Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 28

Morgunblaðið - 17.01.2005, Side 28
28 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR A T V I N N U A U G L Ý S I N G A R Tanntæknir Tanntæknir óskast á tannlæknastofu í Mjódd. Um er að ræða 50% starf eftir hádegi. Áhuga- samir sendi svör á auglýsingadeild Mbl. eða á box@mbl.is merkt: „T—16559“. Slagverkskennara vantar strax við Tónlistarskóla Álftaness. Um er að ræða hlutastarf. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 565 3191 565 2625 eða 565 4459. Destination Sydgrønland ApS søger ny destinationschef Da vor nuværende destinationschef har valgt nye udfordringer, søger vi dig som ny desti- nationschef til Destination Sydgrønland ApS med tiltrædelse snarest eller efter aftale. Stillingen Du skal varetage de ledelses- og udviklings- mæssige opgaver i selskabet, der forestår udviklingen og koordineringen af turismen i Sydgrønland. Kvalifikationer Du skal være en aktiv og udadvendt person, der har erfaring fra turist- eller servicebranchen på ledelsesniveau. Vi lægger vægt på at du har indsigt i administration, markedsføring og produktudvikling. Du skal have gennem- slagskraft og en evne til at samarbejde på tværs af kommunegrænser og på tværs af brancher. Du skal kunne arbejde selvstændigt, og kunne motivere dine kolleger/ medarbejdere. Som destinationschef skal du kunne rådgive turisterhvervet og kommunerne i Sydgrønland om spørgsmål af turistmæssig karakter. Samtidig skal du kunne formulere og gennem- føre regionale og lokale handlingsplaner i et tæt samarbejde med Greenland Tourism. Vi lægger vægt på, at du er velformuleret i skrift og tale, og at du som minimum kan kom- munikere på dansk og engelsk. Har du kend- skab til grønlandsk sprog og kultur vil det være en betydelig aktiv for din ansøgning. Vi tilbyder En spændende stilling i et nyt selskab (stiftet 2003), hvor du selv kan være med til at forme indholdet af stillingen. Løn- og ansættelses- vilkår iht. kvalifikationer. Du skal være villig til at bo med hele din hus- stand i Sydgrønland, og skal endvidere være indstillet på en del rejseaktivitet. Ansøgning Yderligere oplysninger om stillingen kan fås ved henvendelse til Salik Hard, Destination Sydgrønland ApS på tlf. (+299) 662 103, mobil: (+299) 496 404 eller email: dsg@southgreenland.gl eller til bestyrelsesfor- mand Stefan Magnusson på mobil: (+354) 849 34 36 eller email: hreindyr1@simnet.is Ansøgninger med oplysninger om kontakt- telefon eller - e-mail sendes senest 24. januar 2005 til: Destination Sydgrønland ApS Box 197 3921 Narsaq Tlf: (+299) 662 103 - Fax: (+299) 662 104 Mobil: (+299) 496 404 Mail: dsg@southgreenland.gl Biskup Íslands auglýsir laust til umsóknar embætti prests í Glerárprestakalli Eyjafjarðarprófasts- dæmi frá 1. mars 2005. Biskup skipar í embætti presta til fimm ára. Óskað er eftir því að umsækjendur geri í um- sókn skriflega grein fyrir menntun sinni, starfs- ferli og öðru því sem þeir óska eftir að taka fram. Umsóknarfrestur rennur út 14. febrúar 2005. Umsóknir sendist Biskupi Íslands, Biskups- stofu, Laugavegi 31, 150 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar um embættið er að finna á vef Þjóðkirkjunnar http://www.kirkjan.is/ biskupsstofa og á Biskupsstofu. Félagslíf  MÍMIR 6005011719 III  HEKLA 6005011719 VI  GIMLI 6005011719 I I.O.O.F. 10  18501178  M.T.W. I.O.O.F. 19  18501178  mbl.is ATVINNA ✝ Auðun Auðunsson,fv. skipstjóri, fædd- ist á Minni-Vatnsleysu í Vatnsleysustrandar- hreppi í Gullbringu- sýslu 25. apríl 1925. Hann lést á Landakots- spítala 8. janúar síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Auðun Sæ- mundsson útvegsbóndi, f. á Minni-Vatnsleysu 12.4. 