Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 23
Dr. Björn Sigfússon fv. háskóla- bókavörður var ári yngri en heimastjórnin, ársgamall þegar síminn kom í land á Seyðisfirði, sex ára þegar Háskóli Íslands var stofnaður, þrettán ára þegar Ísland öðl- aðist fullveldi, tæplega fertugur þegar það var lýst lýðveldi, lið- lega hálfsjötugur þeg- ar siglt var með Flat- eyjarbók og Eddu- kvæðin til hafnar í Reykjavík. Hann lifði tvær heimsstyrjaldir og lést rúmlega hálfní- ræður, um það bil sem Netið svokallaða hélt innreið sína. Björn hafði þá orðið samferða tuttugustu öldinni svo lengi sem verða mátti, öld meiri breytinga en nokkur önnur í Íslandssögunni ? og raun- ar heimssögunni. Björn Sigfússon var fæddur að Stóru-Reykjum í Reykjahreppi, S-Þing., 17. janúar 1905. Að hon- um stóðu þingeyskir stofnar í báðar ættir, og þar nyrðra ólst hann upp. Sem barn og ungling- ur naut hann einungis kennslu sem nam einum vetri samanlagt. Hann var orðinn tvítugur þegar leið hans lá í Kennaraskólann, en áður hafði fyrrum kennari Björns mælt með honum við skólastjórann, sagði hann gáfað- an en sérkennilegan. Þetta voru eigindir sem einkenndu Björn líf- ið á enda. Hann lauk kennara- prófi 1928 og stúdentsprófi ári síðar utanskóla, með hæstu ein- kunn. Næsti áfangi á námsferl- inum var meistarapróf í íslensk- um fræðum 1934. Veturinn eftir var hann við framhaldsnám í Osló og Kaupmannahöfn, stund- aði síðan kennslu og önnur störf sem til féllu, flutti m.a. þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu, en árið 1944 varði hann rit sitt um Íslendingabók til doktorsprófs við Háskóla Íslands. Björn var skipaður háskólabóka- vörður 1945. Hann var einyrki í safninu nær tvo áratugi, eða allt til þess er undirritaður kom þar til starfa 1964, en upp úr því fór starfsfólki að fjölga, nam átta stöðugildum þegar Björn fór á eft- irlaun 1975. Hafði hann þá unnið Háskólabókasafni dyggilega í fulla þrjá áratugi og af fádæma ósér- hlífni, lengst af við afar erfiðar að- stæður. Sjálfsagt hefur Björn ekki séð það fyrir að bókavarsla yrði hans ævistarf. Hann hóf þegar að afla sér tiltækrar þekkingar á því sviði, með lestri og kynnisferðum erlendis, enda ekkert formlegt nám fyrir bókavarðarefni í boði hérlendis á þeim tíma. Sú hugsun þróaðist með honum að hér þyrfti úr að bæta, og eftir rúman áratug í starfi fékk hann leyfi háskóla og ráðuneytis til að hefja kennslu í bókasafnsfræði, og var náminu þannig skipað að það gæti orðið hluti BA-prófs. Þetta var fyrsti vísir að námi sem mörg hundruð manns hafa síðan stundað. Björn kvæntist árið 1932 Drop- laugu Sveinbjarnardóttur (f. 1912), ættaðri frá Viðvík við Stykkis- hólm, en missti hana árið 1945 frá fimm ungum börnum, Hólmfríði (f. 1934), Sveinbirni (f. 1936), Sigfúsi (f. 1938), Helga (f. 1942) og Ólafi Grími (f. 1944). Björn kvæntist öðru sinni 1948, Kristínu Jónsdótt- ur (1913?98), ættaðri frá Iðu í Biskupstungum. Sonur þeirra er Hörður (f. 1948). Björn settist ekki í helgan stein, eins og það er stundum kallað, þegar hann lét af sínu fasta starfi, heldur hóf nám í landafræði við Háskólann, tengdi það námi í sænsku sem hann hafði stundað fyrr á árum og lauk BA-prófi í þessum greinum 1978. Landa- fræðinámið féll vel að helstu áhugasviðum Björns á efri árum, sem lutu að þjóðfélagsgerð, þróun heimsmyndar og stöðu Íslands meðal þjóða. Hafði hann rétt lokið handriti að bók um þessi efni þeg- ar hann lést, vann raunar að því að betr- umbæta það til síð- asta dags, en hann lést 10. maí 1991. Sáu börnin um að gefa bókina út að föður sínum látnum (Klof- instefja, 1992). En niðjarnir áttu eftir að sýna minn- ingu föður síns enn meiri ræktarsemi, því að á árinu 2003 gáfu þeir út mikið rit und- ir heitinu Úr ritverk- um Björns Sigfússon- ar háskólabókavarð- ar, tvö gild bindi, alls um 1550 blaðsíður, þar af er fjallað um ætt- ir Björns og ævi á nær 500 síðum. Ritið prýða um 800 myndir. Höf- undur æviþáttarins og ritstjóri út- gáfunnar í heild er Ólafur Grímur, sonur