Morgunblaðið - 17.01.2005, Page 24

Morgunblaðið - 17.01.2005, Page 24
24 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigríður Guð-mundsdóttir fæddist á Ísafirði 21. maí 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykja- vík 8. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Kristjánsson skipstjóri á Ísafirði, f. á Hvammi í Dýra- firði 19.10. 1876, d. 24.5. 1962, og kona hans Ingileif Stefáns- dóttir, f. í Haukshúsi í Bessastaðahreppi 5.7. 1887, d. 3.9. 1964. Systkini Sig- ríðar eru: Ásta Guðmunda, f. 1907, d. 1997, Guðrún Ágústa, f. 1908, d. 1909, Elí Jóhann Björn, f. 1910, d. 1995, Kjartan Ingibjörn, f. 1911, d. 1992, Ágúst Sigurjón, f. 1913, d. 2002, Stefanía Ósk, f. 1915, Kristín Alda, f. 1920, d. 1998, Jóhanna, f. f. 6.5. 1943. Börn þeirra eru Elísa- bet Margrét, f. 26.1. 1963, Friðþjóf- ur Ingimar, f. 4.10. 1965, Bessi Húnfjörð, f. 16.1. 1967, og Reynir Örn, f. 6.8. 1977. 2) Kristján, f. 4.3. 1951, kvæntur Regínu Ólafsdóttur, f. 21.6. 1954. Börn þeirra eru Ró- bert, f. 5.11. 1973, og Bryndís, f. 17.12. 1979, áður átti hann Sigríði Lindu, f. 17.12. 1968. 3) Sigfríður, f. 16.5. 1952, gift Birni Inga H. Christensen, f. 4.3. 1951. Börn þeirra eru Sigríður Hyldahl, f. 18.9. 1972, Lóa Björg H., f. 28.2. 1976, Andrea Hyldahl, f. 3.9. 1988, og Helena Hyldahl, f. 3.9. 1988. Barnabörnin eru 16. Árið 1936 fluttist Sigríður til Reykjavíkur og hóf nám í sauma- skap hjá saumastofu Rebekku í Að- alstræti. Eftir námið starfaði hún á saumastofu Álafoss í Þingholts- stræti. Hún starfaði við saumaskap með heimilisstörfunum meðan heilsan leyfði. Sigríður tók þátt í ýmsum félagsstörfum og var m.a. formaður Bylgjunnar, félags eigin- kvenna loftskeytamanna. Sigríður verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1922, Jóna Margrét, f. 1924, Halldóra Petr- ína, f. 1926, d. 1926, og Ingileif Jónína, f. 1933. Sigríður var tekin í fóstur sex ára gömul hjá Hólmfríði Jóns- dóttur, f. 1866, d. 1950, og Sigurvini Berg- mann Hanssyni, f. 1869, d. 1952, en þau bjuggu í næsta húsi við foreldra hennar. Sigríður giftist 1938 Friðþjófi Ingimar Jó- hannessyni, fyrrv. loftskeytamanni á Gullfossi, f. í Hafnarfirði 22.5. 1913, d. 10.1. 1984. Foreldrar hans voru Jóhannes Narfason, f. 9.10. 1889, d. 21.5. 1960, og Guðrún Kristjánsdóttir, f. 17.12. 1889, d. 3.8. 1963. Börn Sigríðar og Frið- þjófs eru: 1) Jóhannes Ingi, f. 24.1. 1943, kvæntur Rakel Bessadóttur, Tengdamóðir mín Sigríður Guð- mundsdóttir er fallin frá, eftir erfið veikindi síðustu ára. Hún Sigga var kraftmikil og stór kona í þeirri merkingu að það var fátt sem hún var ekki sjálfbjarga með hvort sem það var að mála, bæta eða breyta, það vafðist ekkert fyrir henni. Friðþjófur tengdapabbi var loftskeytamaður á millilandaskipinu Gullfoss. Svo það kom í hennar hlut að sjá um flesta hluti er sneru að börnunum þrem og heimilinu. Henni var það kappsmál að hafa allt tipp topp. Þau áttu sérstaklega fallegt heimili. Á heimili þeirra var mikil gestakoma, enda bæði höfðingj- ar heim að sækja. Öll handavinna var hennar líf og yndi, hvort