1889, d. 23.3. 1976, og Vilhelmína Sigríður Þorsteinsdóttir, f. í Melbæ í Gerðahreppi í Gullringusýslu 18.5. 1889, d. 9.2. 1939. Auðun var níundi í röð þrettán systkina; 1) Ólafía Kristín, f. 1914, d. 1981, 2) Elín, f. 1915. d. 1992, 3) Kristín, f. 1916, d. 1998, 4) Sæmund- ur, f. 1917, d. 1977, 5) Þorsteinn, f. 1920, 6) Gunnar, f. 1921, 7) Halldór, f. 1922, d. 1943, 8) Gísli, f. 1924, 9) Auð- un, sem hér er minnst, 10), Petrea, f. 1927, d. 1927, 11) Pétur Guðjón, f. 1928, d. 1949, 12) Guðrún, f. 1931, og 13) Steinunn, f. 1933. árið 1947. Hann var stýrimaður og síð- ar skipstjóri á nýsköpunartogaranum Kaldbak, sem gerður var út frá Akur- eyri. Árið 1950 tók Auðun við togaran- um Fylki sem gerður var út frá Reykjavík. Var hann skipstjóri á því skipi allt þar til það fékk tundurdufl í trollið, sprakk og sökk á skammri stundu norður af Horni í nóvember 1956. Svo giftusamlega vildi til að öll áhöfnin, þrjátíu manns, bjargaðist. Auðun tók síðan við nýju skipi með sama nafni. Árið 1962 tók hann við togaranum Sigurði, gerðum út frá Reykjavík. Hann tók við frystitogar- anum Narfa árið 1965. Auðun varð síðan skipstjóri á einum af fyrstu skut- togurunum hérlendis þegar Aðal- steinn Jónsson, útgerðarmaður á Eski- firði, fékk hann til að taka við Hólma- tindi árið 1970. Á næstu árum var Auðun skipstjóri á nokkrum öðrum skuttogurum á landsbyggðinni, s.s. Hvalbak á Breiðdalsvík, Framnesi á Þingeyri og Kambaröst á Stöðvarfirði. Útför Auðuns verður gerð frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukk- an 13. Auðun kvæntist 10. nóvember 1951 Sigríði Stellu Eyjólfsdóttur, f. í Reykjavík 20. janúar 1926. Börn Auðuns og Stellu eru: 1) Sæmund- ur, f. 7.2. 1954. 2) Björn Eyjólfur, f. 4.3. 1955, kvæntur Sigurbjörgu Hvanndal Magnúsdótt- ur, f. 15.3. 1960, dóttir þeirra er Helga, f. 1992. 3) Steinunn, f. 10.2. 1957, börn hennar eru Haraldur, f. 1989, og Lísbet, f. 1996. 4) Ásdís, f. 8.11. 1960, gift Þórði V. Snæbjörnssyni, f. 6.5. 1961, synir þeirra eru Snorri, f. 1988, Eysteinn, f. 1991, Friðrik, f. 1993, Björgvin Viðar, f. 2001, og Auðun Yngvi, f. 2003. 5) Stella Auður, f. 21.5. 1966, börn hennar eru Auðun, f. 1986, og Fjóla, f. 1997. Auðun byrjaði sjómennsku þrett- án ára gamall á bát sem faðir hans var formaður á, fór síðar í Stýri- mannaskólann og útskrifaðist þaðan Afa mínum kynntist ég sem stórum, hraustum og yndislegum manni, sem auðvelt var að elska. Hann gaf mér mikið af nærveru sinni og bar ég ómælda virðingu fyrir þessum fyrrverandi skip- stjóra. Það var mjög erfitt að horfa á eftir þér inn í veikindin og þann heim sem fylgdi þeim. Við urðum eftir og kveðjum þig núna, afi minn. Blessuð sé minning þín og guð geymi þig. Haraldur Björnsson. Elsku afi, þegar ég kom í heim- inn varstu eini afi minn. Við áttum góðar stundir saman sem ég er þakklát fyrir, Guð geymi þig og blessi þig. Blessuð sé minning þín. Lísbet Sigurðardóttir. Að leiðarlokum í minningu móð- urbróður míns Auðuns Auðunsson- ar, Sæmundssonar frá Minni- Vatnsleysu. Fimmtán ára gamall fékk undirritaður pláss sem háseti á togaranum Fylki RE, sem Auðun hafði þá stjórnað um árabil við fá- dæma fengsæld og velgengni. Þetta var mikil vegtylla óhörðn- uðum unglingi, sem átti eftir að verða gott vegarnesti út í lífið, að frátöldu einu atviki þegar ég sló í græjuna. En það að slá í græjuna, geta verið afdrifarík mistök sem enginn