Björns. Hann hefur leyst þetta verk afburðavel af hendi og af óvenjulegri elju og nákvæmni. M.a. hefur hann tekið saman rita- skrá föður síns, þar sem tilfærð eru alls 565 ritverk, bækur og greinar um fræðileg efni, þjóð- félagsmál og dægurmál, útgáfur, ritdómar o.fl. Skrif Björns þóttu gjarnan tyrfin að stíl og hugsun, einkum hin síðari ár. Öðru máli gegnir um sitthvað af því sem hann skrifaði fyrr á ævinni, svo sem menn geta kynnt sér í ofan- greindu ritverki þar sem birt er gott úrval úr ritum Björns. Í riti sínu tilfærir Ólafur Grímur einnig ýmislegt smálegt aftanmáls, sem ekki hefur birst áður. Þannig segir hann t.d. frá því að meðal þess sem faðir hans vann sér til tekju- auka á fyrstu hjúskaparárum sín- um var heyskapur í nokkrum óbyggðum eyjum í Breiðafirði, m.a. í Kiðey sem Björn hafði eign- ast hlut í, lá þar við sem kallað var. Um þetta hafði Björn hripað eftirfarandi hjá sér: ?Aldrei var Droplaug duglegri en í þessum úti- legum eða naut lífsins betur, var alin upp við þær og vildi láta þá aðferð við að lifa ganga í arf til barnanna. Bátlaus á straumum luktri ey með aleigu okkar, börnin, í tjaldinu höfum við lifað einhverj- ar mestu hamingjunætur ævinn- ar.? (II, 727.) Þrátt fyrir annir tók Björn virk- an þátt í starfi fræða- og fag- félaga, svo sem Vísindafélags Ís- lendinga og Sögufélags, og var um árabil í ritstjórn tímarits þess, Sögu. Hann var vegna minnis síns og leiftrandi tilsvara eftirsóttur til þátttöku í spurningaþáttum. Framganga hans hvar sem hann fór var alla tíð hispurslaus og á margan hátt lítt í samræmi við tísku og hefðir, enda kallaður þjóðsagnapersóna þegar í lifanda lífi. Eigi að síður var Björn mjög framfarasinnaður í starfi, var t.a.m. áhugasamur um sameiningu safns síns við Landsbókasafn í Þjóðarbókhlöðu, en hann lést um það leyti sem lokaundirbúningur þess máls var að hefjast. Gamlir notendur Háskólabóka- safns minnast þess hve óspar Björn var á tíma sinn, setti gjarn- an á langar orðræður, föðurlegar og fræðandi. Hygg ég að það hafi verið mörgum námsmanninum kærkomin slökun þegar hann leit upp frá lestri og skrifum. Björn var vinsæll og vel látinn meðal starfsfélaga og samferðamanna, og staðfestist það m.a. í því að afmæl- isrit honum helgað kom út á sjö- tugsafmæli hans. Sem gamall sam- starfsmaður Björns minnist ég velvilja hans og hlýs viðmóts og virði mikils þann minnisvarða sem honum er reistur með því efnisríka ritverki sem út kom nú skömmu áður en fagnað er aldarafmæli þessa eftirminnilega manns. Einar Sigurðsson. BJÖRN SIGFÚSSON MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 23 ALDARMINNING MINNINGAR Það var mikil gleði, þegar þessi yndislegi drengur kom í heiminn. Engan gat órað fyrir því að hann færi svona fjótt frá okkur. Hann fæddist hinn 19. október, vel skap- aður og fallegur. Hann var skírður 19. desember Karl Hannes og dafn- aði vel, var farinn að hjala og brosa og taka eftir umhverfinu. Það er mikil sorg í hjörtum okkar og mikið lagt á unga móður og okkur öll. Við vonum að æðri máttur fái leitt okkur á þessum erfiða tíma. Guð varðveiti þig, elski litli vinur. Langamma og langafi. Elsku litli frændi. Ég hlakkaði svo til að þú kæmir í heiminn. Í huga mínum var ég búin að leggja plön fyrir framtíðina, ég ættlaði að kenna þér svo margt, segja þér sögur og sýna þér sjö und- ur veraldar. Dagurinn stóri kom að lokum og litlu munaði að þú fengir sama afmælisdag og amma gamla, KARL HANNES UNNARSON ? Karl Hannes Unnarson fædd- ist í Reykjavík 19. október síðastliðinn. Hann lést á heimili sínu í Langagerði 9 í Reykjavík sunnu- daginn 9. janúar. Móðir hans er Unnur Karen Karlsdóttir, f. 12. september 1985. Þau bjuggu í Langagerði 9 ásamt fjölskyldu sinni, þeim afa, ömmu og Önnu Lilju frænku sem er eldri systir Unnar Karenar. Útför Karls Hannesar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. þótt hún sé ekkert gömul. Þú komst, sást og sigraðir hjörtu okk- ar allra, með brosinu, augunum og hjóðunum þínum öllum, háum og lágum. Ég