Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.12.1950, Blaðsíða 2

Mánudagsblaðið - 11.12.1950, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. desember 1950 Nokkrar alvarlegar spumingar tll Fjárhagsráðs. Framhald af 1. síðu. allsstaðar var samskonar munstur. Eg varð forvitinn og fór að spyrja um orsökina. Jú, ÞAÐ VAK AÐEINS EITT SILFURSMÍÐAVEKKSTÆÐI, SEM ÁTTI SILFUR TIL ÞESS AB SMÉÐA ÍJK, og það hreint ekki svo lítið. Engir aðrir gull-eða silfursmiðir höfðu getað fengið þennan dýrmæta málm. I»ó eru margir ágætir listamenn innan þessarar iðngremar, og sumir sniílingar, en margir hver jir mun smekklegri en þarna gaf að líta. Það rif jaðist upp fyrir mér saga, sem ég liafði heyrt um Vilhjálm Þór í vetur, en ekki trúað. Mér var sagt, að Iiann væri meðeigandi í stóru silfur- verkstæði liér í borginni og að hann hefði á þessu ári — árinu 1950 — fengið innflutt ómótað silfur frá SVlÞJÓÐ fyrir nokltur hundruð þúsundir króna. Reynslan sýnir, að þýðingarlaust er að spyrja hina óvirðulegu gjaldeyrisnefnd nokkurra spuminga. Hún kýs lielzt að þegja um starfsemi sína. Þess í stað ætla ég að leyfa mér að spyrja félag gull- og silfursmiða, eða einlivern þann aðila, sem hefir aðstöðu til, og finn- ur hvöt hjá sér til þess að svara spumingum mlnum. Spurningarnar eru þessar: 1. Hvemig stendur á þ\á, að aðeins eitt silfm'smíða- verkstæði hefir fengið innflutt ógrynni af silfri, sem aðrir gullsmiðir hafa fengið neitun á og verða því að láta sér nægja að selja unna vöra frá þess- um „koliega“ sínum í umboðssölu? 2. Er það satt, að Vilhjálmur Þór sé meðeigandi í þessu umrædda verkstæði? 3. Er það satt, að Vilhjáhnur Þór eða Samband ís- lenzkra samvinnufélaga hafi fengið 1500 kg. eða eitthvað annað magn af smíðasilfri frá Svíþjóð á þessu ári, og þá hve mikið? 4. Hvemig stendur á því, að féiag gullsmiða lætur bjóða sér svona svívirðu? 5. Ef silfrið var ekki flutt inn frá Svíþjóð, frá hvaða landi var það þá? Það er ótrúlegt, að þeir aðilar, sem hér eiga hlut að máli, leiði h já sér að svara f ramangreindum spum- ingum. Það er EKKI ótrúlegt, að gjaldeyrisnefnd hafi leyft innflutning á þessari vöru frá Svíþjóð, því slíkur verknaður væri svo ágætlega í samræmi við önnur störf liennar. Það er hún, sem ákveður, hvað húu tel- ur heppilegast, að flutt sé inn frá hverju landi og hverjir það skuli gera. Það er rétt að minnast ]>ess, að við liöfmn undanfarið verið mjög f átælúr af sænsk- um gjaldeyri. Það er ekki lengra síðan en á árinu 1949, að Vélasalaií í Reykjavík varð að selja í Svíþjóð fjöldamargar bátavélar fyrir opna báta, sem hún hafði átt liggiandi í Gautaborg í nærri tvö ár án þess að fá gjaldeyri yfirfærðan til þess að Ieysa út vélam- ar. Þó hafði Vélasalan í liöndunum gjaldeyris- og inn- flutningsleyfi, útgefið á Skólavörðustígnum, þegar hún gerði pöntunir.a. Vélasalan gerði margítrekaðar tilraunir til þess að fá þessar vélar leystar, en svarið var alltaf það sama: Eugir sænskir peningar til. Eng- ir sænskir peningar til. Endirinn varð sá, að seljendur vélanna í Svíþjóð neituðu að bíða lengur, og varð því að selja vélarnar þar á staðnum fyrir sænska peninga. Umboðsmaður véianna hér varð svo að tilkynna hin- um væntaulegu kaupendum úti á landi, hvemig komið væri. Þeir voru búnir að bíða mánuðum saman eftir vélunum og vonuðust til þess, að úr rættist, en það fór nú svo, að þeir verða ennþá að róa