Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 15.01.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 2005 41 MINNINGAR grimmt og gjöfult. Fólki sem lét sér hégóma og gervimennsku engu skipta. Þau voru góðar fyrirmyndir. Á Grund eignaðist ég afa og ömmu sem ég mun alltaf elska og dá. Fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Guðríður Lára (Gugga.) Það kom okkur ekki á óvart þegar við fengum fréttir af því að Gunna á Grund hefði kvatt hina jarðnesku vist. Hún var búin að vera rúmliggj- andi frá því haustið 1993 og síðustu vikurnar sárlasin, þannig að hún var örugglega fegin að komast til annars og betri verustaðar. Það er nú samt þannig að þrátt fyrir að hafa búist við tíðindum sem þessum þá koma þau á óvart og ljúfar minningar frá æsku- árunum vakna og söknuður fyllir hugann. Við munum eftir Gunnu alla okkar tíð, enda var hún alin upp í Ljóts- hólum og því eins og föðursystir okk- ar. Við munum hana brosmilda og hlýja, einstaklega gestrisna og alltaf var stutt í glensið og gamansemina. Fyrir um 40 árum þurftum við sem bjuggum í framdalnum að fara með mjólkina út að Grund í veg fyrir mjólkurbílinn. Eftir að hafa hossast á dráttarvélinni á holóttum vegi var gott að setjast inn í eldhúsið á Grund og þiggja veitingar sem ævinlega voru þar á borðum. Þá var spjallað um menn og málefni, sagðar sögur og farið með vísur enda var kveðskapur í hávegum hafður þar á bæ. Það var nánast skylda að koma við á Grund þegar farið var um veginn, hvort sem leiðin lá út á Blönduós eða austur í sveit. Gunna var gædd afburða tónlist- arhæfileikum og hafði svo næmt tón- eyra að henni nægði að heyra lag í eitt til tvö skipti til að geta spilað það á orgelið. Því var það oft þegar fólkið á bæjunum hittist að sungið var og spilað. Þá var nú líf og fjör. Um nokk- urra ára skeið var hún kirkjuorgan- isti í Auðkúlukirkju. Hún hafði líka afskaplega fallega og skýra rithönd svo til þess var tekið, til að mynda handskrifaði hún sögu kvenfélags Svínavatnshrepps þegar það varð 100 ára. Gunna var einstaklega trygglynd og voru bræðurnir í Ljótshólum henni eins og þeir væru hennar raun- verulegir bræður og ömmu okkar leit hún ævinlega á sem fósturmóður sína. Fyrir alla hennar tryggð og ein- stöku væntumþykju alla tíð, og miklu, miklu meira, þökkum við af heilum hug. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Góð kona er gengin, við minnumst hennar fyrir allt gott sem hún gerði og biðjum þess að hún fái notið alls hins besta í þeirri himnesku vist sem hún nú gistir. Börnum hennar og öll- um afkomendum biðjum við allrar blessunar. Anna og Eiríkur frá Ljótshólum. Það var sumarið 1991 að fjölskylda mín átti leið í sumarfríinu sínu norð- ur í land. Í Bólstaðarhlíð hittum við Guðmund frænda minn Klemensson og fagnaði hann fjölskyldu minni vel að venju. Sól skein í heiði eins og hún gerir oftast norður í landi a.m.k. í minningunni og dóttir mín níu ára hreifst svo af sveitasælunni að hún sagði si svona við frænda sinn. „Heyrðu Guðmundur, heldurðu að þú getir nokkuð útvegað mér sveit næsta sumar?