Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.01.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF M argir Íslendingar búa á Norðurlöndunum og þau eru ófá ís- lensku börnin sem hafa stundað hluta grunnskólanáms síns á dönsku, norsku eða sænsku. Margt eiga grunnskólarnir á Norðurlöndunum sameiginlegt og yfirleitt gengur ís- lensku börnunum vel að aðlagast. Margir Íslendingar eru búsettir í Danmörku og Ólafía Einarsdóttir er ein þeirra en hún hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Dan- mörku frá árinu 1994. Börnin eru nú orðin fjög- ur á aldrinum 7–24 ára og hafa tvö þau eldri skóla- reynslu frá báðum lönd- um en þau yngri hafa ver- ið alla sína skólagöngu í Danmörku. Ólafía segir nú orðið það langt um lið- ið síðan fjölskyldan flutti frá Íslandi að hún eigi erfitt með að bera saman, því margt geti breyst á tíu árum. Ólafía og eiginmaður hennar, Ing- ólfur Kristjánsson, bjuggu reyndar í Danmörku í kringum 1980 þegar Ing- ólfur stundaði þar nám og elstu börn- in voru lítil. Þau bjuggu svo á Íslandi í tíu ár og þegar ákveðið var að flytja aftur frá Íslandi fyrir um áratug varð Danmörk fyrir valinu þar sem þar þekktu þau til og líkaði vel. Elsta dóttirin María Huld er í framhalds- námi í sálfræði við Kaupmannahafn- arháskóla og sonurinn sem er næstur í systkinaröðinni, Einar Þór, 22 ára, er í byggingarverkfræði í tæknihá- skólanum DTU. Ólafía stundar sjálf nám í hjúkrunarfræði en Ingólfur starfar sem framleiðslustjóri hjá Col- gate-Palmolive. Yngsti sonurinn, Bjarni Már, 7 ára, er í 1. bekk grunn- skólans og sá næstyngsti, Ingólfur Örn, er 13 ára, í 7. bekk. Grunninn vantar „Aðalmunurinn sem við og börnin fundum þegar þau skiptu yfir í danska grunnskóla á sínum tíma var að þau þurftu lítið að læra heima miðað við það sem þau þekktu frá Ís- landi. Einnig má nefna að í danska grunnskólanum sem við þekkjum er mikil áhersla lögð á samvinnu barnanna og verkefnavinnu í tengslum við ákveðin efni. Þetta eru oft umfangsmikil verkefni eins og að búa til kvikmynd, leikrit eða dagblað og getur verið mjög skapandi og skemmtilegt. En ég verð að segja að mér finnst vanta grunninn. Það er já- kvætt að þau læri að hugsa sjálfstætt og vinna með öðrum og félagslegi þátturinn er líka mjög mikilvægur. Þar finnst mér Danirnir kannski standa framar en Íslendingar en við höfum vinninginn þegar kemur að faglega þættinum, eins og grunni í stafsetningu og málfræði.“ Hún segir jákvætt að í danska grunnskólanum er mikil áhersla lögð á að börnunum líði vel og að góður andi ríki. Að börnunum þyki gaman í skólanum. Skólahúsnæði, húsbún- aður og námsgögn séu þó ekki til að hrópa húrra fyrir. „Borðin og stól- arnir eru eins og þegar ég var í grunnskóla á sjöunda áratugnum. Bækurnar eru oft ljósrituð hefti og húsnæði er illa viðhaldið. Þetta er allt annað en á Íslandi þar sem svo mikil áhersla er lögð á að vanda til þessara þátta. Í skóla strákanna er ekkert mötuneyti og þeir taka því með sér nesti. Hjá þeim eldri er ekki ísskápur og hann er því farinn að skjótast heim í hádeginu.