Morgunblaðið - 17.01.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 17.01.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 25 MINNINGAR Hraði og skarkali nútímans virtist í órafjarlægð á þessum stundum. Það huggar að hugsa til þess að amma og afi eru nú saman á ný. Ég kveð þig, amma, með söknuði. Takk fyrir allt. Sigríður. Elsku amma. Nú hefur þú kvatt og skilur heim- inn minn eftir tómlegri. Ég hef svo margs að minnast um þig og langar að setja það niður á blað. Elsku amma, þú hefur haldið þess- ari fjölskyldu saman allan þennan tíma og nú ertu farin og skilur eftir þig stórt skarð í hjörtum okkar allra. Mínar fyrstu minningar voru á Bárugötunni þegar ég var 5 ára. Bernska mín byrjaði hjá þér. Það var alltaf svo gaman á Bárugötunni og var ég svo heppin að fá að búa hjá þér eftir að afi dó og foreldrar mínir voru í námi og starfi. Þú varst alltaf svo ráðagóð og man ég sérstaklega eftir þegar þú varst að setja upp klukkustrengina og fannst alltaf handa mér verkefni svo mér leiddist ekki og fyndist ég vera til gagns. Oft var haldið í sumarbústaðinn í Sléttuhlíðinni og ófá sumrin sem við eyddum þar. Hláturinn þinn er mér svo eftir- minnilegur þegar pabbi var að gant- ast í þér og mér fannst hann alltaf svo smitandi og brosi ég við tilhugsunina. Svona renna þær í gegn hjá mér minningarnar um þig og þær eru all- ar jafn fallegar og góðar. Við ætluð- um alltaf saman til Grænlands. Draumurinn var að við kæmumst saman til að skoða náttúruna þar en við hittumst kannski í draumi og för- um þangað saman í huganum. Loksins ertu komin til afa eftir langan aðskilnað og trúi ég að þið séuð ánægð þar sem þið eruð núna því nú eruð þið saman aftur. Elsku amma, mig langar að kveðja þig með þessum orðum og ég óska þér góðrar ferðar á nýjan áfangastað. Takk fyrir allt. Þín sonardóttir, Bryndís. Elsku amma mín. Nú kveð ég þig, hina hinstu kveðju. Það er svo erfitt því mér hefur alltaf þótt svo rosalega vænt um þig. Ég á mjög margar frábærar minningar um þig og þær stundir sem við áttum saman og þær munu alltaf búa ásamt þér í hjarta mínu. Þú varst mér alltaf svo blíð og góð, og mér hefur alltaf fundist þú besta amma í heimi. Þú kenndir mér svo margt og ég fann ávallt svo mikla ró og hlýju hjá þér. Ég man svo vel eftir öllum föstu- dagseftirmiðdögum og kvöldum sem ég og Helena áttum með þér. Við löbbuðum alltaf frá fimleikaæfingu og komum heim í hlýjuna til þín. Ósjaldan fundum við um leið ilminn af nýbökuðum pönnukökum eða vöfflum frá gangstéttinni að Hrísmó- um. Þú hugsaðir alltaf svo vel til okk- ar. Þú kenndir okkur ýmis spil, last fyrir okkur eða sýndir okkur skyggnusýningar. Um klukkan fimm settumst við allar þrjár fyrir framan sjónvarpið á hverjum einasta föstu- degi til að horfa á Leiðarljós. Þér fannst svo gaman að því og sagðir okkur allt um sögu persónanna, sem okkur fannst mjög spennandi. Þú varst alltaf svo dugleg, á öllum sviðum. Við fengum alltaf svo góðan mat hjá þér. Ekta ömmumat, sem er bara hægt að fá hjá þér. Þú varst mjög lagin í höndunum og handa- vinnan sem við fengum frá þér er al- veg ómetanleg. Einnig fengum við systur oft að föndra hjá þér og þú málaðir svo vel að við horfðum oft aðdáunaraugum á verkin þín. Alltaf var húmorinn og góð- mennskan til staðar hjá þér, líka þeg- ar þú varst orðin veik. Þú áttir alltaf súkkulaði og ópal og bauðst okkur um leið og við komum í heimsókn. Einnig gastu alltaf hlegið með okkur og komið með eitthvað fyndið í sam- ræðunum. Þú hafðir