Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 15. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Stórt, dýrt og glæsilegt Nýtt óperuhús Konunglega leik- hússins vígt í Danmörku | Menning Fasteignir og Íþróttir Fasteignir | Fallega hlaðinn veggur er augnayndi  Listaverk eru sérkenni hvers heimilis  Framkvæmdir í Arnarneslandi Íþróttir | Viggó ánægður með sóknar- leikinn  Chelsea með tíu stiga forskot í Englandi VÍSINDAMENN Íslenskrar erfðagreining- ar (ÍE) hafa uppgötvað þriggja milljóna ára gamla umhverfu í erfðamengi mannsins, sem hefur þau áhrif að þeir sem hana bera eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Með um- hverfu er átt við að röð basa á litningi hefur snúist við og finnst hún í um 20% af litningum Evrópumanna en í mun minna mæli í erfða- mengi íbúa Asíu og Afríku. Niðurstöðurnar eru birtar í vísindatímarit- inu Nature genetics. New York Times hefur í gær eftir dr. Nick Patterson við Broad Institute í Cambridge að hér sé á ferðinni einhver áhugaverðasta grein í mannerfðafræði sem hann hafi nokkurn tíma lesið. Ítarleg umfjöllun var birt um nið- urstöðurnar í vefútgáfu NYT í gærkvöldi og segir þar líklegt að greinin eigi eftir að vekja verulega athygli. Hefur NYT eftir Kára Stef- ánssyni, forstjóra ÍE, að rannsóknir á erfða- mengi Íslendinga bendi til þess að umhverfan tengist einnig auknu langlífi manna. Umhverfa á litningi tengd frjósemi og langlífi  Breytileiki/4 FRAMKVÆMDASTJÓRN Frelsissamtaka Palestínumanna (PLO) krafðist þess í gær að herskáar, palestínskar hreyfingar hættu árásum á Ísraela. Framkvæmdastjórnin sagði að árásirnar sköðuðu þjóðarhagsmuni Palestínumanna og gæfu stjórn Ísraels „afsökun“ fyrir því að hindra friðarumleitanir. Fyrr um daginn skýrði Ariel Sharon, forsætis- ráðherra Ísraels, frá því að hann hefði fyrirskip- að hernum að herða aðgerðirnar gegn herskáum Palestínumönnum til að koma í veg fyrir árásir á Ísraela. Sharon sakaði enn fremur Mahmoud Abbas, nýjan forseta Palestínumanna, um að Herskáir Palestínumenn höfðu skotið heima- smíðuðu flugskeyti á ísraelska bæinn Sderot og sært unglingsstúlku lífshættulega. Er að missa þolinmæðina Fyrirmæli Sharons benda til þess að hann sé nú þegar að missa þolinmæðina gagnvart Abbas sem tók við forsetaembættinu á laugardag. Abbas gagnrýndi þá árásir herskárra Palest- ínumanna og sagði þær grafa undan tilraunum til að hefja friðarviðræður við Ísraela. Hann sagði hins vegar ekkert um hvernig hann hygð- ist binda enda á árásirnar og Ísraelsstjórn sagði hann láta hjá líða að fordæma hryðjuverk. hafa ekki gert neitt til að koma í veg fyrir árás- irnar. „Ástandið núna er óviðunandi,“ sagði Sharon og bætti því við að engar takmarkanir væru á því hvaða aðferðum hernum væri heimilt að beita í þessum tilgangi. Daginn áður gerði Ísraelsher atlögu að Palest- ínumönnum á Gazasvæðinu og felldi átta manns. Reuters Herskáir Palestínumenn kveikja í fána Ísraels á mótmælafundi í Rafah-flóttamannabúðunum á sunnanverðu Gaza-svæðinu í gærmorgun. Forysta PLO krefst þess að tilræðum verði hætt Ariel Sharon fyrirskipar hertar hernaðaraðgerðir Jerúsalem. AFP. UM 110 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sem fram fór vegna náttúruhamfaranna í Asíu. „Söfnunin fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Elín Þorsteinsdóttir, verkefnis- stjóri söfnunarinnar. Hún tel- ur að aldrei áður hafi safnast jafnmikið hér á landi vegna eins málefnis. Um 22.500 manns hringdu í söfnunarsíma þar sem tekið var við ákveðnum upphæðum, börn lögðu fram fé úr spari- baukum eða afmælispeninga og stórfyrirtæki lögðu fram myndarlegar upphæðir. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra segir að með söfnuninni komi skýrt fram að Íslendingar sýna mikinn samhug með því fólki sem er hrjáð af völdum nátt- úruhamfaranna í Asíu. Söfnunin náði hámarki á laugardagskvöld með beinni útsendingu þriggja sjón- varpsstöðva. Elín segir að þann dag hafi 400 til 500 sjálfboðaliðar verið að störfum fyrir söfnunina. Sjálfboðaliðar hafi m.a. geng- ið með söfnunarbauka í versl- unarmiðstöðvum á höfuð- borgarsvæðinu og setið í þjónustuveri Landssíma Ís- lands og tekið þar á móti fjár- framlögum í gegnum beinan söfnunarsíma. Mannúðarsamtökin fimm, sem koma til með að ráðstafa söfnunarfénu, sögðu í til- kynningu í gær, að fénu yrði varið á ábyrgan og öruggan hátt í að byggja upp starf- hæft samfélag á flóðasvæð- unum og hlúa að íbúum þeirra og verður byrjað að ráðstafa fénu strax í vik- unni/4. 110 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri vegna náttúruhamfaranna í Asíu „Fram úr okkar björtustu vonum“ Morgunblaðið/Golli Á annað hundrað sjálfboðaliðar sátu við símann á laugardagskvöld þegar landssöfnunin Neyð- arhjálp úr norðri náði hámarki. Hér eru þau Jón Sigurðsson söngvari, Bjarni Benediktsson al- þingismaður, Sigríður Arnardóttir þáttastjórnandi og Jón Gunnarsson alþingismaður. LÆKNAR á sjúkrahúsi í Búkarest, höf- uðborg Rúmeníu, sögðu í gær að 67 ára gömul kona hefði alið barn og hún væri elsta móðir sem vitað væri um í heiminum. Adriana Iliescu – ellilífeyrisþegi, rithöfundur og fyrrverandi há- skólakennari – gekk með tvíbura. Ákveðið var að gera keisaraskurð á henni sex vikum fyrir tímann eftir að annað barnið dó í móðurkviði. Barnið sem fæddist er stúlka og aðeins tæpar sex merk- ur. Læknir konunnar sagði að mæðgunum heilsaðist vel. Iliescu hafði gengist undir frjósemis- meðferð í níu ár og tæknifrjóvgun. 67 ára kona ól barn ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.