sem það var að sauma út eða sauma á saumavél. Hún setti upp marga klukku- strengi og saumaði mikið af barnaföt- um. Sigga og Feddi höfðu gaman af að ferðast, þau fóru víða erlendis. Þar kom dugnaður og framtakssemin líka í ljós, því það hafa sjálfsagt ekki margar konur keyrt bíla um hrað- brautir Evrópu á þessum tíma, þegar vinstri umferð var hér á landi. Mér er sagt að hún hafi verið góð- ur bílstjóri, eins og einn orðaði það einu sinni „hún Sigga er fanta góður bílstjóri“. En síðustu árin sem hún keyrði voru farþegar hennar dálítið þreyttir í hægri fæti. Feddi og Sigga áttu sælureit, en það var lítill sumarbústaður sem var í Sléttuhlíð fyrir ofan Hafnarfjörð. Yfir sumartímann mátti segja að Sigga hafi flutt þangað með yngri börnin. Þar gróðursetti Sigga mikið af trjám, blómum og ræktaði grænmeti. Trén uxu hægt í hrauninu, en blómin spruttu fram í öllum regnbogans lit- um, þá varð Sigga mín ánægð þegar hún horfði yfir blómabekkinn sinn. Síðan komu barnabörnin og nutu þess að fara með afa og ömmu í bú- staðinn. En á þeim tíma var tengdapabbi kominn í land, síðustu 10 árin vann hann hjá Pósti og Síma. Tengdapabbi lést eftir stutta legu. Það var Siggu minni mikill missir, þau höfðu verið svo samrýnd. Hún seldi íbúðina á Bárugötu og fluttist í Hrísmóann í Garðabæ, þar sem hún kom sér upp fallegu heimili. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ. Það var sárt að horfa upp á Siggu mína sitja auðum höndum og geta ekkert gert. Blessuð sé minning hennar. Rakel Bessadóttir. Í dag kveð ég elskulega tengda- móður mína Sigríði Guðmundsdótt- ur. Ég kynntist henni aðeins 17 ára gömul þegar ég og Kristján sonur hennar fórum að vera saman. Við fyrstu kynni var hún svolítið hrjúf, en þegar ég kynntist henni nánar mynd- aðist mikil vinátta okkar á milli. Sig- ríður var dugleg og kraftmikil kona og féll henni aldrei verk úr hendi. Mér er minnistæð vera okkar um árabil hjá henni þegar við fjölskyldan fluttum frá Bolungarvík. Sigríður tók okkur opnum örmum og bar aldrei skugga á samskipti okkar. Ekki taldi hún eftir sér að líta eftir börnunum okkar meðan á námi og vinnu stóð. Þegar ég þurfti á aðstoð að halda varðandi matseld eða saumaskap var hún alltaf til staðar að hjálpa. Sum- arbústaðurinn hennar í Sléttuhlíðinni var henni allt og fórum við margar ferðir þangað og var henni umhugað að hafa garðinn sinn allan príddan blómum. Heilsu hennar hrakaði stöð- ugt síðastliðin ár. Þá dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Skógabæ, þar sem hún lést 8. janúar sl. Kveð ég tengdamóður mína með söknuði og megi Guðs englar vaka yfir henni. Regína Ólafsdóttir. Við andlát tengdamóður minnar Sigríðar Guðmundsdóttur, sem lést laugardaginn 8. janúar sl., kemur upp í hugann þakklæti fyrir margar góðar samverustundir á liðnum ár- um. Strax var vel tekið á móti ungum manni sem fór að venja komur sínar á Bárugötu 36. Hlýhugurinn og gest- risnin hjá Sigríði og Friðþjófi var slík að kjarkurinn jókst. Heimsóknirnar urðu tíðari. Ekki var annað tekið í mál en að þiggja eitthvert góðgæti; góða máltíð