sterkar skoðanir á hlut- unum og varst alltaf svo hreinskilin. Þú hefur hjálpað mér mikið og kennt mér alla mína ævi. Ég vildi óska að ég hefði fengið meiri tíma með þér, elsku amma, ég á eftir að sakna þín mikið. Ég veit þú ert nú hjá honum afa, og Guð heldur á ykkur í hendi sér. Takk fyrir tímann sem ég átti með þér, hann er ómetanlegur og ég get ekki lýst hversu mikið mér þykir vænt um þig. Elsku amma, nú fljúga englar með þig til Guðs þar sem afi tekur á móti þér. Þín dótturdóttir, Andrea Hyldahl Björnsdóttir. Nú á þessum tímamótum þegar hún amma mín er búin að kveðja okk- ur í bili rifjast upp fyrir manni marg- ar góðar minningar. Reyndar eru all- ar minningarnar sem ég á um ömmu mjög ánægjulegar og góðar. Jafnvel þó að við tvíburasysturnar hefðum stundum verið miklir grall- arar og uppátækjasamar þá sá hún allaf skemmtilegu hliðina á því og skammaði mann aldrei. Til dæmis þegar við tókum upp á því sex ára gamlar að mála steina og bjóða til sölu í götunni okkar til að styrkja Rauða krossinn þá var hún ekkert að gera út á það heldur hrósaði okkur bara fyrir að vera svona listrænar. Amma var sérstaklega dugleg í hvers kyns handavinnu á meðan heilsan leyfði og að mínu mati var hún algjör listakona. Margt fallegt hafði hún málað í gegnum tíðina, hvergi var feilspor í útsaumnum og barnabörnin hafa sko fengið að njóta góðs af hlýju ullarsokkunum og vett- lingunum sem virtist vera leikur einn fyrir hana að prjóna. Sem betur fer sýnist mér þessi hæfileiki hafa geng- ið í erfðir því hún mamma mín hefur líka svona fima fingur. Ég vona að það gangi lengra fram eftir kynslóð- um. Það var alltaf jafn notalegt að koma til ömmu í heimsókn. Manni leið alltaf svo vel hjá henni í róleg- heitum. Fjarri ys og þys nútímans. Á föstudögum eftir fimleikaæfingu hjá okkur systrum hlökkuðum við alltaf til að labba til ömmu og fá góð- an mat hjá henni og svo var hún alltaf með eitthvað gómsætt í skálinni sinni. Það var svo spennandi að kíkja þar ofaní. Það var ávallt hægt að dunda sér við eitthvað skemmtilegt hjá ömmu. Hún átti gamla tösku með kubbum og leikföngum sem hún dró fram þegar barnabörnin komu í heimsókn. Svo var spilastokkurinn oft við hönd- ina. Ég og Andrea spiluðum oft við ömmu svarta-Pétur og vist. Það var líka ótrúlegt hversu þolinmóð hún var við að reyna að kenna okkur að leggja kapal aftur og aftur. Við áttum það til að „gleyma“ regl- unum og raða bara spilunum eftir eigin höfði. Já, að mínu mati lýsa orð- in þolinmóð og dugleg henni ömmu mjög vel. Ég er afskaplega þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu að. Hún var svona ekta amma sem bakaði, prjónaði, naut þess að hlusta á mann spila á píanóið og hafði alltaf tíma fyrir mann. Hjarta mitt er fullt af söknuði en jafnframt er ég viss um að henni líður vel núna í samvistum við afa á betri stað. Helena Hyldahl Björnsdóttir. Elsku amma, það var leitt að ég gat ekki verið hjá þér þegar þú kvaddir þennan heim, en ég veit að þér líður vel núna. Minningarnar eru margar og minnist ég sérstaklega sumranna í sumarbústaðnum í Sléttuhlíðinni, þar var alltaf nóg að gera í leik og starfi. Það var alltaf svo mikið líf og fjör hjá okkur krökkunum í sum- arbústaðnum því landsvæðið var svo stórt. Það var alltaf svo gott að heim- sækja þig á Bárugötunni, það var svo vel tekið á móti manni. Síðustu fimm árin hef ég búið í Danmörku og þá hef ég ekki getað heimsótt þig eins oft og ég hefði viljað, en minningarn- ar um þig eru margar og fallegar. Kæra amma, ég kveð þig í hinsta sinn og vona að þú hafir það gott þangað sem þú fórst. Róbert Kristjánsson, Danmörku.  