Morgunblaðið - 15.01.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.01.2005, Qupperneq 1
„ÞETTA er vísindalegur stórsigur, fyrsti gesturinn á Títan,“ sagði Jean- Jacques Dordain, yfirmaður Evrópsku geimvísindastofnunarinnar, í gær er ljóst var orðið, að evrópska könn- unarfarið Huygens var lent heilu og höldnu á Títan, einu tungla Satúrnusar, og farið að senda þaðan upplýsingar. Huygens sendi frá sér í meira en tvær klukkustundir eftir lendingu en merkin bárust til bandaríska geimfarsins Cass- inis, sem flutti Huygens, og þaðan til jarðar. Geimfar hefur aldrei lent á fjarlægari stað en Cassini lagði upp fyrir sjö árum og hefur lagt að baki 2,1 milljarð kíló- metra. Eftir að það sleppti Huygens sveif könnunarfarið niður í fallhlíf en það er búið ýmsum mælitækjum. Tilgangurinn með ferðinni er m.a. að kanna veðrakerfið en Títan er eina tunglið í sólkerfinu, sem hefur umtals- vert andrúmsloft. Er það einkum köfn- unarefni og metan og talið er, að þar eigi sér stað lík efnahvörf og á jörðu í árdaga en þau lögðu grunninn að lífi á jörðinni. Huygens átti að taka um 750 myndir á leiðinni frá Cassini og í gegnum lofthjúp Títans en hann er svo þykkur, að sjón- aukar geta ekki skyggst í gegnum hann. „Fyrsti gesturinn á Títan“ Darmstadt. AFP. Reuters Ein af fyrstu myndunum frá Títan. Eru þær mjög hráar en skýrleiki þeirra verður aukinn með frekari vinnslu. STOFNAÐ 1913 13. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Trompin ekki spöruð 30 myndir á alþjóðlegri kvik- myndahátíð í apríl | Menning Lesbók, börn og Íþróttir Lesbók | Listin að hverfa  Sögulegt samstirni  Sagnfræðingurinn Churchill Börn | Verðum stór og sterk Prins í uppreisn  Tómar hendur í Hafnarfirði Íþróttir | Stjörnuleikir KKÍ  Gravesen frá Everton  Tap gegn Frökkum OF hár blóðþrýstingur verður orðinn að alvar- legu vandamáli um allan heim árið 2025. Er það niðurstaða nýrrar rannsóknar en hún bendir til, að eftir tuttugu ár muni þriðji hver jarð- arbúi þjást af þessum kvilla. Sagt er frá rannsókninni í breska lækna- blaðinu The Lancet, sem út kemur í dag, en hún er samantekt á þrjátíu rannsóknum síðast- liðin 13 ár í fjöldamörgum löndum. Áætlað er, að árið 2000 hafi 972 milljónir manna verið með of háan blóðþrýsting en spáð er, að 2025 muni talan hafa hækkað um 60% eða í 1,56 milljarða. Mest verður aukningin í þróunarríkjunum, um 80%, og hugsanlega meiri ef tekið er tillit til mjög örra lífsháttabreytinga þar. Ástæður þessarar óheillaþróunar eru sagðar auknar reykingar, einkum í Asíulöndum, feit- meti, hreyfingarleysi og mikið salt í matvöru. Þórður Harðarson prófessor sagði í viðtali við Morgunblaðið, að háþrýstingur hækkaði með aldrinum og þegar komið væri á miðjan aldur væri hann fyrir hendi hjá 40% manna. Sagði hann, að háþrýstingur hefði mikið spá- gildi hvað varðaði ýmsan heilsubrest, til dæmis heilablóðfall, æðakölkun, kransæðasjúkdóma og nýrnabilun, og ætti þátt í að stytta ævina um mörg ár. Um ástæður háþrýstings sagði Þórður, að þær væru meðal annars offita, erfðir, hreyfing- arleysi og almennt óhollir lífshættir en um margt í þessu sambandi væri þó deilt. Hvatti hann alla til að láta mæla blóðþrýstinginn reglulega. Háþrýstingur að verða að alheimsfaraldri Hefur áhrif á og getur sagt fyrir um ýmsan annan heilsubrest MIKIÐ verður um að vera í dag í tengslum við landssöfnunina Neyðarhjálp úr norðri, en hún nær hámarki í kvöld með sameiginlegri beinni útsendingu Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og bollu og Línu Langsokk auk fleiri lands- þekktra einstaklinga sem verða þar að safna fé, en skemmtidagskrá er í boði í öllum þrem- ur verslunarmiðstöðvunum milli kl. 12 og 18. Skjás eins frá Efstaleiti sem hefst kl. 19.40. Gestir og gangandi sem leggja leið sína í Kringluna, Smáralind eða Glerártorg á Ak- ureyri í dag geta átt von á því að hitta Bjössa Morgunblaðið/Golli Þessi litli drengur lét ekki sitt eftir liggja og setti krónur í söfnunarbauk Neyðarhjálpar úr norðri í Kringlunni í gær. Landssöfnun nær hámarki ÍRAK hefur tekið við af Afganistan sem helsta uppeld- isstöð hryðjuverkamanna og dregur þá til sín eins og seg- ull, segir í nýrri skýrslu sem hugveita á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, samdi. Búast má við að al-Qaeda víki á næstu árum úr forystusætinu fyrir nýjum hópum of- stækisfullra múslíma sem hafa hlotið sína eldskírn í Írak. Skýrsluhöfundar segja að mesta hættan sem vofi yfir sé að hryðjuverkamenn komist yfir gereyðingarvopn. Æ erf- iðara verði að berjast við hryðjuverkahópa vegna þess hve hratt þeir breytist og einnig sé þeim lítið miðstýrt þannig að torvelt sé að ganga milli bols og höfuðs á þeim. Íraksstríðið sé nú, á sama hátt og Palestínudeilan, Tétsníustríðið og átökin í Kasmír, á Filippseyjum og í sunnanverðu Taílandi, farið að auka samheldni meðal múslíma og ýta undir róttækar skoðanir. Skýrslugerðin tók ár og komu margir að henni. Í henni segir að fyrir innrásina 2003 hafi stjórn Saddams Husseins aðeins haft lítilfjörleg tengsl við suma al-Qaeda-menn. Osama bin Laden hafi neitað að mynda bandalag við Sadd- am og litið á forsetann sem óvin stríðsmanna íslams vegna þess að Saddam hafnaði róttækum hugmyndum íslamskra ofstækismanna og stjórnarfarið í Írak var veraldlegt. Írak er uppeldisstöðin The Washington Post.  Hnattvæðing/16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.