Mánudagsblaðið


Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 6

Mánudagsblaðið - 18.12.1950, Blaðsíða 6
fí MÁNUDAGSBLAÐH)' Mánudagui’ 18. des. Fávéísham virtist óánægð- FRA MHÁ LÚSSAGA: Hzkur maður - fátæk stúlka Eftir MAYSIE GREIG ur. „Heldurðu að ég mundi liafa gott af því, amma?“ „Áuðvitað", svaraði hún. Eftir það varð þögn. í>að var varl'a hægt að segja að gleði væri mikil við hádegisverðinn. Richard Trent rauf að lokum þögnina, „Fjandi seigur, þessi fugl“ hreytti hann út úr sér. „Hann hlýtur að hafa verið skotinn í fyri'a“. „Eg er þér alveg sammála,“ sagði Lady Faversham. „Þetta er seigasti kalkún, sem ég hefi smakkað á ævinni." Tengdasonur hennar leit á hana eins og hann hefði lang- að til þess að drepa hana. Hann hafði sjálfur skotið fugl inn fjTÍr aðeins tiu dögum. „Eg er viss um, að þig lang- ar til þess að fara upp í her- bergið þitt og’ hvíla þig. mamma“ sagði Angela, þegar þessi hræðilegi hádegisverður endaði. „AUs ekki,“ svaraði hún. ,,Eg , ég ætla í ökuferð með Cönr. Eg þarf að tala við hana.“ „Má ég koma með, amma“ spurði Faversham. „Alls ekki“ svaraði hún. „Eg sagði, að ég vildi tala við Cöru“. Það var kallað á Cuthrie og honum 3agt að koma með bil- inn að aðaldyrunum. Cara og Lady Faversham sátu bráð- lega saman í aftursætinu og bifreiðin rann eftir veginum meö þægilegum hraða. „Ertu hamingjusöm, Cara?“ spurði Lady Faversham ró- iega. Hún roðnaði lítið eitt. „Já, ég býst við að svo sé, Lady Faversham“. „Þú öýst aðeins við að svo sé ?" spurði gamla konan. „Þá er ég það“ sagði Cara ■og brosti. „Þér — þér haldið, að ég elski Faversham, er það ekki svo?“ „Eg vildi að ég vissi það“ svaraði gamla konan, „eða öllu heldur, ég vildi að ég væri viss um það. Eg held, að þú ímyndir þér, að þú elskir hann. en —Hún þagnaði og hélt síðan áfram rólegar. ,,Það er ekki alltaf það sama og að elska einhvern. Stundum get- ur maður ímyndað sér, að maður elski einhvern árum saman, þá skeður eitthvað og maðUr kemst allt í einu að því, að xhaður elskar hami alls ekk?‘. „Ég skil hvað þú meinar“ sagði Cara. „Þú meinar, að rnaður sé aðeins ástfanginn af ástinni......En hvernig á maður nokkúrntíma að vita um, hvort maður er ástfang- inn af manni eða bara ástinni sjálfri?" Lady Faversham hristi höfuðið hægt. ;,Ef ég vissi það, þá myndi égv'vera vitrari en ég er nú. Eg sá Paul dótturson minn í gær. Eg borðaði meira að segja kvöidverð með honum." „Heima hjá honum“ hróp- aði Cara vantrúuð. Lady Faversham kinkaði kolli. „Þvi ekki það?“. Cara hló. „Eg get ekki í- myndáð mér þig þar.“ „Samt sem áður, þá var herbergið heitt“ sagði gamla konan í beiskum róhi. Það varð önnur þögn og því næst sagði Cara: „Veiztu það, að hann kom hingað í gærkvöld?" „Hann sagði mér, að hann ætlaði sér það“ svaraði gamla konan. „Kom hami áður eða eftir, að þú trúlofáðist Fav- ersham?“ ,,Eftir,“ sagði Cara. „Einmitt,“ gamla konan kinkaði kolli. „Síðán fór hann burt?“ „Já, hann fór burt“ sagði Cara lágt. Það varð þögn. „Mér geðjast hann“ sagði gamla konan eftir stund. „Og mér líka“ sagði Cara. „Er það allt og sumt, geðj- ast þér hann aðeins?" spurði Lady Faversham hvasst. Nú roðnaði Cara sýnilega í kinnum. „Já — já auðvitað1' stamaði hún. " ■ „Humm" sagði Lady Fav- érsham. „Hann minnir mig á móöur sína, dóttur mína, Lauru" sagði hún. „Eg vildi óska að ég hefði gert meira fyrir hann. Eg vildi að ég hefði séð hann oftar, þegar hann var drengur". „Hann hlýtur að hafa ver- ið yndislegt barn'' sagði Cara blíðlega. „Yndislegur" hreytti gamla konan út úr sér". Eg þori að veðja, að hann hefur verið einn hinn óþekkasti sti’ákur, sem hugsast getur en svoleiðis vil ég hafa þá. En Favers- ham —En hún hélt ekki á- fram. Hún mundi á þessari stundu, að Cara og Favers- ham voru trúlofuð." „Paul ætlar að koma og borða með mér á þriðjudags- kvöldið" hélt hún áfram. „Eg verð að fá hann til að leyfa mér að hjálpa honwn með uppfinningar hans" sagði hún. „Eg er hrædd um, að hann verði þver. Vandræðin við að eiga peninga" bætti hún við, „er að þeir sem maður vill hjálpa- vilja ekki láta hjálpa sér. En þeim, sem vilja láta hjálpa sér er manni ekki um að hjálpa." Þetta er ekki fallega sagt, Lady Faversham". sagði Cara. „Þú hjálpaðir mér.