Morgunblaðið - 17.01.2005, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 17.01.2005, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 19 UMRÆÐAN R-LISTINN gaf okkur borg- arbúum jólagjöf sem ekki fæst skilað. Allt hækkar í Reykjavík, útsvar, fasteignaskattar, þjón- ustugjöld og orkureikningar. Þessar hækkanir voru ekki á óskalistanum mínum en þær voru heldur ekki á loforðalista R-listans fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingar. R-listinn hikar ekki núna frekar en áður við að svíkja gefin loforð og viðkvæðið er alltaf það sama: „Nei, það er ekki svo!“ Íslandsmet Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri ver útsvarshækkun R-listans með því að benda á að ríkið sendi sveitarfélögunum sí- felld aukin verkefni sem þurfi að fjármagna. Hún getur þess hins vegar ekki að Reykjavíkurborg hefur á undanförnum árum gengið lengst allra sveitarfélaga á landinu í að hækka útsvarið. Ekki er undarlegt þó að sveit- arfélög sem búa við laka fjárhags- stöðu nýti sér lögleyfða tekju- stofna til að mæta þeim vanda sem þau standa frammi fyrir. En að Reykjavík, sem er lang- stærsta sveitarfélagið og höf- uðborg landsins, skuli telja sig þar í hópi er með ólíkindum. R-listinn slær Íslandsmet í útsvarshækk- unum þrátt fyrir að skatttekjur hafi aukist verulega á síðustu ár- um og sjóðir Orkuveitunnar hafi verið nýttir til að veita milljörðum inn í borgarsjóð. Kennarasamningurinn Heldur finnst mér R-listinn með borgarstjórann í fararbroddi leggjast lágt þegar hann kennir grunn- skólakennurum um skattahækkanirnar. Á fundi fræðsluráðs 15. desember sl. lagði ég fram fyr- irspurn um sund- urliðaðan kostnað við kjarasamninginn sem ég hafði þó áður reynt að afla á milli funda en ekki tekist. Meðal þess sem ósk- að er svara við er hver sé áætlun um heildarlaunakostnað á árinu 2005 vegna þeirra sem njóta kjara sam- kvæmt kjarasamningi LN og KÍ og hver hann hefði orðið miðað við eldri kjarasamning. Enn hefur ekkert svar borist. R-listanum hefði mátt vera ljóst að nokkru yrði til að kosta við samningagerð- ina ekki síst í ljósi þess hve illa tókst til við framkvæmd eldri samnings eins og ég ítrekað benti á. R-listinn heldur þannig utan um fjármál borgarinnar að hann telur sig ekki hafa efni á að greiða kennurum almennileg laun! Ekki nóg með það, hann samþykkir fjárhagsáætlun fyrir árið 2005 án þess að taka mið af kjarasamn- ingnum sem þá hafði verið samþykktur. Þetta er hvorki styrk né ábyrg fjár- málastjórnun. „Segðu að það sé ekki svo“ Fulltrúar R-listans réttlæta gjörðir sínar með því að kenna ríkinu og kenn- urum um eða bera sig saman við fámenn sveitarfélög. Þrátt fyrir sínar eigin samþykktir stinga fulltrúar R-listans höfðinu í sand- inn og hreykja sér af því að þeir stýri fjármálum Reykjavíkur- borgar af festu og ábyrgð! Stað- reyndir tala hins vegar sínu máli sama hve heitt þeir óska þess að svo sé ekki. Kennarar eiga ekki sök á skattahækkunum R-listans Guðrún Ebba Ólafsdóttir fjallar um skattahækkanir ’R-listinn heldur þannig utan um fjár- mál borgarinnar að hann telur sig ekki hafa efni á að greiða kenn- urum almennileg laun nema með því að hækka skatta.