Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 9

Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 9 FRÉTTIR Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Úlpur á útsölunni RAFSÓL Skipholti 33 • 105 Reykjavík Sími: 553 5600 ENDURNÝJUN OG VIÐHALD E i n n t v e i r o g þ r í r 2 6 6 .0 0 2 lögg i l tu r ra fverk tak i gjafavöruverslun, Frakkastíg 12, sími 511 2760 Útsalan er hafin Stórútsala Nýtt kortatímabil ÚTSALA Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kóp., sími 554 4433 Dæmi um verð: Áður Núna Riffluð peysa 6.500 1.400 + ein frí Rennd peysa 5.900 1.900 + ein frí Rúllukragapeysa 6.200 1.900 + ein frí Vafin peysa 4.800 1.900 + ein frí Peysa m. v-hálsmáli 4.700 1.400 + ein frí Satíntoppur 5.300 1.900 + ein frí Bolur m. perlum 6.600 1.900 + ein frí Bolur m. áprentun 3.700 900 + ein frí Skyrta 4.000 1.500 + ein frí Túnikublússa 4.700 900 + ein frí Hettupeysa 4.900 1.900 + ein frí Sítt pils 6.300 900 + ein frí Flauelsjakki 6.400 1.900 + ein frí Dömujakki 5.600 900 + ein frí Leðurbuxur 11.200 2.900 + ein frí Kvartbuxur 4.900 1.900 + ein frí Dömubuxur 5.800 900 + ein frí Og margt margt fleira TVEIR FYRIR EINN 60—80% afsláttur Ótrúlega lágt verð Síðumúla 13 sími 568 2870 108 Reykjavík Opið frá 10-18 SÆDÍS Sævarsdóttir, læknir og doktorsnemi við læknadeild Há- skóla Íslands, hlaut nýverið verð- laun menntamálaráðherra fyrir framúrskarandi framlag ungs vís- indamanns á ráðstefnu um rann- sóknir í líf- og heilbrigðisvísindum við HÍ. Verkefnið sem Sædís var verðlaunuð fyrir heitir „Getur mannan bindilektín (MBL) gagnast við áhættumat á kransæðastíflu?“ Benda niðurstöðurnar til að hátt MBL dragi úr áhættu á kransæða- stíflu og þá einkum meðal einstaklinga með sykursýki. Sædís vann verkefnið á Rannsóknastofu í ónæmisfræði í sam- starfi við Hjartavernd og byggðist rannsóknin á efniviði sem safnað hefur verið frá árinu 1967. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar í hinu virta vísindariti The Journal of Experi- mental Medicine. Sædís lauk námi í læknisfræði við HÍ árið 2001 og er þetta hluti af doktorsverkefni henn- ar í ónæmisfræði undir handleiðslu Helga Valdimarssonar prófessors. „Doktorsverkefni mitt beinist að því að kanna hvort próteinið mannan bindilektín eða MBL, geti verndað okkur gegn ýmsum langvinnum bólgusjúkdómum eins og gigtsjúk- dómum á borð við liðagigt (iktsýki) og rauða úlfa, auk kransæðastíflu, en bólga getur átt þátt í meinferlum kransæðasjúkdóms,“ segir Sædís Sævarsdóttir. Hreinsar agnir úr blóðrásinni En hvað er MBL? „MBL- próteinið er hluti af svonefndum ósértækum ónæmisvörnum, en það bindur og getur þar með hjálpað til við að hreinsa úr blóðrásinni ýmsar agnir og efnasambönd, s.s. sýkla og deyjandi frumur, sem geta valdið bólgum ef þær safnast upp í lík- amanum. Þessar agnir eru teknar upp af átfrumum í lifur og milta. Þannig er vitað að MBL bindur ýmsar agnir sem hafa verið tengdar við ofangreinda bólgusjúkdóma, og auk þess erum við nú að kanna bindingu MBL við önnur efnasam- bönd sem þátt eiga í meinferlum þeirra.