“.i , Gamla konan veifaði hend- inni. „Svona barn, taktu þetta ekki alvarlega. Þetta er al- mennt talað og sém slíkt venjulega rangt. Þú ert eina nianneskjan, sem ég hefi hjálpað og fengið fé mitt end- urgreitt. Sem sagt, ég held að ég skuldi þér sem stendur." Allt í einu komu tár í augu Cöru. . „Mér finnst þetta vera það fegursta, sem nokkurn tíma hefur verið sagt við mig." „Ja, svei", sagði Lady Fav- ersliam, „ekki vera sentiment- al. Mér þykir það óbærilegt." Það var einmitt á þessu augnabliki, sem slysið skeði. Énginn er nokkumtíma viss, ávemíg slys veröa og sizt þeir, sem lenda í þeim. En að því er virðist, þá kom kýr allt í einu í ljós á lítilli beygju og Guthrie beygði voðalega til þess að reyna að rekast ekki á hana. Tvö bílhjólin lentu í skurði og bílnum hvolfdi. Guthrie slapp ómeiddur. Hann skrámaðist eitthvað en vár annars ekkert slasaður. Cara fékk dálítið áfall en hún var lika ómeidd. „Lady Faversham" kallaði hún um leið og hún klif raði út „Lady Faversham." Veik stuna heyrðist frá gömlu konunni. „Guthrie" kallaði Cara. „Guthrie, komdu hingað og hjálpaðu mér, Lady Favers- ham er meidd." Þau lyftu henni út úr bíln- imi og lögðu hana á grasið við veginn. „Gutln-ie" hrópaði Cara, „Þú verður að fá hjálp. Þú verður að fá hjálp fljótt. Við ókum framhjá húsi um það bil hálfa mílu héðan. Hlauptu eins hratt og þú getur og hringdu á lækni. Ef þú rekst á bíl á leiðinni stöðvaðu hann og fáðu hann til að sækjá lækni. Hann kinkaði kolli og hrað- aðisér af stað.~ Cara kraup við hliðina . á Lady Faversham. Að undan- skilinni fyrstu stununni hafði ekkert heyrzt 1 henni. Augu hennar voru lokuð. 1 „Ó guð mhm góður", sagði Cara grátandi, „láttu hjálpina koma fljótt. Ekki láta hana deyja svona. Ekki láta hana deyja." Nú hreyfðust augnalokin á Lady Faversham lítið eitt. Augnabliki seinna opnaði hún augun. Hún brosti aðeins. ^,Eg er fegin að þú er ó- meid-d, barn" sagði hún. Rödd in var einkennileg, líkt og hún ætti erfitt með andardráttinn. „Og þér, Lady Faversham, eruð líka ómeidd, er það ekki" spurði Cara. „Segið mér, að þér séuð ómeidd." „Eg veit ekki Cara," svar- aði gamla konan. „Mér er illt í brjóstinu, sem stendur eru það eins og þyngsli það — það er sárt þegar ég tala". „Talið þér þá ekki", bað stúlkan. „Guthrie er farinn eftir lækni. Hann ætti að koma bráðum." „En ég verð að tala" sagði upp höfðinu á mér, Cara. Þá kann að vera að þá.sé auðveid- gamla konan. „Lyftu aðeins ara fyrir mig að tala." Rödd hennar var veik, en samt sem áður var dálítill vottur skipunar í rómnum, sem sýndi að á lægi. „Eg verð að tála" endurtók liún. RÖdd hennar varð sterkari. Cara sá, að hún reyndi geypilega að segja það sem henni lá á hjarta. „Hræðilegt óréttiæti hefur verið framið, Cara og ég framdi það. Ef nokkuð 1950 kemur fyrir mig áður en h jálp in kemur, verður þú að leið- rétt það. 1 síðustu erfðaskrá minni er dóttursonur minn, Paul, gerður arflaus. Favers- ham fær mest af fé mínu .... Það er rangt, Cara Paul verð- ur að skipta því með Faver- sham. Eg átti að hitta lög- fræðinga mína á morgun til þess að semja aðra erfðaskrá. Það má vera, að ég tali við þá ennþá, en. . . . “ Rödd henn- ar skalf . . “ ef svo fer Cara ef svo fer. .. ., þá sérðu um að Paul sé gert rétt, er það eltki ? Þú sérð um að hami skipti fé minu með Faversham? Þú verður að gera það, Cara, ann- ars gæti ég ekki horft fram- an í Lauru." Rödd hennar þagnaði. En augnabliki síðar gat hún spurt: „Viltu sverja að þú skulir sjá um, að þetta verði gert Cara ?“ „Já, lady Faversham, ég lofa því" sagði Cara. Gamla konan varð rólegri. Hún lokaði augunum. Þegar hún talaði aftur var rödd henn ar svo veik, að Cara varð að lúta niður að andliti hennar til þess að heyra. „Ef þú lofar" hvíslaði hún, „þá treysti ég þér, Cara". „Lady Faversham" Rödd Cöru varð allt í einu að ör- væntingarópi, „Lady Faver- sham". En Lady Faversham mundi aldrei gegna nafni sínu aftur. iWWdVWAVVIiKnnAMMWVWVUSlWiAnAAWVVVVVWmw Sjóvátryggingar BrunaÍTjggingar Bifreiðairyggingar Ferðatrjggingar TROILE ROTHE 1 fÍMAk'- 52 55 4. .5077

x

Mánudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mánudagsblaðið
https://timarit.is/publication/313

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.