Morgunblaðið - 17.01.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 17.01.2005, Síða 22
22 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN RAGNAR Árnason, hagfræð- ingur og prófessor við Háskóla Ís- lands, telur að til greina komi að við segjum okkur frá samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið. Eftir að hafa hlustað á rök- semd Ragnars í Kast- ljósi Sjónvarpsins get ég tekið undir með honum að best sé að skoða okkar mál vel og velta öllum kostum fyrir okkur þegar til aðildar að Evrópu- sambandinu kemur. Undirritaður hefur um langt skeið verið sannfærður um gildi þess að Ísland væri fullgildur félagi í Evr- ópuliðinu í stað þess að standa á hliðarlínunni. Ég efast ekki um hagrænt gildi þess, tel reyndar að gróðinn felist í mörgu sem ekki verði lagt beint peningalegt mat á eins og almennum mannréttindum sem og menningar- og fé- lagsþáttum margvíslegum. EES-samningurinn brú yfir til Evrópusambandsins Rétt er þó að árétta að á það hef- ur margoft verið bent að EES- samningurinn var alltaf hugsaður til bráðabirgða, sem nokkurs kon- ar brú fyrir þau lönd, sem áður mynduðu EFTA, yfir í Evrópu- sambandið. Yfir þessa brú hafa fyrrverandi félagar okkar í EFTA gengið svo það er nú sem hjáleiga stórbýlisins, Evrópusambandsins. Margt bendir til þess að frændur vorir Norðmenn ætli sér að fara alla leið yfir brúna og ganga í Evrópusambandið. Þegar það ger- ist telja margir að okkur verði ekki vært. „Kotbændurnir“ ís- lensku vilja frekar fara til baka en halda alla leið yfir brúna, þeirra sjónarmið réð samfélagsþróuninni í aldaraðir með viðvarandi fátækt, vanmáttarkend og aumingjadómi. Er ekki sá tími liðinn? Evrópusambandið er fyrst og síðast hagsmunasamband Evrópusambandið var og er bandalag þjóða um frið og fram- farir í Evrópu. Sem alkunna er standast bandalög manna sem hafa hagsmuni að leiðarljósi betur hvers konar áraun en þau sem hafa hugsjónina eina að leiðarljósi. Þetta hefur og er höfundum og forystumönnum Evrópusambands- ins ljóst enda er límið í samband- inu viðskiptalegir hagsmunir aðild- arlandanna. Hingað til hefur það verið ríkjandi viðhorf þegar ný aðildarríki standa í samningsgerð að samningurinn taki mið af hagsmunum meginatvinnuvegar landsins, t.d. datt engum í hug að semja um inngöngu Dan- merkur þvert gegn dönskum landbúnaði eða semja við Svíþjóð gegn hagsmunum sænsks iðnaðar. Sama mun gilda um aðildarviðræður Íslands, þar verður ekki farið gegn hags- munum íslensks sjávarútvegs, annað væri stílbrot. Reglugerðafarganið og lýðræðishallinn Andstæðingar og gagnrýnendur Evrópusambandsins benda á reglugerðafarganið sem röksemd gegn aðild, að það einkennist af alls konar vitleysu og ákvarð- anirnar taki „einhver“ í Brussel. Þeir sem harðast ganga fram í reglugerðagagnrýninni eru oftar en ekki hægrimenn. Fáir hafa skipt jafnmiklu fyrir þróun Evr- ópusambandsins síðustu ár sem Margaret Thatcher. Henni má þakka það að markmiðið um einn markað varð að veruleika. Hún barðist fyrir því að leggja af allar hindranir svo hægt væri að tala um frelsi á markaði. Til þess að framkvæma vilja Járnfrúarinnar þurfti að innleiða meira en 1.000 reglugerðir og tilskipanir (SEA). Segir mér svo hugur að hægri- menn í Evrópu vilji ekki hverfa aftur til fortíðar í þessu máli þótt þeir gætu með því fækkað reglu- gerðum verulega. Það verður ekki bæði haldið og sleppt. Evran Áhrif evrunnar verða seint metin. Fyrir efnhagslífið eru áhrifin þó augljós. Evrulöndin hafa ekki gjaldmiðilskostnað sín á milli. Ef við hefðum evru þyrfti Einar