Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 21 TÍU ÁR FRÁ SNJÓFLÓÐUNUM Í SÚÐAVÍK Dagbjört Hjaltadóttir var einn þeirraSúðvíkinga sem ekki lentu í snjó-flóði. Hús hennar við Aðalgötuslapp óskemmt en hún þurfti eigi að síður eins og svo margir aðrir Súðvíkingar að yfirgefa heimili sitt í skyndi ásamt manni sínum og tveimur börnum. Fagranesið flutti fólkið til Ísafjarðar í afspyrnuslæmu veðri og Dagbjört segir að Ísfirðingum verði seint full- þakkaður sá mikli stuðningur og gestrisni sem þeir sýndu Súðvíkingum í kjölfar áfalls- ins. „Ísfirðingarnir þekktu Súðvíkinga og það gerði gæfumuninn í áfallahjálpinni,“ segir hún. „Það var líka boðið upp á skipulagða áfallahjálp frá sérhæfðu teymi og sú aðstoð var góð svo langt sem hún náði en hún jafn- aðist ekki á við þann stuðning sem Ísfirðing- arnir og aðrir Vestfirðingar veittu. Séra Magnús Erlingsson og séra Karl Matthíasson unnu sér ekki hvíldar við að taka utan um fólk og það var mjög mikil huggun að þeim. Þegar við komum til Ísafjarðar var þar allt á kafi í snjó og rafmagnsleysi. Ísfirðingar vissu því hvað um var að ræða í þrengingum Súðvíkinga á þessum tíma. Þarna umbylti fólk heimilum sínum til að taka við heimilislausum Súðvíkingum. Fyrst voru allir sem komu með Ísfirðingum verður seint fullþakkað Dagbjört og Guðjón Ísfirðingar vissu um hvað var að ræða. Fagranesinu til Ísafjarðar fluttir upp á sjúkrahús þar sem hafði verið opnuð álma fyr- ir okkur. Dagana á eftir held ég að starfsfólk sjúkrahússins hafi staðið samfellda vakt án þess að hvika frá okkur. Fólk var mismikið slasað og einnig voru ættingjar sjúklinganna á sjúkrahúsinu. Þegar frá líður fer maður að hugsa um hina miklu viðveru starfsfólksins og í minningunni er eins og það hafi alltaf verið til taks án þess að fara heim.“ Sofið í hverju herbergi hjá Ingu Láru Á Ísafirði bjó Dagbjört og hennar fjölskylda ásamt tveimur öðrum fjölskyldum hjá Ingu Láru Þórhalladóttur, sem þau kynntust á sjúkrahúsinu. „Inga Lára hafði þekkt Helen systur mína frá gamalli tíð og hún bjó í stóru húsi og gerði sér lítið fyrir og bauð þremur fjölskyldum að vera hjá sér. Inga Lára vann á sjúkrahúsinu og sagði einfaldlega: „Þið getið verið hjá mér,“ og þar með var það ákveðið. Það er með ólíkindum að njóta annarrar eins gestrisni. Við vorum með börn á öllum aldri og það var sofið í hverju herbergi. Þetta var lýsandi fyrir gestrisni Ísfirðinga og ég held að samband Súðvíkinga við þá hafi dýpkað mjög í kjölfar flóðanna og orðið innilegra.“ Maður er nefndur Stefán Dan Óskarsson á Ísafirði og er Dagbjörtu ofarlega í huga fyrir framgöngu hans í málefnum barna frá Súða- vík. Þess má geta að Dagbjört er kennari við Súðavíkurskóla og flóðið hjó stór skörð í hóp nemenda. Það fór ekki framhjá Dagbjörtu hvaða áhrif það hafði á þau börn sem eftir lifðu. „Stebbi á líkamsræktarstöð á Ísafirði sem hann opnaði fyrir börnunum og trúlega hefur fátt glatt þau eins mikið og að fá að nota hana sem félagsmiðstöð til að hittast og ræða málin. Þetta var í fyrsta skipti sem þau gátu hist og talað um atburðina og ég hef aldrei séð þau eins glöð í aðra tíð. Þrátt fyrir að þeim hefði verið sagt frá björgun félaga þeirra var eins og þau þyrðu ekki að trúa því fyrr en þau hittust augliti til auglitis hjá Stebba Dan. Áfallahjálpin hans Stebba var því ómetanleg. Þegar börnin gátu farið aftur heim til Súða- víkur og byrjað í skólanum, að loknu nokk- urra vikna kennaraverkfalli sem skall á rétt eftir flóðin, var áberandi hversu mikið þau tjáðu sig í myndlist. Helsta myndefnið þeirra var englar, sem bæði áttu sér nöfn og andlit þeirra sem börnin þekktu og höfðu farist.“ Frosti Gunnarsson og fjölskylda hanslágu klukkustundum saman grafin ísnjóflóðinu á Súðavík, en björg-unarsveitarmönnum tókst að ná til þeirra í tæka tíð. Þrjú voru heima þegar flóðið féll og björguðust Frosti og kona hans, Björg Valdís Hansdóttir, eftir fimm tíma, en 14 ára dóttir þeirra, Elma Lísa, eftir 16 tíma. Þegar byggðin var flutt byggðu þau sér nýtt hús við Vallargötu 3. Frosti segir aldrei hafa komið til greina að fara frá Súðavík eftir snjóflóðin. