Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 11.12.1950, Blaðsíða 4

Mánudagsblaðið - 11.12.1950, Blaðsíða 4
MÁNUDAGSBLAÐIÐ Mánudagur 11. desember 1950 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: KONU OFAUKIÐ Eftir Knud Sönderby | Leikstjóri: Indriði Waage „... fnll of sound and fnry, signifying nothing" Fyrir hálffullu húsi frum- sýndi Þjóðleikhúsið ,,Konu ofaukið" eftir danska höf- undinn Knud Sönderby. Leik- rit þetta hefur að sögn unnið það eitt sér til frægðar, að hafa verið sýnt í Danmörk 77 sinnum á átta árum. Verkið fjallar um afstöðu Uppkominna barna til móður sinnar. Óknyttapiltur hefur fyrir tveim árum gert dóttur- ’inni barn, sem síðan hefur ver- ið eytt úr móðurkviði, en stúlkukindin hefur síðana náð sér í dýralæknisfræðinema og snúið baki við gjálífi og göml- um drykkjubræðrum. Úr þessu uppáhaldsefni skand- inavískra höfunda síðustu ára hefur svo þessi danski höf- undur gert fáfengilegt og til- þrifalítið drama, sem leikrita- nefnd Þjóðleikhússins hefur þótt sjálfsagt að bera á borð fyrir gesti sína. Mikil líkindi benda nú til þess, að dóm- greind nefndarinnar sé nú á hröðu undanhaldi, ef dæma má eftir því, hve leiksýning- um þar fer stöðugt hrakandi, bæði að leik og efni. Hárfín, listræn vinnubrögð sjást ekki, nema ef vera skyldi hjá mál- urum og leiksviðsmönnum. Einn bezti leikstjóri okkar hefur nú tvisvar í röð teflt góðu nafni sínu í tvísýnu með því að færa upp verk, sem, ef ekki að efni, þá í meðferð eru leikhúsinu til stórrar van- sæmdar. Þetta síðasta verk, fcem bæði er vanhugsað, illa byggt upp að mörgu leyti og stirðlega þýtt, hlýtur að gefa tilefni til þeirrar hugsunar, að leikritanefnd Þjóðleikhússins hyggi ekki að starfi sínu eins og vera ber. Um einstök atriði leikritsins „Konu ofaukið“ verður hér lítið sagt, en þó má benda á nokkur atriði, sem alls ekki eru sjálfu sér samkvæm. Því hafa börnin sett móður sína á geðveikrahæli, hvernig stend- ur á því, að móðurinni verður svona mikið um, þegar Jörgen segir henni, að dóttirin sé í giftingarhugleiðingum, en set- ur síðan allt heimilið í veð, til þess að giftingin nái fram að ganga ? Af hverju verður dótturinni svona óskaplega xnikið um, þegar Jörgen kem- iir óvænt í heimsókn? Hvaða boðskap flytur leikritið, og af hverju drepur kerlingin sig í leikslok? Svona má þaul- spyrja, en í lokin kemst mað- ur að þeirri einu niðurstöðu, að þessa dagana sé efnislítil sýning til boða hjá Þjóðleik- húsinu „full of sound and * " I fury — signifying nothing". Arndís Björnsdóttir (Frú Tang) flytur nú úr biskups- stofunni að Hólum á danskt lægri stéttar heimili og sóm- ir sér þar öllu betur. Leikur hennar er á köflum mjög góður, en minnir orðið um of á tilburði leikenda í þöglum myndum. Fólk, sem þjáist hvort heldur er andlega eða líkamlega, lætur ekki svona, Einar Pálsson, Klás og Herdís Þorvaldsdóttir, Estter. hlutverk sitt af prýði í 1. og 2. þætti og þó bezt í 3. þætti. Hann ofgerði dálítið svip- brigðunum og hreyfingum sinum á köflum, en það verð- ur að skrifast sem frumsýn- ingarfyn’irbrigði. Róbert Arnfinnsson (Eirík- ur) hefur víst aldrei sýn!t eðlilegri og betri leik en nú. Leikur Róberts var hnitmið- aður og öruggur og í 3. þætti bar hann ajf meðleikendum sínum. Klemenz Jónsson (Karl- Arndís Björnsdóttir sem frú Tang. sérstaklega þegar það hefur málróm til þes's að kynna áhorfendum þjáningar sínar og hugsanir. Áberandi og ó- afsakanlegt er að mismæla sig svo oft sem leikkonan