Oddur ekki að geysast fram á völl- inn og armæðast yfir óþolandi gjaldmiðilssveiflum gagnvart helstu útflutningslöndunum. Evran gerir það sem stjórn- málamennirnir lofa en efna sjaldn- ast; að skipta sér sem minnst af atvinnulífinu. Hvort heldur það er hag-, við- skipta- eða markaðsfræði, þá kenna fræðin að undirstaða efna- hagslegrar velgengni er áætl- anagerð. Íslenska krónan er ekki góður gjaldmiðill til áætl- unargerðar, gildir þar einu hvort fyrirtækið starfar við útflutning eður ekki, því fá ef nokkur íslensk fyrirtæki eru varin gagnvart breytingu á gengi. Að vanda okkur sem best við getum Ég hef áður bent á nauðsyn þess að við vörðum veginn vel. Breyt- um stjórnarskránni til samræmis við raunveruleikann. Við eigum auðvitað að vanda okkur við það og láta þjóðina taka þátt í þeirri gerð. Þá þarf að setja samnings- markmið og ganga til samninga við Evrópusambandið. Augljóst má vera að nokkur ár líða þar til af inngöngu okkar get- ur orðið og enn lengra þar til við tökum upp evru. En við þurfum að vanda okkur á öllum sviðum, ekki bara með því að gera úttekt á hagrænum kosti þess að ganga inn heldur einnig að ná sem allra víðtækastri sátt um forsendurnar og þá má halda áfram að spyrja fyrst Ragnar byrjar; er ekki betra að Sjálfstæð- isflokkur og Samfylkingin taki höndum saman í ríkisstjórn og tryggi framgang þessara mála, þ.e. breytingu á stjórnarskrá og markmiðssetningu við samnings- gerð við Evrópusambandið, og víki öðrum minniháttar ágreiningi til hliðar á meðan? Ísland og Evrópu- sambandið Bjarni Pétur Magnússon fjallar um Evrópusambandið og um- mæli Ragnars Árnasonar ’Ég hef áður bent ánauðsyn þess að við vörðum veginn vel. Breytum stjórnarskránni til samræmis við raunveruleikann.‘ Bjarni Pétur Magnússon Höfundur er hagfræðingur. ÆVINTÝRIÐ um hann Trölla sem stal jólunum er okkur flestum kunnugt. Trölli var stór og skap- styggur íbúi í fjöllunum og kunni því illa þegar fólkið í þorpinu hélt jólin hátíðleg og samgladdist hvert öðru. Manni verður hugs- að til þessa skemmti- lega ævintýris í tengslum við stór- felldar hækkanir R-listans á útsvari, fasteignagjöldum og þjónustugjöldum fyrir mikilvæga þjónustu. Þessi þjónusta snertir í flestum tilfellum börn, gamalmenni og öryrkja. Það er nefnilega þannig að í desem- bermánuði samþykkti Alþingi frumvarp fjármálaráð- herra um að á þessu kjörtímabili myndi tekjuskattur einstaklinga lækka úr 25,75% í 21,75%, eign- arskattur einstaklinga og fyr- irtækja yrði afnuminn árið 2006 og barnabætur hækkaðar um 2.400 milljónir. Þessar skattalækkanir gátu sannarlega hafa orðið upphafið að jólunum, enda vandséð hvernig hægt væri að stuðla frekar að betri kjörum almennings. En þá birtust Steinunn Valdís Óskarsdóttir og félagar hennar úr R-listanum í gervi Trölla og hrein- lega stálu jólunum með því að staðfesta verulegar hækkanir á opinberum gjöldum Reykvíkinga. Þannig átu þau upp þær kjarabætur sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hafði stuðlað að. Útsvar hækkar um 0,33% og fast- eignagjöld hækka úr 0,320% í 0,345%. Við það bætist svo auðvit- að hækkun fasteigna- gjalda vegna hækk- unar á fasteignamati. En R-listinn lét sér fyrrnefndar skatta- hækkanir ekki nægja, enda gaman í hlutverki Trölla þegar svo ber undir. Forystumenn svokallaðra félagshyggjuafla í borginni, sem hafa tamið sér þá venju að tala af vandlætingu um framkomu rík- isstjórnarinnar gagnvart barna- fólki, öryrkjum og öldruðum ákvað nefnilega að hækka gjöld fyrir ýmsa þjónustu sem þessum hópum er veitt. Til dæmis munu aldraðir og öryrkjar, sem þurfa á heima- þjónustu að halda, að greiða 43% hærra gjald fyrir slíka þjónustu á árinu 2005 en árinu áður og akst- ur fyrir aldraða í félagsstarf hækkar um 47%. Þá hækkar gjald fyrir börn á frístundaheimilum um 10%. Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórnar, hefur mælt þess- um skattahækkunum bót og telur að um sé að ræða mikilvægt inn- legg Reykjavíkurborgar í hag- stjórn á Íslandi. Ég frábið mér hins vegar slíka bjarnargreiða frá R-listanum enda löngu orðið ljóst að einstaklingar vita miklu betur en stjórnmálamenn hvernig þeir skuli ráðstafa sínu sjálfsaflafé. Þegar Trölli stal jólunum Jón Hákon Halldórsson fjallar um skattahækkanir ’Útsvar hækkar um0,33% og fasteignagjöld hækka úr 0,320% í 0,345%.‘ Jón Hákon Halldórsson Höfundur hefur nýlokið prófi í hagnýtri fjölmiðlun. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is TIL SKAMMS tíma var hægt að sækja um ferðaþjónustu fatlaðra fyr- ir aldraða einstaklinga sem ekki gátu ferðast með strætisvögnum í Reykja- vík. Sú þjónusta gerði það að verkum að þessi hópur gat komist ferðar sinnar um bæinn að minnsta kosti í allra nauðsynlegustu erindi án þess að þurfa að reiða sig á hjálp aðstand- enda. Á síðasta ári hefur borið á að beiðnum um ferðaþjónustu fatlaðra hafi verið hafnað. Mér hefur skilist að ástæður þess séu að ferðaþjónusta fatlaðra falli undir málefni fatlaðra en ekki málefni aldraðra. Það þýðir að aldraður fatlaður einstaklingur nýtur ekki sömu réttinda og yngri fatlaðir. Slík mismunun er óeðlileg og óskilj- anleg fyrir almenna skynsemi. Þetta þýðir fyrir sjúklinga mína t.d. sem áð- ur gátu komist í sjúkraþjálfun á stof- ur eða göngudeild hafa gjarnan ekki komist. Ef sjúklingur getur ekki nýtt sér sjúkraþjálfun á stofu biðjum við gjarnan um heimasjúkraþjálfun, en hún er kostnaðarsamari fyrir sam- félagið en þjálfun á stofu. Sá kostn- aður fellur hins vegar á Trygg- ingastofnun ríkisins en ekki sveitarfélög. Ef við teljum að heima- sjúkraþjálfun sé ekki nóg sækjum við um þjálfun á Landakoti á dagdeild eða legudeild. Það þarf ekki að taka fram að kostnaður við slíkt er marg- faldur á við að fá þjálfun á stofu eða heim. Þannig virðist mér þessi ráð- stöfun Reykjavíkurborgar auka frek- ar á kostnað samfélagsins en minnka hann. Ég vil taka það fram að það er mik- ilvægt fyrir fólk að komast leiðar sinnar í borginni fyrir annað en heil- brigðisþjónustu. Í mínum huga ætti það að vera sjálfsagður réttur borg- aranna að geta ferðast um borgina með almenningssamgöngum því það eru margir sem ekki geta keyrt bíl vegna t.d. vegna fjárhags, ungs ald- urs, fötlunar, sjúkdóma og vanda- mála tengd ellinni eða vegna þess að þeir kjósa að nota ekki einkabíl. Af- leiðingar þess að vera bundinn heima geta verið slæmar. Það getur valdið minnkuðum almennum styrk og göngugetu vegna hreyfingarleysis auk félagslegrar einangrunar. Fé- lagsleg einangrun er slæm af mörg- um ástæðum meðal annars fyrir heilsuna. Félagsleg tengsl aldraðra hafa áhrif á horfur í mörgum sjúk- dómum m.a. í hjartasjúkdómum og eftir mjaðmabrot. Markmið með end- urhæfingu er að gera sjúkling hæfan til að taka þátt í lífinu, þar með að njóta samvista við annað fólk auk augljósra atriða eins og að geta klætt sig og þvegið og tekið lyf svo dæmi séu tekin. Ég hvet félagsþjónustuna til að endurskoða afstöðu sína og auka að- gengi aldraðra að ferðaþjónustu. Ég hef heyrt rætt um að standi til að stofna ferðaþjónustu aldraðra og er það gott en sú þjónusta hefði átt að vera til áður en ferðaþjónusta fatl- aðra