Fleiri minningargreinar um Sig- ríði Guðmundsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Höfundar eru: Ólöf Örnólfs- dóttir, Margrét Örnólfsdóttir. ✝ Hreinn Bene-diktsson fæddist á Stöð í Stöðvarfirði 10. október 1928. Hann lést á hjúkrun- arheimilinu Skógar- bæ í Reykjavík 7. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Benedikts Guttormssonar kaup- félagsstjóra á Stöðv- arfirði og banka- stjóra á Eskifirði og síðar bankafulltrúa í Reykjavík, f. 1899, d. 1983, og Fríðu Hall- grímsdóttur Austmann, f. 1906, d. 1991. Systkini Hreins (kjörbörn Benedikts og Fríðu) voru Guð- laug, f. 1938, d. 1998, giftist Sig- urði Jónssyni, f. 1938, og Sól- mundur Kristján, f. 1936, d. 1949. Sonur Hreins og Sigríðar Krist- jánsdóttur, f. 1925, er Egill Bene- dikt, f. 1947, kvæntist Ernu Guð- rúnu Árnadóttur, f. 1948, og eru börn þeirra: Arndís Hrönn, f. 1969, Hrafnkell Orri, f. 1974, Egill Högni, f. 1979, d. 1984, Högni, f. 1985, og Andri, f. 1985. Þau Egill og Erna skildu. Hreinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946 ogvar þar stundakennari 1946– 47. Hann stundaði nám í málfræði við Óslóarháskóla 1947–50 og 1952–54 og var sendikennari við þann skóla 1954–55. Hann stund- aði og nám við Sorbonne-háskóla í París 1951–52 og lauk magisters- prófi í samanburðarmálfræði frá Óslóarháskóla 1954. Hann stund- aði framhaldsnám við háskólana í Freiburg (1955–56) ogKiel (1956– 57) í Þýskalandi og við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum (1957– 58) og lauk doktorsprófi þaðan 1958. Hann sótti ýmis námskeið, t.d. við Kaliforníuháskóla, Stan- ford-háskóla svo og fjölmargar alþjóð- legar ráðstefnur. Hann var lektor við háskólann í Bergen 1954–55 og varð prófessor í íslenskri málfræði við Há- skóla Íslands 1958. Hann hefur og verið gistiprófessor og flutt fyrirlestra við fjölmarga er- lenda háskóla. Hreinn var rit- stjóri Íslenskrar tungu 1–6 á árunum 1959–65 og hefur verið í ritnefnd ýmissa erlendra fræðirita og fé- lagi í erlendum vísindafélögum. Hreinn var forseti heimspeki- deildar HÍ 1963–65 og beitti sér fyrir nýmælum í skipulagi deild- arinnar. Þá gekkst hann fyrir fyrstu alþjóðaráðstefnunni um norræn og almenn málvísindi, sem haldin var hér á landi 1969. Hreinn sat í stjórnarnefnd Hand- ritastofnunar Íslands 1962–70, í stjórn Orðabókar háskólans 1966–83 og í stjórn hugvísinda- deildar vísindasjóðs 1966–1970 og aftur 1982–86. Hann sat í stjórn Málfræðifélags Evrópu, Societas Lingustica Europaea, 1973–1976. Hann var forstöðumaður Rann- sóknarstofnunar í norrænum mál- vísindum 1972–1974 og einn af stofnendum Norræna málfræði- félagsins 1976 og varaforseti fé- lagsins 1976–81. Hann sat í dóm- nefndum um prófessorsembætti í málvísindum við háskólana í Ósló, 1973 og Lundi, 1980. Ritstörf Hreins fela í sér fjöl- margar bækur, ritgerðir og vís- indagreinar. Útför Hreins verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. … og sjá: er ég kem aftur út skín sól á heiðum himni og fuglar syngja í trjánum fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Elsku afi minn. Sennilega er manneskjan aldrei tilbúin til að kveðja. Fregnin um að þú værir lagður af stað í þína hinstu ferð kom mér í opna skjöldu. Ég er eiginlega ekki búin að átta mig á því enn. Einhvern veginn hélt ég að þú yrðir hjá okkur lengur þó þú værir þjáður. Síðast þegar ég kom í