Morgunblaðið - 18.01.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.01.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 16. TBL. 93. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Lúra Finnar á leyndarmáli? Bryndís Schram fjallar um árangur skólastarfs í Finnlandi | Umræðan Forvarnir til bjargar Um sex hundruð Íslendingar fá heila- blóðfall á ári hverju | Daglegt líf Verður upplýsingatækni þriðja stoðin í verðmæta- sköpun og gjaldeyristekjum Íslands árið 2010? ÞRIÐJA STOÐIN? Ráðstefna Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja þriðjudaginn 25. janúar Sjá glæsilega dagskrá ráðstefnunnar á vefsetri Samtaka iðnaðarins; www.si.is Moya sleginn út  Maldini: 900 leikir á 20 árum  Helgi í upp- skurð Sigurður hættur með FH Íþróttir í dag ALLS þurftu 103 íbúar á Vestfjörðum að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu í gærdag og í gær- kvöldi. Ákveðið var að rýma 37 hús á hættusvæðum og þurftu 49 íbúar að fara af heimilum sínum á Pat- reksfirði, 23 á Ísafirði og í Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 í Bolungarvík og af tveimur bæjum þar við. Veðurstofan lýsti yfir hættuástandi vegna snjó- flóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum um miðj- an dag í gær og ákvað rýmingu á svonefndum C-reit í Skutulsfirði, en á honum er iðnaðarhúsnæði við Grænagarð á Ísafirði, og var hann rýmdur fyrir klukkan 17. Þá ákvað Veðurstofan rýmingu á svo- nefndum M- og N-reitum í Hnífsdal frá kl. 17 í gær. Hús voru einnig rýmd í Bolungarvík í gær og á sunnanverðum Vestfjörðum var lýst yfir viðbún- aðarstigi á þéttbýlisstöðum í gær vegna snjóflóða- hættu. Fengu inni hjá vinum og ættingjum Rýmd voru 14 hús vegna snjóflóðahættu á Pat- reksfirði í gærkvöldi, ákveðið var að rýma sex hús við Urðargötu, fjögur við Hóla, og fimm við Mýrar. Höfðu allir íbúarnir yfirgefið hús sín um kl. 21 í gærkvöldi og fengu þeir inni hjá ættingjum og vin- um, skv. upplýsingum lögreglu. Snjóflóð féll yfir þjóðveginn undir Raknadalshlíð við Patreksfjörð á áttunda tímanum í gærkvöldi. Féll flóðið örskömmu eftir að lögreglubíll fór þar um en hann var þar á ferð til að aðstoða fólk við að komast úr Breiðafjarðarferjunni Baldri. Stillt og gott veður var á Patreksfirði í gær- kvöldi, skv. upplýsingum lögreglu, en mikinn snjó hafði sett þar niður í gærdag. Mikil snjókoma og slæm spá Mikið snjóaði á Vestfjörðum í gær og var veð- urspá slæm fyrir nóttina. Veður var þó enn skap- legt á Ísafirði og í Bolungarvík í gærkvöldi þegar rætt var við lögreglu og forsvarsmenn almanna- varna. Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar kom sam- an tvívegis í gær í stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti og ákvað til viðbótar við áðurnefndar rýmingar að rýma þær íbúðir við Árvelli í Hnífsdal sem búið er í og bæinn að Hrauni. Almannavarnanefnd ákvað ennfremur að rýma Fremstuhús í Dýrafirði, Neðri-Breiðadal, Fremri- Breiðadal, Veðrará í Önundarfirði og Kirkjuból í Korpudal. Einnig var ákveðið að rýma Kirkjubæ og Höfða í Skutulsfirði eftir kl. 17 og Funa, Gámaþjón- ustu Vestfjarða og útihús á sama svæði frá sama tíma. Við aðstæður eins og voru í gær vegna snjósöfn- unar og veðurspár taldi almannavarnanefnd og vegagerð einnig nauðsynlegt að takmarka umferð um vegi. Snjóflóð féllu á veginn um Óshlíð í gær. Sett var upp vakt á Skutulsfjarðarbraut síðdegis og umferð takmörkuð eftir þann tíma. Á Hnífsdals- vegi, Kirkjubólshlíð, Hvilftarströnd, Breiðadal og Súgandafirði var umferð takmörkuð og þessum leiðum var svo öllum lokað eftir kl. 18. Þá var Súða- víkurhlíðinni lokað síðdegis. 