alvöru togarasjómaður vildi láta henda sig. Þetta verk að slá togvírana úr blökkinni (en ekki í græjuna sem var öryggiskeðja) var fyrsta verkið í hvert sinn sem trollið var híft úr sjó. Þetta var nauðsynlegur verkþáttur um borð í togara sem enginn veit lengur hvað er, nema togarasjómenn sem eru það gamlir að hafa stundað sjó á síðutogurum, og því verður ekki gerð tilraun hér til að útskýra hug- takið nánar. Þegar tekið hafði ver- ið í blökkina á nýjan leik og slegið úr henni, eins og átti að gera það og byrjað var að hífa, kom Auðun frændi minn út á brúarvænginn og hrópar. ,,Hver sló í græjuna?“ Þá stillti bátsmaðurinn sér upp á dekkinu og öskraði skrækri röddu eins hátt og hann gat ,,helvítis vit- leysan fer aldrei úr þessari ætt“. Brúardyrnar lokuðust hljóðlega á eftir frænda mínum sem örugglega var ekki skemmt, niðurlæging mín var fullkomin og sjálfsvirðingin gat ekki sokkið dýpra. Næsta ár, vorið 1961, þegar síðasta síldarævintýrið var gengið í garð, auðnaðist mér að fá pláss á Víði SU frá Eskifirði, hjá öðrum landskunnum aflaskip- stjóra Sigurði Magnússyni. Við þetta tækifæri sagðist hann ekki geta neitað ,,alvönum togarasjó- manni“ um pláss, væntanlega með skírskotun til ófaranna um borð í Fylki sumarið áður, þótt hann hafi ekki nefnt það sérstaklega. Um haustið kom Auðun frændi sem oftar í heimsókn til systur sinnar Lóu í Suðurhlíð. Ég hafði sama dag fengið uppgjörið eftir fyrsta síldarúthaldið, sem var þverhand- arþykkur bunki af þúsundköllum sem ég hafði leyft yngri systkinum mínum að leika sér með á stofu- gólfinu þegar hann bar að garði. Afleiðingar hinna síbreytilegu sviptivinda íslenskrar útgerðar- sögu hljóta að hafa blasað við á stofugófinu í Suðurhlíð þennan dag, þegar amlóðinn sem árið áður hafði slegið í græjuna um borð í Fylki, var búinn að hala inn áður óþekktar fúlgur, börnum og hröfn- um að leik. Í þetta skipti gat frændi þó ekki orða bundist, og sagði á sinn varfærna hátt ,,að það væri sérkennileg staða, að óharn- aður unglingur væri á þremur mánuðum búinn að afla hýru, sem svaraði til árstekna skipstjóra á aflahæsta togara íslenska togara- flotans“. Lái honum hver sem vill. Þetta var á tímabili endanlegra fjörbrota hins íslenska nýsköpun- artogaraflota, sem keyptur var til landsins eftir stríð fyrir Marshall- hjálpina svokölluðu. En eins og al- kunna er komu íslensk stjórnvöld hengingarólinni fyrir á hálsi þess- arar útgerðar strax í upphafi, með hinum illræmdu bátagjaldeyrislög- um, sem fólu í sér að á meðan ný- sköpunartogari sem landaði fyrsta flokks slægðum ísfiski, fékk 30 aura á kílóið, fengu mótorbátar sem lönduðu óslægðum oft drag- úldnum netamorkum 3 krónur á kílóið. Í þessum aðgerðum fólst mismunun, sem í dag stæðist eng- ar jafnræðisreglur. Og afleiðingin var sú, að lífið var murkað úr þess- um útgerðum flestum á rúmum áratug. Með þessum stjórnvalds- aðgerðum var stærsta erlenda hjálp, sem íslenskri þjóð hefur ver- ið færð á einu bretti, eyðilögð af völdum misviturra stjórnmála- manna. Fullyrða má að Auðun Auðunsson hafi verið einn fárra ís- lenskra togaraskipstjóra sem þrátt fyrir þessar þrengingar tókst að stýra skipum sínum í gegnum ólgusjói þessa pólitíska gerræðis. Hann bar einnig gæfu til þess að stjórna breytingum á síðustu kyn- slóð síðutogara sem byggðir voru í Þýskalandi í byrjun sjöunda ára- tugarins. Auðun var arkitekt þeirra tæknilegu breytinga sem gerðar voru á Sigurði RE, eftir komuna til landsins. Þetta voru tækniframfar- AUÐUN AUÐUNSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.