Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jeppar á Íslandi  vinsælustu jeppar og jepplingar á Íslandi á morgun KRISTBJÖRG Kristjánsdóttir, sem nú dvelur á hjúkrunarheim- ilinu Seli á Akureyri, er 100 ára í dag, 18. janúar. Hún fæddist á Sveinseyri við Tálknafjörð og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru þau Kristján Kristjánsson frá Mýri í Bárðardal, hreppstjóri og útvegsbóndi þar vestra, og Þór- unn Jóhannesdóttir en þau eign- uðust ellefu börn, níu náðu full- orðinsaldri en tvö dóu í frum- bernsku. Eldri en Kristbjörg voru Ólafur, Sigríður, Kristín og Jó- hannes, en yngri Haraldur, Helga, Þóra og Guðrún. Aðeins Kristbjörg og Þóra eru á lífi af systkinunum. „Við fluttum norður þegar ég var 18 ára,“ segir Kristbjörg, en foreldrar hennar hættu þá bú- skap vestra og fluttust að Vöglum í Fnjóskadal, þar sem Stefán föð- urbróðir þeirra var skógar- vörður. Þórunn varð þar ráðs- kona og Kristján aðstoðaði við búskap og skógrækt, en var svo settur skógarvörður eftir lát Stef- áns. Kristbjörg fluttist að Kristnesi og bjóð þar um alllangt skeið. „Þar kynntist ég manninum mín- um, Jóhannesi Eiríkssyni, og við giftum okkur,“ segir hún. „Elsku- legri og betri eiginmaður verður ekki fundinn.“ Jóhannes vann ýmis störf á Kristnesi og Kristbjörg var þar ráðskona um nokkurra ára skeið. Hún dvaldi í Danmörku í rúm tvö ár, var í hússtjórnar- og handa- vinnuskóla. „Þetta var gróinn og virtur skóli,“ segir hún og kvaðst þar hafa lært margt gagnlegt. „Ég ætlaði að fara að kenna handavinnu, en hafði bara ekki neitt upp úr því, svo ég hætti.“ Þau Kristbjörg og Jóhannes áttu fósturson, Kolbein, og ólu einnig upp Jóhannes son hans. Þau bjuggu sem áður segir lengst af á Kristnesi en fluttu til Akur- eyrar þar sem þau bjuggu lengi við Þórunnarstræti og síðar í Víðilundi. Kristbjörg hefur frá því haustið 2000 dvalið á Seli, en Jóhannes lést um það leyti. „Við höfðum gaman af því að ferðast og vorum í Ferðafélagi Ís- lands í tíu ár, fórum með félaginu í ferðalög um landið í sumarfríum okkar,“ segir Kristbjörg, en vill ekki leggja dóm á hver henni finnist fegursti staður landsins. „Ég held auðvitað alltaf upp á fæðingarstaðinn minn fyrir vest- an, en þar er ekki endilega falleg- ast.“ Þá sagðist hún alla tíð hafa haft yndi af handavinnu og gert mikið af því að sauma út „og hafði mjög gaman af því“. Spurð um minnisstæða viðburði í sögu þjóðarinnar á liðinni öld nefnir hún að kreppan hafi verið erfið, ekki hægt að fá varning og helst þurft að bjóða upp á léttar mál- tíðir á þeim tíma. Kristbjörg segist ekki alltaf hafa verið heilsuhraust, fengið ýmsa kvilla á langri ævi, en hún sé þokkalega hress nú miðað við aldur. Sjónin er þó nær alveg far- in, en hún hlustar mikið á útvarp og fylgist þar með fréttum. „Ætli það sé ekki bölvuð Mýrarseiglan,“ svarar hún spurð um hverju hún helst þakki að hafa náð svo háum aldri. Bætir þó við að hún hafi alla tíð verið reglusöm, aldrei drukkið sig fulla eins og hún orð- aði það. „Það var alltaf gott að koma heim að Mýri,“ segir hún, móttökurnar höfðinglegar og gjarnan borið fram vín sem heimafólk bjó til sjálft. „Það var óáfengt og óskaplega gott, en það vildi ekki deila með neinum upp- skriftinni.“ Kristbjörg Kristjánsdóttir á Akureyri 100 ára í dag Ætli það sé ekki bölvuð Mýrarseiglan! Morgunblaðið/Kristján Kristbjörg Kristjánsdóttir er 100 ára í dag. 62 STÉTTARFÉLÖG eru með lausa samninga gagnvart ríkinu nú í jan- úar samkvæmt samantekt starfs- mannaskrifstofu fjármálaráðuneyt- isins. Þar sem nokkur þeirra semja saman má gera ráð fyrir að eftir eigi að ganga frá 51 samningi á næst- unni. Þá hafa 24 aðildarfélög innan BHM ákveðið að freista þess að semja saman. Ræðst á næstu dögum hvort slíkur samningur náist. Að sögn Jens Andréssonar, for- manns Starfsmannafélags ríkisins (SFR), er sæmilegur gangur í við- ræðum við ríkið og standa vonir til þess að samningar náist nú fyrir mánaðamót. Hann segir fundað stíft þessa dagana, að jafnaði um tvisvar í viku. Félagsmenn í SFR eru 5.500 og er