gerir, og að treysta um of á hvíslarann er ekki æskilegt. Jón Aðils (Jörgen) gerði hlutverki sínu prýðileg skil, málrómurinn og svipurinn gerðu gjálífismanninn eðli- legan. Hildur Kalman (Nína) var einna eðlilegasta persónan í leiknum. Ungfrú Hildur lék hlutverkið mjög vel, og yfir henni hvíldi einhver hressi- legur blær, sem varð eins og sólargeisli í dumbungsveðri. Einar Pálsson (Klás) lék sen) má nú telja með betri yngri ,,karakter“-leikurum okkar. Gervið var ágætt, málrómurinn og hreyfing- arnar mjög góðar. Klemenz ætti í framtíðinni að fá fleiri og veigameiri hlutverk en til þessa. „Eg veit, að ég er lagleg“ lætur höfundur Herdísi Þor- valdsdóttur (Ester) segja. Það er kannski ekki álitamál. Hitt er öllu lakgra, að Herdís virðist orðin eina laglega leik- konan, sem fær að sýna sig í Þjóðleikhúsinu. Af þein^ araT grúa af laglegum leikkonum, sem við eigum, er eins qg Herdís hafi einkarétt á hjqt- verkum, sem ætluð eru ung- um stúlkum, en hingað til hefur meðferð hennar á þeim ekki réttlætt þessa ráðstöf- un leikstjóra Þjóðleikhússins. Yfirleitt hefur þjóðleikhúsið gert allt of mikið af því að - nota fasta starfsmenn sína í stað þess að velja í hlutverk eftir hæfileikum og þeim ,,typum“, sem hlutverkin krefjast. Leikur frú Herdísar er í nokkrum atriðum góður, en röddin og ofsinn er of taumlaus. Frágangur leiksviðsins var mjög góður. A. B. P. S. Leiksltrá Þjóðleik- P. S. Leikskrá Þjóðleikhúss- ins, sem kostar fimm krónur, er í dag sú sama sem hún var daginn sem leikhúsið var vígt. Þó er með hverju nýju leik- riti skýrt frá hlutverkaskip- an og nokkur orð um höfund hins nýja stykkis. Svona fjáraflaaðferð er ákaflega ó- viðeigandi og stofnuninni til vansæmdar. Vonandi fæst bráðlega leiðrétting á þessu. - ROSALIND Þetta gullfallega myndskreytta ævintýri er um kóngsdótturina RÓSALIND, sem rænt var úr höllinni, sem hún átti heima í, og um það hvern- ig ALRIK, kóngssyninum góða, tókst að finna hana aftur og frelsa hana. Þetta ævintýri lesa krakkarnir oft. Bókin kostar aðeins kr. 15.00 innbundin. Bókabúðin ARNARFELL Laugaveg 15. Bókabúð Menningarsjóðs P Hverfisgötu 21 (næsta hús við Þjóðleikhúsið) Símar: 80282 og 3652 Höfum nú til sölu f jölbreytt úrval bóka frá ýmsum útgefendum, bæði eldri bækur og flestar nýjustu jóla- bækurnar. M. a. málverkabækur Helgafells, ritsöfn Bólu-Hjálmars, E. H. Kvarans, H. K. Laxness, Jakobs Thorarensen, Jónasar Hallgrímssonar, Jóns Trausta, Nonna (Jóns Sveinssonar) og Torfhildar Hólm; Islands þúsund ár (ljóðasafn), Sögur ísafoldar, Ævisögu Árna Þórarinssonar, Ljóð Jóns frá Ljárskógum og mörg önn- ur ljóðasöfn; Lýðveldishátíðin, Merkir íslendingar, Öld- in okkar, Saga mannsandans, íþróttir fornmanna, Faðir minn, Úr fórum Jóns Árnasonar, Bóndinn á heiðinni, I faðmi sveitanna, Undramiðillinn, Sögusafn Austra, Þúsund og ein nótt, Með vígdrekum um veröld alla, Gvendur Jóns stendur í stórræðum, Draupnissögur, Skáldaþing, íslenzk fyndni, Svo líða læknisdagar, Föt og fegurð, Fortíð Reykjavíkur, Ljóðmæli Símonar Dala- skálds, Passíusálmar, Sturlunga I—II, Saga íslendinga, Búvélar og ræktun, Bréf og ritgerðir Stephans G„ I—IV b„ Nýtt söngvasafn; barna- og unglingabækur í miklu úrvali, m. a. barnabækur Æskunnar, forskriftabækur, jólabréfspjöld o. m. fl. Félagsmenn Þjóðvinafélagsins og Menningarsjóðs! Styrkið yðar eigið bókmenntafélag með því að kaupa hjá því bækur til tækifærisgjafa. tV ‘>ií

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.