Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 4
„ÉG TEL þessa yfirlýsingu vera rétta og kann- ast við þessa atburðarás,“ segir Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra og varaformaður Fram- sóknarflokksins, um yfirlýsingu forsætisráðherra í gær vegna umræðu um Íraksmálið. „Ég tel hins vegar að ýmsar fréttastofur hafi snúið út úr orðum mínum og tekið þau úr sam- hengi, án þess að bera það undir mig. Það er al- veg skýrt þarna, að ákvörðun um að styðja með pólitískri yfirlýsingu hernaðaraðgerðir Breta og Bandaríkjamanna, sem Halldór og Davíð hafa rakið mjög skýrt og eru okkar banda- og vina- þjóðir á þessum vettvangi, hún er tekin af þeim sem það ber að gera. Ég hef aldrei sagt neitt annað en að þetta Íraksmál hefur verið margrætt í ríkisstjórn og utanríkismálanefnd og á vegum okkar framsóknarmanna fyrir og eftir þessa ákvörðun. Það er alveg á hreinu af minni hálfu,“ segir Guðni. Er ekki að hverfa frá stuðningi við þessa pólitísku yfirlýsingu „Ég vil líka hafa það á hreinu að ég lýsti því yf- ir að stuðningur minn væri við þessa pólitísku yf- irlýsingu og er ekkert að hverfa frá því. Ég tel hins vegar mjög mikilvægt að þessari umræðu sem hér er eilíft í gangi um Íraksmálið ljúki,“ segir hann ennfremur og bætir við að Íslendingar séu ekki beinir aðilar að þessu stríði fremur en öðrum. „Þarna voru auðvitað banda- menn að fara inn til þess að taka þennan Saddam Hussein, sem hafði drepið milljón manns og ógnaði heimsfriði. Það er auðvitað skýrt að þessi 30 þjóða yfirlýsing sneri eingöngu að því að fara inn og taka þennan mann úr umferð og hefja svo uppbyggingu í Írak og lýðræð- islega endurskipulagningu. Nú eru kosningar þar framundan og þar er því haf- inn nýr tími og ég held að við eigum ekkert að eyða kröftum okkar í þessar deilur. Maðurinn var ógnvænlegur,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson Íraksmálið hefur verið margrætt 4 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra sækist ekki eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á flokksþingi í næsta mánuði en nokkur umræða hefur verið síð- ustu daga um að Árni hygðist hugsanlega gefa kost á sér gegn Guðna Ágústs- syni, núverandi varaformanni, og landbúnaðarráð- herra. „Nei, ég hef engin áform um það,“ sagði Árni er hann var spurður í gær hvort hann hefði hug á að sækjast eftir embætti varaformanns Fram- sóknarflokksins. Ekki áform um framboð Árni Magnússon Árni Magnússon félagsmálaráðherra VIÐ leit á mönnum sem lögreglan í Kópavogi handtók á föstudag, kom í ljós að þeir voru með um hálfa milljón í peningaseðlum á sér, auk lítilræðis af amfetamíni. Lögreglan telur að féð sé ávinn- ingur af fíkniefnaviðskiptum. Mennirnir eru á þrítugsaldri og þeir hafa báðir áður komið við sögu lögreglu vegna fíkniefna- mála. Eftir að þeir voru handtekn- ir leitaði lögregla á heimilum þeirra og fundust fjórar e-töflur og lítilræði af kannabisefnum. Að sögn Friðriks Björgvinsson- ar yfirlögregluþjóns gáfu menn- irnir hvorki haldbærar skýringar á því hvers vegna þeir voru með svo mikið fé á sér né hvaðan það var runnið. Í sambærilegum mál- um hafi þó oft reynst erfitt að sanna að féð sé ávinningur af ólög- legum viðskiptum en rannsóknin beinist m.a. að því hvort mennirn- ir hafi haft möguleika á að afla þeirra með heiðvirðum hætti, hvort þeir hafi verið í vinnu, átt sparifé o.s.frv. Handteknir með hálfa milljón Talinn ágóði af fíkniefnaviðskiptum RYSJUTÍÐ hefur verið við Breiða- fjörð það sem af er vetri og gæftir stopular. Virðist ekki neitt lát á garr- anum. Núna í rökkurbyrjun er „hann“ að klára enn einn hringinn og farinn að blása stíft úr norðri. Sjávarhljóð er mikið og sjó stærir svo að hvítfextar öldur koma hrað- byri