var tekin af öldruðum. Ég hvet einnig nágrannasveitarfélögin til að gera slíkt hið sama að tryggja öldr- uðum möguleika að komast leiðar sinnar utandyra. HELGA HANSDÓTTIR, yfirlæknir á almennum öldr- unarlækningadeildum LSH, Landakoti, 101 Reykjavík. Ferðaþjónusta fatlaðra – þjónusta fyrir aldraða? Frá Helgu Hansdóttur, lækni á Landspítala, Landakoti FRAMTÍÐ Reykjavíkurflugvallar hefur verið rædd áratugum saman en þó aldrei meir en síðustu ár og er svo enn. Kveikjan að þessum skrifum núna er grein Magnúsar Skúlasonar arkitekts í Morgunblaðinu 10. des. sl. Þar leggur hann til að flugvall- arsvæðið verði fljótlega rýmt að hálfu, en SV-brautin þjóni innan- landsfluginu áfram, enda hafi það verið starfrækt þar hindrunarlaust á meðan NS-brautin var lokuð í heilt ár fyrir skömmu. Imprað hefur verið á þessu áður en líklega ekki sett svona skýrt fram fyrr. Þegar fólk skiptist í gagnstæðar fylkingar í mikilsverðum málum, sem nauðsynlegt er að taka afstöðu til, er oft fátt í myndinni annað en að annar aðilinn valti yfir hinn. Stundum er þó hægt að mætast á miðri leið þannig að hvorir tveggja geti unað sæmilega við sinn hlut. Tillaga Magnúar Skúla- sonar gæti einmitt verið af þessum toga. Samkvæmt henni dugir SV- brautin fyrir innanlandsflugið. Með því að leggja niður NS- brautina losnar mikið landrými sem þyrfti að skipuleggja, ásamt útfærð- um hugmyndum um framhaldið ef flugvöllurinn yrði lagður alveg niður. Sjálfsagt yrði um alþjóðlega sam- keppni að ræða um málið í heild, en þegar hafa komið fram tillögur sem skaðlaust er að ígrunda nánar. Hér er einkum átt við að miðja svæðisins yrði eins konar mjóslegið framhald Hljómskálagarðsins, með læk og litlum tjörnum og klætt hæfilegum gróðri, en vatnið kæmi úr flæðibrunni á hæsta stað leiðarinnar, – listaverki tengdu vatnsveitunni og reyndar einnig hitaveitunni svo ekki frysi. Þessi gróðurvin gæti verið „breið- stræti“ með göngusvæðum beggja vegna, – en ekki akbrautum. Aka þyrfti um örfáar þvergötur og þar rynni lækurinn undir. Beggja vegna yrðu síðan samfelldar húsaraðir. Að- gengi að efri hæðunum yrði á bak- hliðinni. Yfir jarðhæðunum strætis- megin yrði breitt skyggni eða innfelld gangbraut sem gæfi allgott skjól, eins og einu sinni var ætlunin að hafa á Laugaveginum að norðanverðu, og þar gætu margir verið á ferðinni enda aðstaða fyrir þjónustufyrirtæki af hóflegri stærð í hverju húsi. Að hálfum flugvellinum aflögðum yrði „Strætið“ allt að 750 m langt (með fyrirvara um hve nálægt SV- brautinni mætti byggja), en tvöfalt lengra í fullri lengd og þá ríflega á við Strikið í Kaupmannahöfn. Líklega yrði svæðið að stórum hluta byggt fjölbýlishúsum. Íbúðirnar yrðu eft- irsóttar af mörgum sem ynnu á Land- spítalanum, í Háskólanum og hjá há- tæknifyrirtækjum sem vonandi eiga eftir að rísa og dafna í skjóli þessara stofnana. Þá gætu margir farið gang- andi og hjólandi til vinnu, en auðvitað byggju þarna margir aðrir og reikna yrði með ríflegri bílaeign. Gera yrði því ráð fyrir fjölda bílastæða í kjöll- urum húsa og á jarðhæðum, en ekki yrðu allir bílarnir notaðir daglega. Þessi uppbygging ætti að hefjast innan örfárra ára á fyrri hluta svæð- isins, en ákvörðun um framhaldið yrði frestað jafnvel um nokkra ára- tugi og tengdist þá tækninni og þróun þjóðfélagsins. Þá kynni líka að verða vakin upp gömul hugmynd um að leggja flugbraut yfir Löngusker í Skerjafirði. VALDIMAR KRISTINSSON, Kirkjusandi 1, Reykjavík. Flugvöllurinn fari og veri Frá Valdimar Kristinssyni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.