Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. U m 200 félagar eru í Sambandi garð- yrkjubænda sem er samband félaga grænmetisframleið- enda, blóma-, garðplöntu- og kart- öfluframleiðenda. Ekki eru allir þessir aðilar stórir í sniðum en um 100 fyrirtæki í þessum greinum sinna framleiðslu og sölu afurða sinna að nokkru marki, bæði ylrækt og útirækt, og er ársvelta í grein- inni talin um hálfur annar milljarð- ur króna. Sambandið fagnar í dag 50 ára afmæli sínu og segir Helgi Jóhannesson, formaður þess, að brýnustu málin um þessar mundir séu að geta búið áfram við þolanlegt raforkuverð og standa traustum fótum í samkeppni við innfluttar af- urðir, m.a. unnið og pakkað græn- meti og salat. Helgi Jóhannesson segir ýmsar breytingar hafa orðið í atvinnu- greininni síðustu árin. Margs konar sameigin- legir hagsmunir ?Sameiginlegir hagsmunir þessa hóps eru meðal annars á faglegu nótunum, að rekstrarumhverfið allt og lagasetning séu greininni hag- stæð og að gjöldin sem landbúnað- arkerfið innheimtir séu nýtt í ráð- gjafarþjónustu og menntakerfi á okkar sviði en þar á ég við Garð- yrkjuskólann sem nú hefur samein- ast í Landbúnaðarháskólanum. Síð- an hafa hóparnir innan grein- arinnar ýmsa sérhagsmuni sem geta farið saman við hagsmuni ann- arra hópa eins og til dæmis hjá grænmetis- og blómaframleiðend- um,? segir Helgi og vekur í fram- haldi af því máls á sameiginlegu máli þeirra sem stunda ylrækt og er í nokkurri óvissu í svipinn: ?Það er raforkuverðið í ylrækt- inni. Ef við lítum aðeins til baka þá eru 15?20 ár síðan framleiðendur tóku að nýta sér lýsingu við blóma- ræktun og um 10?15 ár frá því hún var tekin upp í grænmetinu. Hún gjörbreytti stöðu þessara garð- yrkjubænda því með jafnri lýsingu yfir vetrarmánuðina má stunda blómarækt allt árið og ekki síður ræktun á grænmeti, gúrkum, tóm- hafa gert víða erlendis. Við b lýsingu að vetrarlagi nokkur inn samfellt daga og nætur irleitt þarf síðan að hvíla plönt hluta úr sólarhring. Á sum lýsingin helst notuð ef dimm ríkir í marga daga. Þetta gjörbreytt stöðunni og ger vinnu og markaðssetningu j yfir árið sem þýðir betri gagnvart innflutningi.? Árið 2002 skrifuðu garð bændur undir 10 ára aðlög samning við ríkið um aðsto greinina um leið og tollar á inn grænmeti voru felldir niðu lækkaðir. Fá bændur ákveðið lag á ári hverju, beingreiðslu ár, til að mæta samkeppnin síðan eru veittir fjármunir kaupa ráðgjöf og sérfræðiþek frá útlöndum sem ráðunautu Bændasamtökunum, M Ágústsson, sér um. Helgi segist samt sem áður sýnn á framtíð íslenskra garð bænda. ?Ég hef fulla trú á getum haldið áfram að laga ötum og öðrum matvörum. Þetta hefur líka haft í för með sér að vinn- an verður jafnari, hægt er að ráða fólk í föst störf allt árið og garð- yrkjubændur geta sent framleiðslu sína jafnt og þétt á markað árið um kring. Það er liðin sú tíð að íslenskir neytendur kaupi erlent grænmeti hluta úr ári en snúi sér þess á milli að því íslenska þegar það var aðeins fáanlegt hluta úr ári. Þegar garðyrkjubændur tóku að nýta sér lýsingu fengu þeir góð kjör á orkunni, hafa nýtt afgangsorku og fengið góðan afslátt. Þessir samn- ingar eru allir í uppnámi með laga- breytingunni í orkumálum sem varð um áramótin því þar eru af- slættir eða sérsamningar bannaðir. Það varð ekki verðhækkun við kerf- isbreytinguna heldur voru sérkjör- in bönnuð. Raforkunotkun garð- yrkjubænda hefur sífellt verið að aukast og ræktun með lýsingu stendur og