Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SNJÓFLÓÐAHÆTTA Alls þurftu 103 íbúar á Vest- fjörðum að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu í gærdag og í gær- kvöldi. Ákveðið var að rýma 37 hús á hættusvæðum og þurftu 49 íbúar að fara af heimilum sínum á Patreks- firði, 23 á Ísafirði og í Hnífsdal og í dreifbýli Ísafjarðarbæjar og 31 í Bolungarvík og af tveimur bæjum þar við. Stukku fram af svölum Ólögleg atvinnustarfsemi útlend- inga við byggingariðnað hér á landi hefur snaraukist á síðustu misserum og er farin að hafa áhrif á markaðs- laun í byggingariðnaði. Á föstudag stukku tveir lettneskir verkamenn fram af svölum í um þriggja metra hæð og hlupu síðan á brott þegar grennslast var fyrir um atvinnurétt- indi þeirra. Aðstoð verði aukin Auðug ríki í heiminum hafa ekki staðið við fyrirheit sem gefin voru árið 2000 um að auka framlög til þró- unarmála til að minnka um helming sára fátækt í heiminum fyrir árið 2015, segir í nýrri skýrslu Samein- uðu þjóðanna. Skýrsluhöfundar segja að sé vilji fyrir hendi sé hægur vandi að útrýma fátæktinni, vandinn sé ekki umfangsmeiri en svo. Árásir á Ísraela verði heftar Mahmoud Abbas, forseti Palest- ínu, skipaði í gær öryggissveitum sínum að koma í veg fyrir árásir gegn Ísraelum. Talsmaður Hamas gagnrýndi Abbas og sagði hann með fyrirskipuninni vera að gefa Ísrael- um afsökun fyrir því að halda áfram hernáminu. Abbas ákvað í gær að al- Aqsa, vopnaður armur Fatah-flokks forsetans, yrði framvegis hluti ör- yggissveita Palestínu. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 14 Skák 38 Erlent 16/17 Minningar 31/35 Höfuðborgin 19 Bréf 30 Akureyri 20 Dagbók 40/42 Suðurnes 23 Kvikmyndir 44 Austurland 21 Fólk 46/49 Daglegt líf 22/23 Bíó 46/49 Listir 24 Ljósvakar 50 Forystugrein 26 Veður 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #       $         %&' ( )***                   ODDUR Friðriksson, aðaltrúnað- armaður starfsmanna Kárahnjúka- virkjunar, segist vel skilja þann starfsmannavanda sem Impregilo glími við. Erfiðlega gangi að ráða fólk til verksins á þessum árstíma, þar sem allt sé á kafi í snjó og veð- ur válynd. Eins og fram kom í blaðinu fyrir helgi voru sjö starfsmenn frá Portúgal þegar farnir til síns heima, eftir nokkurra daga dvöl við Kárahnjúka. Voru þeir úr hópi 40 nýrra starfsmanna sem komu frá Portúgal eftir áramótin, ásamt um 150 samlöndum sínum sem höfðu verið hér áður. „Það er mjög erfitt að halda mönnum hér uppi á fjöllum í vetrarveðri eins og verið hefur að undanförnu. Ég hef ítrekað bent mönnum á að það þarf sér- staka menn í þetta. Í hvert skipti sem eitthvert veður gerir hér þá fjölgar kvörtunum til mín og menn vilja komast heim,“ segir Oddur. Að sögn Odds hefur tekist að mynda fastan kjarna duglegra og vanra verkamanna frá Portúgal, sem hafa verið við virkjunina, allt frá upphafi sumir hverjir. Þetta séu „frábærir“ starfsmenn en hins vegar séu alltaf að koma menn sem vilja fara strax heim aftur, ekki síst þeir sem ekki hafa komið til fjalla áður. Að sjö skuli vera farnir af 40 manna hópi komi honum ekk- ert á óvart, í raun hafi mátt búast við meira brottfalli miðað við þær óblíðu viðtökur sem hópurinn fékk hjá íslenskum veðurguðum. Veður var vont á virkjunarsvæð- inu um helgina og segir Oddur að- stæður til útivinnu mjög slæmar. Tækjaflotinn sé meira og minna stopp vegna snjóa og veðurs. Bor- un ganganna sé samkvæmt áætlun en erfitt sé að vinna við fremsta hluta aðalstíflunnar við þessar að- stæður. Oddur átti samtal um helgina við starfsmenn frá Kína, Pakistan og Bólivíu sem bíða þess að fá at- vinnuleyfi til að koma til starfa á Íslandi. Hann segir það ljóst að margir þessara starfsmanna hafi verið lengi í vinnu hjá Impregilo, allt að níu árum, og hafi