eða nýbakaða köku. Sig- ríður var nefnilega mikil búkona, allt sem við kom matargerð lék í hönd- unum á henni. Stóra frystikistan hennar virtist taka endalaust við á haustmánuðum. Heimilið að Bárugötu 36 bar vott um þá fagurkera sem þar bjuggu, glæsileg húsgögn, fallegir hlutir sem safnast höfðu í gegnum árin, oft á ferðalögum þeirra hjóna erlendis. Handverk húsmóðurinnar fór heldur ekki framhjá neinum sem þar kom; dúkar, púðar og strengir, svo eitthvað sé upp talið. Saumaskapur var raunar bæði áhugamál hennar og atvinna. Hún lærði saumaskap hjá saumakonunni Rebekku og starfaði síðan á saumastofu Álafoss eftir að hún flutti til Reykjavíkur sem ung kona. Þar fékk hún góða reynslu sem nýttist henni vel alla tíð. Eftir að hafa stofnað fjölskyldu tók hún að sér verkefni heima, sem síðan þróaðist út í vandasamar uppsetningar á út- saumuðum myndum og strengjum. Sigríður var mikil fjölskyldumann- eskja sem hugsaði vel um börn sín og barnabörn. Jólaboðin voru fastur lið- ur meðan heilsan leyfði og það þótt fjölskyldan hefði stækkað óðfluga síðustu árin. Þá kom sumarbústaður þeirra hjóna í Sléttuhlíðinni sér oft vel þegar fjölskyldunni var hóað saman til skemmtunar. Sléttuhlíðin var reyndar sælureitur þeirra hjóna til margra ára þar sem börn þeirra og kannski ekki síst barnabörn fengu notið sín í leik úti í frjálsri nátt- úrunni. Sigga og Feddi ferðuðust mikið; fóru í langar ökuferðir um Evrópu og kynntust fjölda útlendinga, kannski ekki síst í gegnum starf Friðþjófs sem loftskeytamanns á Gullfossi. Mörg þessara kynna entust ævilangt og með heimsóknum á víxl. Gamall vinur þeirra hjóna, John Brøgger, 83 ára, frá Kaupmanna- höfn, kom í heimsókn til Íslands fyrir rúmu ári og heimsótti þá Siggu og okkur fjölskylduna. Gaman var að ferðast með Siggu til útlanda enda veraldarvön og glæsi- leg kona. Nokkrum árum eftir að Friðþjófur féll frá langaði Sigríði að fara og heimsækja vinafólk þeirra hjóna í Hannover, þar sem Sigfríður hafði líka búið í 6 mánuði sem ung stúlka. Gaman var að upplifa þær hlýju móttökur sem Sigga fékk og reyndar öll fjölskyldan. Áttum við þarna nokkra yndislega daga sem gleymast seint. Eftir að Sigríður seldi á Bárugöt- unni flutti hún að Hrísmóum 2 í Garðabæ þar sem hún bjó síðustu ár- in. Börn hennar, Jóhannes Ingi, Kristján og Sigfríður bjuggu þar stutt frá og því mikill samgangur þeirra á milli. Síðustu árin tók hún mikinn þátt í félagsstarfi aldraðra í Garðabæ; hélt t.d. upp á 75 ára afmæli sitt í þeirra hópi en þá voru þau á ferðalagi í Lúx- emborg. Elsku Sigríður, að lokum kveð ég þig með virðingu og söknuði. Takk fyrir alla umhyggjusemina og hjálp- ina. Takk fyrir allt. Minning þín er ljós í lífi okkar. Björn Christensen. Elsku amma, nú ertu farin til afa. Mig langar bara til að þakka þér fyrir samverustundirnar sem við átt- um. Þær voru fáar en góðar. Minn- ingin um Bárugötu og sumarbústað- inn þinn Sléttuhlíð er mér efst í huga. Þar átti ég góðar stundir með ykkur afa. Hver dagur er dýrmæt gjöf sem Drottinn veitir þér. Þá gjöfina dýru geymdu í sál hún guðlegt