Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 11 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HJÁ Franch Michelsen úrsmíða- meistara á Laugavegi má nú kaupa úr sem reynst gæti hinn ágætasti fjárfestingarkostur. Um er að ræða sérframleitt af- mælissett; sjálftrekkt 2ja tíma arm- bandsúr og 8 daga vekjaraklukku frá svissneska úraframleiðand- anum Oris sem átti 100 ára afmæli á síðasta ári. Af því tilefni framleiddu verksmiðurnar 1904 númeruð sett eða jafnmörg ártali stofnársins. Franch Michelsen úrsmíðameistari hefur selt Oris-úr allt frá árinu 1945 og vegna þessara tengsla fékk fyrirtækið eitt úrasett, númer 891, en þó ekki fyrirhafnarlaust, að sögn Franks Úlfars Michelsen úr- smíðameistara og framkvæmda- stjóra fyrirtæksins. ?Ég þurfti að hafa talsvert fyrir því að fá úrið en vegna góðra tengsla og vegna þess að við áttum sjálfir merkisafmæli á árinu lánaðist mér að ná einu setti,? segir Frank en fyrirtækið fagnaði 95 ára afmæli á síðasta ári. Hann segir Oris vera nokkuð þekkt vörumerki, aðallega í Mið- og Norður-Evrópu og þá einkanlega í Sviss en Svisslendingar séu þekktir fyrir að vera vandlátir þegar kem- ur að úrum. Þá sé Oris mjög eftir- sótt vörumerki í Asíu, sérstaklega í Japan. Víða erlendis eru safnarar sem sérhæfa sig í sjaldgæfum úrum og þeir hafa, ásamt fjárfestum, sýnt þessum settum mikinn áhuga, að sögn Franks. ?Það eru einnig sífellt fleiri Íslendingar sem safna úrum, aðallega karlmenn. Fyrir utan að vera notadrjúgt fylgir því einnig mikil prýði og ánægja að ganga með vandað úr. Auk þess eru góð úr oft á tíðum prýðilegar fjárfestingar sem bera góðan ávöxt þegar fram líða stundir,? segir Frank. Og úrsettið er enda ekki í ódýrari kantinum, kostar 387.300 krónur en Frank segir talsvert um að Ís- lendingar kaupi sér vönduð og dýr úr og það hafi færst í vöxt á und- anförnum árum. En honum er ekki allskostar sama um hver kaupand- inn verður. ?Ég mun senda nafn og heimilisfang kaupandans til fram- leiðandans í Sviss. Kaupandinn fær síðan senda sérstaka bók um sögu Oris. Mér er annt um í hvaða hönd- um úrið lendir, sérstaklega vegna þess að ég þurfti að hafa mikið fyrir því að fá úrið í sölu.? Í föruneyti konungs Saga fyrirtækisins Franch Michel- sen úrsmíðameistara nær aftur allt til ársins 1909, en þá hóf J. Frank Michelsen störf í fyrirtæki kenndu við Michelsen. Hann kom til Íslands í föruneyti Friðriks VIII, konungs í Danmörku árið 1907 en konungur var þá hér í opinberri heimsókn. Árið 1909 stofnaði hann F. Michel- sen úr & gullsmíði á Sauðárkróki og rak fyrirtækið einn til ársins 1940 er sonur hans Franch Michel- sen kom frá námi í úrsmíði og starfi í Danmörku og tók við úrsmíða- vinnustofunni en J. Frank rak áfram verslunina. Árið 1945 flutti hann frá Sauðárkróki og hóf störf með syni sínum Franch sem opnað hafði aðra verslun í Reykjavík með sama nafni árið 1943. Stóð samstarf þeirra allt þar til J. Frank féll frá þann 16. júlí 1954. Franch Michel- sen er enn starfandi að úrsmíðafag- inu og hefur kennt 12 úrsmiðum og þar á meðal syni sínum, Frank Úlf- ari Michelsen sem starfað hefur við hlið hans frá því hann hóf nám í úr- smíði árið 1973. Frank Úlfar tók við rekstri fyrirtækisins árið 1992 og rak það fyrir föður sinn allt þar til er hann keypti það á 90 ára afmæl- isári þess, 1. janúar 1999. Úr nr. 891 Morgunblaðið/ÞÖK Frank Ú. Michelsen úrsmiður með úrasettið góða frá Oris. hema@mbl.is ? MIDEM-tónlistarkaupstefnan verð- ur haldin í Cannes í Suður-Frakklandi í lok mánaðarins, taka níu