Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 6

Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 6
6 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 27 01 3 0 1/ 20 05 Netsmellur Alltaf ód‡rast á netinu FJÖLMENNI, eða hátt í 900 manns, kom saman þegar teknar voru í notk- un við hátíðleg athöfn sl. laugardag nýjar höfuðstöðvar Samskipa við Kjalarvog. Höfuðstöðvarnar voru opnaðar með táknrænum hætti þegar Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra klingdi skipsklukku til marks um að starfsemin væri formlega hafin í hinni 28 þúsund fermetra nýbygg- ingu félagsins. Þar er nú undir einu þaki öll starf- semi Samskipa á höfuðborgarsvæð- inu, þar á meðal Landflutningar og dótturfélagið Jónar Transport. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, sagði langþráðan draum hafa ræst. „Flutningarnir hafa þjapp- að okkur saman og ég er sannfærður um að við munum geta þjónustað við- skiptavini okkar enn betur en verið hefur því öll okkar þjónusta, sem áð- ur var starfrækt á fimm stöðum, hef- ur verið samþættuð hér í nýja húsinu með tilheyrandi hagræðingu fyrir bæði viðskiptavini og starfsmenn.“ Bygging hússins hefur gengið hratt fyrir sig en um 16 mánuðir eru frá því á þriðja hundrað starfsmenn tóku fyrstu skóflustunguna í ágúst 2003, en fyrsti hluti byggingarinnar var tilbúinn í október sl. Þá þegar var hafist handa við að flytja Vörumið- stöð Samskipa í húsið og var fyrsta vörusendingin úr nýja húsinu af- greidd formlega tveimur vikum síðar. Um 400 starfsmenn með aðstöðu í nýja húsinu Byggingarkostnaður var áætlaður um 2,4 milljarðar króna með við- bótum og var samið við Íslandsbanka um fjármögnun verkefnisins. Hefur kostnaðaráætlun staðist í öllum meg- inatriðum, samkvæmt upplýsingum félagsins. Lætur nærri að um 400 af 950 starfsmönnum Samskipa um heim allan starfi eða hafi aðstöðu í nýja húsinu við Kjalarvog. Heildargólfflötur nýja hússins, sem er stálgrindarbygging á þremur hæðum, er hartnær 28.000 m² en grunnflötur þess er um 17.500 m², og gæti vel rúmað tvo knattspyrnuvelli með tilheyrandi áhorfendastúkum. Húsið er um 240 metra langt og 70 metra breitt og mesta lofthæð er um 17 metrar. Stærstur hluti þess fer undir Vöru- miðstöðina á fyrstu hæð með tilheyr- andi aðstöðu fyrir tollgæslu, ásamt móttöku. Tveir íþróttasalir og búnings- aðstaða fyrir 200 manns Mikið er lagt upp úr aðstöðu fyrir starfsmenn, t.d. er þar að finna full- komna bað- og búningsaðstöðu fyrir ríflega 200 manns, tveir íþróttasalir og sérstök leikherbergi, ætluð börn- um starfsmanna sem þeir geta þurft að taka með sér tímabundið í vinn- una. Ístak annaðist allar framkvæmdir og sá um mestalla hönnun hússins, sem fram fór nánast um leið og það var reist því upphaflega var t.d. ekki gert ráð fyrir því að höfuðstöðvar fé- lagsins yrðu þar til húsa. Fjöldi listamanna kom fram á opn- unarhátíðinni á laugardaginn, m.a. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Diddú, Raggi Bjarna og hljómsveitirnar Brimkló og Sálin hans Jóns míns. Forsætisráðherra opnaði nýjar höfuðstöðvar Samskipa Morgunblaðið/Golli Fjöldi gesta tók þátt í vígsluhátíðinni á laugardagskvöld sem lauk með dansleik. Húsið gæti rúmað tvo knattspyrnuvelli Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra hringdi skipsbjöllu og var starfsemin þar með formlega hafin í nýja húsinu. NOKKUR áhugi virðist vera á því að rækta risarækjur hér á landi, en Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur undanfarið staðið að til- raunaverkefni til að sýna fram á möguleika til slíks eldis hér á landi. Bæði sveitarstjórnarmenn og einstaklingar sem hafa aðgang að heitu vatni og orku á ýmsum stöð- um á landinu hafa sýnt eldi á risa- rækjum áhuga, segir Bergþór Þor- móðsson, deildarstjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs OR. Sem dæmi nefnir hann forsvarsmenn Þör- ungaverksmiðjunnar á Reykhólum, sem geti hugsanlega nýtt affallið af heitu vatni frá verksmiðjunni til að rækta risarækju. Einnig hafi sveitarstjórnarmenn í Öxarfirði og landeigendur í Reykjahlíð sýnt verkefninu áhuga. „Nú eru menn að fara yfir þær aðstæður sem þeir búa að, það hef- ur áhrif hver kostnaðurinn er við öflun orkunnar, rækjurnar þurfa að vera í 28 gráða heitu vatni. Einnig er verið að leita leiða til að fjármagna stofnkostnaðinn, sem óneitanlega er nokkur, aðallega við jarðtjarnir og nauðsynlegan tæknibúnað.