flytur mál. Hver dagur er sérstök sýn, send af Guði til þín – að líta til krossins, krjúpa hann við þar kærleikann öðlast og frið. Að kvöldi þú stendur á strönd og starir um ódáins hvel í fögnuði skynjar fjarlægan geim ó, faðir, – leið mig heim. (Aðalbjörg Magnúsdóttir.) Elsku pabbi, Ingi, Sigfríður og fjölskyldur ykkar, megi almættið veita ykkur styrk í sorginni. Þín sonardóttir Sigríður Linda Kristjánsdóttir. Elsku amma mín. Það eru ótal minningar sem rifjast upp þegar ég sit hérna og hugsa um liðnar stundir. Samt er svo skrýtið hvað það er erfitt að koma þeim á blað. Þær voru margar yndislegu stundirnar sem við áttum saman, al- veg frá því að ég var bara lítil stelpu- hnáta. Alltaf gat maður fengið að koma og vera hjá þér og afa á Báru- götunni ef mamma var að vinna eða þurfti að fara eitthvað, og alltaf var jafn gott að koma til ykkar. Eitt af því sem maður gat alltaf gengið að sem vísu á Bárugötunni var góði mat- urinn þinn og svarti brjóstsykurinn í krúsinni í herberginu frammi á gangi. Reyndar man ég nú eftir að í eitt skipti var ég ekki alveg sátt við hvað var í matinn, en þá voru svið. Ég sagði við þig að mér væri svo illt í maganum að ég gæti bara ekki borð- að. En svo fékk ég að hringja í mömmu og mamma útskýrði fyrir þér að ég væri ekki vön að borða svið og þá fékk ég brauð og jógúrt eða júgott eins og þú sagðir gjarnan. Ég man svo vel eftir litla herberginu á Bárugötunni sem þú notaðir fyrir saumaherbergi. Þar dundaðir þú þér við að setja upp strengi fyrir Erlu. Þegar þeir voru tilbúnir fórum við saman í bíltúr til að skila þeim og allt- af var þetta svo vandað hjá þér. Vel pakkað inn í plast en stundum bréf og það mátti alls ekki koma við þá. Stundum var ég inni í herbergi þegar þú varst að vinna og var þá að hjálpa þér að tína upp títiprjóna sem duttu á gólfið og ekki voru þeir nú fáir. Ég skil nú bara ekki af hverju maður fékk aldrei títiprjón í fótinn þegar maður var að skoppast þarna í kring- um þig. Þegar ég var orðin aðeins eldri fór ég að koma sjálf í strætó frá búðinni hans pabba. Mamma hringdi í þig þegar ég var farin af stað og þú tókst á móti mér á stoppistöðinni. Þarna var ég sko ánægð með mig að fá að fara ein í strætó til ömmu. Þær voru nú ekki ófáar ferðirnar sem við röltum okkur niður í bæ að gefa önd- unum brauð og meira að segja í eitt skiptið var tekin mynd af okkur og við komum á forsíðu Morgunblaðs- ins. Það hafa nú ekki allir afrekað það, en það tókst okkur, amma mín. Tíminn leið og margt breyttist. Afi varð veikur og lést svo 10. janúar 1984, en þá var ég bara 8 ára gömul. Þú fluttir svo í Hrísmóana í Garða- bænum nokkru seinna. Þá var ég komin í Garðaskóla og þau voru ófá skiptin sem ég labbaði til þín þegar það var eyða í skólanum eða þá að ég kom við á leiðinni heim. Æ, það var alltaf svo gott að koma til þín og vera hjá þér í rólegheitum. Og ekki mátti maður fara svangur frá þér því þú sást alltaf til þess að ég fengi mér nú eitthvað gott í gogginn. Stundum varstu búin að elda heilu máltíðina áður en ég vissi af og aldrei var það nein fyrirhöfn