“ Ekki skólaskylda hjá sex ára börnum Ólafía finnur þó mun á danska skól- anum á þeim tíma sem fjölskyldan hefur búið í landinu. Enn er ekki skólaskylda hjá sex ára börnum en þau fara þó nær öll í forskóla- bekkjardeild sem kallast børnehave- klasse. Rétt áður en Bjarni Már, sá yngsti, sem nú er í 1. bekk, byrjaði í forskólanum var dönskum lögum breytt þannig að heimilt varð að byrja að kenna lestur í forskóla. Áður var það alls ekki gert fyrr en í 1. bekk. „Ég man að þegar Ingólfur Örn byrjaði í forskóla hér árið 1997 varð hann svekktur yfir því að fá ekki að byrja að læra að lesa í skólanum og kvartaði yfir því að vera bara að lita bangsa allan daginn. Þetta hefur nú breyst og Bjarni Már byrjaði að læra að lesa og reikna strax við upp- haf skólagöngu, og það finnst okkur mjög jákvætt,“ segir Ólafía. Fleira hefur breyst í Danmörku á enn lengri tíma, t.d. viðhorf til áfeng- isneyslu unglinga. Þegar elsti sonur Ólafíu og Ingólfs, Einar Þór, sem nú er 22 ára, byrjaði í 7. bekk árið 1995 þegar fjölskyldan var nýflutt til Dan- merkur var haldinn árviss foreldra- fundur í skólabyrjun. Tilgangur fundarins var m.a. að ræða partí, úti- vistartíma og samræmdar reglur þar að lútandi. „Þarna var ekki rætt hvernig mætti sporna gegn áfeng- isneyslu unglinganna heldur keppt- ust foreldrar við að tala um hversu mikið unglingunum átti að leyfast að drekka af bjór. Mér varð mikið um, þagði á meðan þessar umræður stóðu yfir en sagðist svo algjörlega ósam- mála því að börnunum yrði leyft að drekka bjór. Það sló bara þögn á hóp- inn og svo spurðu foreldrarnir hvort Einar mætti taka þátt í partíum og öðrum uppákomum,“ rifjar Ólafía upp. Hún segir að frjálslyndi í þessum málum hafi minnkað og nú setji flest- ir foreldrar mörkin við 15 ára aldur en ekki 13 ára eins og þá var. Ólafíu finnst nú samt nóg um og bendir á að hvergi í Evrópu byrji unglingar jafn- snemma að drekka og í Danmörku. Í dönskum skólum er annars mikil áhersla lögð á foreldrasamstarf að sögn Ólafíu, og að hennar mati fylgja því bæði kostir og gallar. „Foreldrar geta stundum orðið of afskiptasamir og stjórnsamir og getur það haft í för með sér að kennaranum verður ókleift að framfylgja þeirri kennslu- og bekkjaráætlun sem hann hafði gert sér. En almennt er mjög gott að foreldrar séu vel upplýstir um það sem er að gerast í skólanum og mað- ur getur verið viss um að fá að vita hvað er að gerast,“ segir Ólafía að lokum.  MENNTUN | Með fjögur börn í dönskum grunnskólum á síðastliðnum tíu árum Mikil áhersla á samvinnu barna Danir standa kannski framar hvað varðar fé- lagslega þáttinn en þegar kemur að faglega þætt- inum eins og grunni í stafsetningu og málfræði hafa Íslendingar vinninginn segir Ólafía Ein- arsdóttir sem hefur verið með fjögur börn í dönsk- um grunnskólum. Fjölskyldan sem fluttist til Danmerkur fyrir tíu árum. Ingólfur, Ólafía, María Huld með dóttur sína Evu Rakel, Ingólfur Örn, Einar Þór lengst til hægri og Bjarni Már fremstur á myndinni. Hvergi í Evrópu byrja unglingar jafnsnemma að drekka og í Danmörku. steingerdur@mbl.is HVERNIG losnar maður við sýk- ingu í langvarandi sárum þegar sýklalyf duga ekki lengur? Maður stráir fiskiflugulirfum í sárið og þær hreinsa það. Samkvæmt sænskri rannsókn er lirfuráðið að ganga í endurnýjun lífdaga, að því er greint er frá á norska vefnum forskning.no. Mörg sjúkrahús í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ísrael og Þýskalandi nota lirfutæknina og hún hefur einnig rutt sér til rúms í Danmörku og Sví- þjóð. Við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gautaborg hafa verið gerðar til- raunir með lirfur frá árinu 1997. Lirfurnar éta dauðan vef, þær hreinsa sárið og hafa einnig bakt- eríudrepandi og læknandi áhrif, að sögn Helene Wolff, læknis við Sahlgrenska, en hún hefur skrifað doktorsritgerð um þessa meðhöndl- un sára. Aðferðin hefur verið notuð í mörg hundruð ár. Í fyrri heimsstyrjöldinni barst hún út þegar læknar tóku eftir því að lirfur gátu látið sár gróa hrað- ar og komið þar með í veg fyrir að höggva þyrfti útlimi af særðum. Lirfurnar átu dauða vefinn en létu þann fríska í friði. Áður en sýklalyf komu á markað voru lirfur oft notaðar við meðhöndl- un sára. Nú er aftur þörf fyrir lirf- urnar þegar erfitt getur reynst að finna sýklalyf við fjölónæmum bakt- eríum. Einnig vegna þess að með fjölgun aldraðra eru legusár orðin algengari.  