‘ Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. MEIRIHLUTI bæjarstjórnar Seltjarnarness tilkynnti á dögunum að hann hygðist leggja fram tillögu um lækk- un fasteignagjalda á Seltjarnarnesi á fundi bæjarstjórnar síðar í þessum mánuði. Sjálf- stæðismenn telja sig geta lækkað gjöldin vegna styrkrar fjár- málastjórnar og góðr- ar afkomu bæjarsjóðs. Hækkun fast- eignamats um áramót- in skilar sér í umtals- vert meiri tekjum til sveitarfélaganna en gert var ráð fyrir í áætlunum. Í stað þess að hirða ávinninginn gera bæjarfulltrúar meirihlutans á Sel- tjarnarnesi það eina rétta í stöðunni; að láta bæjarbúa njóta góðs af styrkri stöðu bæjarins. Þessu ber að fagna og eiga þeir hrós skilið. Ekki verður það sama sagt um meiri- hluta R-listans í borg- arstjórn Reykjavíkur. Þess er skemmst að minnast að meirihlutinn hækkaði fasteignagjöld á íbúa borgarinnar fyrir áramótin um 0,025% af fasteignamati. Þetta gerist þrátt fyrir auknar tekjur vegna hækkunar fasteignamats í borginni. Einnig hefur meirihluti R-listans hækkað útsvar borgarbúa í hæsta leyfilega mark. Er þetta enn einn sorglegi vitnisburðurinn um gífurlega óráðsíu í fjármálum borg- arinnar. Borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins vöktu athygli á skatta- hækkunum R-listans í auglýsingu sem birtist í Morgunblaðinu 3. jan- úar sl. Viðbrögð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgar- stjóra við auglýsing- unni bera vott um hentistefnu R-listans, þar sem hún staðhæfði að sveitarfélög undir stjórn sjálfstæð- ismanna væru einnig að hækka sömu gjöld. Þessi staðhæfing borg- arstjóra er ekki aðeins útúrsnúningur heldur beinlínis röng. Rétt er að benda borgarstjóra á að ekki bætir böl að benda á annað. Hún gerist ekki aðeins sek um slíka til- burði, heldur á bölið sem bent er á sér ekki einu sinni stoð í raun- veruleikanum. Útsvar hefur ekkert hækkað undanfarið á Seltjarn- arnesi, Mosfellsbæ né í Garðabæ, en í Kópavogi um aðeins brot af hækkunum R-listans í Reykjavík. Ekki styrk- ist „málsvörn“ borg- arstjóra þegar nú ligg- ur fyrir tillaga um lækkun fasteignagjalda á Seltjarn- arnesi á nýju ári. Styrk fjár- málastjórn er forsenda þess að hægt sé að lækka álögur á íbúa og það hafa sjálfstæðismenn lagt sig í líma við. Það er ljóst að borgarbúar hafa keypt köttinn í sekknum með því að treysta R-listanum fyrir stjórn borgarinnar. Húrra fyrir sjálf- stæðismönnum á Seltjarnarnesi Sesselja Sigurðardóttir fjallar um stjórnmál Sesselja Sigurðardóttir ’Styrk fjár-málastjórn er forsenda þess að hægt sé að lækka álögur á íbúa og það hafa sjálfstæðismenn lagt sig í líma við.‘ Höfundur er formaður Hugins, FUS í Garðabæ. Nýbýlavegi 14, Kópavogi. Sími 554 4443. Fax 554 4102. rafport@rafport.is www.rafport.is Umboðsmenn um land allt • Miðar á bréf, pakka, bréfabindi o.fl. • Á CD/DVD diska, miðar úr plasti • Prentar miða úr Word-, Excel- og Outlook • Prentar merkiborða bæði á pappír og plast, stærðir eftir vali, allt að eins meters langa • Allt að 62mm breidd • 50 miðar á mínútu* • USB tenging • Windows hugbúnaður • Sjálfvirk klipping • Heilar lengjur eða staðlaðar *Staðlaðir póstfangamiðar Fljótvirkasti miðaprentarinn Umboðsaðili: QL-550 NÝTT ! Kynningarverð 12.999 kr. Augl. Þórhildar 1390.40                  ! "#$ %& &'&( ) & * 

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.