Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 33 Stóra svið Nýja svið og Litla svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT - UPPSELT Lau 22/1 kl 20, - UPPSELT Fim 27/1 kl 20, - AUKASÝNING Lau 29/1 kl 20, - UPPSELT Su 30/1 kl 20, Fim 3/2 kl 20 - UPPSELT, Lau 5/2 kl 20, Su 6/2 kl 20, Fö 11/2 kl 20, Lau 12/2 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKURe. Astrid Lindgren Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14, Su 6/2 kl 14, Su 13/2 kl 14, SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASONe. Coline Serreau Su 23/1 kl 20, Fö 28/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fi 20/1 kl 20, Fö 4/2 kl 20, Su 13/2 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fö 21/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 6/2 Ath: Lækkað miðaverð HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ATH: Bönnuð yngri en 12 ára ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN: FJÖLSKYLDUSÝNING The Match, Æfing í Paradís, Bolti Lau 22/1 kl 14 SÍÐASTA SÝNING BELGÍSKA KONGÓe. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 20/1 kl 20, Su 23/1 kl 20, Su 30/1kl 20, Lau 5/2 kl 20 - UPPSELT SÝNINGUM LÝKUR Í FEBRÚAR BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA gildir ekki á barnasýningar! Frumsýning 11. feb. kl.20.00 ? UPPSELT ? 2. sýning 13.feb. kl. 19.00 3. sýning 18.feb. kl 20.00 ? 4. sýning 20. feb. kl. 19.00 ? FÁAR SÝNINGAR Námskeið um Toscu og Puccini hjá Endurmenntun Háskóla Íslands Skráning í síma: 525 4444 ? endurmenntun@hi.is Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Banki allra landsmanna Frumsýning 11. febrúar kl. 20 ? UPPSELT 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími ?Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.? H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 21.1 kl 20 Örfá sæti Lau. 22.1 kl 20 UPPSELT Fös. 28.1 kl 20 UPPSELT Sun. 30.1 kl 14 aukasýn. Fös. 04.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.2 kl 20 Nokkur sæti Fös. 11.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 12.2 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Munið VISA tilboð í janúar Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir ? Föstudag 21/1 kl 20 UPPSELT ? Laugardag 22/1 kl 20 NOKKUR SÆTI ? Föstudag 28/1 kl 20 LAUS SÆTI geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ?552 3000 www.loftkastalinn.isLoftkastalinn ? Seljavegi 2 ? 101 Reykjavík ? Miðasalan er opin frá 11-18 ERLENDAR sinfóníuhljómsveitir eru býsna sjaldkomular hingað, hvað þá skólasinfóníu- hljómsveitir, og gæti fámenni, húsnæð- isskortur og land- fræðileg einangrun verið meðal orsaka þess arna. Hvað áhuga- og ungmennasveitir varðar má því vel spyrja hvort ekki ættu að vera til samtök til eflingar tónlistar- samskipta þjóða á milli ? jafnvel keppnir ? er örvað gætu smáþjóðir utan alfararleiða til frekari dáða. Það er engin spurning að með- al þess sem stendur klassísku tón- listarlífi landsins mest fyrir þrifum er einmitt skortur á hvatningu og samanburði frá hæfilega tíðum heimsóknum erlendra hljómsveita. Þessar vangaveltur kviknuðu þeg- ar Tufts sinfóníuhljómsveitin (TSO), að sögn ein af stærstu hljómsveitum samnefnds háskóla í Boston, kom fram í Grafarvogskirkju á laug- ardaginn var. Hljómsveitin var um 60 manna, skipuð ungmennum á ?undergraduate? stigi eða 18?22 ára aldri, ýmist í tónlistarnámi eða öðru óskyldu. Ekki af því að núverandi þrjár íslenzku áhugamannasinfón- íusveitirnar þyrftu svosem að skammast sín í þeim samanburði, enda heyrðist mér TSO hvorki vera fremri né slakari en gengur og ger- ist meðal ungmennasveita á svipuðu reki utan sérhæfðs tónlistarnáms. TSO hóf leik sinn á glæsilegum Candide-forleik Leonards Bern- steins á hóflegum en öruggum hraða. Alda Ingibergsdóttir söng síðan með sveitinni fjórstílaaríuna frægu, Glitter and Be Gay, við flotta hæð en svolítið óná- kvæmt og með tak- markaðri textatúlkun. Söngkonan fann sig heyranlega betur í þýzku óperettuaríun- um á eftir, Vilja-söng Lehárs úr Kátu ekkj- unni og hláturaríunni úr Leðurblöku J. Strauss, Mein Herr Marquis. TSO lék þar- næst slyðrulítið fimm- þættu svítuna úr Carmen Bizets, nema hvað óbóinu skjöplaðist illilega í III. þætti. Sjeherazade, litrík sinfónísk svíta Rimskíjs-Korsakoffs