Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 31 DAGBÓK www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Til mín hefur leitað traustur og fjársterkur byggingaverktaki sem óskar eftir að kaupa lóðir fyrir íbúðar eða atvinnuhúsnæði. Eignir sem þarfnast niðurrifs koma einnig til greina. Staðgreiðsla í boði, Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Reykjavíkurmótið. Norður ♠D1074 ♥Á8642 A/Allir ♦10754 ♣-- Vestur Austur ♠86 ♠ÁG95 ♥73 ♥DG95 ♦KG932 ♦Á8 ♣10943 ♣G76 Suður ♠K32 ♥K10 ♦D6 ♣ÁKD852 Veikar grandopnanir eru trúar- atriði hjá sumum spilurum og þeir kjarkmestu nota veikt grand í öllum stöðum, líka á hættunni. Í þeim hópi eru Karl Sigurhjartarson og Sævar Þorbjörnsson, sem opna galvaskir á 12-14 punkta grandi, hvernig sem lit- irnir eru á spilabakkanum. En þeir eru reyndar með nákvæmt flóttakerfi þegar mótherjarnir taka fast á móti með dobli. Í fjórðu umferð Reykjavíkurmóts- ins reyndi á kerfið. Karl vakti þá á grandi og Ásmundur Pálsson í suður doblaði til sektar. Dálkahöfundur var í norður: Vestur Norður Austur Suður Sævar Guðm. Karl Ásmundur -- -- 1 grand Dobl Pass * Pass Redobl Pass 2 lauf 2 hjörtu Pass 2 grönd Pass 3 spaðar Allir pass Pass Sævars við doblinu er hluti af flóttakerfinu, kröfusögn, sem biður makker um redobl. Þegar Sævar tek- ur síðan út úr redoblinu í tvö lauf, er hann að sýna báða lágliti, minnst 4-4 skiptingu. Karl á þrjú lauf og tvo tígla og hefði því valið að spila tvö lauf, sem Ásmundur hefði sennilega látið eftir sér að dobla við hentugt tækifæri. Það tækifæri gafst ekki og dálkahöf- undur fór tvo niður á þremur spöð- um. „Þú hefur ekki viljað spila við þá tvö lauf?“ sagði Ásmundur spyrjandi eftir leikinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Menntadagur iðnaðarins verður haldinní þriðja sinn á morgun, en hann varfyrst haldinn árið 2003. Á Mennta-deginum hafa Samtök iðnaðarins (SI) haldið á lofti sérstökum málum. Í fyrra birtu SI niðurstöður könnunar á þörf iðnaðarins fyrir menntun, en í ár er sjónum beint að mikilvægi mannauðs og þekkingarauðs. Samtök iðnaðarins vilja með þessum degi vekja athygli stjórnvalda, skólafólks og félagsmanna SI á mikilvægi menntunar fyrir nútímafyrirtækja- rekstur, en menntamál skipti samkeppnishæfni fyrirtækja miklu. Eggert Claessen, framkvæmdastjóri Tölvu- miðlunar, flytur á Menntadeginum erindi um þekkingarstjórnun og svonefnd reikningsskil þekkingar. „Margir hafa áhyggjur af litlum og meðalstórum fyrirtækjum í alþjóðlegri sam- keppni, en nær öll íslensk fyrirtæki eru í þeim flokki,“ segir Eggert og bætir við að þekking og þar með menntun gegni lykilhlutverki í að tryggja samkeppnishæfni í framtíðinni. „Það þarf ekki að- eins vel menntað starfsfólk heldur þarf að gera fyrirtækjum kleift að nýta þekkingarauð sinn með því að skrá hann og vinna með hann með skipu- lögðum hætti. Þetta krefst þess að stjórnvöld skapi þær aðstæður að fyrirtækjum sé gert kleift að vinna með þessi verðmæti sín og þau studd til þess með ráðum og dáð.“ Hvað eru þekkingarverðmæti og hvernig nýt- ast þau fyrirtækjum? „Það eru margar aðferðir til þess að útskýra hvað þekkingarverðmæti eru, en auðveldast er að segja að það séu þau verðmæti sem fyrirtækið á, en eru ekki skráð í ársreikning þess. Þekkingar- verðmætin hafa einnig verið kölluð óáþreifanlegar eignir þar sem þekking og möguleikar hennar til verðmætasköpunar eru oftar en ekki óáþreif- anleg. Þessar óáþreifanlegu eignir er að finna í fólki, ferlum og ytri tengslum sem ekki eru skráð sér- staklega. Þetta eru verðmæti því fólkið býr yfir vitneskju (þekkingu) og hæfni, ferlarnir fela í sér verklag til árangurs og ytri tengslin gera fyrir- tækinu kleift að afla aðfanga og selja afurðir.“ Hversu mikilvæg er símenntun starfsmanna og hvaða möguleikar eru þar fyrir hendi? „Samkeppnisforskot fyrirtækja byggist sífellt meira á þekkingu og hæfni starfsmanna. Líftími þekkingar er alltaf að styttast og breytingar á flestum sviðum eru mjög örar. Það er því hagur fyrirtækja að starfsmenn þeirra eigi kost á endur- menntun sem geri þeim kleift að nýta reynslu sína í starfi í stað þess að þurfa að segja upp starfs- mönnum til þess eins að ráða nýlegra menntað fólk. Þannig næst að halda í við þá öru þróun sem er á flestum sviðum og jafnvel skara framúr.