30 rýmdu hús sín í Bolungarvík Almannavarnanefnd Bolungarvíkur ákvað í gær að rýma hús við Dísarland, auk þriggja húsa við Traðarland og bæinn Tröð í Bolungarvík. Var bær- inn Geirastaðir í Syðridal einnig rýmdur og umferð um hesthús undir Erni bönnuð. Gekk rýmingin vel skv. upplýsingum lögreglu. Alls búa um 30 manns í þessum húsum og fengu flestir inni hjá ættingjum og vinum. Almannavarnanefndin kom aftur saman undir kvöld og ákvað að aflétta ekki rýmingu í gær- kvöldi og nótt. Nokkur minni snjóflóð féllu fyrir of- an byggðina í gær. Nauðsynlegar varúðarráðstafanir Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og formaður al- mannavarnanefndar Ísafjarðarbæjar, sagði í gær- kvöldi að rýming þar hefði gengið vel. Þó einhverj- um hefði kannski fundist að gengið væri langt með þessum aðgerðum væri hér um nauðsynlegar var- úðarráðstafanir að ræða. Hættuástand vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum Fjöldi húsa rýmdur og umferð takmörkuð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns LÖGREGLUMENN í Sankti Péturs- borg kljást við konu á útifundi í gær. Eftirlaunaþegar hafa mótmælt víða um Rússland að undanförnu vegna óánægju með skert kjör. Vladímír Pútín forseti sagði í gær að ekki væri nóg að hækka mánaðarleg eft- irlaun um 100 rúblur, u.þ.b. 220 krónur og skömmu síðar var ákveð- ið að hækkunin yrði 240 rúblur. Reuters Mótmæli í Sankti Pétursborg FJÖLDI íbúa þurfti að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum síðdegis í gær og í gærkvöldi. Almannavarnanefnd Ísafjarðar ákvað lokun vega í gærkvöldi þar sem flóðahætta er talin mest, m.a. við Ísafjörð og voru íbúar beðnir um að vera ekki á ferðinni. Þrjú snjóflóð féllu á veginn um Óshlíð í gærdag. Veðurspá var slæm fyrir gærkvöldið og nóttina. Enn var þó stillt og bjart veður við Ísafjörð í gærkvöldi, eins og sjá má á myndinni, rjómalogn eins og veðurfræðingur orðaði það. Engu að síður full ástæða til að hafa allan vara á og hættuástandi ekki aflýst, að sögn hans. Mikinn snjó setti niður í gær og lausasnjór var yfir öllu. Vakt var á snjóflóðadeild Veðurstofunnar í nótt. Nokkur snjóflóð hafa fallið FRANSKUR kokkur, Philippe Pitiot, vann í 17 ár á hóteli í bænum Lalouvesc í Bourgogne-héraði án þess að fá kaup eða frí. Hefur dóm- stóll nú dæmt honum bætur er nema rúmlega 70.000 evrum, tæpum sex milljónum króna. Hjónin sem áttu hótelið seldu það í fyrra og nýr eig- andi benti Pitiot á að krefjast bóta. „Fyrst í stað var ég reiðubúinn að gera litlar kröfur vegna þess að hún og eiginmaðurinn voru í peninga- vandræðum,“ segir Pitiot. Hann fékk greidd laun í fimm mánuði en síðan ekki neitt. Segir hann vinnu- veitanda sinn, Genevieve Arnaud, hafa lofað að borga síðar það sem upp á vantaði en aldrei gert það. Hún sá hins vegar um að hann fengi mat og húsaskjól á hótelinu. Stöku sinnum keypti hún handa honum föt. Eftir að hótelið var selt fóru hjón- in í leyfi til Spánar. „Þegar þau komu til baka gáfu þau mér karton af sígarettum og pólóskyrtu en ég vildi fá kaupið mitt,“ sagði Pitiot. Verjandi hjónanna segir þau alltaf hafa greitt launatengd gjöld fyrir Pitiot og þau séu nú hissa á því að „hann skyldi ekki gera eitthvað í málinu fyrr“ fyrst hann hafi verið ósáttur. Launalaust puð í 17 ár Annonay í Frakklandi. AFP. AUÐUG ríki hafa ekki staðið við fyr- irheit um aukin fjárframlög til að minnka um helming sára fátækt í heiminum fyrir árið 2015, að sögn sérfræðinga á vegum Sameinuðu þjóðanna. Ný og ítarleg skýrsla um fátækt og leiðir til að berjast gegn henni var lögð fyrir Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ, í gær og seg- ir þar að lausnirnar séu þegar fyrir hendi. „Og í fyrsta sinn er kostnað- urinn ekki meiri en svo að hann er fyllilega viðráðanlegur. Allt sem til þarf er að hefjast handa,“ segir í skýrslunni sem er um 3000 síður. Bent er á að á næsta áratug sé hægt að tryggja að yfir 500 milljónir manna losni úr viðjum fátæktarinnar og tugir milljóna manna komist hjá því að deyja ótímabærum dauðdaga ef auðug ríki á borð við Bandaríkin, Japan og fleiri standi við loforð sem gefin voru árið 2000 um stóraukna þróunaraðstoð. Segir í skýrslunni að markmiðin um að helminga fátækt- ina muni ekki nást ef fram haldi sem horfir. En þar að auki er hvatt til þess að gripið verði strax til ráðstaf- ana eins og að útvega ókeypis mosk- ítónet til að berjast gegn malaríu. „Jafn mörg börn deyja í hverjum mánuði úr malaríu í Afríku og dóu í flóðbylgjunni í Indlandshafi, um 150.000 eða fleiri, þau deyja úr hinni þöglu flóðbylgju malaríu, sjúkdómi sem er að miklu leyti hægt að koma í veg fyrir og auðvelt að lækna,“ sagði hagfræðingurinn Jeffrey Sachs sem stýrði gerð skýrslunnar. Auðvelt að draga úr neyð Sameinuðu þjóðunum. AP, AFP. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.