íslensk fyr- irtæki þátt í stefnunni og mun menntamálaráðherra, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, sækja sýninguna. Midem kaupstefnan, sem er nú hald- in í 39. sinn, er helsti vettvangur tón- listarútgefenda og -dreifenda í heimi. Þetta er í annað sinn sem íslensk fyr- irtæki eru saman á bás á Midem. Íslenskur kynnningarbás á Midem verður á vegum Útflutningsráðs líkt og síðasta ár en níu íslensk fyrirtæki taka þátt í sýningunni, þar af átta á bás Útflutningsráðs, auk þess sem fulltrúar fleiri fyrirtækja og stofnana verða á staðnum. Íslensku fyrirtækin sem taka þátt í Midem að þessu sinni eru Bang, Reykjavik Records, Skífan, Smekk- leysa, Zonet, 12 Tónar, Tónlist.is, Ís- lensk tónverkamiðstöð og Concert. Auk þess verða þar fulltrúar frá Sam- tóni, Stefi og FÍH. Midem kaup- stefnan hefst í Cannes 23. janúar næstkomandi og stendur til 27. jan- úar. Níu íslensk fyrirtæki til Cannes PÓLLAND, Slóvakía og Tékkland voru efst á lista yfir lönd sem íslensk útflutningsfyrirtæki hafa áhuga á að heimsækja á árinu 2005 skv. niður- stöðum skoðanakönnunar sem Út- flutningsráð gerði í byrjun nóvember. Auk þess reyndist vera mikill áhugi fyrir viðskiptasendinefndum til Jap- ans og Danmerkur. Þetta kemur fram í frétt frá Útflutningsráði Íslands. Haft er eftir Vilhjálmi Guðmunds- syni hjá Útflutningsráði að viðbrögð- in hafi verið góð og vinna sé nú hafin við skipulagningu ferða viðskipta- sendinefnda með hliðsjón af niður- stöðum könnunarinnar. Hann segir ráðgert að fara til Tékklands og Slóv- akíu um miðjan apríl, Danmerkur í maí, Póllands um mánaðamótin maí/ júní og Japans í haust. Einnig sé í undirbúningi ferð sendinefndar til Úganda um miðjan mars svo fremi að næg þátttaka fáist. Vilhjálmur segir ferðirnar yfirleitt skipulagðar í tengslum við áhuga- verða atburði á viðkomandi svæði, s.s. sýningar og menningarviðburði, auk þess sem reynt sé að tengja þær op- inberum heimsóknum ráðamanna og samstarfsverkefnum útflutningsaðila erlendis. Til að mynda hafi fjöldi fyr- irspurna borist vegna opinberrar heimsóknar forseta Íslands til Kína á þessu ári. Á síðasta ári voru skipulagðar ferð- ir sex viðskiptasendinefnda til sjö landa og telur Vilhjálmur það endur- spegla vaxandi áhuga íslenskra fyr- irtækja á þátttöku í slíkum viðburð- um. Pólland, Slóvakía og Tékkland vinsælust ÞETTA HELST ? VIÐSKIPTI ? TUTTUGU og einu íslensku félagi var á árinu 2004 veitt heimild til að færa bókhald sitt í erlendum gjald- miðli. Í árslok hafði því 101 félagi verið veitt slík heimild frá árinu 2002, að því er segir í Vefriti fjár- málaráðuneytisins. Langflest félaganna, eða 66 tals- ins, færa bókhald sitt í bandarískum dollurum, 25 í evrum, 8 í enskum pundum, eitt í norskum krónum og eitt í kanadískum dollurum. Átta þessara félaga eru skráð í Kauphöll Íslands; Actavis, Bakkavör Group, Flugleiðir, Hampiðjan, Marel, Medcare Flaga, SÍF og Össur. Þá eru mörg félaganna eignarhaldsfélög sem eru í tengslum við erlend félög. Opnað var á heimild fyrir félög til að færa bókhald sitt og birta árs- reikninga í erlendri mynt með breyt- ingu á lögum um ársreikninga vorið 2002. Ársreikningaskrá gefur til þess leyfi að uppfylltum einu eða fleiri skilyrðum, s.s. að félagið hafi meginstarfsemi sína erlendis, það sé með verulegan hluta viðskipta í erlendum gjaldmiðli eða hafi veru- legan hluta fjárfestinga sinna og skulda þeim tengdra skráðan í er- lendum gjaldmiðli. 101 félag gerir upp í erlendri mynt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.