Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 21

Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 21 að samkeppni enda steðjar hún að úr öllum áttum. Við þurfum til dæmis að mæta þeim breytingum á neysluvenjum sem þróast hratt og get ég tekið kartöflurnar sem dæmi. Mörgum þykir of langt að bíða í 20 mínútur eftir að kartöfl- urnar séu fullsoðnar og það hefur m.a. leitt til minnkandi kartöflusölu undanfarin ár. Þessu mæta kart- öflubændur með því að vinna þær meira, forsjóða, bita þær niður eða búa til kartöflurétti. Við þurfum á sama hátt að vinna grænmeti og salat meira, bjóða neytendum tilbú- ið salat í kvöldmatinn eins og boðið er hér frá útlöndum. Til að geta unnið grænmetið þannig þurfa garðyrkjubændur að sameinast um aðstöðu til vinnslu og vöruþróunar og erum við að kanna hvar og hvernig slíkt yrði best rekið. Með harðari samkeppni við innflutning- inn höfum við líka gætt þess að neytendur sjái á pakkningum okkar að varan er íslensk og allt þetta eru liðir í því að mæta óskum neytenda og standa sig í samkeppninni.“ Formaður Sambands garðyrkju- bænda er líka bjartsýnn fyrir hönd garðplöntuframleiðenda innan sambandsins því hann segir að vöxtur sé einnig þar. „Aukin sum- arbústaðaeign landsmanna, auknir ræktunarmöguleikar og aukin þekking og áhugi á því sviði hefur haft í för með sér að þeir sem fram- leiða garðplöntur, hvort sem eru blóm, tré eða runnar, hafa verið að eflast og munu að mínu viti gera það áfram. Ég tel að það eigi við um alla þætti atvinnugreinarinnar.“ Færri og stærri fyrirtæki Stendur þá greinin vel að vígi í heild og er eðlileg endurnýjun inn- an hennar? „Þar sem menn standast sam- keppni og þar sem framleiðslan er rekin af hagkvæmni og gæðin sitja í fyrirrúmi þar verða áfram rekin öfl- ug fyrirtæki á sviði garðyrkju. Þau þróast kannski svipað og gerst hef- ur í öðrum greinum landbúnaðar- ins, úr því að verða litlar fjölskyldu- einingar í fyrirtæki sem stækka smám saman með sameiningu inn- an greinarinnar.“ beitum rn veg- en yf- turnar mrin er mviðri hefur rt alla jafnari stöðu ðyrkju- gunar- oð við nfluttu ur eða ð fram- ur í 10 nni og til að kkingu ur hjá Magnús r bjart- ðyrkju- að við okkur Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson afmæli í dag breytt- njum n- ska þeir a. aðið/jt kil- x að Í Japan var því eitt sinn trúað, að jarðskjálft- ar stöfuðu af því að risastór leirgedda lægi í leðju undir yfirborði jarðar og þegar hún hristi sig skylfi jörðin. Þetta var m.a. ráðið af því að leirgeddur þóttu hegða sér ein- kennilega dagana áður en jarðskjálftar urðu. Eng- um sérstökum sögum fór af hegðun leirgeddna í nágrenni japönsku borgarinnar Kóbe um miðjan janúar árið 1995, en þó varð vart við nokkur ein- kennileg náttúrufyrirbrigði, m.a. náðist mynd af löngum og mjóum skýstróki yfir norðurhluta Awaji-eyju, beint yfir staðnum þar sem mikill jarð- skjálfti átti upptök sín nokkrum dögum síðar. Kóbe er í Hyogo-sýslu í Kansai héraði á suður- strönd eyjunnar Honshu. Yfir 1,5 milljónir manna búa nú í Kóbe, sem er því ein stærsta borg í Japan auk þess að vera helsta hafnarborgin og hún mynd- ar ásamt borgunum Osaka og Kyoto þungamiðju Kansai. Í Kóbe er víða verið að byggja upp; 3,9 km löng hengibrú, sem raunar er lengsta hengibrú í heimi og liggur milli Kóbe og Awaji-eyjar, er eins konar tákn fyrir þessa uppbyggingu. Það er ótrú- legt að fyrir réttum áratug var miðborg Kóbe nán- ast rústir einar eftir einn mannskæðasta jarð- skjálfta, sem orðið hefur í Japan á síðari tímum. Jarðskjálftinn, sem Japanar nefna Hanshin- Awaji jarðskjálftann mikla, reið yfir klukkan 5.46 að morgni 17. janúar 1995 og mældist 7,3 stig á Richter. Skjálftinn átti upptök sín 16 km undir Awaji-eyju um 15 km frá miðborg Kóbe og kom öll- um á óvörum því ekki var