heim- sókn til þín um áramótin, varstu að fikta í tölvunni og spá hvort þú ættir að fá þér nýja tölvu. Þú varst líka svo glaður yfir því að vera kominn í nýtt og betra herbergi. Fallegu málverkin þín voru komin upp á vegg, lands- lagið í þeim minnti þig á Eskifjörð … það kom alltaf einhver friðsæld yfir þig þegar þú talaðir um firðina fyrir austan þar sem þú ólst upp … nú ertu floginn inn í þetta landslag … frjáls. Þú varst okkur barnabörnunum þínum afskaplega góður afi. Ég man eftir því að þegar ég var lítil dró ég oft vinkonur mínar með mér á Ara- götuna til þín og við fórum í snú snú. Þú snerir bandinu endalaust fyrir okkur. Ég man líka að það var alltaf til sínalkó og sódavatn í ísskápnum. Ég man vel þegar þú komst okkur á óvart í Lundi og í Ameríku, hringdir bara allt í einu og varst kominn. Og þú varst alltaf til í að fara í Ólsen, Ólsen. Ég man að þú nenntir enda- laust að skjótast með mig húðlatan unglinginn hingað og þangað þegar mér fundust strætisvagnar of flókin og hallærisleg fyrirbrigði, alls ekki fyrir hálfpönkara í Kópavogi. Ég man að þú gafst mér fyrir plötu með Bubba. Ég man eftir kjúklingaveislunum þínum, Kentucky fried á konunglegu postulíni. Ég man eftir öllum dýrind- is kjólunum sem ég gat platað þig til að gefa mér í jólagjöf. Þú varst farinn að þekkja allar helstu tískubúðir bæjarins. Man líka eftir öllum rit- gerðunum sem þú leiðréttir fyrir mig stafsetninguna á. Og stundum, af því að ég var svo lengi að vélrita, pikk- aðir þú þær líka inn fyrir mig. Ég man þegar ég bjó í kjallaranum hjá þér á Aragötu eftir að ég kom heim úr námi. Við fengum okkur oft kaffi seinnipartinn og horfðum á Guiding lights. Stundum bauðstu upp á koníak. Ég man eftir þér þar sem þú horfir á tölvuskjáinn í herberginu þínu í Skógarbæ og lítur til mín þeg- ar ég geng inn og segir: Nei ertu komin, Dísa mín. Ég man að þú varst mér góður. Arndís Hrönn. Það var í ágúst fyrir 35 árum sem Hreinn fyrrum tengdafaðir minn kom að máli við mig þar sem ég sat niðri á Landsbókasafni og var að lesa undir próf. Erindi hans var að bjóða mér að flytja til sín í kjallarann með Arndísi mína átta mánaða gamla. Þetta boð kom mér á óvart og ég sagði: Ég hef ekki efni á að leigja mér íbúð! Hann brosti og sagði: Þú borg- ar mér einhvern tímann, þegar þú ert búin að læra. Þar með var það ákveð- ið og við fluttum í kjallarann. Ég þurfti ekki að sjá eftir því. Hann dekraði við okkur í bak og fyrir. Hann kom niður í kjallara á hverjum degi til þess að athuga hvernig við hefðum það, hvort við værum búnar að borða eða vantaði eitthvað. Arndís var augasteinninn hans enda hænd- ist sú stutta fljótt að afa sínum. Hún var ekki gömul þegar hún fór að reyna að komast upp stigann sjálf til að fá hann til að dekra og leika við sig. Þau fóru saman út á róló og þótti nemendum hans í háskólanum það merkileg blanda sem rúmaðist í þess- um stranga og vammlausa prófessor og afanum í sandkassanum. Sjálf naut ég oft góðs af hjálpsemi hans. Það var hann sem vélritaði BA-prófs ritgerðina mína. Hreinn var ekki allra, stundum þótti hann erfiður í umgengni og stífur á meiningunni. Sú hlið sneri sjaldnast að hans nán- ustu en þó kom fyrir að við tvö deild- um harkalega, ég varð stundum ósátt við hann og fannst hann vilja ráða yf- ir mér en hann varð alltaf fyrri til að sættast. Barnabörnin áttu athygli hans, ástúð og umhyggju óskerta. Það átti ekki einungis við um Arndísi heldur líka Hrafnkel, Egil Högna og svo síðar Högna og Andra. Hann lét