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að það sé betra að vinna sig út úr hlutunum hér,“ segir hann. „Það tekur nokkur ár að vinna sig út úr þessum atburðum og ég held að manni hafi tekist það. Þetta lifir samt alltaf með manni. Vond veður hafa mikil áhrif og maður þjáist líka af innilok- unarkennd – nokkuð sem maður þekkti ekki fyrir flóðin.“ Frosti er starfsmaður Súðavíkurbæjar og það fylgir starfi hans að síga niður í brunna og þá sækir innilokunarkenndin að honum. En hann lætur sig hafa það, segir hann. Erfitt var að tala um flóðin fyrstu árin Hann segir að fyrstu árin eftir flóðin hafi hann átt mjög erfitt með að tala um atburðina „en þetta er allt að koma, finnst mér,“ segir hann. Fréttir af Asíuflóðunum hafa haft mikil áhrif á Frosta og hann segir skelfilegt að hugsa til þeirra hamfara. Atburðir af þessu tagi fái hann ætíð til að hugsa til baka til Súðavíkurflóðanna. Frosti gegnir starfi aðstoðarmanns Odds Pét- urssonar snjóflóðaeftirlitsmanns og hann neitar því ekki að nú leiði hann hugann meira að vind- áttum og snjósöfnun en hann gerði fyrir flóðin. Um flutning byggðarinnar segir hann að fram- kvæmdin hafi gengið mjög vel í heildina, þótt verkið hafi tafist í nokkra mánuði á þeirri for- sendu að ríkið var ekki tilbúið til að koma að mál- um strax í byrjun. „Svo komu upp aðrir örðugleikar varðandi flutning þjónustunnar, s.s. verslunar, póstþjón- ustu, læknisþjónustu, hreppsskrifstofu, og því um líkt. Það tók nokkur ár að flytja þjónustuna úr gömlu byggðinni yfir á nýja svæðið.“ Munum byggja þetta upp aftur Í viðtali við Morgunblaðið þremur dögum eftir flóðin, sagðist Frosti sannfærður um að áfram yrði búið á Súðavík þrátt fyrir áföllin vegna flóð- anna. „Súðvíkingar eru duglegt og sterkt fólk. Við munum byggja þetta upp aftur. Það er hægt að byggja upp á öruggu svæði inn við barnaskól- ann,“ sagði hann þá. (Mbl. 19. jan. 1995) Nú, áratug síðar, er hann ekki í vafa um að spár hans hafa ræst. „Það stoppaði aldrei vinna hér og hjól atvinnulífsins héldu áfram að snúast. Lífið hélt áfram.“ Aðspurður hvernig hann meti framtíð Súðavík- ur á þessum tímamótum, segir Frosti ýmislegt á döfinni. „Það eru stórir hlutir að gerast hér. Það á að byggja iðngarða og tvö ný einbýlishús, þannig að bjart er framundan. Súðvíkingum hefur fjölg- að aðeins og vonandi á eftir að fjölga meira hér.“ Hann er ekki í neinum vafa um að ferða- mannastraumur til Súðavíkur tók mikinn kipp eftir flóðin og segja má að þar hafi skipst í tvö horn. „Það var ekkert sem hét ferðamanna- straumur hér fyrir flóðin. En nú um stundir breytist mikið hér á sumrin og það er mjög vin- sælt að dvelja í sumarhúsunum í gamla þorpinu.“ „Lífið heldur áfram“ Björg og Frosti Stórir hlutir að gerast á Súða- vík og bjart er framundan. „Glæsileg- asta þorp Vestfjarða“ Sá tími sem fór í hönd eftirsnjóflóðið var afskaplegaerfiður,“ segir sr. MagnúsErlingsson sóknarprestur á Ísafirði sem var sóknarprestur Súðvíkinga á árunum 1991–2000. „Í fyrstu unnu allir hörðum hönd- um við að bjarga því sem bjargað varð og styðja hver annan. Síðan tók við mjög erfiður tími því flóðið sundraði fólkinu á Súðavík. Sumir höfðu orðið mjög illa úti og margt af því fólki flutti suður. Aðrir ákváðu að vera um kyrrt og byggja upp. Við þetta urðu til tveir hópar og það myndaðist viss togstreita á milli þeirra. Það var líka óeining t.d. vegna hreinsunarmála. Þeir sem ekki voru á staðnum gátu kannski ekki gætt sinna hagsmuna þegar verið var að hreinsa bæinn og það olli ósætti milli manna. Það var óskaplega erfiður tími og það tókst ekki vel að sætta fólk þótt ýmsir kirkjunnar menn og heimamenn reyndu að bera klæði á vopnin. Með tímanum hafa þessi mál lagast svo- lítið og það sem er hvað ánægjuleg- ast að sjá er hvernig Súðavík hefur risið úr öskustónni. Mér finnst Súðavík vera langglæsilegasta þorp- ið á Vestfjörðum. Mannlífið er af- skaplega gott, hvort sem maður kemur í þorpið að vetrarlagi á þorrablót eða að sumri til og tekur þátt í Listasumri. Þetta er ánægju- legt samfélag og minnir mann stundum á bæjarlífið í írskum smábæ. Kirkjan er öðrum megin við veginn og svo er krá hinum megin. Svo er kaupfélagið þar sem allir hittast hjá Óskari til að drekka kaffið og spjalla saman. Þetta er sterkt samfélag og góður staður til að vera á.“ Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Erlingsson Súðavík er góður staður til að vera á. Hún telur sig hafa fundið fyrir vaxandi róeftir þriggja ára samfellda búsetu áSúðavík eftir að hafa flust tvívegis frábænum á þeim áratug sem liðin er frá snjóflóðunum miklu. Sigríður Jónsdóttir, þá 22 ára, bjó við Túngötu 4 ásamt manni sínum, Þor- steini Erni Gestssyni, og tveimur dætrum þeirra. Öll voru þau heima við þegar snjóflóðið féll og færði húsið á kaf. Þau misstu sextán mánaða gamla dóttur sína, Hrafnhildi Kristínu, og var hún jarðsett í Reykjavík. Sigríður segir tímana sem í hönd fóru hafa ein- kennst af rótleysi, reiði og afneitun, en síðan hafi hún jafnað sig að því marki að atburðirnir hái sér ekki lengur í daglega lífinu. „Auðvitað er ég með hugann við það sem gerðist og það þarf ekki mikið til að rifja upp atburðina fyrir mér,“ segir hún. „En þetta háir mér alls ekki í dag.“ Fjölskyldan flutti strax burt frá Súðavík en settist aftur að í bænum eftir rúmlega árs fjar- veru. Þau ílentust þó ekki nema í eitt ár og fluttu því burt öðru sinni. „Það var einhver órói í mér svo við fluttum aftur og komum ekki aftur fyrr en eftir fjögur ár,“ segir hún. „Ég hef fundið fyrir mjög miklu rótleysi en nú finn ég að maður er að róast.“ Sigríður fæddist í Hafnarfirði 1972 en fluttist til Súðavíkur nokkurra mánaða gömul með fjöl- skyldu sinni og ólst upp í bænum. Í dag sækir hún vinnu til Ísafjarðar þar sem hún starfar hjá Sím- anum og fer því daglega akandi á milli staðanna. Framtíðin er óráðin en hitt skiptir kannski mestu, að henni líður vel nú á Súðavík þótt húsnæðið sem fjölskyldan hefur sé reyndar of lítið. „Mér líður virkilega vel hérna og get vel hugsað mér að búa hér áfram ef ég kemst í stærra húsnæði. Það hafa líka verið mildir vetur undanfarin ár og því hefur maður ekki fundið mikið fyrir snjóþyngslum fyrr en á þessum vetri.“ Sigríður segir það hafa verið erfitt að flytja til Súðavíkur ári eftir flóðin og virða fyrir sér húsa- rústirnar við götuna þar sem hún áður bjó og rifja upp hvað hafði gerst. „En síðan lærir maður að lifa með þessu. Á því er enginn vafi. Jafnvel enn í dag kíki ég þangað uppeftir þegar ég keyri framhjá.“ Skammvinn búseta á Túngötunni Fjölskyldan flutti inn í Túngötuna skömmu fyrir jólin 1994 og því hafði búsetan verið mjög skamm- vinn þegar húsið eyðilagðist aðeins örfáum vikum seinna. Sigríður líkir flóðinu við sprengingu og hún minnist þess að hafa þeyst upp í loft og séð þakið rifna af húsinu. Sjálf meiddist hún á fótum sem hún segir hafa verið ótrúlega vel sloppið mið- að við aðstæður. Hún gat ekki gengið og lá á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þar sem hún segist hafa fengið gríðarlega góðan stuðning allra sem þar unnu. En á meðan var leitað að dætr- unum í húsarústunum og móðirin gat ekkert gert til hjálpar. Eldri dóttirin fannst á lífi eftir fimm klukkustundir en sú yngri fannst látin eftir 24 stundir. Það var þetta hjálparleysi sem Sigríður segir að hafi látið hana finna fyrir smæð sinni gagnvart aðstæðunum, ekki ólíkt því sem hún finni fyrir í garð fórnarlamba Asíuflóðanna. „Mað- ur er svo lítill og maður getur ekkert gert,“ segir hún. „Líður virkilega vel hérna“ Sigríður Jónsdóttir Get vel hugsað mér að búa hér áfram ef ég kemst í stærra húsnæði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.