af þinni hálfu. Alltaf vildir þú gera allt sem þú gast til að láta þínum líða sem allra, allra best. Það var svo gaman á síðasta sjó- mannadegi en þá var ég svo heppin að hitta fullt af fólki sem þekktu þig og afa. Þetta voru gamlir félagar ykkar af Gullfossi. Þær voru ekki ófá- ar sögurnar sem voru sagðar og mik- ið var hlegið. Fyrir mér voru þetta dýrmætar sögur sem ég gleymi seint. Það var líka svo gaman að heyra hvað fólkinu þótti vænt um ykkur og þessa frábæru tíma sem það fékk að eyða með þér og afa. Þær eru ótal margar góðu minningarnar sem ég á um samverustundirnar okkar og skrýtið að hugsa til þess að þær verða ekki fleiri. Ég veit mæta vel að þú hefur átt yndislega ævi með afa og þráðir að fá að fara til hans. En alltaf þarf maður að vera eigingjarn og ég vildi að við gætum haft þig lengur hjá okk- ur. En ég veit núna að þér líður vel, elsku amma mín. Ég veit líka að þú átt eftir að vera hjá okkur um ókomna framtíð. Ég vildi að litla stjarnan, sem við bíðum eftir að komi til okkar fljótlega, hefði verið komin og fengið að hitta þig. En ég veit líka að þú munt vera hjá okkur þegar hún kemur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Valdimar Briem.) Hvíl þú í friði, elsku amma mín. Þín Lóa. Elskuleg amma mín er fallin frá. Það mun eflaust taka nokkurn tíma að átta sig á að hún er ekki lengur á meðal okkar. Margar fallegar minn- ingar um hana hafa streymt um huga minn síðustu daga. Meðal þeirra eru yndislegir sumardagar í bústaðnum í Sléttuhlíðinni, saumaherbergi ömmu á Bárugötunni og tíðir göngutúrar um Vesturbæinn og Tjörnina. Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa reglulegar samvistir með ömmu og afa á Bárugötu og var aðeins nokk- urra mánaða þegar ég kom til þeirra fyrst reglulega í pössun. Fyrstu minningar mínar um ömmu tengjast saumaherbergi henn- ar. Hún var mikil saumakona og sinnti vinnu sinni eftir bestu getu þó ég væri á tímabili nánast daglegur gestur á heimilinu. Lítil stelpa fékk þá koll til að standa á svo hún næði upp fyrir vinnuborðið og gat þá fylgst með handverkinu sem lék í höndum hennar. Það var sjaldan sem ömmu féll verk úr hendi. Þegar voraði var hald- ið upp í bústaðinn í Sléttuhlíðinni, þar þurfti að setja niður kartöflur og grænmeti, halda við beðum og húsi og slá flötina reglulega. Oft reyndum við krakkarnir að hjálpa til en yfir- leitt heillaði hraunið meira með drullukökubakstri og hellaskoðun. Á kvöldin þurfti svo að kynda bústað- inn upp með kolum sem alltaf þótti spennandi athöfn. Þessi mikla samvera með ömmu tengdi okkur sterkum böndum. Okk- ur þótti gott að hlæja saman og hún átti það til að skríkja eins og smá- stelpa þó hún væri komin á gamals aldur ef henni þótti eitthvað sérstak- lega fyndið. Og oft þurftum við að- eins að horfast í augu til að segja hversu vænt okkur þótti um hvor aðra. Það fylgdi því alltaf góð tilfinning að heimsækja ömmu á heimili henn- ar. Hún gaf sér ávallt tíma í kaffi og spjall og það var gott að upplifa þá ró sem einkenndi hana. SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.