Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. ÍSLENSKI klipparinn Valdís Ósk- arsdóttir er orðuð við Óskarsverðlaun fyrir vinnu sína við kvikmyndina Eilíft sólskin hvítþvegins huga eða Eternal Sunshine of the Spot- less Mind. Á dög- unum hlotnuðust henni verðlaun fyrir bestu kvikmynda- klippingu ársins 2004 á verðlaunahátíð gagnrýnenda í San Diego. Myndin þykir afar flókin í uppbyggingu en handritshöfundur er Charlie Kauf- man sem þekktur er fyrir stórmyndir á borð við Adaptation og Being John Malkovich. Með aðalhlutverkið fer Jim Carrey en hann hlaut verðlaun í San Diego eins og Valdís. Valdís hefur komið víða við og m.a. klippt dönsku kvikmyndirnar Mifunes sidste sang og Festen. Hún hlaut Eddu- verðlaun fyrir klippistörf sín við kvik- myndina Hafið./36 Orðuð við Óskarinn Valdís Óskarsdóttir FORMAÐUR Sambands garð- yrkjubænda, Helgi Jóhannesson, segir að atvinnugreinin þurfi að mæta ýmsum breytingum sem orð- ið hafa á neysluvenjum Íslendinga, m.a. því að vinna matvælin meira áður en þau eru sett á markað. Seg- ir hann til athugunar að garð- yrkjubændur sameinist um aðstöðu til vöruþróunar og vinnslu matvæla á neytendamarkað. Í dag eru liðin 50 ár frá stofnun Sambands garðyrkjubænda en inn- an vébanda þess eru um 200 félagar sem stunda framleiðslu á græn- meti, blómum og garðplöntum. Helgi Jóhannesson segist bjartsýnn á stöðu greinarinnar ef henni tekst að laga sig að aukinni samkeppni. Segir hann að grænmetisframleið- endur verði að laga sig að neyslu- breytingum. „Mörgum þykir of langt að bíða í 20 mínútur eftir að kartöflurnar séu fullsoðnar og það hefur m.a. leitt til minnkandi kart- öflusölu undanfarin ár. Þessu mæta kartöflubændur með því að vinna þær meira, forsjóða, bita þær niður eða búa til kartöflurétti. Við þurf- um á sama hátt að vinna grænmeti og salat meira, bjóða neytendum tilbúið salat í kvöldmatinn eins og boðið er hér frá útlöndum,“ segir Helgi og nefnir að til athugunar sé að bændur sameinist um eins konar miðstöð sem gæti annast slíka vinnslu á neytendamarkað. Segir hann að það muni skýrast á næstu vikum./20 Brýnt að vinna vöruna meira fyrir markaðinn Ljósmynd/Haraldur Jónasson FISKVINNSLUFYRIRTÆKIÐ Vísir í Grindavík hefur stokkað upp öll sölumál sín á saltfiskafurðum og saltsíld og tekið þau í eigin hendur, en til þessa hafa um 70% af afurðum fyrirtækisins verið seld í gegnum SÍF. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hið nýja fyrirtæki nokkurra fyrrum starfsmanna SÍF Seafood Union verði söluaðili fyrirtækisins á Ítalíumarkaði. Vísir er einn stærsti framleiðandi á saltfiskafurðum hér á landi og framleiðir um fjögur þúsund tonn af saltfiskafurðum árlega. Pétur Páls- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, sagði í samtali við Morgunblaðið að hér eftir myndi fyrirtækið halda utan um sölumál sín sjálft og velja sér samstarfsaðila í hverju tilviki fyrir sig með hliðsjón af hagsmunum fyrirtækisins til lengri og skemmri tíma. Krafa yrði gerð um algert gegnsæi og þátttöku fyrirtækisins í söluferlinu með beinum tengslum við kaupendur og ráðstöfun afurðanna. Fyrirtækið myndi jafnframt velja sér fáa samstarfsaðila á hverjum markaði fyrir sig eftir eðli markaðs- svæðanna og væru engir kaupendur útilokaðir hvað það varðaði. Þannig litu þeir á dótturfélög stóru sölufyr- irtækjanna sem góða kaupendur í þessari flóru. Pétur bætti því við að fyrirtækið væri þegar búið að ákveða sam- starfsaðila á markaðnum á Ítalíu, en þangað hefur um fjórðungur afurða fyrirtækisins farið í gegnum árin. Sá samstarfsaðili væri Seafood Union, en þeir teldu það sterkasta kostinn á þeim markaði, auk þess sem það uppfyllti allar kröfur þeirra um vinnubrögð í þessum efnum. Jafn- framt væru aðrir markaðir enn þá til skoðunar. Pétur sagði að þessi breyting á sölumálum fyrirtækisins