Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 2

Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 2
2 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÁFU 110 MILLJÓNIR Um 110 milljónir söfnuðust í landssöfnuninni Neyðarhjálp úr norðri vegna náttúruhamfaranna í Asíu. Elín Þorsteinsdóttir, verkefn- isstjóri söfnunarinnar, segir verk- efnið hafa farið fram úr björtustu vonum. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra segir að með söfnuninni komi skýrt fram að Íslendingar sýna mik- inn samhug með því fólki sem er hrjáð af völdum náttúruhamfaranna í Asíu. PLO leggst gegn árásum Framkvæmdastjórn Frels- issamtaka Palestínumanna (PLO) krafðist þess í gær að herskáar, pal- estínskar hreyfingar hættu árásum á Ísraela og sagði að þær gæfu Ísr- aelsstjórn „afsökun“ fyrir því að hindra friðarumleitanir. Fyrr um daginn kvaðst Ariel Sharon, for- sætisráðherra Ísraels, hafa fyr- irskipað hernum að herða aðgerð- irnar gegn hreyfingunum til að koma í veg fyrir árásir á Ísraela. Sakaði hann Mahmoud Abbas, nýjan forseta Palestínumanna, um að hafa ekki gert neitt til að hindra þær. ÍE uppgötvar merkilegt gen Vísindamenn Íslenskrar erfða- greiningar hafa uppgötvað breyt- ingu í erfðamengi mannsins, svo- nefnda umhverfu sem orðið hefur til fyrir þremur milljónum ára. Rann- sóknir á eiginleikum hennar hafa leitt í ljós að þeir einstaklingar sem hafa þessa umhverfu í erfðamenginu eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Snjóflóðs í Súðavík minnst Hátt í 200 manns voru við minn- ingarguðsþjónustu í íþróttahúsinu í Súðavík í gær þegar snjóflóðsins og þeirra fjórtán sem í því fórust fyrir tíu árum var minnst. Þá var haldin minningar- og bænastund í Lága- fellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöldi en hún var í höndum þeirra sr. Jak- obs Ágústs Hjálmarssonar og sr. Karls V. Matthíassonar. Í fangelsi fyrir pyntingar Margir Írakar létu í gær í ljósi óánægju með þá ákvörðun herréttar í Bandaríkjunum að dæma banda- ríska herlögreglumanninn Charles Graner í tíu ára fangelsi fyrir að misþyrma föngum í Írak og nið- urlægja þá kynferðislega. Þykir mörgum Írökum að dómurinn sé of vægur. Herlögreglumaðurinn átti yfir höfði sér allt að sautján ára fangelsi. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 11 Bréf 22 Erlent 12/13 Dagbók 30/32 Listir 14/16 Leikhús 33 Umræðan 17/22 Fólk 34/37 Forystugrein 20 Bíó 34/37 Hestar 23 Ljósvakar 38 Minningar 24/29 Veður 39 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is FJÓRIR vélsleðamenn voru sóttir sjóleiðina í slysavarnaskýlið í Héðins- firði á laugardagskvöldið en áður höfðu björgunarsveitarmenn sótt fé- laga þeirra í Hólsskarð. Komið var með þá til Siglufjarðar um miðnætti og var einn þeirra, sem meiðst hafði á hné, lagður inn á sjúkrahúsið þar. Að sögn Ægis Bergssonar, for- manns Björgunarsveitarinnar Stráka á Siglufirði, voru tveir þeirra sem sóttir voru í Héðinsfjörð lítillega slas- aðir og þörfnuðust læknisaðstoðar. Hann segir að þar sem færð hafi verið mjög þung hafi verið ákveðið að björgunarskipið Sigurvin myndi sigla með björgunarsveitarmenn og lækni í Héðinsfjörð, en gott var í sjóinn að sögn Ægis en nær ómögulegt að flytja mennina landleiðina. Maðurinn, sem sóttur var í Hólsskarð, var með farsíma og gat látið vita af sér og af ferðum félaga sinna. Sóttu björgun- arsveitarmenn hann síðan á vélsleð- um og snjóbíl. Vélsleðamaðurinn var vel á sig kominn þegar hann fannst enda vel klæddur og amaði ekkert að honum. Einn vélsleðamannanna, Stefán Einarsson, fyrrverandi bóndi í Siglu- nesi, segir að ekkert hafi amað að þeim í skýlinu í Héðinsfirði en hins vegar hafi talstöðin þar verið raf- magnslaus og því hafi þeir ekki getað látið vita af sér. Stefán segir óverj- andi að talstöðin í skýlinu sé raf- magnslaus. Meiðsli annars mannanna hafi ver- ið mjög lítil, hann hafi aðeins marist, en hinn hafi meiðst á hné þegar sleði hans fór fram af hengju. Þeir hafi því ætlað að bíða af sér veðrið í skýlinu í Héðinsfirði en fara síðan til Siglu- fjarðar þegar því slotaði þar sem einn sleðanna sem þeir voru á hafi verið lítill og ekki komist upp úr firðinum. Stefán segir björgunarsveitina á Siglufirði hafa gefið út að ekkert yrði leitað að þeim en einn eigenda Þor- móðs ramma hafi hins vegar gengið í það að farið yrði sjóleiðina og björg- unarsveitarmenn hefðu síðan fengið far með skipinu. Stefán, sem er alvanur sleðamaður og hefur ferðast ótal