Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Læknablaðið er 90ára um þessarmundir en blaðið hóf göngu sína fyrir at- beina félaga í Læknafélagi Reykjavíkur. Fyrstu rit- stjórn skipuðu Guðmund- ur Hannesson, sem áður hafði gefið út læknablað í eigin nafni, Matthías Ein- arsson og Maggi Júl. Magnús. Útgefendur blaðsins í dag eru Lækna- félag Reykjavíkur og Læknafélag Íslands. Læknablaðið er sér- fræðirit um læknisfræði, blað lækna, eins og Vil- hjálmur Rafnsson, ábyrgðarmaður Læknablaðsins, segir í ritstjórnargrein fyrsta tölublaðs ársins. Blaðið hefur jafnan flutt greinar um athuganir, rannsóknir og viðfangsefni lækn- isfræðinnar sem byggst hafa á vinnu lækna. Hefur slík vinna iðu- lega tengst áföngum í námi þeirra sem iðkað er jafnhliða starfinu. Má segja að slík samtvinnun náms og starfs standi alla starfsævi lækna enda brýnt að þeir sinni vel viðhalds- og endurmenntun. Blað- ið fylgir stöðluðum reglum er varða framsetningu fræðigreina og segir Vilhjálmur hvergi slakað á kröfum um gæðamat á efni greina. „Þær eru órjúfanlegur hluti þess trúverðugleika sem læknisfræðin og Læknablaðið njóta.“ Dreifingin sífellt að verða víðtækari Vilhjálmur vekur og athygli á því að þótt blaðið flytji sértækt efni hafi dreifing þess orðið mun víðtækari síðustu árin en aðeins til lækna. „Nú er blaðinu meðal ann- ars dreift til Alþingis og fjölmiðla þar sem efni þess hefur oft vakið umræðu,“ segir hann. Má það til sanns vegar færa og hefur það bæði átt við læknisfræðileg efni, meðferð og nýjungar sem þykja áhugaverð almenningi og ýmsa umræðu um félagsleg, siðferðileg eða jafnvel heilbrigðispólitísk efni sem læknar hafa vakið máls á í blaði sínu. Segir Vilhjálmur meðal annars svo í ritstjórnargreininni: „Enn skal á það minnt að þessar vönduðu læknisfræðilegu greinar eru ekki einungis skrifaðar af læknum til lækna heldur höfða þær ekki síður til almennings og stjórnvalda. Lýðheilsumál eru oft á tíðum flókin og hápólitísk og kalla því á nákvæma og vandaða umfjöllun og framsetningu ...“ Í gegnum árin hefur það verið aðal Læknablaðsins að efnið er skrifað á læsilegu máli. Hefur rit- stjórn lagt sig fram um að hvetja lækna til að leggja rækt við mál- farið. Má segja að orðasmíð og starf að íðorðasafni í læknisfræði sé runnið undan rifjum ritstjórnar blaðsins og hafa læknafélögin stutt dyggilega þá stefnu. Þetta á eflaust þátt í því að efnið höfðar til almennings, að hvaða leikmaður sem er getur tileinkað sér kjarna þess sem þar er matreitt. Þrekvirki fyrir fámennan hóp Óskar Einarsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, vekur athygli á því í ritstjórnargrein að saga blaðsins sé á margan hátt einstæð og „án þeirrar bjartsýni sem einkenndi lækna í upphafi síðustu aldar væru aðstæður okk- ar hér á landi án efa aðrar og lak- ari. Það verður að teljast þrek- virki fyrir fámennan hóp að halda úti slíku blaði í níutíu ár“. Formaður Læknafélags Ís- lands, Sigurbjörn Sveinsson, minnir í ritstjórnargrein sinni á að það sé skylda íslenskra lækna að varðveita hina íslensku lækna- reynslu. „Það er ekki þýðingar- laust rómantískt markmið heldur mikilsvert til að íslensk læknis- fræði þjóni Íslendingum í jarðvegi íslenskrar menningar. Til þess munu komandi kynslóðir velja sér þær leiðir sem duga og ekki okkar að segja þeim fyrir. Útgáfa Læknablaðsins á okkar tímum er sú leið sem við völdum.