Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 17

Morgunblaðið - 13.01.2005, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 2005 17 MINNSTAÐUR F Y N D I Ð • F E R S K T • F J Ö R U G T • F A R S A K E N N T „Það er mikill uppgangur í Borgarleikhús- inu þessa daga og sýningin á Héra Héra- syni er dæmi um hve leikhópurinn í húsinu mætir gríðarlega sterkur til leiks.“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Brilljant leikhús!“ Valgeir Skagfjörð / Fréttablaðið „Stefán Jónsson hefur, ásamt Berki Jónssyni og hinum, í stuttu máli sagt, gert farsann að listrænum viðburði. Geri aðrir betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „Ég hef sjaldan séð Hönnu Maríu gera betur.“ María Kristjánsdóttir / Morgunblaðið „..sýningin var ekki bara skemmtileg og gletti- lega sett saman heldur komst grafalvarlegur boðskapur hennar mjög vel til skila.“ Elísabet Brekkan / DV LÉTTBJÓR SUÐURNES Keflavíkurflugvöllur | „Við gerum ráð fyrir verulegri aukningu flug- farþega á næstu árum og aukningu viðskipta. Það er því bjart fram- undan,“ segir Sturla G. Eðvarðsson, sem verður fram- kvæmdastjóri Fríhafnarinnar ehf., nýs dóttur- félags Flugstöðv- ar Leifs Eiríks- sonar hf. á Keflavíkurflug- velli. Fríhöfnin ehf. tók við versl- unarrekstri Flug- stöðvarinnar um áramót þegar skilið var á milli verslunarreksturs FLE og fasteignareksturs sem áfram heyrir beint undir móður- félagið. Fríhöfnin ehf. rekur nú fjórar verslanir í flugstöðinni. Stærst er hin hefðbundna fríhafnarverslun í brottfararsal, önnur fyrir komufar- þega og tvær minni verslanir í suð- urbyggingu stöðvarinnar. Sturla hefur verið forstöðumaður verslun- arsviðs FLE í hálft annað ár. Hann segir að breytingarnar nú um ára- mót feli það í sér að hann og nýkjör- in stjórn fyrirtækisins beri nú fulla ábyrgð á verslunarrekstrinum. „Hlutverk okkar er að veita flug- farþegum sem besta þjónustu og markmiðið er sem fyrr að hámarka arðsemi rekstrarins til að eigendur fyrirtækisins fái sínar tekjur,“ segir Sturla. Hann segir að gerðar séu miklar kröfur til verslanareksturs- ins um arðsemi og greiðslur til móð- urfélagsins enda þurfi rekstur í flugstöðinni að standa undir upp- byggingu hennar og rekstri. Bjartsýnn um aukningu Fríhöfnin er mikilvægur atvinnu- veitandi á Suðurnesjum. Þar starfa yfir eitt hundrað manns og fyrir- tækið velti á síðasta ári um 4,5 millj- örðum króna. Sturla reiknar með nokkurri aukningu á þessu ári vegna fjölg- unar flugfarþega. Hann segir þó að veltan í versluninni fylgi ekki far- þegafjöldanum beint eftir því far- þegar noti Fríhöfnina mismikið. Hann er þó bjartsýnn á aukningu á næstu árum. Unnið er að miklum breytingum á flugstöðinni. Liður í þeim er að skapa meira pláss á annarri hæðinni fyrir verslanir og þjónustu við flug- farþega. Sturla segir að húspláss fríhafnarverslananna sé orðið of lít- ið vegna fjölgunar farþega og verði bætt úr því á þessu og næsta ári. Þannig geri áætlanir ráð fyrir því að komuverslunin á fyrstu hæðinni verði stækkuð nú fyrir vorið og að brottfararverslunin opni á nýjum stað á annarri hæðinni á fyrri hluta næsta árs. Fríhöfnin verslar aðallega með áfengi, tóbak, snyrtivörur, raf- magnstæki og sælgæti. Reiknar Sturla með að svo verði áfram, þrátt fyrir að nýir aðilar komi inn í versl- unarrekstur í flugstöðinni á næstu misserum í kjölfar forvals sem stjórnendur Flugstöðvarinnar eru nú að vinna úr. Segir Sturla að Frí- höfnin sé einkum í samkeppni við fríhafnir í nágrannalöndunum og beri sig saman við þær þótt vissu- lega sé einnig fylgst með verðlagi hér innanlands. „Við teljum okkur bjóða upp á mjög hagstætt verð,“ segir hann. Hann segir jákvætt að fá fleiri verslanir inn í flugstöðina til að auka