það stærsta félagið innan BSRB. Jens segir að núna sé aðallega ver- ið að skoða þrjá þætti; launatöflu, starfsmenntamál og „svo erum við mjög uppteknir af því að finna lausn á því hvernig við getum útrýmt óút- skýrðum launamun milli kynja hjá fólki í samskonar starfi,“ sagði Jens í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun gerði í október er launamunur milli kynja um 17% í heildarlaunum og 7% séu mánaðarlaunin skoðuð. Þetta vilji fé- lagið skoða og leita leiða til að út- rýma. Jens segir að enn sé ekki farið að ræða samningstímann, en eins og kunnugt er samdi Félag leikskóla- kennara til tveggja ára. „Það er háð verðbólgu. Bjartsýnustu menn segja að verðbólgan verði innan við 7% en svartsýnustu menn að hún verði 13– 15%. Við viljum sjá kaupmáttar- aukningu á launin, um 5–6% kaup- máttaraukningu á samningstíman- um, að lámarki.“ Jens segir að SFR horfi m.a. til kjarabóta sem bankamenn og leik- skólakennarar fengu í nýgerðum samningum í kröfugerð sinni en fé- lagið krefst m.a. 150 þúsund króna í lágmarkslaun. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH), segir að á næstunni ráðist hvort samhljómur sé með kröfum FÍH og sameiginlegrar viðræðu- nefndar 24 stéttarfélaga innan BHM við ríkið. Félag íslenskra náttúru- fræðinga er eina aðildarfélag BHM sem ákvað að standa utan við sam- eiginlega viðræðunefnd. Sameiginleg viðræðunefnd BHM Á sameiginlegum fundi stjórnar og samninganefndar FÍH í síðustu viku var samþykkt að veita viðræðu- nefnd BHM enn svigrúm allt til 28. febrúar til að þróa áfram þessa vinnu. Þeim tilmælum var jafnframt beint til viðræðunefndarinnar að janúarmánuður yrði notaður til að þróa nýja sameiginlega launatöflu þ.a. um næstu mánaðamót yrði ljóst hvernig hjúkrunarfræðingar myndu raðast inn í hina nýju launatöflu. Viðræðunefndin mun næst eiga fund með samninganefnd ríkisins á miðvikudag. Í kjölfarið er miðstjórn- arfundur hjá BHM. „Þá geri ég ráð fyrir að við sjáum hvert viðræðurnar eru að þróast og hvernig mál standa,“ segir Elsa. Rúmlega 60 félög með lausa samninga við ríkið ENDURMENNTUN Háskólans,IMG og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa nk. fimmtu- dag og föstudag kl. 8.30–12.30 fyrir námskeiði um Forystuhlut- verk stjórnenda í opinberum rekstri. Aðalkennari er Svafa Grönfeldt lektor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ og fram- kvæmdastjóri stjórnunarsviðs Actavis Group hf., en auk hennar Margrét S. Björnsdóttir forstöðu- maður og stundakennari í meist- aranámi í opinberri stjórnsýslu við HÍ. Um efni námskeiðsins segir í kynningu: „Stjórnendum í opin- berum rekstri er í vaxandi mæli ætlað að taka forystu á sínum málasviðum, bæði inn á við gagn- vart starfsfólki og út á við gagn- vart almenningi, hvers kyns hags- munahópum og fjölmiðlum. Þetta leiðir bæði af almennum breyt- ingum í opinberum rekstri en ekki síður umhverfinu sem ein- kennist af hröðum breytingum og auknum kröfum bæði starfs- manna og borgaranna um upplýs- ingar og áhrif. Í dag þurfa stjórn- endur í opinberum rekstri að geta, í samstarfi við stjórnmála- menn, starfsmenn og hagsmuna- aðila, mótað sýn á framtíð sinnar starfsemi, geta miðlað þeirri sýn, skapað um hana samstöðu og leitt þær breytingar á starfsháttum og viðhorfum sem hún krefst. Þessi þáttur í starfi stjórnenda krefst annarra vinnubragða en hefð- bundin embættisstörf kröfðust. Stjórnendur í opinberum stofnun- um eru oft framúrskarandi sér- fræðingar á sínum málasviðum en núna er í vaxandi mæli gerð krafa um að þeir séu einnig framúr- skarandi hvað þessa þætti varðar. Á námskeiðinu er í inngangi fjallað um þær breytingar í op- inberum rekstri sem hafa leitt þetta af sér. Meginhluti nám- skeiðsins fjallar um eðli forystu- hlutverksins og hvað greinir það frá góðri almennri stjórnun og stjórnsýslu.“ Skráning og nánari upplýsing- ar fást hjá Endurmenntun H.Í, á veffanginu www.endurmenntun.is eða netfanginu: endurmenntun- @endurmenntun.is. Forysta í opin- berum rekstri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.