“ Eins og fyrr segir hefur aðal- efni Læknablaðsins í gegnum árin verið fræðigreinar um verkefni og rannsóknir íslenskra lækna. Í seinni tíð hefur félagsleg umræða og fréttir af starfi læknasamtak- anna fengið meira rými og fastir liðir hafa verið fréttir um orða- smíð, þing og ráðstefnur og að- sent efni og nýjasti fasti liðurinn er broshornið þar sem safnað er saman gríni sem tengist læknum. Yfirlit um fræði- greinar í 90 ár Ritstjórn Læknablaðsins valdi að minnast afmælisins með því gefa yfirlit um efni blaðsins gegn- um árin. Farin var sú leið að end- urbirta eina grein frá hverjum áratug úr útgáfusögu blaðsins. Voru fyrrverandi ritstjórnarmenn fengnir til að velja grein frá tíma- bili sínu og fylgja eftir með grein um valið eða umfjöllun um efnið í ljósi nútímaþekkingar í læknis- fræðinni. Vilhjálmur Rafnsson segir að Læknablaðið sé afar háð þeim sem skrifa í blaðið og taka að sér viðlíka verkefni og allt sé það gert án þess að það gefi peninga í aðra hönd. „Læknablaðið væri ekki til án þeirra sem í það hafa skrifað frá upphafi og til þessa dags og helst það í hendur við að blaðið hefur haft trygga lesendur.“ Fréttaskýring | Læknablaðinu haldið úti í 90 ár Fyrir fleiri en sérfræðinga Formaður LÍ segir útgáfuna ekki þýð- ingarlaust rómantískt markmið Stofnun Læknablaðsins samþykkt í könnun  Tilurð Læknablaðsins var samþykkt í könnun meðal fé- lagsmanna Læknafélags Reykja- víkur árið 1914. Bárust stjórn fé- lagsins bréf frá 24 félags- mönnum sem allir voru þessu fylgjandi og á félagsfundi 20. janúar 1915 var samþykkt stofn- un Læknablaðs. Blaðið hefur komið út allar götur síðan, í dag 12 tölublöð á ári hverju og oft- lega fylgirit með sérefni frá læknaþingum eða ráðstefnum. joto@mbl.is Þið verðið að fylgja honum eftir hvert fótmál, við megum ekki missa hann meðan verkefnið er ekki í höfn. HJÁLMAR W. Hannesson sendi- herra heldur erindi á fræðslufundi Félags Sameinuðu þjóðanna, þriðju- daginn, 18. janúar kl. 17, í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna í Skaftahlíð 24. Hjálmar mun á fundinum ræða um störf fastanefndar Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum en eitt viða- mesta verkefni hennar er framboð Íslendinga til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna árin 2009– 2010. Hjálmar mun ræða um fram- boðið og stöðu mála í kosningabar- áttunni. Austurríki og Tyrkland sækjast einnig eftir sæti en aðeins tvö af ríkjunum þremur komast að skv. núverandi kosningakerfi. Hjálmar W. Hannesson er fasta- fulltrúi Íslendinga í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Hann hefur gegnt embættinu í um eitt og hálft ár en var áður sendi- herra í Kanada, Þýskalandi og Kína, auk þess sem hann hefur gegnt stöðu skrifstofustjóra Al- þjóðaskrifstofu í utanríkisráðuneyt- inu. Ræðir fram- boð Íslands í öryggisráðið ALÞJÓÐADAGURINN verður haldinn í Öskju í Háskóla Íslands þriðjudaginn 18. janúar kl. 14–18. Tilgangurinn er að kynna nám er- lendis og möguleika háskólastúdenta á því að taka hluta af námi sínu sem skiptinemar við erlenda háskóla. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins, erlend sendiráð á Íslandi, SÍNE, LÍN, Fulbright-stofnunin, Leon- ardó-starfsþjálfun (BÍSN), Stúd- entaráð HÍ og AIESEC verða með kynningarborð og svara fyrirspurn- um um nám erlendis, styrki, náms- lán, störf og fleira kl. 14–16. Nemendur við HÍ, LHÍ, KHÍ og HR sem hafa verið skiptistúdentar í Danmörku, Finnlandi, Austurríki, Kanada, Belgíu, Bandaríkjunum, Ítalíu og Frakklandi segja frá veru sinni erlendis kl. 16–18. Nám erlendis kynnt á al- þjóðadegi í HÍ ♦♦♦ BÖRN og ungmenni og eflaust fullorðnir líka léku sér í snjónum í góðu vetrarveðri í Reykjavík í gær og létu ekki á sig fá þótt stöku bylur gengi yfir. Ísabella María renndi sér á snjóþotu á Klambratúni sem nú heitir Miklatún. Morgunblaðið/ÞÖK Gaman á snjóþotu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.