“ Menntun | Samtök iðnaðarins halda Menntadaginn í þriðja sinn á morgun Þekking og hæfni æ mikilvægari  Eggert Claessen er fæddur árið 1959 í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Versl- unarskólanum árið 1979 og lauk cand. oecon-prófi frá HÍ 1984. Þá lauk Eggert M.Sc.-gráðu í við- skiptafræði frá HÍ 2001. Hann stundar einnig doktorsnám í Bretlandi. Eggert starf- ar nú sem framkvæmdastjóri Tölvumiðlunar hf. og er stjórnarformaður GoPro ehf. auk þess sem hann er stundakennari við HÍ. Þá hefur hann gegnt fjölda trúnaðarstarfa. Eggert er kvæntur Sigrúnu Kjartansdóttur, forstöðumanni markaðsmála hjá Íslandsbanka hf., og eiga þau þrjú börn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. exd5 exd5 4. Rf3 Bd6 5. Bd3 Rc6 6. c3 Rge7 7. O-O Bg4 8. He1 Dd7 9. Rbd2 O-O-O 10. b4 Rg6 11. Rb3 Hde8 12. Be3 Rh4 13. Be2 Rf5 14. Bd2 Hxe2 15. Dxe2 Rh4 16. b5 Rb4 17. Re5 Bxe2 18. Rxd7 Rc2 19. Hxe2 Rxa1 20. Rdc5 Rxb3 21. axb3 Rf5 22. h3 b6 23. Rd3 Kd7 24. Re5+ Bxe5 25. Hxe5 Re7 26. Kf1 a6 27. bxa6 Ha8 28. c4 dxc4 29. bxc4 Hxa6 30. Ke2 f6 31. Hh5 h6 32. Kd3 Ha3+ 33. Bc3 Ha2 34. Bd2 Ha3+ 35. Bc3 Ha2 36. Bd2 c6 37. g4 Ha3+ 38. Ke4 Ha4 39. Kd3 Ha3+ 40. Ke4 Ha4 41. Kd3 Ke6 42. h4 Ha3+ 43. Ke4 Hb3 44. Bf4 Kf7 45. d5 cxd5+ 46. cxd5 Staðan kom upp í Rilton Cup sem haldið hefur verið í Stokkhólmi í marga áratugi í kringum áramótin. Emanuel Berg (2534) hafði svart gegn Kezli Ong (2363). 46... f5+! 47. gxf5 kóngs- leikir hefðu þýtt mannstap bæði eftir 47. Kd4 Hb4+ og 47. Ke5 Rg6+ 48. Kxf5 Hf3. Í framhaldinu reynist hvíti hrók- urinn lítt annað en peð. 47... Rg8! 48. Be5 Rf6+ 49. Bxf6 Kxf6 50. d6 Hb2 51. f4 Hd2 52. Hg5 hxg5 53. fxg5+ Kf7 54. Ke5 He2+ 55. Kf4 b5 56. h5 b4 57. h6 gxh6 58. gxh6 He8 59. Kg5 b3 60. h7 b2 61. d7 Hd8 og hvítur gafst loksins upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Hvar er réttlætið? ER MÁLIÐ að skipta um borgar- stjóra á tveggja ára fresti? Ég ætla rétt að vona ekki. Er ekki hægt að finna spillingu í kringum alla, bara mismikla? Setjum upp dæmi. Ef að yfirmað- ur þinn, lesandi góður, myndi gera eitthvað ólöglegt af sér sem forstjóri í sínu fyrirtæki og þú værir bara al- mennur starfsmaður sem að situr alla fundi þar sem allar ráðagerðir fara fram, þ.e. „skipulagning á ólög- legu athæfi“, síðan kemst þú í opin- bera stöðu og forstjórarnir löngu hættir. Síðan fer málið í rannsókn og þarft þú þá sem opinber starfmaður að segja af þér af því að yfirmaður þinn gerði rangan hlut, en síðan sleppur fyrrverandi yfirmaður þinn með einhverja smá sekt? Ef við berum þessar tvær að- stöður saman þá kemur í ljós að þú sem opinber starfsmaður tapar meira á þessu. Því að þú tapar öllu traustinu sem þú ert búinn að byggja upp hjá borgarbúum á þess- um tíma frá því að þú komst í þessa stöðu og þangað til að þetta kom upp. Síðan þegar þú segir af þér þá lítur það út eins og að þú skammist þín fyrir eitthvað sem þú gerðir ekki. En á meðan eru fyrrverandi forstjóranir einhvers staðar að lifa af vöxtunum af peningunum sem þeir sviku út úr landanum. Svo er manni sagt að þetta sé réttlæti! Spaugstofan var ansi góð laugardag- inn 5. nóvember sl. Þar tóku þeir fyrir olíumálið svokallaða og hvernig Íslendingar láta vaða yfir sig, og að meðal nöldur hjá Íslendingi stæði ekki lengi yfir. Og þetta er alveg rétt hjá þeim, við Íslendingar látum svo- leiðis vaða yfir okkur eins og við fáum borgað fyrir það og svo er mál- ið dautt. Olíufélögin eru búin að biðjast af- sökunar en hvernig ætla þau að borga okkur aftur þessa peninga sem þau sviku út úr okkur? Mín ályktun er sú að þau muni ekki borga okkur til baka heldur segja að heimsmarkaðsverð hefði hækkað. En þegar heimsmarkaðsverð lækk- ar gera olíufélögin ekki neitt og al- menningur blótar því hvað bensín verð sé hátt. Ég viðurkenni að olíufélögin lækkuðu