“ Og Guðmundur brosti eins og honum einum var lagið og svaraði því til að hann skyldi sann- arlega hafa þetta í huga. Ég verð nú að viðurkenna að það runnu á mig tvær grímur þegar einkadóttir mín eina stúlkan í hópi fimm misjafnlega uppivöðslusamra systkina lýsti þeirri ósk sinni að fara að heiman ekki nema níu ára gömul og það til vandalausra. Mér varð því ekki neitt sérlega rótt þegar frændi minn blessaður hringdi næsta vor og sagðist hafa fundið sveit fyrir Guðríði Láru. „Húsmóðirin heiti Guðrún Jakobs- dóttir og býr á Grund í Svínavatns- hreppi ásamt manni sínum Þórði Þorsteinssyni. Hún á við sjúkdóm að stríða sem gerir henni erfitt að hreyfa sig og vantar þau því stelpu til snúninga innanhúss. „Þú skalt bara hringja í hana Guðrúnu vinkonu mína og tala við hana sjálf,“ sagði svo frændi minn að lokum. Ég hringdi ekki því mér fannst barnið svo ungt og svo þekkti ég ekk- ert þetta fólk. Að viku liðinni hringir Guðmundur aftur og er nú með skila- boð til mín frá Guðrúnu á Grund. „Hún Guðrún mín segir að þér sé alveg óhætt að hringja norður. Þau séu ekkert vandræðafólk og barninu sé alveg óhætt að fara til þeirra.“ Þetta voru mín fyrstu kynni af ótrúlegri næmi og skilningi Guðrún- ar Jakobsdóttur á manneskjunni. Nú varð ég að hringja og samtalið okkar Guðrúnar varð bæði langt og gott. Við ætluðum aldrei að geta hætt að tala saman – við höfðum svo margt um að tala þó að við hefðum aldrei hist. Guðrún og Þórður tóku svo hana Guggu mína til sín og í samfleytt sex sumur átti hún eftir að dveljast bæði á Grund hjá þeim og síðar hjá Ragn- hildi dóttur þeirra og Sigurði eigin- manni hennar á Merkjalæk. Á þess- um árum dró ský fyrir sólu. Guðrún veiktist og lamaðist og varð að flytj- ast á Sjúkrahúsið á Blönduósi þar sem hún dvaldist til dauðadags. Gugga fór áfram í sveitina til Þórðar og þau héldu heimili saman sumarið á eftir. Síðan varð Þórður að bregða búi og Gugga mín flutti sig þá á Merkjalæk til Ragnhildar og Sigurð- ar. Þórður lést síðan árið 2000. Það er skemmst frá því að segja að Gugga mín eignaðist þarna í sveitinni sinni bæði afa og ömmu og einnig pabba og mömmu í þessu góða fólki sem bæði elskaði hana og dáði og kenndi henni svo margt sem aldrei verður fullþakkað. Þau kenndu henni ekki bara heim- ilisstörf, bakstur og matargerð held- ur kenndu þau henni líka það sem enn meira er virði og lærist ekki í skólum – sem sé að bera virðingu fyr- ir landinu og öllu því fólki sem stund- ar búskap og lifir í sátt og samlyndi við jörðina. Í höndunum á henni Gunnu minni á Grund eins og dóttir mín kallaði hana alltaf breyttist dótt- ir mín smátt og smátt í mikla sveita- konu og lengi hélt ég að hún yrði odd- viti í Svínavatnshreppi svo mjög var henni umhugað um allt sem snerti hag byggðarlagsins og fólksins sem þar bjó. Hún hélt langar ræður um tekjurnar af Blönduvirkjun, þjón- ustuna á Sjúkrahúsinu á Blönduósi, prestsverk séra Stínu svo og búskap- arhætti og líf fólksins á hverjum bæ þegar hún kom heim á Bræðraborg- arstíg á haustin. Hún elskaði allan Svínavatnshrepp en þó mest hana Gunnu sína á Grund og hann Þórð. Þau elskaði hún eins heitt og hægt er að elska sína nánustu – því þau voru hennar fólk. Þau voru besta, skemmtilegasta og merkilegasta fólkið á landinu. Og ég er alls ekki frá því að það hafi verið rétt hjá henni. Ég fékk nefnilega líka að kynnast þeim því gestrisni þeirra og örlæti var ótæmandi. Að fá að sitja við eld- húsborðið á Grund snemma morguns eða um miðjan dag drekka kaffisopa og hlusta á sögur frá liðinni tíð, bæði sögur af hrakningum og afrekum fá- tæks fólks í baráttu við náttúruna, sögur um mannleg örlög, sigra og ósigra. Að hlusta á og reyna að læra allar skemmtilegu vísurnar hans Þórðar, heyra hann segja fá hestun- um sínum, hlusta á malið í gömlu kisu og sparikisu og tifið í prjónunum hennar Gunnu og hnyttin tilsvör hennar um menn og málefni. Að fá að kýta svolítið um skáldskapinn hans Kiljans sem var nú ekki neitt allt of vel séður þar á bæ var líka skemmti- legt. Þórður gerði það nú samt fyrir mig á níræðisaldri að lesa Sjálfstætt fólk. Hann varð ekkert hrifinn. Þeir