vitað til að stór skjálfti hefði orðið á þessum slóðum öldum saman. Síðan hefur komið í ljós, að á svæðinu er virk skjálfta- sprunga, ein af yfir 2000 slíkum, sem nú eru þekkt- ar í Japan. Um 20 km langur kafli sprungunnar rifnaði upp og náði inn undir borgina. Afleiðingar skjálftans urðu geigvænlegar enda varð hann á afar þéttbýlu svæði. Nú er talið að 6.433 menn hafi týnt lífi og yfir 40 þúsund hafi slas- ast í Kóbe og tugum borga og bæja í Hyogosýslu. Þegar þetta gerðist bjuggu um 3,5 milljónir manna á svæðum þar sem skemmdir urðu af völd- um skjálftans, nærri 250 þúsund byggingar og önnur mannvirki eyðilögðust eða skemmdust mik- ið, bæði af völdum skjálftans og elda sem kviknuðu víða í kjölfarið. Vatnsleiðslur, gasleiðslur og raf- magnsleiðslur slitnuðu og miklar skemmdir urðu á umferðarmannvirkjum. Fjárhagslegt tjón var met- ið á um 10 billjónir jena, um 6,2 billjónir króna. 1,4 milljónir sjálfboðaliða Jarðskjálftinn í Kóbe hafði gríðarleg áhrif á jap- anskt þjóðfélag og þjappaði þjóðinni saman. Hug- takið sjálfboðaliði var nánast óþekkt í Japan fyrir jarðskjálftann en eftir hann streymdu fjölmargir sjálfboðaliðar til hamfarasvæðanna til að aðstoða við björgunarstörf, hreinsun og uppbyggingu. Áætlað er að nærri 1,4 milljónir manna hafi unnið sjálfboðaliðastörf á svæðinu. Japanar vilja tryggja að hörmungarnar, sem íbúar í Hyogo urðu fyrir, gleymist ekki og að af þeim verði dreginn lærdómur þannig að þjóðin verði betur í stakk búin til að bregðast við ham- förum af þessu tagi í framtíðinni. Meðal annars hafa nöfn allra þeirra sem létu lífið verið greipt á veggi jarðhýsis, sem byggt var í miðborginni. Húsarústir og hallandi götuljós eru varðveitt á ákveðnum svæðumi og stór miðstöð hefur verið reist sem hýsir safn, helgað jarðskjálftanum, upp- lýsingamiðstöð um hvernig bregðast eigi við jarð- skjálftum og reyna að takmarka tjón af völdum þeirra, og eins konar félagsmiðstöð þar sem fólk, sem komst lífs af úr hörmungunum, hittist og segir frá reynslu sinni. „Ég bind enn saman húsgögn og lími vekjara- klukkuna fasta á náttborðið með límbandi,“ sagði Teruko Nagaoka, sjálfboðaliði í jarðskjálftamið- stöðinni. Hún kemur þangað daglega ásamt fleiri konum til að ræða við gesti um jarðskjálftann og segir að það hjálpi bæði sér og öðrum við að takast á við afleiðingarnar. „Það er engin lækning til önn- ur en að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Nagaoka, sem er 78 ára gömul. Hún missti bróður sinn í jarð- skjálftanum en segist í raun hafa verið heppin því margir hafi orðið fyrir mun meiri missi. Annar sjálfboðaliði í miðstöðinni, Utako Hata, segir að hún hafi grafist undir rústum húss fjöl- skyldunnar en öllum þar var bjargað nokkrum klukkustundum síðar. Hún segir einnig, að tíminn sé besta lækningin og það losi um spennu innra með henni að ræða við annað fólk um þessa lífs- reynslu. Hata segir að sonur hennar, sem nú er 26 ára, hafi orðið fyrir miklu áfalli þegar hann tók þátt í björgunarstörfum og þurfti að horfa upp á dauð- vona fólk sem ekki var hægt að bjarga. Það sé ekki fyrr en nú nýlega, sem sonur hennar hafi verið tilbúinn til að tala við hana um atburðina. Áhrifamikið safn Safnið í jarðskjálftamiðstöðinni í Kóbe er afar áhrifamikið. Þar hefur verið safnað saman tugum þúsunda muna, sem tengjast skjálftanum, sýndar eru þrívíddarkvikmyndir þar sem reynt er að sýna hvernig mannvirki brotnuðu í skjálftanum. Þarna eru lýsingar á því hvernig fólk upplifði skjálftann, hvernig það varð viðskila við ástvini sína sem létu lífið, og einnig er lýst erfiðu lífinu í búðum sem komið var á fót fyrir þá sem misstu heimili sín. Annað safn, helgað jarðskjálftanum, hefur verið reist á Awaji-eyju þar sem upptök skjálftans voru. Safnahúsið er byggt yfir hluta af misgenginu. Á