öll eldsneytislítrann um eina krónu, allavega á höfuðborg- arsvæðinu þar sem undirritaður býr. En hverju skilar það fyrir mig sem almennan notanda ef ég kem á mín- um bíl með 60 lítra bensíntank og kaupa eina tankfylli hjá Ego út af því að þeir eru tiltölulega ódýrir. Það sem ég hagnast á einni tankfylli af ódýrara bensíni eru miðað við þær forsendur sem ég gef mér um 66 krónur. Fyrir þessar 66 krónur fær maður að 0,64 lítra, ekki kemst mað- ur langt á því. Það þarf því að lækka bensínlítrann verulega til þess að það skili sér í raun og veru til neyt- andans. Fólk gerir sér ferð eftir ódýrara bensíni eins og sjá má á bið- röðunum hjá Ego, en þeir hafa lækk- að lítrann reglulega niður í 99,9 krónur. Olíufélögin eiga að lækka bensínverð og borga fólki þannig til baka það sem þau höfðu af okkur, en þannig sýna þau í verki að þau iðr- ist? Mér finnst allavega rökréttast að gera það þannig. Hver segir svo að fólk sé fífl? Valdimar Guðmundur Þórarinsson, Barðavogi 38, Rvík. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa og leik- fimi kl. 9, boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Ath. vinningsupphæð ræðst af fjölda spilagesta. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handa- vinna kl. 9–16.30, söngstund kl. 10.30, smíði/útskurður kl. 13–16.30, félagsvist kl. 13.30, myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, línudans, fótaaðgerð, kl. 14–15 línu- dans. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 10–10.45 leikfimi, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 13–16 samverustund með Guðnýju, kl. 15– 15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan í Gullsmára 9 er opin í dag kl. 10 til 11.30. Félagsvist spiluð í Gullsmára í kvöld kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13, kaffitár með ívafi kl. 13.30, línudanskennsla byrjendur kl. 18, samkvæmisdans framhald kl. 19 og byrjendur kl. 20. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Gullsmára spilar tvímenning alla mánu– og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á hádegi. Aðgangseyrir kr. 200. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15,10.05 og 11, pílukast og bridge í Garðabergi kl. 13, skráning stendur yfir í ferð í Borg- arleikhúsið að sjá Híbýli vindanna sunnudagskvöldið 30. janúar. Miðar sóttir í Garðaberg 19. og 20. janúar. Gam-Anon-samtökin | Fundir eru alla mánudaga að Skúlatúni 6, 3. hæð kl. 20. Allir velkomnir. Gam-Anon- samtökin eru sjálfshjálparsamtök fyrir aðstandendur spilafíkla. Hraunbær 105 | Kl. 9 Postulíns- málun. keramik–perlusaumur– kortagerð, kl. 10 fótaaðgerð, bæna- stund, kl. 12 hádegismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa, kl. 9–16, jóga kl. 9–11, frjáls spilamennska kl. 13–16, böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið öll- um opið. Handverki í Betri stofu kl. 9– 16, framsögn og framkoma í Lista- smiðju. Á dagskrá eru ljóð Jóns úr Vör. Fé- lagsvist kl. 13.30. S. 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á morgun, þriðjudag kl. 9.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 hann- yrðir, kl. 9–10 boccia, kl. 11–12 leikfimi, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13– 16 kóræfing, kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband myndlist og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund og fót- snyrting kl. 9.30, boccia kl. 10, handmennt, glerbræðsla og frjáls spil kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | Starf með sjö til níu ára börnum í Árbæjarkirkju kl. 15.35. Starf með 10–12 ára börnum í Ártúns- skóla kl. 15. Starf með 7–9 ár börnum á sama stað kl.16. Allir velkomnir að koma og vera með. Söngur, leikir, ferðalög o.fl. Laugarneskirkja | Kl. 18 Opinn 12 sporafundur í safnaðarheimilinu. Vin- ir í bata. Athugið að kynningarfundur á 12 sporahópum Laugarneskirkju fer fram í Laugarneskirkju annað kvöld (þriðjud.) kl. 20.30. Morgunblaðið/Jim Smart Árbæjarkirkja: Starf með sjö til níu ára börnum kl. 15.35.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.