Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 17
FYRRVERANDI leiðtogi kínverska Kommúnistaflokksins, Zhao Ziyang, sem lést í gær, 85 ára að aldri, hafði ekki sést opinberlega síðan 19. maí 1989. Þann dag ávarpaði hann náms- menn á Tiananmen-torgi í Peking, sem nefnt hefur verið Torg hins himneska friðar á íslensku, og bað þá grátklökkur, líkt og hann vissi hvað verða vildi, um að binda enda á sex vikna löng mótmæli sín gegn stefnu stjórnvalda. Daginn eftir, hinn 20. maí, höfðu harðlínuöfl í flokknum tekið öll völd, herlög voru sett í landinu og mótmæli náms- manna brotin á bak aftur. Zhao var settur af skömmu síðar og mátti hann dúsa í stofufangelsi allt til dauðadags. Zhao mun hafa verið alvarlega veikur síðasta mánuðinn og sl. föstu- dag féll hann í dá eftir að hafa fengið heilablóðfall. Hann dó á sjúkrahúsi í Peking í gærmorgun að kínverskum tíma, seint á sunnudag að ísl. tíma, og staðfesti hin opinbera fréttastofa stjórnvalda, Xinhua, andlát hans með örstuttri tilkynningu í gær. Var mótfallinn því að valdi yrði beitt gegn námsmönnum Talið er að hundruð, ef ekki þús- undir, borgara hafi verið drepnir í aðgerðum kínverskra stjórnvalda gegn mótmælum námsmanna sem hófust 3. júní 1989, nokkrum dögum eftir að herlög voru sett í landinu. Zhao var aftur á móti andsnúinn því að hernum yrði beitt gegn mót- mælendum í Peking og varð það til þess að hann var sviptur öllum emb- ættum og settur í stofufangelsi. Hans er því minnst sem hófsemd- armanns, holdgervings pólitískra umbóta í Kína sem aldrei urðu, manns sem varð undir í valdabarátt- unni. Zhao var forsætisráðherra Kína lungann úr níunda áratugnum, til 1987 en þá tók hann við sem leiðtogi kommúnistaflokksins þegar Hu Yaobang var ýtt til hliðar, kennt um það umrót sem var tekið að gerjast meðal kínverskra námsmanna. Deng Xiaoping, forseti Kína, hafði sjálfur valið Zhao til þess að verða forsætisráðherra 1980 og var hann álitinn duglegur raunsæismaður, svonefndur „tæknikrati“, sem ekki lét stjórnast um of af pólitískum kreddum. Enda kom Zhao á vísi að markaðshagkerfi í valdatíð sinni. Olli frami Zhaos í tíð Dengs því að gert var ráð fyrir að Zhao myndi í fyllingu tímans taka við leiðtoga- hlutverki Dengs. Deng snerist hins vegar gegn Zhao og í samtölum sem Zhao átti við gamlan blaðamann hjá Xinhua á síðasta áratug kenndi hann Deng um hvernig fór á Torgi hins himn- eska friðar og fullyrti að sjálfur hefði hann getað bundið enda á mótmælin með friðsamlegum hætti. Örlög Zhaos „smánarblettur“ Ýmsir þjóðarleiðtogar og for- ystumenn kínverskra lýðræðisafla minntust Zhaos hlýlega í gær. Jun- ichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, hvatti kínversk stjórnvöld t.d. til þess „að stíga skref í lýðræð- isátt“ á þessum tímamótum. Og Bao Tong, fyrrverandi aðstoðarmaður Zhaos, lýsti því í gær yfir að ein- angrun Zhaos væri „smánarblettur“ á Kommúnistaflokknum. „Örlög Zhaos Ziyangs minna okk- ur líka með óþægilegum hætti á ann- að ranglæti sem ýmsir sem enn eru valdamiklir hafa á samviskunni,“ sagði Bao sem var sjö ár í fangelsi og sætir nú eftirliti af hálfu stjórnvalda. Kínverskir ráðamenn og fyrrum samstarfsmenn Zhaos minntust sjálfir næstum aldrei á hann eftir að hann féll í ónáð. Sonur Zhaos, Liang Fang, greindi þó í gær frá því að til- teknir „leiðtogar þjóðarinnar“ hefðu heimsótt Zhao á dánarbeðinn. Ekki væri hins vegar „heppilegt“ að segja frá því um hvaða pólísku forystu- menn væri að ræða. Holdgervingur umbóta sem aldrei urðu Reuters Lýðræðissinni í Hong Kong hengir upp mynd af Zhao Ziyang (með gjallar- horn) sem sýnir síðasta skiptið sem hann kom fram opinberlega, hinn ör- lagaríka dag 19. maí 1989, á torgi hins himneska friðar. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 17 ERLENT Náðu þér í eintak á www.sagabout ique . i s söluskrifstofu Icelandair sími 50 50 100 eða á ferðaskrifstofum. kominn í loftið Nýr vetrarbæklingur Saga Boutique Tollfrjálst skýjum ofar Verð 8.400 kr DKNY 3329 Safnaðu vildarpunktum, verslaðu í Saga Boutique. STEINGRÍMUR Hermannsson hitti Zhao Zhiyang þegar hann fór í opin- bera heimsókn til Kína sem forsætis- ráðherra í októ- ber 1986. „Ég kynntist honum nokkuð vel og féll afar vel við hann,“ sagði Steingrímur í samtali við Morg- unblaðið. Steingrímur sagði að hann hefði átt nokkra fundi með Zhao. „Hann var mjög op- inn og hlýr og hafði mikinn áhuga á að opna Kína fyrir vestrænum sam- skiptum. Hann hafði verið, ef ég man rétt, fylkisstjóri áður [ í Guang- dong og Sichuan] og gert þar mjög góða hluti efnahagslega. Og ég hafði á tilfinningunni að hann væri mjög ákveðið studdur af Deng Xiaoping, ég hafði á tilfinningunni að þeir væru mjög samstiga um að breyta Kína.“ Steingrími var boðið aftur til Kína þegar hann var seðlabankastjóri 1995. „Þá óskaði ég eftir því að fá að hitta hann [Zhao]. En þá fékk ég bara kurteisislegt svar um að hann tæki ekki á móti gestum,“ sagði Steingrímur. Opinn maður og hlýr Steingrímur Hermannsson GÖRAN Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær að taílensk stjórnvöld þyrftu að útskýra hvers vegna taílenskir jarðskjálftafræð- ingar vöruðu engan við því að miklar flóðbylgjur stefndu að landinu á ann- an dag jóla. Er gagnrýni hans með þeim beinskeyttari sem taílensk stjórnvöld hafa fengið en Persson heimsótti í gær hamfarasvæðin í Taí- landi ásamt þeim Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, og Matti Vanhanen, forsætisráð- herra Finnlands. Tilgangur farar þremenninganna var að afla upplýsinga um norræna borgara sem fórust í náttúruhamför- unum en meira en 2.000 Finna, Norðmanna og Svía er enn saknað. Í Phuket gaf Persson sér tíma til að ræða við blaðamenn og sagði hann þá að ef taílensk stjórnvöld vildu að ferðamenn sneru á ný til landsins yrðu þau að útskýra hvers vegna engin viðvörun var gefin vegna flóðbylgjunnar. Þá þyrftu þau að tryggja að við uppbyggingu hót- ela og annarra ferðamannastaða yrði vandað betur til verks en áður. Hétu áframhaldandi aðstoð „Ég … lét í ljós með beinum hætti við taílensk yfirvöld að við vildum að gerð yrði rannsókn á því hvernig staðið var að viðvörunum fyrir hörm- ungarnar,“ sagði Persson við blaða- menn í Phuket. „Jarðskjálftinn varð langt á undan flóðbylgjunni. Flóð- bylgjan lenti á ströndunum og varð mörg þúsund manns að bana. Hvers vegna voru ekki gefnar út viðvaranir þegar vitað var af flóðbylgjunni?“ sagði Persson ennfremur. Thaksin Shinavatra, forsætisráð- herra Taílands, hafði tekið á móti Persson, Bondevik og Vanhanen við komuna til Bangkok í gærmorgun. Fór vel á með þeim, þrátt fyrir um- mæli Perssons síðar um daginn, og þökkuðu þremenningarnir Taílend- ingum fyrir þá aðstoð, sem þeir veittu sænskum, finnskum og norsk- um ferðamönnum eftir flóðbylgjuna. Buðu þeir jafnframt fram áfram- haldandi aðstoð Norðurlanda við uppbyggingu eftir hamfarirnar. Vilja vita hvers vegna viðvörun var ekki gefin Forsætisráðherrar Noregs, Svíþjóðar og Finnlands heimsóttu hamfarasvæðin í Taílandi Phuket. AFP. Reuters Kjell Magne Bondevik ræðir við fréttamenn í Phuket í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.