegan greiðsluhalla landsins við önnur þátttökuríki í Mars- hallaðstoðinni á fjárhagsári því, er hófst 1. júlí 1950. Innkaupaheimildir. Af fjárveitingum þeim er Islandi hafa verið veittar fram að þessu og nema 17.- 800.000 doll. og sem íslenzka ríkisstjórnin notar sem grund völl fyrir beiðnum um ákveðn- ar innkaupaheimildir frá efna hagssamvinnustofnuninni til kaupa á einstökum vöruteg- undum og ýmiskonar þjón- ustu, .var í lok október mán- aðar s.l. búið að gefa út inn- kaupaheimildir fyrir samtals 16.216.000 dollai’a. Innkaupaheimildir fyrir september og október s.l. voru sem hér segir: Dollarar. 1. Fóðurbætir .... 200.000 2. Jui’taolíur til smjör- líkisgerðar .... 110.000 3. Varahl. fyrir trakt- ora og landbúnað- arvélar ........ 22.000 4. Tæki og vélar til Sogsvirkjunar- innar .......... 253.000 5. Tæki og vélar til Laxárvirkjunar- innar ..........'. 115.000 1 eða samtals 700.00 doll. fyrir september og október mánuð s. 1. Eins og áður hefur verið til- kynnt, nemur áætlaður kostn- aður í dollurum við þessar tvær virkjanir samtals 5.065.- 000, doll. þ. e. 3.955.000 doll. fyrir Sogsvirkjunina og 1.110. arsds 000 doll. fyrír Laxárvirkjun- ina. Af heildarupphæð þessari hefur efnahagssamvinnustofn unin þegar gefið út innkaupa- heimildir er xxema 1.921.000 doll, fyrir Sogsvirkjunina og 447.000 fyrir Laxárvirkjun- ina. Innkaupaheimildir þessar eins og þær eru í dag sundur- liðast þannig: Sogsvirkjunin. Dollarar. Rafalar og hi’eyflar 310.000 Rafmagnstæki . . 1.133.000 Stálturnar fyrir raf- magnsleiðsluna til Reykjavíkur . . 253.000 Vinnuvélar ........ 214.000 Tæknileg þjónusta 11.000 Laxárvirkjunln Dollarar. Túrbínur ............ 56.000 Rafalar ............. 93.000 Rafmagnstæki .... 148.000 Stálbitar, einangrarar og koparvír í raf- leiðslur frá Laxái’- verinu .......... 115.000 Vinnuvélar .......... 25.000 Tæknileg þjónusta . . 10.000 Heldarf járveitingar til efna- hagsaðstoðar við Evrópu- ríkin Það var jafnframt tilkynnt af efnahagssamvinnustofnun inni í Washington að heildar- fjárveitingar til 17 Vestur- Evrópulanda, sem þátt taka í endurreisnarstarfi Marshallá- ætlunarinnar hefðu í lok októ- ber numið meir en tíu milljörð um dollai’a. Innkaupaheimildir, sem veittar voru til þessara landa í október námu 490.500.000 doll. og komst þá heildarf jár- veitingin upp í 10.287.300.000 dollara frá og með 31. okt. s.l. 52 r/( af þessari upphæð hef ur verið veitt til kaupa á iðn- aðarvörum ýmiskonar og 48 c/c til kaupa á matvörum og landbúnaðarvörum. Eftirtöldum löndum voru veittar innkaupalieimildir í október: Austurríki, Belgíu og Lúxemburg, Dánmörku, Frakklandi og frönskum ný- lendum, Þýzkalandi, Grikk- landi, Islancli, ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Trieste, Tyrklandi og Eng- landi.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.