Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGTLÍF N ýr veitingastaður, sem hlotið hefur nafnið Ang- elo, var opnaður á Þor- láksmessu í húsnæði verslunar Guðlaugs A. Magnússonar á Laugavegi 22a. Nafnið er sótt að Miðjarðarhafinu og þýðir í raun ?eng- ill? eða ?sendiboði?, að sögn Hönnu Sigríðar Magnúsdóttur, eiganda og rekstraraðila nýja staðarins. Afi Hönnu Sigríðar, gullsmiðurinn Guð- laugur A. Magnússon, stofnaði versl- un sína þarna árið 1924, en hana rek- ur nú Hanna Sigríður í samstarfi við föður sinn Magnús Guðlaugsson. Hanna Sigríður sá um alla hönnun nýja veitingahússins. Hún segist þó ekki vera menntuð sem arkitekt held- ur hafi hún sérlega gaman af að fikta við að glíma við útlit og hönnun. Hún segist á hinn bóginn vera menntaður viðskiptafræðingur frá Bandaríkj- unum og leggi nú stund á masters- nám í stjórnun og samskiptafræðum við University of Oklahoma. Námið og fyrirlestra sækir hún í herstöðina á Keflavíkurflugvelli, en þangað koma reglulega kennarar og fyrirles- arar frá háskólanum vestra. Allt að sextíu í sæti Nýi veitingastaðurinn tekur allt að sextíu manns í sæti og verður opið frá 11 á daginn til 23.30 á kvöldin virka daga og til 1.00 um helgar. ?Ég ætla að bjóða upp á kaffiveitingar og létta heilsurétti á daginn og á kvöldin má búast við Miðjarðarhafs-eldhúsi með íslensku hráefni. ?Ég ætla að leggja áherslu á að hafa okkar góða íslenska hráefni, svo sem fiskinn, humarinn og lambið, í Miðjarðarhafsbúningi.? Hanna Sigríður segist vera ánægð með framkvæmdirnar og er bjartsýn á nýja reksturinn. ?Ég er fyrst og fremst að stíla inn á notalegt and- rúmsloft.? Auk veitingahússins og verslunar- innar, sem aðallega verslar nú með ís- lenska silfurborðbúnaðinn og jóla- skeiðina, er rekið hótel á efri hæðum hússins sem hefur verið að smá- stækka á síðustu árum. Það heitir Hótel Frón og býr nú yfir 50?60 her- bergjum sem öll voru bókuð yfir há- tíðarnar. Að lokum var nýi veitingahúseig- andinn beðinn um að deila með les- endum uppskrift og urðu grillaðar risarækjur á rósmarinspjóti fyrir val- inu. Grillaðar risarækjur á rósmarínspjóti Um það bil þrjár risarækjur á hvert spjót Fjarlægið skelina og gerið rækjuna klára fyrir spjótið. Hreinsið æðina úr rækjunni með beittum hníf. Fjar- lægið blöðin neðst af rósmarín- stilknum og skiljið eftir blöðin efst á stilknum. Marineringin Söxuð rósmarinblöð hvítlauksrif ólífuolía. Marinerið rækjurnar í allt að 24 tíma. Þræðið síðan upp á rósmarín- stilkana. Kryddið og grillið. L52159 MATUR | Nýi veitingastaðurinn Angelo Morgunblaðið/Árni Sæberg Hanna Sigríður Magnúsdóttir er eigandi og hönnuður nýja veitingastaðarins Angelo. Íslenskt hráefni í Miðjarð- arhafs- búningi Angelo tekur allt að 60 manns í sæti og vildi hönnuðurinn fyrst og fremst ná fram notalegri stemningu. Veitingastaðurinn Angelo Laugavegi 22a Reykjavík join@mbl.is HEIÐARLEGIR heimiliskettir eiga ekkert minna skilið en að haldið sé almennilega upp á afmæli þeirra eins og annarra heimilis- meðlima. Svo segir Unnur Guttormsdóttir sem heldur ævinlega með miklum mynd- arbrag upp á fæðingardaga Depils og Dúfu Dalalæðu, en svo heita kisurnar hennar tvær. ?Þessir kettir eru miklir aristókratar enda búa þeir í 101 Reykjavík og lifa í sönnum vellyst- ingum. En þau eru hvorugt mikil partídýr og halda sig því til hlés þegar afmælisveislur þeirra hvolfast yfir. Lauma sér þá gjarnan undir sófa eða á aðra staði þar sem ekki næst til þeirra. Dúfa heitir einmitt Dala- læða af því að hún er svolítil dalalæða í sér.? Draugfínar með hatta Depill er sumarköttur, fæddur á Jónsmess- unni, og á afmælisdaginn hans boðar Unnur til sín alla sína vini sem hafa yndi af köttum og eru konur þar í miklum meiri- hluta. ?Þær koma hingað al- veg draugfínar með hatta og innpakkaðar gjafir handa Depli. Gestirnir koma líka með skemmti- atriði, lesa upp kattasögur, segja reynslusögur af kattahaldi og fara með kattavísur. En ég býð upp á fiskisúpu og með kaffinu ber ég fram kattartungur,? segir Unnur og bætir við að í einu afmælinu hafi gestirnir tekið upp á því að laumast inn á baðherbergi og mála þar á andlitið veiðihár og gert sig þannig eins kisu- lega og hægt var. ?Þetta er hávirðulegt fólk hér í bæ og þau voru búin að steingleyma hvernig þau litu út þegar þau yfirgáfu samkvæmið. Ég veit að sonur einnar konunnar varð óskaplega spéhræddur fyrir hönd móður sinnar þegar hann komst að því að hún hafði gengið svona um götur bæjarins.? Á ársafmæli Depils var Unnur stödd norður í landi, í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga, en hún lét fjarveru afmælisbarnsins ekki aftra því að bjóða þeim sem voru með henni í skólanum upp á freyðivín í Kjarnaskógi í tilefni dagsins. Dúfa er jólaköttur, fædd á jóladag, svo af- mælið hennar er með svolítið öðru sniði en Depils. ?Ég hef alltaf opið hús á Þorláksmessu og það er svona bland af jólaboði og afmælis- veislu Dúfu þar sem henni eru færðar afmæl- isgjafir.? L52159 GÆLUDÝR | Sannkallaðir hefðarkettir í 101 Reykjavík Býður kattar- tungur og fiski- súpu í afmæli kisu Depill og Dúfa Dalalæða eru sérlega vel haldnir kettir. Dálítið dekraðir sérvitringar og sannarlega ekki allra. Kristín Heiða Kristinsdóttir fékk klær í læri og hvæs í eyra frá heimóttarlegum köttum í miðbænum. Dúfa Dalalæða í fangi móður sinnar, Unnar Guttormsdóttur. Unnur fékk þessa mynd af Depli í afmælisgjöf frá vinum sínum en Brian Pilkington gerði hana. Unnur 10 ára hjá frændfólki sínu í Eyrarsveit og búin að dressa köttinn sinn upp í jakka og húfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.