suður og inn fjörðinn og svarr- andi brim er við Bullu og Vallna- bjarg. Þetta má líka orða svona: Aldan hvíta áfram þýtur,/ yfir brýtur sker./ Þorskabítur að litlu lýt- ur,/lognið flýtir sér. Rysjutíð við Breiðafjörð Ólafsvík. Morgunblaðið. HALLDÓR Ásgríms- son forsætisráðherra sendi í gær frá sér yf- irlýsingu þar sem tekið er fram að Íraksmálið hafi verið rætt nokkr- um sinnum í utanrík- ismálanefnd og á Al- þingi veturinn 2002 til 2003. Í yfirlýsingu Halldórs segir: „Í ljósi endurtekinn- ar fjölmiðlaumræðu um aðdraganda þeirrar ákvörðunar íslenskra stjórnvalda að styðja Bandaríkjamenn, Breta og fleiri þjóðir vegna innrásarinnar í Írak í mars- mánuði árið 2003 vill Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra ítreka eftirfarandi: Íraksmálið var rætt nokkrum sinnum í ut- anríkismálanefnd og á Alþingi veturinn 2002– 2003 en hinn 12. mars 2003 felldi meirihluti nefndarinnar að af- greiða úr nefnd tillögu Vinstri hreyfingarinn- ar – græns framboðs til þingsályktunar um að „ríkisstjórnin beiti sér gegn áformum um innrás í Írak og að Ís- land standi utan við hvers kyns hernaðar- aðgerðir gegn Írak“. Málið var rætt síðar um daginn í þingsal undir dagskrár- liðnum Um störf þingsins og sagði þáverandi utanríkisráðherra þá m.a: „Nú liggur fyrir að meiri hluti þingsins útilokar það ekki að valdi verði beitt í þessum málum. … en það liggur alveg ljóst fyrir af hálfu ríkisstjórnarinnar að það er ekki hægt að ná friði og friðsamlegri lausn varðandi Írak nema að baki liggi alvarleg hótun.“ Þingi var slitið 14. mars 2003 vegna komandi Alþingiskosninga og var þá einnig gert hlé á fundum þingflokks framsóknarmanna. Að morgni þriðjudagsins 18. mars 2003 var ríkisstjórnarfundur og var Íraksmálið fyrsta málið á dagskrá. Sá fundur var undir stjórn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra vegna forfalla Davíðs Oddssonar forsætisráðherra. Í kjölfar þess fundar ákváðu þáverandi utanríkis- ráðherra og forsætisráðherra að styðja aðgerðir undir forystu Bandaríkjamanna og Breta um að afvopna Saddam Hussein og var sendiherra Bandaríkjanna tilkynnt um það. Í afstöðu íslenskra stjórnvalda fólst pólitískur stuðningur við að- gerðir til að koma Saddam Hussein frá völdum. Jafnframt myndu stjórnvöld heimila notkun á Kefla- víkurflugvelli til flutninga auk þess sem umferð um lofthelgi Íslands væri heimil á sama hátt og tíðkast hefur í slíkum tilvikum frá seinni heimsstyrjöld. Þá var því og lýst yfir að Ísland myndi styðja uppbyggingarstarf í Írak að átökum loknum. Hinn 20. mars 2003 réðust banda- menn inn í Írak. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu var getið um stuðning ýmissa þjóða við aðgerðirnar, þar á meðal 18 af 26 þjóðum Atlantshafs- bandalagsins.“ Ný yfirlýsing frá Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra um Írak Íraksmálið rætt nokkrum sinnum í utanríkismálanefnd Halldór Ásgrímsson Gunnar Ágústsson rekstrar- stjóri hverfisstöðvar gatna- málastofu Reykjavíkur við Njarð- argötu segir að á föstudag hefðu öll niðurföll á svæðinu verið opin en þau hafi stíflast af þara sem sjórinn þeytti á land um helgina. Um miðnætti á sunnudag hafði mikið vatn safnast fyrir á hring- torginu og varð að kalla út bak- vakt Gatnamálastofu til að hreinsa úr niðurföllunum. Gunnar segir að mikill sjógangur hafi verið við Eiðsgrandann í vetur og kennir hann helst óvenju stífum vestanáttum um. HRINGTORGINU við JL-húsið í Vesturbænum var lokað um stund í fyrrinótt vegna mikils vatnselgs sem þar varð þegar sjór gekk yf- ir varnargarða við Eiðsgranda. Mikið grjót barst einnig yfir garðinn og langleiðina að göt- unni. Morgunblaðið/Golli Þarinn stíflaði niðurföllin ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.