Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT PÍLAGRÍMAR biðja við Moskuna miklu í Mekka. Áætlað er að minnst tvær milljónir pílagríma verði í borginni síðar í vikunni þegar haj-hátíðin nær hámarki. Yfirvöld í Sádi- Arabíu sögðu um helgina að yfir 50.000 manns tækju þátt í öryggisgæslunni í Mekka vegna pílagrímahátíðarinnar. Um 250 pílagrímar létu lífið í miklum troðningi við Moskuna miklu á pílagrímahátíðinni í fyrra. Reuters Mikil mannmergð í Mekka BANDARÍKJAHER rannsak- aði möguleikann á því að framleiða „hýra ástar- sprengju“ sem ætlað var að gera liðsmenn óvinaherja „kynferðislega ómótstæðilega“ hver í annars augum. Ekki varð þó af framleiðslu vopns- ins, samkvæmt skjölum sem gerð voru opinber nýlega. Að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins BBC átti sprengjan að innihalda losta- vekjandi efni. Önnur efna- vopn, sem herinn hugðist koma sér upp en litu aldrei dagsins ljós, voru vopn til að gera hermenn auðþekkjanlega á andfýlu þeirra ef þeir reyndu að fela sig á meðal óbreyttra borgara. Megintil- gangurinn með slíkum vopn- um var að „slæva baráttuþrek og draga úr aga í röðum óvinaherja“. Sex ára verkefni Var þetta meðal ráðagerða á vegum bandaríska varnar- málaráðuneytisins árið 1994 en verkefnið stóð yfir í sex ár og kostaði 7,5 milljónir doll- ara, um 450 milljónir króna. Að frumkvæði Wright-til- raunastöðvar flughersins í Dayton í Ohioríki veitti ráðu- neytið umbeðið fjármagn til rannsókna á efnasamböndum til að „hrella, ergja og bera kennsl á vonda manninn“. Ráðgerðu „ástar- sprengju“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.