Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða nú aukaflug til Kanarí í febrúar og mars, enda allar ferðir þangað á þessum tíma uppseldar. Beint flug. Þú bókar ferðina og tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Frábær þjónusta farastjóra okkar á Kanarí allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Kanarí 8. febrúar, 22. febrúar og 15. mars frá kr. 44.010 Verð kr. 49.990 M.v. 2, stökktu tilboð. Flug, gisting, skattar. Netbókun. 8. febrúar, 7 nætur. Verð kr. 44.010 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, stökktu tilboð, Flug, gisting, skattar. Netbókun. 8. febrúar, 7 nætur. AUKAFLUG 18. janúar - uppselt 25. janúar - uppselt 1. febrúar - uppselt 8. febrúar - aukaflug 15. febrúar - uppselt 22. febrúar - aukaflug 15. mars - aukaflug Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is ÞRÍR íslenskir sérfræðingar á veg- um kennslanefndar Ríkislögreglu- stjóra eru farnir til Taílands til þess að aðstoða þarlend yfirvöld við að bera kennsl á líkamsleifar fólks eftir hamfarirnar þar vegna flóðbylgjunn- ar sem reið yfir um jólin. Gert er ráð fyrir að þeir verði þar að störfum í hálfan mánuð. Guðmundur Guðjónsson, yfirlög- regluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, sem hefur með málefni kennsla- nefndarinnar að gera, sagði að beiðni hefði komið frá Norðmönnum um að Íslendingar veittu aðstoð í þessum efnum. Norðurlöndin hafi árum sam- an átt samstarf um þessi málefni og nefndirnar í hverju landi fyrir sig miðlað upplýsingum og þekkingu. ?Í rauninni er mjög náið samstarf á milli nefndanna og þannig kemur til að frá norsku nefndinni kemur beiðni til okkar um aðstoð,? sagði Guðmundur, en norska nefndin hef- ur verið að störfum í Taílandi. Guðmundur sagði að málið hefði verið borið undir dómsmálaráðherra sem strax hefði samþykkt að senda fulltrúa héðan. Bjarni J. Bogason að- stoðaryfirlögregluþjónn og tann- læknarnir Svend Richter og Sigríður Rósa Víðisdóttir, sem öll væru í kennslanefndinni, hefðu síðan haldið af landi brott í gærmorgun. Íslendingar hafa áður aðstoðað í efnum sem þessum, en árið 1999 var íslenska kennslanefndin kölluð til starfa í Kosovo af alþjóðlega stríðs- glæpadómstólnum í löndum fyrrver- andi Júgóslavíu. Í kennslanefndinni eru tveir lögreglumenn, af almennu sviði og tæknisviði, réttarlæknir og tannlæknir. Aðstoða við að bera kennsl á líkamsleifar Morgunblaðið/Júlíus Tannlæknarnir Sigríður Rósa Víðisdóttir og Svend Richter eru farin til Taílands ásamt Bjarna J. Bogason aðstoðaryfirlögregluþjóni. STÚLKA var mjög hætt komin þegar kviknaði í íbúð hennar við Hafnarstræti á Akureyri sl. föstu- dagskvöld en bjargaðist fyrir snarræði nágranna. Hún var flutt á sjúkrahús með snert af reykeitr- un. Hinrik Ingi Guðbjargarson, sem býr í sama húsi, fór inn í íbúð hennar og náði henni út en þá log- aði þar eldur og var íbúðin full af reyk. Hinrik segir að krakkar sem þarna voru staddir hefðu verið búnir að berja á glugga og hringja en enginn hefði svarað. Hann hefði samt sem áður ákveðið að ganga úr skugga um að íbúðin væri mannlaus. ?