sinnum á þessu svæði, segir þá fimmmenninga hafa verið að leita kinda, þrír þeirra hafi verið á öflugum sleðum en svo hafi tveir minni sleðar verið með í för. Annan þeirra hafi þeir skilið eftir þegar þeir fóru ofan í Héðinsfjörð og hann tekið þann vélsleðamann á sinn sleða. Þegar halda átti heim hafi hann farið með þann mann upp og beðið hann að bíða uns þeir kæmust allir upp. Engin vandræði hafi verið að koma stærri sleðunum upp en brös- uglega hafi gengið með minni sleð- ann, hann síðan lent fram af hengju og ökumaður hans meiðst. Stefán segir að vélsleðamaðurinn sem upp var kominn hafi síðan gerst óþolin- móður og haldið út í sortann og lent ofan í Hólsdal. Þess vegna hafi hann síðan haft samband við lögregluna. Vélsleðamenn sótt- ir í Héðinsfjörð RÚMLEGA 41% allra einstaklinga sem töldu fram til skatts á árinu 2003 voru ekki í sambúð og ekki með börn á framfæri sínu. Í vefriti fjármálaráðuneytisins er fjallað um fjölskyldumynstur framtelj- enda hér á landi og þar kemur fram að árið 2003 voru þessir framteljendur, sem voru hvorki í sambúð né með börn á framfæri sínu, alls tæplega 96.000 en fram- teljendur alls á landinu voru þá 230 þúsund. Stór hluti þessa hóps er ungt fólk en 55.000 af þessum hópi voru 25 ára og eldri. Hjón eða sam- sköttuð pör sem ekki eru með börn á framfæri (yngri en 16 ára) voru tæplega 30.000. „Pör með eitt barn voru samtals rúmlega 12.000 en pör með tvö börn voru litlu færri. Næsti hópur þarna á eftir eru einstæðir foreldrar með eitt barn en í honum voru 6.700 full- orðnir. Einstæðir foreldrar með tvö börn voru rúmlega 5.100 en næsti hópur þar á eftir eru pör með þrjú börn, tæplega 4.600. Einstæðir foreldrar með 3 börn voru rúmlega 2.300. Pör með 4 börn og fleiri voru tæplega 800 en einstæðir foreldrar með svo mörg börn litlu færri,“ segir í vefriti fjármálaráðuneytisins. 41% framtelj- enda einhleypir og barnlausir ÓVENJU mikill snjór hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í vetur og þótt hann kunni að fara fyrir brjóstið á öku- mönnum léttir hann þó skammdegið og býður upp á skemmtilega möguleika til útiveru. Nýttu fjölmargar fjölskyldur sér skíðabrekkuna í Breiðholti í gær og renndu sér á skíðum, brettum og þeir minnstu í þotum. Morgunblaðið/Golli Á skíðum, brettum og þotum STEFÁN Jón Hafstein, formaður framkvæmdastjórnar Samfylking- arinnar, varpaði fram þeirri hug- mynd í þættinum Silfri Egils í gær, að Reykjavíkurlistinn léti fara fram leiðtogaprófkjör fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. „Hugmyndin er sú að það sé ljóst fyrir næstu borgarstjórnarkosn- ingar hver sé borgarstjóraefni Reykjavíkurlistans og að það borgarstjóraefni hafi umboð úr einhvers konar leiðtogaprófkjöri,“ útskýrir Stefán Jón í samtali við Morgunblaðið. Stefán Jón segir að Reykjavík- urlistinn hafi sterka málefnalega stöðu og að hann sé að vinna að mörgum góðum málum. Stefán Jón kveðst þó ekki vera ánægður með „hremmingar“ Reykjavík- urlistans, eins og hann orðar það, og segist vísa til þess að R-listinn hafi tvisvar þurft að skipta um borgarstjóra. Í því ljósi sé eðlilegt að þeir sem verði í forystu fyrir Reykjavíkurlistann í næstu kosn- ingum hafi til þess skýrt umboð. Stefán Jón bendir á að hug- myndir um leiðtogaprófkjör innan Reykjavíkurlistans séu ekki nýjar af nálinni. Slíkar hugmyndir hafi t.d. verið ræddar sl. haust. „Þess- ar hugmyndir voru komnar upp þegar Þórólfur [Árnason] varð borgarstjóri og Ingibjörg Sólrún [Gísladóttir] ræddi það að henni litist vel á leiðtogaprófkjör. Ég er að taka þessar hugmyndir upp.“ Inntur eftir því hvernig slíkt leiðtogaprófkjör ætti að fara fram, segir hann ýmsar leiðir koma til greina, en telur ekki ástæðu til að fara út í þær að svo komnu máli. R-listinn láti fara fram leið- togaprófkjör EFTIR að loðnukvótinn hefur verið aukinn verulega leita útgerðir og loðnuverksmiðjur leiða til að ná sem mestu af því sem í þeirra hlut kemur. Meðal þeirra ráða sem grip- ið er til er að senda verkefnalaus skip á miðin og munu þau dæla loðnunni úr veiðarfærum loðnu- skipanna og flytja í land. Örn KE hélt frá Neskaupstað áleiðis á miðin á vegum Síld- arvinnslunnar og mun skipið flytja loðnuna til verksmiðja fyrirtæk- isins sem fjær eru veiðislóðinni. Þar með slær fyrirtækið tvær flugur í einu höggi, fær betri nýtingu á eig- in verksmiðjum og trúlega meiri afla. Verkefnalaus skip flytja aflann að landi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.