reynslu af störfum í kulda og trekki. Oddur Friðriksson aðaltrúnaðarmaður við Kárahnjúkavirkjun „Mjög erfitt að halda mönn- um hér uppi á fjöllum“ Oddur Friðriksson FORVARSLA á landnámsskál- anum, sem fannst árið 2001 við fornleifarannsókn í grunni nýja hótelsins við Aðalstræti 16 í Reykjavík, gæti tekið sex til níu mánuði að sögn Hjörleifs Stef- ánssonar, verkefnisstjóra og arki- tekts. Unnið er með sérstaka tækni við þurrkun á rústum skálans en þær verða hluti sýningar í kjallara hótelsins um fyrstu byggð í Reykja- vík. Hjörleifur segir að stefnt sé að opnun sýningarinnar vorið 2006. Forvarslan snýst um að setja bindiefni í rústirnar, moldina og grjótið, svo að þær verði ekki að ryki. Að sögn Hjörleifs er um flókið ferli að ræða og eru væntanlegir sérfræðingar frá Danmörku til að vinna verkið ásamt forvörðum Þjóðminjasafnsins. Á meðan geta aðrar framkvæmdir ekki farið fram í kjallaranum. Reykjavíkurborg seldi nýlega sýningarskálann í kjallaranum til fasteignafélagsins Stoða, sem byggir hótelið, fyrir um 160 millj- ónir króna. Andvirðið verður að langmestu notað í að koma sýning- unni upp en kostnaðaráætlun verksins er um 150 milljónir króna. Mestur kostnaður er áætlaður við margmiðlunarbúnað í sýningunni, um 40 milljónir, en hönnun, umsjón og eftirlit á að kosta rúmar 30 millj- ónir króna. Þar af er kostnaður við sýningarhönnun áætlaður um 10 milljónir. Forval um hönnunina Sjálf hönnunin var ekki boðin út heldur fór fram forval, sem ákveðið var af fyrri verkefnisstjórn árið 2002. Þóttu forsendur fyrir útboði ekki vera fyrir hendi þar sem forn- leifarannsókn stóð enn yfir og sýn- ingarform var ómótað. Sex hönnuðum var þá boðið að vinna að frumhugmynd að sýning- unni með hópi ráðgjafa, sérfræð- inga og starfsmanna borgarinnar. Í lok þeirrar vinnu voru valdir arki- tektar og sýningahönnuðir til að vinna áfram að hönnun verksins. Verkefnisstjóri er sem fyrr segir Hjörleifur Stefánsson en um sýn- ingarhönnun sér Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir ásamt Steinari Sig- urðssyni arkitekt, sem jafnframt er einn hönnuða hótelbyggingarinnar. Þórunn hefur áður unnið að menn- ingarsögulegum sýningum. Forvarsla á sýningarskálanum í Aðalstræti 16 tekur allt að níu mánuði Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinnu við frágang utandyra miðar vel áfram. Verja á rústirn- ar með sér- stakri tækni ATVINNULEYSI á árinu 2004 var að meðaltali 3,1% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði, en það jafngildir því að 4.564 manns hafi að meðaltali verið atvinnulausir á árinu. Heldur dregur úr atvinnu- leysinu frá árinu 2003 þegar það var 3,4%. Atvinnuleysi er mun meira á meðal kvenna en karla og mun meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum Vinnu- málastofnunar var atvinnuleysi meðal kvenna að meðaltali 3,8% á árinu 2004 og 2,6% hjá körlum. Þá var atvinnuleysið 3,5% á höfuð- borgarsvæðinu en 2,5% á lands- byggðinni í heild. Að höfuðborg- arsvæðinu undanskildu var atvinnuleysið mest á Suðurnesjum, 3,4%, og á Norðurlandi eystra, 3,2%. Minnst var atvinnuleysi hins vegar á Austurlandi, 1,6%, og 1,7% á Norðurlandi vestra. Fjölgar meðal 50 ára og eldri Fram kemur að fækkun atvinnu- lausra var mest í yngsta hópnum, 16–24 ára, en þeim fækkaði um 17%. Fækkunin hjá þeim sem eldri eru en 24 ára er 2,5% milli ára og raunar er um fjölgun að ræða í báðum elstu hópunum, 50–59 ára og 60–69 ára. Þeim fjölgar um 30 í hvorum aldurshóp fyrir sig. Einnig kemur fram í tölum Vinnumálastofnunar að þeim sem höfðu verið atvinnulausir lengur en sex mánuði fjölgaði á árinu 2004 frá árinu áður um tæplega 150 manns, sem jafngildir um 10% fjölgun milli ára. 3,1% atvinnu- leysi árið 2004

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.