Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 1

Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 1
SlaSfyrir alla 3. árgangur. Mániiiiagur 18. des. 1950 45. tölublað. Vilhjálm! Ur svarafátt - Tfmanum skipaS að þegja Eim silf urmálsí Ríkisstjórnin hefur kú lítið eitt losað um þá helfjötra, sem verzlunarstéttm hefir orðið að þola utidanfarið, vegna hlutdrægna og óráðvandra nefnda að ógieymdum höfuð- patirnum, Fjárhagsráði. Ráðstöfun stjórnarinnar í vefnaðarvörumálunum er að vísu rétt, en þó nær hún mjög skammt, þegar litið er á ófrelsið í heild, eh það má finna nær hvert sem litið er. Mánudagsblaðið hefur á þessu ári deilt hart á Fjárhagsráð og mun halda áfram ádeilum sínum á komandi ári, þar til að því kemur, að þessi eiturjurt þjóðfélagsins verður skor- in burt. Svaramaður ráðsins hef ir stundum reynt að breiða yfir ódæðisverk þess með „gamansömum" greinum í blöð- um, en svör hans hafa verið hrakin og sýnt fram á, að þau voru slúður eitt og undanfærslur. I síðustu viku flutti blað- ið fyrirspurnir til Fjárhagsráðs varðandi silf urinnf Iutning- inn, en úr þeim herbúðum hafa borizt mjög misjafnar sögur. Forstjóri Sambandsins er mjög bendlaður við þau mál, enda munu fáar hliðar viðskiptalífsins, sem hann hefur ekki kannað á einn eða annan hátt, enda er mðurinn bæði slyng- ur og diarfur í verzlunarmálum. Blað hans Tíminn hefur emn ekki svaað þessum fyrirspurnum, enda kom sú skipun til starfsliðsins að minnast ekki á mál þessi fyrr en skipun kæmi frá æðri stöðum. Var sérstaklega tekið fram, að skrif sálmaskáldsins frá Kirkjubóli yrðu „censoreruð", að undanskildum bindindisskrifum og bókagagnrýni. Það er ætlun forstjórans að þegja mál þessi í hel, en blaðið mun rita enn nákvæmar um siifurinnflutninginn í janúar, og mun þá margt koma fram í dagsl jósið, sem almennigur vill fá vitneskju um. 0 # raonerrann Utanríkisráðherra er nú á fundi Vesturveldanna3 og eru þar til umræðu varnir þessara landa gegn of beldi Bússa. Lanclsmenn fylgjast af áhuga með öllum ráðstöfunum, 'sem gerðar eru til öryggis okkur hér heima, en til þessa hefur ráðherrann verið mjög u:;i of þögull eftir slika fundi. Hið aJvarlega ástand í heiminum færir okkur enn heim sanninn um skjóta nauðsyn ti! aðgeiða í öryggismálunum, en þögn ráðherráns gerir ekki annað cn að auka tortryggni á hon- um og gerðum lians. Vel væri, ef Bjarni „gerði hreint" hjá sér eftir heimkomuna. TIL ÁSKiíFENDá Sökum kostnaðar og ýmislegs annars verður ekki tekið á móti áskrif- endum í Keykjavík frá næstu áramótum, nema fyrtrframgreiðsla yfir árið fylgi. Áskriftargjald hækk ar f rá áramótum og verður kr. 70,00 Áskriftagjald úti á landi verður kr. 75,00 árgangur7 inn. Bláa stjaraan i Ef listin — hverju nafni sem hún nefnist, ekki nær skapeinkennum sinnar þjóð- ar, þá verður hún snauð og marklaus tilgerð. Islendingar eru að byrja að verða listræn þjóð á leiksviði glettninnar, skringileikans og skopsins. Islendingar eru háð- fuglar og hafa ánægju af að henda gaman hver að öðrum. Þetta er eldgömul menning, sem í gamla daga var kallað „háð" og „spott",.en sem nú kallast „brandarar". Brand- ararnir nú til dags eru léttir og hæverskir, en segja og tala sínu máli, og eru nokkurs konar semjendur á milli hins gamla háðs og nútíma glettn- innar. Skammdegismyrkrið hefur gert íslendinga að ill- vígum spotturum, myrkrið lagðist eins og mara á sálir þeirra, og þeir fundu afþrey- ingu í því að meiða hver ann- an með háð- spott- og beina- kerlingar-vísum. íslendingar hafa aldrei verið neinir grímu- menn, en þeir hafa malað á kvörn vísunnar, mannorð ná- búanna, sem ekki áttu þann mylnu-stein, sem gat mulið kvörn hagyrðingsins í rústir. Þessvegna geymast nöfn þeirra manna, sem voru sækj- endur og ver jendur í hinu ill- víga gamla dári. Nú hafa Is- lendingar tekið upp „léttara hjal", sem þó á enn þá sterk- an streng í hinu gamla ís- lenzka háði og nú hefur náð menningargildi hins þroskaða skop-hagyrðings og skop- leikara, íslendingar eru að verða orðslægir í sinni glettni — og ná þó f ullkomlega skap- einkennum hinna gömlu spottara, sem gerir „revýuna" í Sjálfstæðishúsinu að fyrsta flokks listrænum gleði-leik. Alfreð^ Andréss. og Haraldur' Á. Sigurðsson eru þeir, sem lyfta hugum og sálum manna og kvenna úr myrkrinu inn á hið