Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 35
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Hann var lokaður inni í 15 ár og hefur aðeins 5 daga til að leita hefnda. En hefndin á eftir að reynast honum dýrkeypt. Nýr og betri www.regnboginn.is Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. Hverfisgötu ? 551 9000 QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN CID140CID140CID140CID140CID140CID140 CID140CID140CID140CID140CID140CID140 Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 16 ára. BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI ... ?séríslenskt Fönn, fönn, fönn!? CID140CID140CID140 SV MBL ... ?séríslenskt CID140CID140CID140 "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..." CID140CID140CID140ÓHT rás 2 ".. grín fjör..." CID140CID140CID140 ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 ára Sýnd kl. 6. CID140CID140CID140CID140CID140CID140 CID140CID140CID140CID140CID140CID140 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Stuttmyndin Löglegir Krimmar sýnd á undan mynd kl. 8. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.10. CID140CID140CID140CID140 H.j. Mbl. CID140CID140CID140CID140 Ó.Ö.H. DV CID140CID140CID140CID140 Kvikmyndir.com Tilnefnd til 5 Golden Globe verðlauna þ.á.m. besta mynd, leikstjóri og leikari í aðalhlutverki. Einstök mynd um höfund hinnar sígildu söguum Pétur Pan. Stórkostleg upplifun! Sýnd kl. 6, 8 og 10. Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND Í FRÁBÆRRI MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 35 ALLTAF fjölgar í hópi íslenskra kvikmyndagerðarmanna, Hjálmar Einarsson er höfundur stuttmynd- arinnar Löglegra krimma, sem gefur góð fyrirheit um að hann geti orðið liðtækur við stærri og margbrotnari verkefni í framtíð- inni. Krimmarnir eru tveir sein- heppnir hrakfallabálkar (Atli Þór og Jóhannes Haukur). Líkt og margir ungir menn dreymir þá um betri bíla, eldra viskí, o.sv.frv., en jarðneskar eigur þeirra virðast vera aflóga bílgarmur sem reynd- ar á að vera aðgangsmiði þeirra að ríkidæminu, með hjálp trygg- ingafélagsins, sem þeir eru sam- mála um að sé hvort sem er skúrkafyrirtæki sem arðræni þjóð- ina. Þess vegna eru þeir klárir í slaginn, löglegir krimmar. Myndin minnir á dapurlegt sakamál sem kom upp fyrir einum 10 árum, annars er ekkert trega- fullt við Löglega krimma, öðru nær. Hún er einsbrandaramynd og vinnur vel úr sínu, sem er meiri kúnst en margan grunar í jafn knöppu og krefjandi formi og stuttmyndin er. Textinn er bæði fyndinn og eðlilegur, tæknivinnan frambærileg en hún, ekki síst hljóðupptakan, er orðin mun auð- veldari viðfangs eftir tilkomu staf- rænu tækninnar. Hjálmar kann einnig að stjórna leikurunum því þeir Atli Þór og Jóhannes eru yndislega borubratt- ir og trúverðugir í hlutverkum svikahrappanna. Og ekki má gleyma litla sakleysingjanum, bölvaldi áætlananna. Það kemur ekki á óvart að Löglegir krimmar var hlutskörpust af 200 í stutt- myndakeppni í Prag á síðasta ári. Viltu sjá einn góðan? KVIKMYNDIR Laugarásbíó Íslensk stuttmynd. Leikstjóri: Hjálmar Einarsson. Aðalleikendur: Atli Þór Al- bertsson, Jóhannes Haukur Jóhannes- son, Sólrún María Arnardóttir, Bryndís Ásmundsdóttir. Ísland. 2004. Löglegir krimmar L50546L50546L50546L50545L50545 Sæbjörn Valdimarsson G erard Depardieu og Catherine Deneuve eru í hópi þeirra leik- ara sem eiga sess í vitund bíó- fólks og lifa þar sjálfstæðu lífi eins og margir kunningjar í hlutverkunum gegnum tíðina. Enn virkar blekkingin, og nýir kunningjar hafa bæst í hópinn, sterkir persónuleikar sem ekki gleymast. Nú er það gamalt kærustupar, í Les Temps qui Changent (Tímar sem breytast) eftir André Téchiné, einn þekktasta leik- stjóra Frakka. Þrjátíu og eitt ár er liðið og hann (Depardieu) gat aldrei gleymt ástinni sinni. Finnur hana í Tanger í Norður- Afríku, gifta konu sem vinnur á útvarps- stöð. Sjálfur hefur hann ekki gifst og segir að það sé ekki hægt að skipta út ást. Það er ekkert leyndarmál hvað hann ætlast fyrir, því hann gengur hreint til verks og hikar ekki við að ræða málið við eiginmanninn ? sem segir meðal annars: ?Ég er ekki viss um að ég geti orðið að liði.? Sú setning er til marks um undir- furðulega kímni sem er einn af bestu kost- unum við Tímar sem breytast, og svo sterk höfundareinkenni. Þá tekst ótrúlega vel að gera einþykkum ástmanninum skil. Það er makalaust hvað Gerard Depardieu er trúverðugur í því sem hann tekur sér fyrir hendur og hvað hann beitir sér vel og rétt, ekki síst fallegu röddinni. Hérna er hann allt í senn, steinrunninn, hetjulegur og smáskrýtinn elskandi sem vekur alls konar tilfinningar hjá bíógestum og mörg bros. Sjálfum stekkur honum aldrei bros, nema á einni gamalli ljósmynd með unnustunni. Bíóbærinn að þessu sinni, Mèze, er við ströndina á Thau-síki sem gengur inn úr Miðjarðarhafi, og er þekkt fyrir ostrur, sem eru kenndar við nágrannabæinn, Bouziges. Hér eiga menn von á góðum viðurgjörningi og tók franski forsætisráðherrann á sig lít- inn krók á leiðinni í frí um daginn og borð- aði á ofurvenjulegum veitingastað í bænum. Þ að gerði bíófólkið líka og fékk ótrúlega góðan pönnusteiktan fisk, kola (sole) úr Miðjarðarhafi, beinlausan eftir að gengilbeinan hafði tilreitt hann af kírúrgískri ná- kvæmni. Mörgu fleiru var raðað í sig gegn vægu gjaldi á le Pescadou við litlu höfnina í Mèze. Yfir henni sveimar enn hreindýr með sleða í eftirdragi, en fátt um gesti og gangandi og ekki ónotalegt að hafa staðina út af fyrir sig. Eins var hægt að breiða úr sér í dúnd- urgóðum sal í bíóinu ævintýralega, í sama húsi og siglingaklúbburinn við smábáta- höfnina. Þarna blasa við pálmatré, möstur, sjórinn og stjörnurnar, fastir punktar eins og stjörnur kvöldsins, þótt tímar breytist. Bíókvöld í Mèze Um langvarandi ástir Úr kvikmyndinni Les Temps qui Changent. Eftir Steinunni Sigurðardóttur Þess má geta að á neðri hæð safnsins stendur yfir sýning á völdum verkum úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur. Í safni þeirra hjóna er að finna margar perlur íslenskrar myndlistar frá fyrri hluta 20. aldar eftir alla helstu málara þjóðarinnar. Safnið er opið alla daga nema mánudaga klukkan 11?17. Ari Trausti Guðmundsson og Thor Vilhjálmsson glaðir í bragði. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.