ætti sér um tveggja ára aðdraganda og mætti rekja til breytinga sem SÍF hefði gert á sínu innra skipulagi og sneri að viðskiptum við Vísi, sem hefði ver- ið kominn aftur úr öðrum framleið- endum hvað afkomu snerti. Tilbúnir til viðræðna „Við höfum lýst því yfir við aðra framleiðendur og útflutningsaðila að við erum tilbúnir til viðræðna um breiða samstöðu um sölumál á salt- fiski og saltsíld með aðkomu allra þeirra bestu, enda teljum við það bestu trygginguna til lengri tíma lit- ið til þess að halda uppi verði á ís- lenskum afurðum í samkeppninni við Norðmenn og Færeyinga.“ Hann bætti því við að fyrirtæki í sjávar- útvegi yrðu að beita öllum meðulum til að mæta tapi vegna hás gengis. Vísir í Grindavík tekur sölu á saltfiskafurðum í eigin hendur Seafood Union sjái um Ítalíumarkað HÁTT Í 200 manns voru við minningarguðs- þjónustu í íþróttahúsinu í Súðavík í gær þeg- ar snjóflóðsins og þeirra fjórtán sem í því fórust fyrir tíu árum var minnst. Séra Magn- ús Erlingsson, sóknarprestur á Ísafirði, og séra Valdimar Hreiðarsson, sóknarprestur í Súðavík, þjónuðu fyrir altari en Magnús var sóknarprestur í Súðavík 1991 til 2000. Kirkjugestum var boðið að kveikja á kert- um við athöfnina til minningar um hina látnu. Súðvíkingar fjölmenntu í íþróttahúsið en eins komu björgunarsveitarmenn frá Ísafirði sem aðstoðuðu við björgun á sínum tíma. Eft- ir minningarguðsþjónustuna var boðið upp á kirkjukaffi í Súðavíkurskóla. Sr. Magnús segir guðsþjónustuna hafa ver- ið kyrrðarstund til þess að minnast þeirra sem fórust. „Þetta var ósköp notaleg stund. Það var lögð áhersla á kyrrð og að minnast þessara atburða, þakka fyrir björgun og minnast þeirra sem létust.“ Hann segir að auk Súðvíkinga og björg- unarmanna hafi ættingjar og aðstandendur þeirra sem fórust sótt athöfnina. „Þarna voru t.d. aðstandendur hjónanna Sveins Salómonssonar og Hrafnhildar Þorsteins- dóttur sem fórust í flóðinu og færðu björg- unarsveitinni Kofra í Súðavík málverk að gjöf en það var einmitt inni á heimili þeirra hjóna en bjargaðist úr flóðinu,“ segir séra Magnús. Þá var haldin minningar- og bænastund í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ í gærkvöldi en hún var í höndum þeirra sr. Jakobs Ágústs Hjálmarssonar og sr. Karls V. Matthíassonar en Karl var prestur í Tálknafirði þegar snjóflóðið féll og fór með togara frá Tálknafirði til Ísafjarðar ásamt björgunarsveitarmönnum sem togarinn hafði safnað saman. Karl segir að sér hafi fundist við hæfi að vera með minning- arstund þar sem tíu ár væru liðin frá þess- um atburði. „Fólkið er allt hérna í Reykja- vík, að minnsta kosti flestir sem misstu sína.“ Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Snjóflóðsins í Súðavík fyrir 10 árum minnst vestra og í Lágafellskirkju Kveikt á kertum til minningar Vilborg Arnardóttir kveikir á sex kertum fyrir hönd þeirra sex fjölskyldna sem misstu ástvini í snjóflóðinu í Súðavík fyrir áratug. Séra Magnús Erlingsson og séra Valdimar Hreiðarsson stýrðu fjölsóttri minningarathöfninni í Súðavík. HELLISHEIÐI var lokað laust fyr- ir kl. tíu í gærkvöldi. Ekkert skyggni var á heiðinni, mikil ofankoma og fannfergi og réðu menn ekki við að moka hana. Fært var hins vegar um Þrengslin en þar gekk þó á með vestan éljum og var blint með köflum. Reyna átti að opna Hellisheiðina nú í morgun en rétt að ökumenn kanni hvort búið er að opna hana áður en haldið er af stað. Bendir lögreglan ökumönnum á að hafa samband í síma Vegagerð- innar, 1777. Veðurstofan hefur gefið út storm- viðvörun en búist er við stormi á Vestfjörðum, við Breiðafjörð, Faxa- flóa og á Ströndum í dag. Reikna má með að vindur verði víða á bilinu 18– 23 metrar á sekúndu og snjókoma og því hætt við að færð kunni að spillast. Ófært um Hellisheiði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.