Ég fann stelpuna þar sem hún lá á gólfinu. Hún var orðin svört í framan og með tauma fyrir neðan nefið. Ég reif í hana og vakti hana og hálfdró hana út.? Hinrik segir íbúðina hafa verið orðna fulla af reyk auk þess sem eldur hafi logað í borði og ör- bylgjuofni í eldhúsinu. Bjargaði stúlku úr brennandi íbúð GUÐNI Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í Sunnudagsþættinum á Skjá einum í gær að Halldór Ásgrímsson og Dav- íð Oddsson hefðu tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak og að hún hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn, utanríkismálanefnd eða þinginu fyrr en eftir á. Þetta stangast á við full- yrðingar Halldórs Ásgrímssonar í fjölmiðlum, m.a. í ríkissjónvarpinu, að málið hefði verið rætt bæði í rík- isstjórn og utanríkismálanefnd. ?Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson, þeir tóku þessa ákvörðun um að vera á þessum lista. [?] Þeir tóku, það er alveg viðurkennt, þeir tóku þessa ákvörðun. Auðvitað hef- ur hún síðan oft verið rædd í rík- isstjórn, utanríkismálanefnd og þinginu,? sagði Guðni. Þegar hann var spurður hvort ákvörðunin hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn, þinginu eða utanrík- ismálanefnd svaraði hann: ?Auðvit- að var oft búið að ræða um Íraks- málið en þessa ákvörðun tóku þeir og af hverju þeir gerðu það með þessum hætti kann ég ekki að segja frá. Þeir verða auðvitað að verja sig í því.? Spurður hvort hann væri sáttur við ákvörðunina svaraði Guðni því til að hún hefði orkað tvímælis. Stuðningurinn við innrásina í Írak ræddur eftir á HÓPUR vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar hefur uppgötvað ákveðna breytingu í erfðamengi mannsins, svo- nefnda umhverfu, sem orðið hefur fyrir 3 milljónum ára á litningi 17. Rannsóknir á eiginleikum hennar hér á landi hafa leitt í ljós að þeir ein- staklingar sem bera þessa um- hverfu í erfðamenginu eignast að meðaltali fleiri börn en aðrir. Sýna í fyrsta sinn að breyting á DNA hefur áhrif á frjósemi Er þetta í fyrsta skipti sem sýnt er fram á með vísindalegum hætti að ákveðin breyting á DNA bösum í erfðamengi mannsins hefur áhrif á frjósemi, samkvæmt upplýsingum Kára Stefánssonar, forstjóra ÍE. Erfðaupplýsingar mannsins og allra annarra lífvera eru skrifaðar með fjórum DNA bösum, G A T C, sem oft er líkt við nokkurs konar staf- róf erfðanna. Talað er um umhverfu þegar tiltekin röð slíkra basa hefur snúist við. Umhverfan sem vísinda- menn ÍE uppgötvuðu er talin vera þriggja milljóna ára gömul. Er hér um að ræða elsta þekkta erfðabreytileikann í erfðamengi mannsins að undanskildu svokölluðu HLA svæði sem gegnir hlutverki í ónæmiskerfi mannsins og hefur nokkra sérstöðu í erfðamenginu. Röð DNA-basanna hefur snúist við Umhverfan er á litningi 17 og er næststærsta slíka umhverfan sem þekkt er í erfðamengi mannsins og er um 900.000 basar að lengd. Í erfða- mengi mannsins eru því til tvær gerðir af þessum litningsbút sem snúa sitt í hvora áttina. Vísindamennirnir birta niðurstöð- urnar í grein í febrúarhefti erfða- fræðitímaritsins, Nature genetics, og var hún birt á vefsíðu tímaritsins í gær. Niðurstöðurnar hafa þegar vakið athygli og var m.a. fjallað um þær í ít- arlegri grein á vefsíðu New York Times í gærkvöldi. Finnst í 20% Evrópubúa Í grein vísindamannanna er sagt frá því að umhverfan finnist í um 20% af litningum Evrópumanna, 6% af litningum Afríkumanna og í 1% af litningum Asíumanna. Eru einkenni umhverfunnar í þjóðum Evrópu og Vestur-Asíu talin benda til þess að tíðni hennar hafi aukist á undanförn- um árþúsundum vegna náttúruvals. Vísindamenn ÍE hagnýttu sér ætt- fræðigrunn ÍE, Íslendingabók, við rannsóknir á umhverfunni í nokkrum tugum þúsunda Íslendinga. ?