Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR VESTURLAND á morgun DAGLEGT LÍF Forvarnir til bjargar Akranes | Sundkonan Kolbrún Ýr Krist- jánsdóttir var kjöin íþróttamaður Akraness 2004 en þetta er fjórða árið í röð sem Kol- brún hlýtur þessa viðurkenningu og í sjötta sinn á hennar ferli sem hún er íþróttamaður Akraness. Árið 2004 var sérstaklega glæsi- legt hjá Kolbrúnu Ýri. Hún setti 7 Íslands- met og vann til 9 Íslandsmeistaratitla. Kolbrún tók þátt í fjölda alþjóðlegra móta, þar sem hún komst í undanúrslit eða úrslit í flestum. Hápunktur tímabilsins hjá henni var síðan Ólympíuleikarnir, en hún var að taka þátt í leikunum í annað sinn. En Kolbrún Ýr náði ekki að komast í milliriðla á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Drífa Harðardóttir var valin badminton- kona ársins en hún varð tvöfaldur Íslands- meistari á sl. ári í tvíliða- og tvenndarleik. Marianne Sigurðardóttir var þrefaldur Ís- landsmeistari í sínum aldursflokki í almenn- um fimleikum og var valinn fimleikamaður ársins, 15 ára gömul. Kylfingur ársins var valin Valdís Þóra Jónsdóttir sem varð Íslandsmeistari í holu- keppni og höggleik í flokki 14?15 ára auk þess sem hún varð stigameistari á Vaxta- línumótaröð Golfsambands Íslands. Lindberg Már Scott er íþróttamaður árs- ins hjá Þjóti, íþróttafélagi fatlaðra. Hann vann til níu Íslandsmeistaratitla í sínum flokki í frjálsíþróttum á síðasta ári. Guðrún Birna Ásgeirsdóttir var valinn karatemaður ársins, og þótti sýna miklar framfarir á árinu. Vann til bronsverðlauna í hópkata táninga á Íslandsmótinu, auk fleiri verðlauna í ýmsum öðrum mótum. Magnús Sigurjón Guðmundsson var annað árið í röð valinn keilumaður ársins. Hann var valinn í úrtakshóp unglingalandsliðsins og keppir á EM unglinga á þessu ári í Belgíu. Magnea Guðlaugsdóttir var kjörin knatt- spyrnukona ársins, og eiginmaður hennar Stefán Þórðarson var kjörinn knattspyrnu- maður ársins. En hann lagði upp flest mörk í sumar í Landsbankadeildinni með ÍA. Böðvar Sigurvin Björnsson er körfuknatt- leiksmaður ársins en hann var í drengja- landsliði Íslands sem sigraði í B-deild Evr- ópu í Brighton í sumar. Kári Haraldsson var valinn skotmaður ársins en hann varð Akranesmeistari á árinu. Jakob Sigurðsson var valinn íþróttamaður ársins hjá hestamannafélaginu Dreyra. Íþróttamaður ársins fjórða árið í röð Morgunblaðið/Hilmar Sigvaldason Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir er íþróttamaður ársins fjórða árið í röð á Akranesi. TENGSL skólans við náttúruna og umhverfið eru sérstaklega áberandi, enda blasir falleg náttúra við úr öllum áttum. Elísabet Haraldsdóttir skólastjóri segir að nemendurnir séu bæði úr sveit- inni í kring og frá Hvanneyri. Smám saman hefur hlut- fall barna nem- enda Landbún- aðarháskóla Íslands á Hvann- eyri þó aukist. En sérstaða skólans er meðal annars falin í góðum tengslum hans við landbúnaðarháskólann. Ekki aðeins vegna þess hve starfsfólk þar hefur verið boðið og búið að aðstoða á allan hátt, meðal annars með fyr- irlestrum, heldur hefur Andakíls- skóla einnig verið úthlutað skógi til afnota. Um er að ræða skjólbelti sem ræktuð hafa verið á staðnum, t.d. í kringum tún og tilraunareiti. Á svæð- inu sem Andakílsskóli hefur fengið úthlutað hefur verið útbúið rjóður þar sem hægt er að setjast niður með börnunum í útinámi. Hafa tvisvar fengið Grænfánann Elísabet segir þetta skipta miklu máli vegna þess að skólinn tekur þátt í ýmsum innlendum og alþjóðlegum verkefnum sem tengjast náttúrunni og umhverfinu. Verkefnin eru Græn- fánaverkefnið, en markmið þess er að efla vitund nemenda, kennara og ann- arra starfsmanna skólans um um- hverfismál. Einnig tekur skólinn þátt í svokölluðu Comeniusverkefni en það er samvinnuverkefni í tengslum við umhverfismál og lífsleikni. Skól- inn vinnur með grunnskólum á Ítalíu, Póllandi og Spáni. ?