“ Að sögn Sædísar er MBL- styrkur erfðafræðilega ákvarðaður og mjög breytilegur milli einstak- linga. Sædís segir að eftir því sem margvíslegir bólgusjúkdómar séu kannaðir nánar, og ítarlegri upplýs- ingar um meinferli þeirra liggi fyrir, komi í ljós að þeir virðast eiga sér marga sameiginlega orsakaþætti, þar sem fjölgena erfðir og um- hverfi spila saman. Hún hefur verið að athuga tengsl milli MBL-magns eða erfðabreytileika og áhættu á þessum sjúkdómum. Í rannsóknum sín- um á hvort MBL gæti gagnast við áhættu- mat fyrir kransæða- stíflu athugaði Sædís í samstarfi við Hjarta- vernd fyrst um þúsund manna hóp um sjötugt, þar sem hátt prótein- magn tengdist lægri tíðni krans- æðastíflu. Til að staðfesta þessi tengsl og athuga hvort MBL gæti spáð fyrir um áhættu á kransæða- stíflu var hópur 1.300 einstaklinga valinn úr Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar. Þetta er 20 þúsund manna þýði sem Hjartavernd hefur fylgt eftir allt frá árinu 1967. „Þessi fjölmenna rannsókn gerði okkur kleift að athuga sérstaklega áhættuhópa eins og einstaklinga með sykursýki, hátt kólesteról, reykingasögu, háan blóðþrýsting og hækkað sökk, þ.e. bólguvirkni. Í ljós kom að einstaklingar með syk- ursýki og þeir sem höfðu hátt kól- esteról eða sökk, hafa verulega minni áhættu á kransæðastíflu ef þeir hafa hátt magn af MBL.“ Sæ- dís segir að áhætta sykursjúkra einstaklinga á kransæðastíflu hafi raunar verið svipuð og hjá einstak- lingum sem ekki hafa sykursýki ef MBL-magn þeirra var hátt. MBL- magn einstaklinga var einnig mjög stöðugt til langs tíma litið. Byggt á þessum niðurstöðum gætu einfaldar MBL-mælingar ef til vill gagnast við áhættumat hjá völdum áhættu- hópum. MBL-skortur hefur verið tengd- ur ýmsum sjúkdómum, svo sem sýkingum, einkum hjá einstakling- um með skertar ónæmisvarnir. MBL-skortur er þó algengur og flestir eru heilbrigðir, enda hefur ónæmiskerfið aðra ferla sem geta að hluta gegnt svipuðu hlutverki. Hins vegar kann vöntun á MBL að hafa áhrif þegar aðrar varnir bresta, t.d. við ónæmisbælandi með- ferð, eða þegar röskun verður á ónæmissvörun t.d. við sjálfsofnæm- issjúkdóma eins og iktsýki og rauða úlfa. „Það er auðvitað spennandi að geta bætt einstaklingum upp slíkan skort, þótt ekki sé ennþá ljóst undir hvaða kringumstæðum MBL hefði notagildi sem lyf. Hins vegar höfum við á ónæmisfræðideild þegar fram- kvæmt fyrsta stig lyfjaþróunarferlis á gjöf MBL hér á Íslandi í sam- starfi við Statens Serum Institut í Danmörku, þar sem heilbrigðir ein- staklingar með MBL-skort fengu MBL í æð og gerðu engar auka- verkanir vart við sig.“ Mikið af tækifærum Sædís leggur sem fyrr segir stund á doktorsnám í læknisfræði við HÍ. Uppbygging rannsóknar- náms við læknadeildina hefur verið hröð síðustu árin. Reyndar séu læknar í minnihluta rannsókna- nema en nú virðist vera vaxandi áhugi meðal unglækna og lækna- nema á að stunda rannsóknir hér. „Fyrir mig sem lækni er frábært að fá tækifæri til að vinna að rann- sóknum hér á landi, áður en ég held utan til sérfræðináms, enda mikið af tækifærum og einstökum efni- viði.“ Sædís hefur m.a. notið styrkja frá Rannsóknanámssjóði RANNÍS og Vísindasjóði Landspítala – háskóla- sjúkrahúss. Þá hafa auk leiðbein- anda hennar fjölmargir lagt henni lið með því að safna dýrmætum efniviði og þróa rannsóknaraðferðir, að ógleymdum þátttakendunum. Rannsókn bendir til að ákveðið prótein veiti vörn gegn ýmsum bólgusjúkdómum MBL gott fyrir hjartað                                !   !  #     $ %&     #      '           " '  ( )* " +" "  ' $  " "      ( Sædís Sævarsdóttir Sædís Sævarsdóttir fékk nýlega verðlaun fyrir rannsóknir sínar á svonefndu MBL-próteini sem hún segir að nýtist við mat á kransæðastíflu. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.