fiskibátum sinunx á fiskimiðin með árum, rétt eiiis og í gamla daga. Þeirn hugkvæmdist víst ekki að biðja um vélar úr silfri. Það er áreiðanlegt, að þiísundir Islendinga lxafa jafn mikinn áhuga og ég fyrir því að fá einhverjar upplýsingar um það, hvaðan og hvernig silfrið er hing- að komið, sem GB er svo duglegur að smíða úr núna fyrir jólin. (GB stendur aftan á þessum forláta grip- um). Hvort sem það er ámælisvert eða ekki, að flytja smíðasilfur inn á þessnm krepputímum, þá myndi sannleikurinn í þessn máli sennilega bregða ofurlítilli Ijósglætu inn í skúmaskoíin á Skólavörðustíg 12. Það er ef til vill ekki tímabært að spyTja fleiri spurninga. En fróðlegt væri að fá upplýsingar um, hvaða ráðstafanir ríidsstjómin gerir til þess að afla þjóðinni ýmissa nauðsyaja á þeim tímum, sem útvarp og öll blöð birta daglega hinar uggvænlegustu f réttir um ófriðarhættuna. Það þarf ekki að fræða almenn- ing um það, að landið er meira og minna allslaust af ýmsum brýnustu nauðsynjum. Við fáum sjálf orð að heyra í eyra oft á dag, þegar við förum í verzlanimar að spyrja um fatnað eða matxömr: Ekki tiL Ekki til! Hvaða ráðstafanir hafa ráðamenn þjóðarinnar gert? Er það nokkuð launnngarmál? Heraaðarleyndarmál? Fréttir berast um ýmsar nauðsynlegar ráðstaf- anir hinna Norðnrlandaþjóðanna. Þelr segja eins og er, almenningur krefst þess. Hafa OKKAK menn ef til vill svo mikið að gera um þessar mundir, að þeir mega ekki vera að því að vasast í slíkum óþarfa? Já, það er satt. Nú standa yfir skrambans jólaanniraar, þá er nú ekki miltill tími til þess að sinna embættis- verkimum. Islenzku þjóðinni er víst ekki vandara um núna en í sumar, þegar hin óheillavænlega togaradeila stóð yfix1. Þá vom stjómendxir þessa lands mjög upp- teknir við laxveiðar og skemmtiferðalög. Deiluaðilar fengu að skemmta sér við að hreyta ónotum hvor í annan. Á meðan lá nýsköpunarflotinn buudiim við hryggjurnar og verksmiðjumar blxmdnðu iðjulausar fyrir norðan vegna sfldartregðunnar. Almenningur stundi af vanlíðan, menn héldu, að vöruskortur okkar stafaði af gjaldeyrisleysL Karfinn myndi geta gefið okkur mikinn erlendan gjaldeyri. En rfldsstjómin brosti að hehnskn íslenzku alþýðunnar. Kfldsstjómin vissi betur. Það veiddist nefnilega dálítið af rekneta- síld fyrir norðan á Svíþjóðarmarkað. Fyrir þær brönd- ur mátti þó alltaf kaupa smíðasilfur í borðbúnað og skartgripi. En ef hörmungar og hungur skyldu dynja hér yfir ætli það sé þá hægt að éta silfrið eins og skóbætumar í gamla daga? EFÞÉRGETIÐLESIÐ ÞAÐTILENDASEMH ÉRSTENDURÞÁHAF IÐÞÉRFUNDIÐLAU SNINAÁÞEIRRIGÁT UHVARHAGKVÆM ASTOGBEZTERAÐ KAUPAJÓLABÆK URNARÍÁROGME STERÚR V ALIÐ AFJ ÓLAKORTUNUMEN ÞAÐERH J ÁBÓK AB ÚÐINNLARN ARFEL LLAUGAVEGI15 £ & CÍQ þtaéad C3 Nai* s o* es CIQ GTi 23 O* r Ný bék eftir Seorge Sava: Svo líða læknis dagar er komin ut Hér segir George Sava ævisögu sína í framhaldi af bókinni SKRIFTAMÁL SKURÐLÆKNIS, sem kom útfyrir tveimur árum önnur meðmæli með þessari nýju bók eru óþörf, það víta þeir hinir mörgulesendur fyrri bókarinnar, sem beðið hafa framhaldsins með óþreyju, og þeir-verða heldur ekki fyrir vonbrigðum við lestur þessarar bókar. Skriftamál skurðlæknis er löngu uppseld. Upplag bókarinnar SVO LlÐA LÆKNIS DAGAR er þó minna. Dragið því ekki að kaupa eintak- ið yðar. Bókabuðin Arnarfell ’ .-i'X irt' :--Of> « - i Lðugaveg 15.

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.