Á milli þessara skóla eru gagnkvæmar heimsóknir þar sem rætt er um ýmis verkefni sem skólarnir geta unnið að. Þau byggjast á að við berum saman til dæmis gróður, loft, mengun eða veð- urfar í umhverfi skólanna. Okkar nemendum þótti mjög skrýtið þegar við fjölluðum um veðurfarið og ítölsku nemendurnir töluðu um óvenju kaldan vetur. Hitinn hafði far- ið niður í 16° C. Margir áttu erfitt með að skilja að einhverjum þætti það kalt.? Andakílsskóli hefur tvisvar fengið Grænfánann, en hægt er að sækja um hann á tveggja ára fresti. Árdís Orra- dóttir kennari, sem hefur umsjón með verkefninu, segir að þetta sé gert til að þátttakendurnir setji sér markmið og fari eftir þeim. Það sé í raun auðvelt að detta út úr verkefn- inu. Markmiðin sem þau settu sér voru meðal annars að flokka lífrænan úrgang og pappír, sem er nú gjör- nýttur í skólanum, fækka fernum og til þess að ná því var fengin mjólk- urvél í skólann. Þá er mótttaka fyrir rafhlöður í skólanum og koma nem- endur með þær að heiman og einnig er kertaafgöngum frá heimilum nem- enda safnað. Þá var ákveðið að breyta um stefnu í ræstingum og eru nú not- aðir trefjaklútar og vistvæn hreinsi- efni. Það var svolítið dýrt að koma þessu upp, en nú segir Elísabet að þessi rekstur sé mun ódýrari en áður. Allt gert fyrir fuglana Á Hvanneyri og í nágrenninu er mikið fuglalíf og fylgjast nemendur Andakílsskóla grannt með fuglunum. Uppi á vegg í einni stofunni eru úr- klippur úr blöðum þar sem sagt er frá sérkennilegum fuglum, flækingum og komu farfuglanna. Þá hefur verið komið upp fuglaskoðunarhúsi sem byggist á hugmynd Sigmars í 5. bekk og fyrirhugað er að byggja stóla og borð eftir hugmynd Péturs í sama bekk. Börnin hafa líka smíðað fugla- hús sem búið er að koma upp í ná- grenni við skoðunarturninn og er ætl- unin að fylgjast með því í vor þegar fuglarnir fara að huga að hreið- urgerð. Auðvitað vonast nemend- urnir til að þeir nýti sér fuglahúsin. Á veggjum við anddyri skólans eru fuglamyndir úr leir eftir nemendurna og fyrir utan skólann er fallegt fugla- bað úr mósaík sem þeir hafa gert. ?Við leggjum mikla áherslu á úti- nám og sóttum um styrk úr Von- arsjóði til að geta skipulagt útinám í nærumhverfi skólans,? segir Elísa- bet. ?Skógurinn nýtist okkur vel og ætlum við að koma þar upp betri að- stöðu fyrir útinámið. Þá tökum við þátt í verkefninu Lesið í skóginn.? Útinámið fer fram á ýmsan hátt. Krakkarnir minnast myndlistartíma þegar þeir fóru niður á eyrarnar og sáu gæsaspor sem þeir teiknuðu upp. Ragnar Skúlason íþróttakennari leggur líka mikið upp úr íþrótta- kennslu úti við, hvort sem er rösk ganga eða sleðaferðir. Það kemur sér líka oft vel því íþróttahúsið á Hvann- eyri er lítið og elsta íþróttahús á land- inu sem enn er í notkun. Skólalóð fyrir útinám Það er greinilegt að það er nóg að gera í Andakílsskóla þótt hann sé ekki stór í sniðum. Nemendur eru nú 30 og skiptast í þrjár bekkjardeildir, 1.?2. bekk, 3.?4. bekk og 5. bekk. Við skólann starfa nú 10 manns, þó ekki allir í fullu starfi. ?Rætt hefur verið um að samtvinna starf leikskólans hérna við hliðina á okkur og grunnskólans og erum við spennt fyrir því. Um helgina var námskeið um skólalóðina sem mikil þörf er á að breyta,? segir Elísabet. ?Á námskeiðinu kom starfsfólk skól- ans og foreldrar saman og veltu upp ýmsum hugmyndum um hvernig best væri að gera hana úr garði, m.a. með tilliti til útináms. Við erum svo heppin að Kristín Pétursdóttir, nemandi við umhverfisskipulagsbraut við LHÍ, hefur valið lóð Andakílsskóla sem lokaverkefni sitt og með þessu nám- skeiði var ætlunin að gefa fólki kost á að hafa áhrif á þróun skólalóðarinnar. Það verður spennandi að sjá hvernig útkoman verður.? Morgunblaðið/Ásdís Nemendur í 1.?2. bekk teiknuðu snjókorn og föndruðu á tréplatta. Föndr- uðu snjókornin voru svo máluð með sjálflýsandi málningu. Skapandi skóli í grænni sveit Andakílsskóli er sérstakur á margan hátt. Hann er á Hvanneyri og þar stunda 30 nemendur nám og njóta að mörgu leyti góðs af því að vera í fá- mennum skóla. Ásdís Haraldsdóttir heimsótti skólann og fannst eins og ekkert væri nemendum og kennurum óviðkomandi. Fuglaskoðunarhúsið verður ef- laust vel nýtt í vor þegar fuglarnir fara að gera hreiður í fuglahús- unum sem búið er að koma fyrir í trjánum allt í kring. asdish@mbl.is Elísabet Haraldsdóttir L50776 Nærri lætur að um sex hundruð Íslendingar fái heilablóðfall á ári hverju með misalvarlegum afleiðingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.