fellur með því að fá orkuna á því verði sem við höfum búið við. Við verðum því að fara þá leið að ná samningum við ríkisvald- ið um að greiða orkuverðið niður með einhverjum hætti.? Hyggjast ræða við stjórnvöld Helgi segir að þetta varði kring- um 30 fyrirtæki í greininni og sé sambandið nú að undirbúa erindi þar sem farið verði fram á framlag til garðyrkjubænda til að halda megi svipuðu orkuverði áfram. Seg- ir hann brýnt að fá botn í málið fyrir mánaðamótin. Eins og fyrr segir tóku íslenskir garðyrkjubændur að nýta sér lýs- ingu við ákveðna ræktun fyrir rúm- um áratug og segir Helgi þá hafa meðal annars sótt sér þessa þekk- ingu til starfsbræðra á Norðurlönd- um. ?Síðan höfum við þróað þessa aðferð og lagað hana að aðstæðum okkar og ég tel reyndar að við höf- um náð á ýmsan hátt lengra en þeir Garðyrkjubændur hafa í mjög auknum mæli tekið að nýta sér lýsingu við ræktun matjurta og blóma. Samband garðyrkjubænda fagnar 50 ára a Brýnt að mæta b um neysluven Íslenskir garðyrkjubændur keppa við inn fluttar afurðir og telja sig bjóða góða og fers vöru. Jóhannes Tómasson komst að því að þ eru bjartsýnir á afmælisári samtaka sinna Morgunbla Helgi Jóhannesson segir mik vægt að neytendur sjái strax varan er íslensk. ÞRISVAR í viku er ekið með blóm frá Emil Gunnlaugssyni á Flúðum til Reykjavíkur en Emil er meðal frumkvöðla í Sambandi garð- yrkjubænda og var formaður samtakanna árin 1971 til 1978. Emil rekur ásamt sonum sínum stöðina Land og synir sem áður hét Laugar- land og sérhæfa þeir feðgar sig nú í blómarækt í um 6 þúsund fermetra húsnæði. Emil segir lýsinguna hafa gjörbreytt blómaræktinni. Hann segir skilyrði til grænmetisræktunar góð að Flúðum, bæði inni- og útiræktunar, nóg rek hér heitt vatn og mikil veðursæld. ?Þannig að ef einhver kjarkmaður vill koma og byggja upp Senda blóm á markað þrisvar í viku Rafn Emilsson sinnir blómaræktinni í Landi og sonum NÁTTÚRUHAMFARIR OG SAMHUGUR V ið Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða heims sem þekkja náttúruhamfarir af eigin raun. Við höfum öldum saman misst fólk á sjó þegar náttúruöflin hafa tekið völd- in þar. Fáar íslenzkar fjölskyldur hafa ekki orðið fyrir barðinu á sjóslysum. Við þekkjum þær hörmungar sem geta leitt af snjóflóðum. Það er bæði gömul saga og ný í okkar sögu. Og rifj- aðist upp með sársaukafullum hætti um helgina þegar þess var minnzt að áratugur var liðinn frá hinum hörmu- legu atburðum í Súðavík, litlu sjávar- plássi þar sem fólk hefur gengið í gegnum erfiðar raunir svo lengi sem þar hefur verið byggð. Við þekkjum úr okkar sögu þær hörmungar sem geta leitt af eldgosum og hraunflóðum. Við þekkjum hvernig veðurofsinn getur farið með fólk. Við vitum að um leið og landið okkar er fallegt getur það líka verið hættu- legt. Þessi sterka tilfinning þjóðarinnar fyrir náttúruhamförum, og sú bitra reynsla sem hún hefur af þeim í marg- víslegum myndum, skýrir þann sér- staka samhug sem íslenzka þjóðin hef- ur sýnt þeim íbúum Asíulanda sem hafa orðið illa úti í ótrúlegum náttúru- hamförum þar. Við vitum hvernig þessu fólki líður. Við vitum hvað það er að ganga í gegnum. Þess vegna eru Íslendingar allir sem einn maður tilbúnir til að veita þá aðstoð sem við megum, eins og hefur komið skýrt í ljós undanfarnar vikur og þá ekki sízt í fyrrakvöld. LJÓSVAKAMIÐLAR OG TÆKNIÞRÓUN S ú ákvörðun forráðamanna 365 ljósvakamiðla að loka nokkrum útvarpsstöðvum hefur vakið athygli. Hún er hins vegar