Einar Ben og Jón Trausti voru hans menn. Lífið sem lifað var á Grund hjá Guðrúnu og Þórði var einfaldara og í töluvert meira jafnvægi en það líf sem lifað er á flestum heimilum í dag. Þar var alltaf tími til að spjalla og ekki síður tími til að hlusta. Þessi hjón þjáðust hvorki af stressi né þörf fyrir að sanka að sér veraldlegum gæðum. Þau voru alvörufólk. Það var mikil gæfa fyrir dóttur okkar og okkur hjónin að fá að kynn- ast Guðrúnu og Þórði svo og börnum þeirra Þorsteini og Ragnhildi og hennar fjölskyldu. Og nú er hún Guðrún mín horfin úr þessum heimi – hún kvaddi 5. janúar síðastliðinn. Hún gaf dóttur minni alla sína ást og umhyggju. Hluti af henni lifir áfram í dóttur minni og öllum þeim börnum sem fengu að vera á Grund því börn sem umgangast góðar manneskjur fá veganesti sem endist þeim alla tíð. Hennar er sárt saknað. Þórunn Klemensdóttir. ✝ Sigríður Ás-gerður Sæ- mundsdóttir fæddist á Ísafirði 2. nóvem- ber 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði 1. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sæmundur Svanberg Alberts- son, f. á Ísafirði 16. febrúar 1906, og Helga Kristín Guð- jónsdóttir, f. í Þing- húsum í Grunnavík- urhreppi 20. júní 1914. Bróðir Sigríðar var Hall- dór Guðmundur Sæmundsson, f. 1932, d. 1936, bróðir sammæðra er Guðjón Ágúst Jónsson, f. 1930 31. mars 1952, d. 18. júní 1999. Börn hennar eru Ægir Ólafsson, f. 1975, hann á tvær dætur og Gréta Karen Grétarsdóttir, f. 1983. 3) Sigurgeir Einar, f. 11. nóvember 1956. Kona hans er Dok-or-Chacmlek, f. 1968. Dóttir þeirra er Dísa Líf, f. 2000. Fyrir átti Einar Bjarney Málfríði, f. 1988 og Hannes Pétur, f. 1992. 4) Birgir Thomsen, f. 20. júní 1958. Sambýliskona Sólveig Snorra- dóttir, f. 1971. Börn þeirra eru Snorri Karl, f. 1990, Klara Alex- andra, f. 1993, Birgir Knútur, f. 1996 og Bríet Vagna, f. 2003. Fyrir átti Birgir Hermann Mar- inó, f. 1977. 5) Karl Þór, f. 27. júlí 1964. Kona hans er Juntima Kongpragon, f. 1976. Börn Karls eru Þórkatla Inga, f. 1985 og Karl Jón, f. 1990. Seinni maður Sigríðar var Gunnar Þorberg Einarsson, f. 21. ágúst 1931, d. 23. mars 2000. Synir hans eru Sigþór, Ólafur og Ragnar. Útför Sigríðar fer fram frá Þingeyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. og systkin samfeðra eru Elísabet Rósa, f. 1932, d. 1997, Gústaf, f. 1933, Laufey Sæ- mundsdóttir Mulder, f. 1935 og Gunnar Ólaf, f. 1937, d. 1997. Sigríður giftist 25. desember 1952 Karli Adolfi Einarssyni, f. 11. mars 1931, d. 15. mars 1970. Börn þeirra eru: 1) Guðrún Sóley, f. 11. sept. 1950, d. 19. febr. 1998. Börn hennar eru Guðmundur Jak- ob Svanbergsson, f. 1969, hann á tvær dætur og Sigríður Jóna Al- bertsdóttir, f. 1973, d. 1998, hún átti tvö börn. 2) Klara Fjóla, f. Sigríður Ásgerður Sæmundsdóttir var aðeins þriggja ára gömul þegar hún kom í fóstur til móðursystur minnar Guðrúnar Guðmundsdóttur að Höfðaströnd í Grunnavíkur- hreppi. Ég var fimm árum eldri en hún og hélt þá að öll börn gætu verið hjá foreldrum sínum eins og við systkinin. Þar sem ég var næst henni að aldri hændist hún mjög að mér, enda stutt á milli bæjanna og mikið samband milli fjölskyldnanna. Allir voru henni góðir á nýja heimilinu. Ár- ið 1941 fluttu báðar fjölskyldurnar að Sætúni í Grunnavík og bjuggu í sama húsi. Við börnin ólumst upp við öll al- menn störf eins og þau gerðust í þá daga og undum því vel, enda þekkt- um við ekki annað. Ég fór ung að heiman og þá skildu leiðir, en alltaf hélst samband okkar þó við hittumst ekki eins oft og við hefðum kosið. Sigríður giftist ung Karli Einars- syni Thomsen og bjuggu þau