þessum slóðum er land að rísa með þeim hætti, að flekar eru að ganga saman og þegar þrýstingurinn verður of mikill lyftist landið á stóru svæði. Ég gekk um safnið í fylgd Keiji Ikemoto safn- stjóra. Þegar ég spurði hann hvort vísindamenn hefðu haft einhverja hugmynd um þá krafta, sem voru að losna úr læðingi á þessu svæði, brosti hann aðeins og sagði mér söguna af leirgeddunum; slíka fiska er raunar að finna í búri í safninu. Að sögn Ikemotos telja vísindamenn nú ekki líklegt að jarð- skjálftar verði í misgenginu við Kóbe í bráð, jafnvel ekki næstu 2000 árin. Orsakir jarðskjálfta í Japan eru býsna flóknar, því landið er á mörkum nokkurra jarðskorpufleka sem eru á stöðugri hreyfingu, svipaðri og flekarnir tveir sem koma saman undir Íslandi.Virku sprung- urnar tengjast þessum flekahreyfingum. Sprungu- hreyfingarnar voru ekki ósvipaðar í jarðskjálftun- um í Kóbe og Suðurlandsskjálftunum árið 2000 þótt jarðfræðilegt umhverfi þeirra sé ólíkt og jarð- skjálftinn í Kóbe væri mun öflugri. Í jarðskjálfta- safninu á Awaji er sérstakt herbergi þar sem reynt er að líkja eftir japönskum jarðskjálfta. Einhvern veginn fannst Íslendingnum þó sá skjálfti vera öðru vísi en þeir sem hann hefur fundið á Íslandi. Áhersla á forvarnir Stór hluti af jarðskjálftamiðstöðinni í Kóbe er helgaður forvörnum. Þar er almenningur hvattur til að vera viðbúinn náttúruhamförum, hvernig bregðast skuli við jarðskjálftum og hvaða vistir sé heppilegt að hafa til reiðu á heimilum. Einnig eru með einföldum en áhrifaríkum hætti sýndar afleið- ingar þess að reisa hús á landfyllingum án þess að þau hafi nægilega festu. Við landfyllingar blandast saman jarðvegur og sandur með mismunandi kornastærð. Í jarðskjálftum verður svonefnd ysjun þegar sandurinn hristist saman og þrýstir vatni upp á yfirborðið og myndar leðju sem húsin sökkva í. Þekkt dæmi eru um þetta í jarðskjálftum í Japan. Í Kóbe er höfnin m.a. að mestu á tveimur mann- gerðum eyjum þar sem þessar aðstæður eru til staðar og því fóru hafnarmannvirkin afar illa í skjálftanum. Þrjú ár liðu þar til hægt var að opna höfnina á ný. Stór fyrirtæki í Japan hafa á síðustu árum farið að huga að jarðskjálftavörnum í auknum mæli. Japanskir sérfræðingar segja að þá og þegar megi búast við stórum jarðskjálfta á svæðinu vestur af Tókýó og hugsanlega muni sá skjálfti leysa úr læð- ingi krafta sem valdi öðrum stórum skjálfta á svip- uðum slóðum. Opinberar rannsóknir sýna, að yfir 12.000 manns kynni að láta lífið í slíkum skjálftum og allt að 850 þúsund hús eyðileggjast. Tjónið gæti einkum orðið mikið á svæðum þar sem mörg stór- fyrirtæki hafa höfuðstöðvar og verksmiðjur, m.a. bílaframleiðandinn Toyota, sem hefur ákveðið að hefja gerð sérstakrar hamfaraáætlunar. Tíu ár liðin frá jarðskjálftanum í Kóbe og nágrannaborgum í Japan Engin lækning til önnur en að hafa eitthvað fyrir stafni Áratugur er liðinn frá því jarð- skjálfti reið yfir Kóbe í Japan en nærri 6.400 manns létu þá lífið. Guðmundur Sv. Hermannsson var nýlega á ferð í Kóbe og kynnti sér hvernig Japanar reyna að draga lærdóm af þess- um náttúruhamförum. Reuters Vesturhluti Kóbe í rústum eftir jarðskjálftann, sem reið yfir að morgni 17. janúar 1995. Morgunblaðið/GSH Keiji Ikemoto, safnstjóri í jarðskjálftasafninu. Í baksýn sést hvernig landið reis í jarðskjálftanum. TENGLAR ........................................................................ Jarðskjálftamiðstöðin í Kóbe: http:// www.dri.ne.jp/ Jarðskjálftasafnið á Awaji: http:// www.nojima-danso.co.jp/top.html                      !"" !# )# $# !$ # $ # % &        '   kstur þá getur hann fengið bæði land og vatn r til að hefja starfsemi,“ segir Emil að lokum. Morgunblaðið/jt m og sendir blóm á markað þrisvar í viku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.