“ Ákveði einhverjir þeirra sem sýnt hafa risarækjueldinu áhuga að leggja í verkið segir Bergþór að hæglega væri hægt að koma upp aðstöðu á vormánuðum og hefja eldi í sumar, ef allt gengur að ósk- um. Samstarf við Nýsjálendinga OR fór út í þetta tilraunaverkefni í samstarfi við nýsjálenskt fyrirtæki, og var markmiðið að sýna fram á að hægt væri að nota afgangs hita- veituvatn til þess að rækta risa- rækju hér á landi. Vegna breyt- inga á lögum var ákveðið að rækta upp klakstofn fyrir þær rækjur sem tilraunin var framkvæmd með, en upphaflega var hug- myndin að flytja inn talsverðan fjölda af rækjum og gera tilraun- ina án þess að koma upp klakstöð hér á landi. Sett var upp aðstaða á Bakka í Morgunblaðið/Jim Smart Vel hefur gengið að rækta risarækjur með afgangs hitaveituvatni. Áhugi á risarækjueldi víða um land Afgangs hita- veituvatn notað til eldisins „SÖFNUNIN fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Elín Þor- steinsdóttir, verkefnisstjóri lands- söfnunarinnar Neyðarhjálp úr norðri, en þegar söfnuninni lauk á laugardagskvöld, höfðu um 110 millj- ónir safnast á þeim fimm dögum, sem hún stóð yfir. Þar af söfnuðust um 49 milljónir í gegnum þrjú söfn- unarnúmer, sem voru opin alla dag- ana, þar sem ýmist var hægt að gefa eitt þúsund krónur, þrjú þúsund eða fimm þúsund krónur. Um 22.500 manns hringdu í þessi númer, að sögn Elínar. Markmið söfnunarinnar var að safna fé til að aðstoða þá sem lifðu af náttúruhamfarirnar í Asíu. Söfnun- arfénu á að verja til neyðaraðstoðar nú sem og uppbyggingar á næstu ár- um á vegum fimm mannúðar- samtaka: Barnaheilla – Save the Children, Hjálparstarfs kirkjunnar, Rauða kross Íslands, SOS barna- þorpa og UNICEF – Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu samtakanna segir að þau muni í sam- vinnu við sín alheimssamtök byrja að ráðstafa söfnunarfénu strax í þessari viku. „Þetta fé sem hefur safnast kemur fjölda fólks sem nú er í nauðum staddur að miklum notum,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Rauða krossins. Fjörutíu pró- sent af söfnunarfénu fer til Rauða krossins en 15% skiptast á milli hinna samtakanna fjögurra. Hún segir að fénu verði m.a. varið til að hjúkra sjúkum og dreifa hjálpar- gögnum, s.s. matvælum og fjöl- skyldupökkum en í þeim síðarnefndu eru t.d. eldhúsáhöld og ýmsar hrein- lætisvörur. Hún segir að fénu verði einnig varið til langtímauppbyggingar á hamfarasvæðunum, en verið er að meta hvernig sú uppbygging eigi að fara fram í samráði við heimamenn. Til dæmis hafi verið rætt um að láta fólk fá peninga, þannig að það geti sjálft keypt þær nauðsynjar sem það þurfi til að koma undir sig fótunum að nýju. 400 til 500 sjálfboðaliðar lögðu söfnuninni lið Landssöfnunin náði hámarki á laugardagskvöld, eins og áður sagði, með beinni útsendingu Sjónvarps- ins, Stöðvar 2 og Skjás eins. Þann dag var opnað fyrir beinan söfnunar- Um 110 milljónir söfnuðust í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri Mörg dæmi um að börn hafi gefið spariféð sitt HALLDÓR Ásgrímsson forsætisráðherra segir landssöfnunina Neyðar- hjálp úr norðri til mikillar fyrirmyndar. „Þar kemur mjög skýrt fram að Ís- lendingar sýna mikinn samhug með því fólki sem er hrjáð af völdum þess- ara náttúruhamfara,“ segir hann og minnir á að Íslendingar séu sjálfir háðir náttúrunni. „Mér finnst mjög mikilvægt að þetta hafi verið gert með svona myndarlegum hætti þó að þessar þjóðir séu langt frá okkur.“ Landssöfnunin Neyðarhjálp úr norðri, vegna hamfaranna í Asíu, stóð yf- ir í fimm daga. Söfnuðust alls um 110 milljónir. Fjármununum á að verja til neyðaraðstoðar og til uppbyggingar á hamfarasvæðunum. Íslendingar sýna mikinn samhug

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.