um sögur 1001 nætur af Sindbað sæ- fara, var eftir hlé; langt verk og nokkuð krefjandi fyrir unga spil- endur, ekki sízt fyrir hvað það er þekkt. Þrátt fyrir æsileg ævintýr sæfarans bar fátt til stórtíðinda í frekar hægskreiðum flutningi TSO, er stóð nærri fjórðungi lengur en al- gengast er eða 50 mín. Þó var skýrt og afmarkað stjórnað og leikið af jafnmiklu öryggi og meðalgæði fjöl- skrúðugs spilendahóps frekast leyfðu. Skólasinfónía að vestan TÓNLIST Grafarvogskirkja Verk eftir Bernstein, J. Strauss, Lehár, Bizet og Rimskíj-Korsakoff. Bostin Tufts sinfóníuhljómsveitin. Einsöngvari: Alda Ingibergsdóttir. Stjórnandi: Malka Sverdlov Yaacobi. Laugardaginn 15. janúar kl. 16. Sinfóníutónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Alda Ingibergsdóttir DANSARI frá Orto Solar- ballettinum í Mexíkó dansar hér verkið ?Mujeres de Obsidiana?, eða Hrafntinnukonur, á Chabacano-neðanjarðar- lestarstöðinni í Mexíkóborg fyrir helgi. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á ofbeldi gagnvart konum. Dansað gegn ofbeldi BÍLASTÆÐI Salarins hrukku vart til handa tónleikagestum á fimmtudag þegar sex manna söngvaralið flennifyllti húsið í til- efni af útkomu fyrstu tveggja hljómdiska með lögum Sigvalda Kaldalóns á vegum minningarsjóðs tón- skáldsins, Menningar- miðstöðvarinnnar Gerðubergs og Smekkleysu. Gagnvart jafnáþreifanlegum vin- sældum þessa kannski mesta laglínusnillings frá gullaldarskeiði ís- lenzka sönglagsins enn þann dag í dag, nærri 60 árum eftir andlát hans, má með sanni segja að hljóm- andi heildarútgáfa á verkum Kaldalóns hafi ekki byrjað degi of snemma. Á það jafnframt við um þann liðlega fimmtung af lagasjóðnum sem enn er lítið þekktur og hér hlaut e.t.v. sitt fyrsta sanngjarna tækifæri til að öðlast verðskuldaðan hljóm- grunn. Hver söngvaranna fór með fjög- ur lög. Sigrún Hjálmtýsdóttir var efst á blaði, og einnig í víðara skilningi, því hvað raddgæði snert- ir, söngtækni og meistaralega túlkun stóð enginn henni á sporði þetta kvöld. Valdið á hljóðfærinu var algert. Svanasöngur á heiði gekk í mænuhríslandi endurnýjun með óvenjuvíðum styrkbrigðum, og hin erfiða og sérkennilega Maríubæn lék í höndum hennar engu síður en barnagælan Bíum, bíum bamba og göngulagið ljúfa Hvíslingar. Tenórarnir hrifu hlustendur hvor á sinn ólíka hátt. Jóhann Friðgeir Valdimarsson einkum fyrir sópandi kraft- inn í Vorvísum og Stormum (nema hvað!), Snorri Wium fyrir raddgöfgina og ljóðrænuna, þótt ætti samt nægan þrótt eftir í Svanurinn minn syngur. Mezzo- sópransöngkonurnar áttu sameiginlegt að tefla fram fullfáum litbrigðum, en fóru að öðru leyti ágæt- lega með sín lög. Sig- ríður Aðalsteinsdóttir var svipsterkust í Betlikerlingunni, er bauð einnig upp á magnaðan sjónleik. Hvað litbrigðaekluna varðar liggur við að megi kalla Sesselju Kristjáns- dóttur löglega afsakaða, þökk sé að mínu viti hljómfegurstu mezzo- rödd lýðveldisins sem auðveldlega dáleiðir hlustandann undan þeirri bláköldu staðreynd ? þrátt fyrir innlifun og tónnæmi í þverpokum ? að raddbeitingin er meira eða minna eins. Ólafur Kjartan Sigurðarson hreppti heiðurssess síðasta ræðu- manns og flutti sín lög af ómót- stæðilegri söng- og leikgleði; í Á Sprengisandi með þvílíkum eld- móði að örnefnið varð óhugn- anlega trúverðugt. Hinzta kveðja myndaði aftur höfuga legató- andstæðu, og enn aðra og ver- búðakersknari Hún Kata litla í koti. Endað var á nótum epískrar dramatíkur í Við Kaldalón, og mátti vart kreista meiri fjöl- breytni fram úr aðeins fjórum lögum. Jónas Ingimundarson studdi hér sem í undangengnu við sönginn af landskunnri fylgni í undirleik, og vakti athygli að syngjandi ásláttarmýktin skilaði sér engu síður á Steinwayflygil hússins en á Bösendorferinn sem hingað til hefur verið kjörharpa píanistans. Úr söngvasjóði Sigvalda TÓNLIST Salurinn Einsöngslög eftir Sigvalda Kaldalóns. Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Snorri Wium tenór, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Jóhann Friðgeir Valdimars- son tenór, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran og Ólafur Kjartan Sigurð- arson barýton. Jónas Ingimundarson píanó. Fimmtudaginn 13. janúar kl. 20. Einsöngstónleikar Ríkarður Ö. Pálsson Sigvaldi Kaldalóns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.