brosandi land glettninn- ar. Og þeir hafa valið hvert ágætis atriðið á fætur öðru, með prýðilegum kröftum, sem lætur mann gleyma, að úti sé hreggviðri og stormur ís- lenzku skammdegisnæturinn- ar. Ævintýraleg merkisbók Thor Heyerdahl Á KON-TIKI YFIR KYRRAHAF - Draupnisútgáfan. Reykjavík 1950 Og það er mjög athyglis- vert, að einnig hinir ungu og vel leiklærðu leikarar í gömlu Iðnó hafa tekið forystu í leik- menningu Reykvíkinga á þessu leikári. Sigurður Skagfield: Meðal Norðmanna er það al- gengt, að menn séu hinar mestu hetjur í svaðilförum og ofurhugar að áræði, þó að þeir séu langskólagengnir og hafi vísindi eða ritmennsku að ævistarfi, og sumir hinna miklu ævintýramanna og of- urhuga Norðmanna í stétt menntamanha hafa verið á- gætir rithöfundar. Nú hefur nýr maður bætzt í þennan hóp. Það er dýra- og þjóð- min jaf ræðingurinn Thor Hey- erdahl. Heyerdahl hafði með sam- anburði ýmsra vísindalegra staðreynda komizt að þeirri niðurstöðu, að íbúar Suður- hafseyja væru ættaðir frá Perú í Suður-Ameríku, en ekki komnir frá Asíulöndum, eins og menn höf ðu áður hald- ið. Hann samdi vísindarit, sem hann taldi sanna skoðun sína, og vildi hann afla sér fyrir það f jár og frama í Ameríku. En þjóðminjafræðingarnir þar í landi vildu ekki einu sinni lesa rit hans. Þeir sögðu, að kenning hans félli um. sjálfa sig á þeirri staðreynd, að Perúbúar hefðu ekki í þann tíð, sem landnámið hefði farið fram, átt nein skip, enda þá verið steinaldarmenn. Heyerdahl vildi halda því fram, að þeir hefðu siglt á flekum yfir hafið, en honum var svarað með orðunum: „Þ ú getur reynt að sigla á fleka yfir Kyrrahafið!" Hann lét ekki segja sér þetta ýkjaoft. Af óþreytandi elju undirbjó hann slíka sigl- ingu og fór siðan á rúmum hundrað dögum yfir Kyrra- hafið frá Perú 8000 kílómetra leið, á f leka, sem var nákvæm- lega eins gerður og flekar þeir, sem steinaldarmenn í Perú — og síðar á Suðurhaf s- eyjum — notuðu. I för með honum voru fjórir landar hans og einn Svíi. Norðmenn- irnir voru Herman Watzinger, verkfræðingur, Knut Haug- land og Thorstein Raaby, frægir ofurhugar úr styrjöld- inni og skemmdarstarfsem- inni gegn Þjóðyerjum, og loks Erik Pleselberg, listmálari, sem verið hafði sjómaður, tek- ið skipstjórapróf og farið og flækzt víða. Svíinn var Bengt Daníelsson, landkönnuður og ævintýramaður frá Uppsöl- um. Allir þessir menn komust heilu og höldnu á flekanum yfir Kyrrahafið og urðu frægari en þeir höfðu verið áður, og nú er flekinn Kon- Tíki, geymdur á sama stað og Fram, hið fræga skip Frið- þjófs Nansens. Thor Heyerdahl skrifaði bók um för sína, og er hún þegar þýdd á mörg tungumál Þá var ferðasagan notuð i kvikmynd. Nú er Á Kon-Tíki yfir Kyrrahafið komin út á islenzku í þýðingu Jóns Ey- þórssonar, og er útgef andinn Draupnisútgáfan. Er bókin hátt á þriðja hundrað siður og að öllu hin myndarlegasta. Bókin lýsir í fám, en skýr- um og mjög athyglisverðum dráttum tildrögum fararinn- ar, undirbúningi öllum og erf- iðleikum í sambandi við hann$ aðvörunum og hrakspám, hinni ævintýralegu ferð og því margvíslega og nýstár- lega, sem þar bar f yrir augu^ og loks landtökunni og mót- tökum Suðurhafseyjabúa. Bókin er mjög vel skrifuð, f rásögnin skipuleg og skýr, en þó f jörleg, hvergi tilbreyting- arlaus, eins og þó hefði jafn- vel mátt búast við að hún væri með köflum og margar lýsingar eru áhrifaríkar og sumar þeirra fagrar og róm- antískar. Þá spillir það ekki fyrir að höfundurinn er skop- skyggn og gamansamur í bezta lagi og kann að krydda frásögnina með spaugilegum orðum og lýsingum. Þetta er því bæði fróðleg bók og skemmtileg — og yf ir henrii er hressandi og örvandi blær manndóms og sannrar menn- ingar. Þýðing Jóns Eyþórssonar er sérlega góð, nákvæm, en þó hvergi stirð að orðalagi, málið litbrigðaríkt og of t f ag- urt og kjarnyrt — og laust við óeðlilegt skrúð. Prófarka- lestur er óvenjuvel af hendi leystur. Guðni. Gíslason Hagalin. TIL LESENDA Mánudagsblaðið kemur ekki út um hátíðarnar, sök- um þess að vinna f ellur nið- ur í prentsmiðjunni. Blaðið hef ur af tur göngu sína í janúar, og verður margt gert til þess að auka fjölbreitnina. Blaðið óskar öllum les« endum sínum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS N-JÁRS. {

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.