sér annt um þau öll, fylgdist með þeim í námi og leik, hringdi, heim- sótti og leiðbeindi. Hann vildi allt fyr- ir þau gera, mátti þá einu gilda hvort um var að ræða að styrkja einhvern til kaupa á sellói, húsgögnum, fötum, bókum eða plötum. Ekkert var of gott handa þeim. Þau launuðu honum líka með því að vera iðin að heim- sækja hann, spjalla og snúast í kring- um hann þegar hann átti orðið erfitt með að hreyfa sig. Öll sakna þau afa síns sárt og vildu gjarnan hafa haft hann hjá sér lengur. En hann var orðinn þreyttur, sjúkdómurinn hafði tekið sinn toll og ég trúi því að hann hafi orðið hvíldinni feginn. Ég þakka honum fyrir börnin mín og allt það góða sem hann gerði fyrir mig á með- an ég þurfti á honum að halda. Arndís mín, Hrafnkell, Högni, Andri og Egill. Þið skuluð hugga ykkur við minn- ingu um góðan afa og föður. Já. Dag nokkurn þegar skylduför er lokið kemur gestur þinn aftur róandi fyrir klapparnefið og leggst fast á árar. Og það faðmast skuggar við lendinguna. (Stefán Hörður Grímsson.) Erna G. Árnadóttir. Kær vinur minn og mágur, Hreinn Benediktsson prófessor, er fallinn frá eftir langvarandi veikindi. Kynni okkar hófust árið 1960 þegar ég fór að venja komur mínar á heimili tengdaforeldra minna, heiðurs- hjónanna Benedikts Guttormssonar bankastjóra og Fríðu Austmann. All- ar götur síðan hefur Hreinn reynst mér og börnum mínum einstaklega traustur og einlægur vinur. Einnig var alltaf mjög hlýtt samband og náið með þeim systkinum, Hreini og Guð- laugu. Hafði hún oft orð á því hvað hann hefði reynst henni góður í æsku, á því skeiði þegar viðkvæmar sálir þarfnast sem mestrar um- hyggju og hlýju til þess að þroskast og dafna með eðlilegum hætti. Fríða dóttir okkar hjóna, sem var í fóstri fyrsta ár ævi sinnar á heimili þeirra Benedikts og Fríðu meðan móðir hennar var að ljúka námi, naut ekki síður sem barn góðs af nærveru frænda síns Hreins, sem bjó með for- eldrum sínum á Aragötu 10. Sinntu afinn og amman svo og Hreinn stúlk- unni ungu, af einstakri alúð og um- hyggju sem hún býr að enn og sem tengdi þau tilfinningaböndum ástúð- ar og virðingar til leiðarloka. Hefur Fríða ávallt litið á Hrein sem hálf- gerðan fóstur- og „guðföður“ sinn, auk þess að vera besti frændi í heimi hér og þótt víðar væri leitað! Var hann alltaf kallaður „frændi“ í fjöl- skyldu okkar og vissu allir við hvern var átt, þótt frændur aðra góða væri þar að finna. Þegar mér verður hugsað til Hreins koma margar minningar um samverustundir okkar upp í hugann. Allar eru þær minningar góðar, hvort sem þær tengjast stórfjöl- skyldu okkar beint eður ei; hvort minningarnar eiga upptök sín innan- lands eða utan. Alltaf var Hreinn þessi einstaki sjentílismaður, róleg- ur, yfirvegaður og ljúfur félagi. Lýsing á því sem mér finnst ein- kenna Hrein gæti áreiðanlega fyllt mikinn doðrant, enda maðurinn flók- ið sjéní. Nefna má þó eftirfarandi sem mér finnst lýsa nokkuð þessum vini mínum og öðlingi: Ljúfmenni, sérstakur, drengur góður, fagurkeri á músík, fjölfróður, viðræðugóður, glettinn, stríðinn á stundum, fágað- ur, agaður, einstakur, gjafmildur, heilsteyptur, heiðarlegur, vandaður til orðs og æðis, barngóður með af- brigðum, hæglátur skapmaður sem gat verið fastur fyrir ef því var að skipta. Síðustu árin dvaldi Hreinn á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ bund- inn hjólastól. Bar hann sjúkdóm sinn með karlmennsku og æðruleysi, HREINN BENEDIKTSSON

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.