HEILSA Fiskiflugu- lirfur í sárið HELMINGUR 9–11 ára barna í Nor- egi notar ensku þegar þau senda SMS og 70% blanda saman tölum, táknum og bókstöfum, m.a. til að stytta skilaboðin sem mest. Að því er fram kemur á vef Aftenposten veld- ur það sumum mál- vísindamönnum áhyggjum að of mikil notkun barna og unglinga á texta- skilaboðum brjóti frekar niður en byggi upp máltilfinningu og málnotkun. Þeir hafa t.d. áhyggjur af því að norskar mál- lýskur bíði skaða af SMS-máli barna og unglinga. 57% barna á aldr- inum 11–13 ára eru þeirrar skoðunar að þau hafi náð betri tökum á ritun eftir að SMS kom til sög- unnar en 33% telja að þau hafi lært meira í ensku með tilkomu SMS. Þetta er meðal niðurstaðna úr stórri rann- sókn sem gerð var á vegum NTNU Tækniháskólans í Noregi og náði til nemenda og kennara við norska grunnskóla. 45% kennaranna telja að nemendur læri ensku af því að nota SMS en 53% telja svo ekki vera. Einn af hverjum þremur kennurum telur að nemendur fái þjálfun í ritun við að nota SMS en helmingur þeirra telur að nemendur fái með SMS- notkun þjálfun í að tjá sig á stuttan og skilmerkilegan máta. Greinilegur munur er á hvernig mál er notað í SMS af börnum annars vegar og fullorðnum hins vegar. Vendipunkt- ur er við tvítugt þar sem SMS-málið fer frekar að líkjast venjulegu máli. Yf- irleitt nota allir sem komnir eru yfir 31 árs aldur venjulegt mál þegar þeir senda SMS en börn- in nota sérstakt SMS-mál þar sem tákn, skammstaf- anir og tölustafir leika stórt hlut- verk. SMS-mál barna og unglinga er alþjóðlegt og dæmi eru: GAL= Get a life, LOL= Laughing out loud, luvm2=Love you very much too. Yf- irmaður norskrar málnefndar er þeirrar skoðunar að tungumálinu stafi ekki ógn af SMS-notkuninni. Hins vegar verði kennarar að vera á varðbergi og taka SMS-notkuninni sem áskorun til að færa móðurmáls- kennsluna á nýjar brautir.  BÖRN Málfarið á SMS- skilaboðum umdeilt Morgunblaðið/Þorkell 57% barna í könnuninni á aldrinum 11–13 ára eru þeirrar skoðunar að þau hafi náð betri tökum á ritun eftir að SMS kom til sögunnar. www.hofdi.is Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna- og skipasali. Suðurlandsbraut 20 Sími 533 6050 Bæjarhrauni 22 Sími 565 8000 Egilsgata - 2ja herb. Tveggja herbergja 48,3 fm íbúð á jarðhæð/kjallara með sérinngangi í 3-býlishúsi á þessum vinsæla stað. Sérhiti og sérrafmagn. Íbúðin snýr öll í suður og inn í garð. Verð 9,9 millj. (4355) Allar nánari upplýsingar á Höfða í síma 565 8000. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Digranesvegur - Mjög fallegt Vorum að fá í sölu mjög fallegt 226 fm parhús á tveimur hæðum. Húsið er byggt árið 1955 en hefur verið mikið standsett. Húsið skiptist þannig: 1. hæð: Forstofa, snyrting, gangur, tvær stofur og eldhús. 2. hæð: Þrjú herbergi og baðherbergi. Kjallari: Forstofa, baðherbergi, tvö rúmgóð herbergi og þvotta- hús (gæti nýst sem eldhús). Rúmgóður bílskúr á tveimur hæðum. Á neðri hæð bílskúrs er herbergi og geymsla. Glæsilegt útsýni. Fallegur garður til suðurs. Göngufæri í þjónustu. Sjá myndir á heimasíðu Eignamiðlunar. Verð 35,7 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.