fjölbreytni í vöruvali og þjón- ustu við flugfarþega. Segir hann að þótt ekki verði bein samkeppni við nýja aðila í verði og vöruframboði, verði samkeppni um þann takmark- aða tíma sem flugfarþegar verja í flugstöðinni. Kjörin hefur verið þriggja manna stjórn Fríhafnarinnar hf. Stefán Þórarinsson er formaður. Með honum í stjórn eru Helga Sigrún Harðardóttir og Stefán Valgarð Kalmansson. Ellert Eiríksson er varamaður. Verslanir Fríhafnarinnar fá nýtt og stærra húsnæði Morgunblaðið/Sverrir Fríhöfn Verslun Fríhafnarinnar flyst í stærra húsnæði eftir breytingar. Sturla G. Eðvarðsson Bjóða út bygginga- rétt stúd- entaíbúða Njarðvík | Reykjanesbær hefur aug- lýst eftir umsóknum um byggingarétt á lóðum við Krossmóa í Njarðvík, í nágrenni væntanlegrar Íþróttaaka- demíu í Reykjanesbæ. Ætlunin er að byggja þar stúdentaíbúðir fyrir nem- endur Íþróttaakademíunnar og jafn- vel Fjölbrautaskóla Suðurlands. Verið er að byggja hús fyrir Íþróttaakademíuna í nágrenni Reykjaneshallarinnar en hún mun taka til starfa næsta haust. Á svæðinu er ætlunin að byggja sjötíu stúdenta- íbúðir á næstu árum. Tólf eiga að vera tilbúnar næsta haust og hinar eftir því sem þörf gerist. Íbúðirnar verða í þriggja til fjögurra hæða fjölbýlishús- um. Að sögn Viðars Más Aðalsteinsson- ar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, mun verktakinn sem byggir húsin leigja þau sjálfur út. Hann segir að við val á verktaka verði fyrst og fremst litið til þess leiguverðs sem í boði verði, að því gefnu að húsnæðið uppfylli kröfur um gæði. „Það verður gaman að sjá hvað kemur út úr þessu. Verktakinn hefur nokkuð frjálsar hendur og getur fengið að njóta sín,“ segir Viðar Már. Þótt leiguíbúðirnar séu einkum hugsaðar fyrir nemendur væntan- legrar Íþróttaakademíu í Reykjanes- bær segir Viðar Már að komið hafi til umræðu að nýta hluta þeirra fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suður- nesja sem er í nágrenninu en það mál sé enn á umræðustigi. Sungið á síðkjólum | Árlegir ný- árstónleikar Tónlistarfélags Reykjanesbæjar verða haldnir í Kirkjulundi, safnaðarheimili Kefla- víkurkirkju, næstkomandi laug- ardag og hefjast klukkan 17. Óperukór Hafnarfjarðar syngur á síðkjólum og bregður á leik til að skapa Vínarstemmningu. Stjórnandi kórsins er Elín Ósk Óskarsdóttir sópran og mun hún syngja einsöng ásamt Snorra Wium tenór og nokkrum öðrum söngvurum úr röðum kórfélaga. Undirleikari er Peter Máté og fiðluleikari Guðný Guðmunds- dóttir. Óperukórinn hefur sérhæft sig í óperu-, óperettu- og vín- artónlist og mun á þessum tón- leikum flytja úrval þess efnis, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu. Sala aðgöngumiða er hafin og fer fram í Listasafni Reykjanes- bæjar í Duushúsum alla daga fram að tónleikum, milli kl. 13 og 17. Afmæli í 88-húsinu | Menningar- miðstöð fyrir ungt fólk í Reykja- nesbæ, 88-húsið, hefur starfað í eitt ár. Af því tilefni verður efnt til af- mælisveislu í miðstöðinni að Hafn- argötu 88 í Keflavík í dag. Húsið er opið fyrir alla íbúa bæjarins frá klukkan 15 til 23.30. Ýmislegt verð- ur í gangi, svo sem mót í knatt- borðsleik, kynning á starfi hússins og myndasýning frá liðnu starfsári.    Farfuglar í Saltfisksetri | Far- fuglar er heiti sýningar á ljós- myndum eftir finnska ljósmynd- arann Kenneth D. Bramberg í Saltfisksetrinu í Grindavík. Mynd- irnar eru svart-hvítar, frá Finn- landi og Íslandi og textinn gegnir einnig veigamiklu hlutverki í sýn- ingunni. Kenneth D. Bramberg er fæddur á Álandseyjum árið 1981. Hann stundar nám í ljósmyndun við listaháskólann í Uusikaarlepyy í Finnlandi. Sýningin stendur til 21. janúar og er opin alla daga frá klukkan 11 til 18.   

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.