Þá kom í ljós að íslenskar konur sem eru með þessa umhverfu eiga 3,2% fleiri börn heldur en þær konur sem ekki eru með umhverfuna. 3,2% í hverrri kyn- slóð er mjög mikill munur á þeim tímaskala sem þróun á sér stað á,? segir Kári. Ráðgáta Nánari greining á tíðni breytileika innan umhverfunnar í Evrópumönn- um sýndi einnig að líklegasta skýr- ingin á hárri tíðni hennar og litlum breytileika sé að hún sé undir nátt- úrulegu vali. ?Erfitt er að greina hvað það er sem veldur því að þeir sem bera um- hverfuna eignist að meðaltali fleiri af- kvæmi en þeir sem ekki bera hana, en vísindamennirnir sýna fram á að hluta skýringarinnar er að leita í tíðni endurraðana í erfðamengi mannsins sem eru tíðari í þeim sem bera um- hverfuna,? segir í fréttatilkynningu frá ÍE í gær þar sem greint er frá nið- urstöðunum. Aldur umhverfunnar er vísinda- mönnunum einnig ákveðin ráðgáta því almennt megi gera ráð fyrir að tíðni slíks erfðabreytileika sveiflist fyrir tilviljun og að á þremur millj- ónum ára hefði umhverfan einhvern tíma annaðhvort átt að deyja út eða ná 100% tíðni. Höfundar greinarinn- ar benda á tvær mögulegar skýring- ar á háum aldri breytileikans. Önnur er að breytileikanum hafi verið við- haldið vegna svokallaðs jafnvægis- vals, sem þýðir að einstaklingar með báðar gerðirnar hefðu verið hæfari en einstaklingar með einungis aðra gerðina. Dæmi um slíkt val er þekkt á malaríusvæðum á erfðabreytileika sem veldur sigðkornablóðleysi. Annar möguleiki er sagður sá að gerðirnar tvær hafi þróast sjálfstætt í tveimur aðskildum tegundum for- vera mannsins en komið aftur saman í erfðamengi mannsins, löngu síðar, með æxlun þessara tegunda. Veitir innsýn í þróunarsögu mannsins Kári segir þessar rannsóknarnið- urstöður veita mjög spennandi inn- sýn í þróunarsögu mannsins og hvernig lesa megi svolítið af þeirri sögu úr erfðamengi mannsins. ?Ekki bara söguna af því hvernig maðurinn flutti úr einum stað til annars, eins og við höfum verið að gera í rannsókn- um á uppruna Íslendinga, heldur af því hvernig maðurinn hefur orðið til,? segir hann. Það eru ekki eingöngu niðurstöður þessara rannsókna sem eru þýðing- armiklar fyrir mannerfðafræðina heldur hafa einnig verið þróaðar að- ferðir sem munu skipta miklu máli við frekari rannsóknir ÍE, sem gætu veitt mikilvæg svör við rannsóknir á tilteknum sjúkdómum, skv. upplýs- ingum Kára. Hann leggur þó áherslu á að það tæki sem skiptir langmestu máli við þessa rannsóknarvinnu sé ættfræðin. ?Ættfræðin er okkar mikilvægasta tæki. Það er ættfræðin sem gerir að verkum að við getum fundið þessi tengsl á milli umhverfunnar og fjölda afkvæma,? segir Kári Stefánsson. Vísindamenn ÍE lýsa nýrri uppgötvun við erfðarannsóknir í Nature genetics Breytileiki í erfða- menginu eykur frjósemi Kári Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.