skynsamleg. Tækniþróunin er óhagstæð fyrir hefðbundna ljósvakamiðla, bæði út- varpsstöðvar, ekki sízt þær sem senda út mikið af tónlist, og einnig fyrir hefðbundnar sjónvarpsstöðar sem bjóða upp á ákveðna dagskrá með margvíslegu myndefni. Sú tækni breiðist nú ört út, ekki sízt meðal ungs fólks, sem hefur hlustað mikið á tónlistarstöðvarnar, að hægt er að sækja á Netið mikið magn af tónlist að eigin vali, hlaða þeirri tónlist inn í litla kubba sem síð- an eru settir í lítil hlustunartæki. Á hverjum kubbi getur verið ótrúlegt magn tónlistar. Í þessu felst ýmislegt. Diskaútgáfa mun dragast mjög saman og þar með starfsemi smásöluverzlana, sem byggja á diskasölu. Í þessu ljósi var einnig skynsamlegt hjá forráða- mönnum Norðurljósa að selja Skíf- una út úr samstæðunni sl. vor. Hlustun á tónlistarstöðvarnar mun dragast saman og jafnframt áhugi auglýsenda á að nota þær til þess að ná til ungs fólks með auglýsingum. Möguleiki þeirra á að móta tónlist- arsmekk ungs fólks verður einnig mjög takmarkaður. Hver nær til ungs fólks með auglýsingum á tónlistar- stöðvum þegar sú kynslóð sækir tón- listina sem hún vill hlusta á annað? Þessi þróun gengur nú yfir með sí- auknum hraða. Þetta þýðir jafnframt að notkun Netsins eykst, sem þar af leiðandi verður fýsilegri kostur fyrir auglýs- endur og má sjá augljós merki þess nú þegar bæði erlendis og hérlendis. Sama þróun á eftir að verða varð- andi myndefni þótt hraði hennar sé enn sem komið er ekki jafnmikill. Fólk á öllum aldri mun í vaxandi mæli sækja myndefni á Netið með sama hætti og unga fólkið sækir nú tónlist- ina þangað. Það mun aftur leiða til þess að áhorf á hefðbundnar sjón- varpsstöðvar, hvort sem um er að ræða ríkisreknar, áskriftarsjónvarp eða auglýsingasjónvarp, dregst sam- an. Auglýsendur munu með sama hætti átta sig á því að möguleikar þeirra til þess að ná til fólks með aug- lýsingum í hefðbundnu sjónvarpi minnka mjög. Þessi þróun blasir nú við öllum þeim sem láta sig hana á annað borð einhverju varða og þess vegna aug- ljóslega skynsamlegt hjá 365 ljós- vakamiðlum að fækka útvarpsstöðv- um. KJARKUR S tór hópur fólks á um sárt að binda vegna geðveiki. Allt fram á síð- ustu ár voru fáir tilbúnir til að ræða þá lífsreynslu opinberlega. Það er að breytast. Í gær birti Morgunblaðið viðtal við ungan læknanema, Önnu Sigríði Pálsdóttur, sem ræddi um geð- sjúkdóm sem hún hefur átt við að stríða og baráttu hennar við eigin fordóma af þeim sökum. Hún er stað- ráðin í að ljúka læknaprófi og íhugar alvarlega að sérhæfa sig í geðlækn- ingum. Það þarf mikinn og raunar einstak- an kjark til þess að koma í slíkt við- tal. En með því hjálpar Anna Sigríð- ur Pálsdóttir stærri hópi en hún gerir sér nokkra grein fyrir sem hef- ur lokað sig inni með þessi vandamál. Vonandi finnur þessi unga stúlka þann stuðning frá fólki sem hún þarf til þess að ljúka ætlunarverki sínu. Fyrir u.þ.b. áratug stóð önnur kona, prófessor í sálfræði við John Hopkins-háskóla, frammi fyrir þeirri erfiðu spurningu, hvort hún ætti að segja sína eigin sjúkdómssögu í bók. Margir samstarfsmenn hennar réðu henni frá því og sögðu að hún mundi ekki eiga sér nokkra framtíð í starfi eftir útkomu bókarinnar. Bókin kom út, og m.a. á Íslandi, og Kay Redfield Jamison hlaut heimsfrægð fyrir. Fordæmi hennar verður Önnu Sig- ríði Pálsdóttur vonandi hvatning til að hvika hvergi frá þeirri braut sem hún hefur markað sér.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.