á Ísa- firði. Þau eignuðust fimm börn, tvær dætur og þrjá syni, en Karl lést fyrir aldur fram eftir að hafa gengið undir höfuðaðgerð í Danmörku. Þá tóku við erfiðir tímar eins og nærri má geta. Dætur þeirra létust með nokkurra ára millibili úr sama sjúkdómi og fað- ir þeirra. Síðar kynntist hún Gunnari Einarssyni frá Þingeyri og gengu þau í hjónaband og settust að í hans heimabyggð, en hann lést úr krabba- meini fyrir nokkrum árum. Sjálf missti hún heilsuna og þurfti oft að dvelja á sjúkrahúsum. Ég heimsótti hana á Þingeyri fyrir tveimur árum og gladdi það hana mjög. Rifjuðum við þá upp gamlar minningar. Hún var þakklát fyrir allt sem fyrir hana var gert. Hún lést á sjúkrahúsi Ísafjarðar eftir miklar þjáningar, andlegar og líkamlegar. Var þá búin að missa báða fætur. Þetta kenndi mér hvað það er mikilvægt að gleyma ekki vin- um sínum og sýna þeim kærleika. Ég kveð Sigríði Sæmundsdóttur og þakka henni vináttu frá gamalli tíð og bið henni blessunar guðs í eilífð- arheimi. Margrét Hagalínsdóttir. Að baki liggja rúmlega þrjátíu ára kynni við einstakling sem gat með óskiljanlegum hætti nánast hlegið fram í andlátið. Hláturinn, lífsgleðin þrotlaus baráttuviljinn í lífsins ólgu- sjó einkenndi far Siggu Sæm sem nú hefur lokið jarðvistinni. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast eitt af barnabörnum hennar og þar með líf af hennar lífi. Vinskapur okkar hófst í Ólafsvík fyrir rúmum þremur áratugum. Það gustaði af Siggu og sætu strákunum hennar þegar þau fluttust til Ólafs- víkur með honum Ella hans Emma. Heimili Siggu og Ella stóð mér ætíð opið og mikið fannst mér gaman að fylgjast með Siggu selja konunum í Ólafsvík árshátíðar- og þorrablóts- kjólana. Lítil heimaverslun á litlu og hávaðasömu heimili í litla þorpinu mínu var mjög spennandi. Sigga og Elli fluttust til Keflavíkur og slitu síð- an samvistum eftir nokkurra ára sambúð þar. Á meðan Sigga bjó í Keflavík kynntist hún Gunnari Einarssyni sem varð síðan eiginmaður hennar, vinur, stoð hennar og stytta allt þar til hann lést 28. mars árið 2000. Sigga og Gunnar bjuggu á Þingeyri og þangað var alltaf gott að koma, mót- tökurnar innilegar og mjúkar. Afi með brjóstsykurinn og faðmlagið og amma með kossa og knús. Alltaf allt tilbúið þegar við komum, lærið í ofn- inum, uppábúin rúm og auðvitað pulsur með miklu sinnepi fyrir Her- mann. Ekki má ég gleyma að minn- ast á Spánarferðirnar. Sú fyrri var farin 1976 með gassagangi og sítr- ónuolíu og sú seinni árið 2000 með heldur minni fyrirgangi. Að setja sig í spor Siggu ömmu er ógerlegt. Amma Sigga missti fyrri eiginmann sinn, Karl, aðeins 38 ára gamlan frá fimm börnum. Amma Sigga missti báðar dætur sínar, Sól- eyju og Klöru. Amma Sigga missti Siggu Lóu, nöfnu sína og barnabarn. Sigga amma missti seinni eiginmann sinn, Gunnar. Sigga amma missti báða fætur. Sigga amma brosti. Guði fel ég forsjá elskulegrar vin- konu og ömmu. Ég og börnin mín þrjú, sem öll áttu Siggu ömmu, þökkum henni sam- fylgdina. Guð blessi afkomendur Siggu og ástvini hennar alla. Maggý Hrönn, Hermann, Magni og Kristrún. Elsku mamma og tengdamamma. Síðustu mánuðir hafa verið þér erf- iðir en nú hefur þú fengið hvíldina sem þú þráðir svo heitt. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Hvíl í friði. Birgir og Sólveig. Elsku amma Sigga. Við söknum þín en nú vitum við að þér líður vel hjá afa, hafðu þökk fyrir allt og allt. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíl í friði. Þín ömmubörn, Snorri, Klara, Knútur og Bríet. SIGRÍÐUR ÁSGERÐUR SÆMUNDSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.