heyri þau enn og munu þau óma í hjarta mínu þar til ég hitti þig á ný. Þú varst ljósið í lífi okkar, full- kominn í alla staði, svo vel af Guði gerður að aldrei hef ég áður séð eins fallega veru og þig, aðeins er hægt að líkja þér við englana á himnum þar sem þú nú dvelur. Elsku litli engillinn minn Karl Hannes, ekki er langur tíminn sem leið síðan ég hélt þér undir skírn hinn 19. desember þá aðeins tveggja mánaða gömlum. Þú gafst svo mikið inn í líf okkar allra, minningar sem endast ævilangt. Ég fékk að vera móðursystir skamma stund og það mun ég áfram vera í hjarta mínu. Þegar þú komst inn í líf mitt var það eins og vorvindurinn, fullur af lífi og loforðum um bjarta framtíð, en vind- inn lægði og haustið kom skyndi- lega, ljósið var frá okkur tekið og líf- ið þitt horfið. Sorgin ríkir í hjörtum okkar þessa daga. Sporin sem þú fékkst ekki að taka og árin sem ekki fengu að líða með þig við okkar hlið. Þú verður alltaf með okkur í anda, elsku litli vinur. Ég elska þig, elsku litli vinur, ljós- ið sem skein svo skært. Anna Lilja móðursystir. Þótt lífshlaup okkar jarðarbúa sé mislangt, þá er það ekki endilega mælikvarði á fjölda minninga. Karl afi var duglegur við að upplýsa okk- ur á Lundi um framgang mála hjá Unni Karen og Karli Hannesi, bæði fyrir og eftir fæðingu, og því eru minningarnar æði margar. Svo skrýtið sem það er, þá tökum við marga hluti sem sjálfgefna, þó að þeir séu það ekki í raun og veru. Okkur fannst ofureðlilegt að Unnur Karen kæmi með Karl Hannes í heimsókn, gæfi honum brjóst í sóf- anum hjá okkur á Lundi, segði bless og sjáumst seinna. Það er okkur starfsmönnum á Lundi ómetanlegt að hafa fengið að vera þátttakendur í stuttu lífshlaupi Karls Hannesar, hann veitti okkur öllum gleði og hamingju sem og öll hans fjölskylda. Við erum öll harmi slegin og það mun taka okkur, sem og ykkur, tíma að jafna okkur, en ef við stöndum öll saman munum við sætta okkur við orðinn hlut sem við gátum ekki neinu um ráðið. Unnur Karen, Karl, Nína Karen, Anna Lilja sem og ættingjar og vin- ir, við samstarfsmenn á Lundi vott- um ykkur okkar dýpstu samúð. Megi minningin um yndislegan dreng lifa með okkur. Samstarfsmenn á Lundi. Nú ertu farinn, elsku litli frændi minn. Þú komst inn í líf okkar allra með svo mikla ást og gleði. Þannig munum við minnast þín ævilangt. Á þeim stutta tíma sem við fengum að njóta samvista við þig, elsku kútur- inn okkar, myndaðist hjá okkur eitt- hvað sem við höfðum misst sjónar á. Við þurftum virkilega á þér að halda. Fjölskyldan hefur aldrei verið eins sterk og nú. Aldrei hefur fjölskyldan staðið eins vel saman og nú. Þú hef- ur gert okkur sterk að nýju. Elsku Unnur, bróðir, mágkona og Anna, megi tíminn og trúin leiða ykkur í gegnum þetta erfiða tímabil. Stefán Hrafn og Edda Paulin biðja fyrir innilegar samúðarkveðj- ur. Við kveðjum þig með söknuði, Ólafur, Sigrún, Gunnar, Stefán og Óli Þór. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni ? þá birtist valkosturinn ?Senda inn minning- ar/afmæli? ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar Systir okkar, afasystir og mágkona, ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR frá Ísafirði, Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi föstu- daginn 7. janúar, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 19. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarsamtök. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Ingi Sigurðsson, Katrín Sigurjónsdóttir, Ísak J. Sigurðsson, Arna Viktoría Kristjánsdóttir og fjölskyldur. Lokað Lokað í dag vegna jarðarfarar SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR. Rökrás ehf., Kirkjulundi 19, Garðabæ. Lokað Skrifstofan verður lokuð í dag vegna jarðarfarar. Fasteignasalan Lundur ehf. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SIGRÚN GÍSLADÓTTIR, andaðist á heimili sínu, Álfhólsvegi 70, laugardaginn 15. janúar. Guðmundur Hansen Friðriksson, synir, tengdadætur og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.